Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 Aðalheiður Magn- úsdóttír—Minning Fædd 24. maí 1914 Dáin 24. febrúar 1994 Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu að þú grerir sjálfur fyrrum líkt og það, þó innra með þér blikni sef og blað gef beyg og trega engan griðastað! (S. Hjartarson) Þetta var síðasta kvæði Snorra Hjartarsonar og mig langar til að kveðja hjartkæra föðursystur mína, Aðalheiði Magnúsdóttur, með þessum ljóðlínum. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Hún hélt reisn sinni til síðustu stundar og bognaði ekki, heldur trúði á bata. Heiða, eins og hún var ávallt köil- uð, var fædd á Patreksfirði 24. maí 1914, dóttir hjónanna Þóru Vigfús- dóttur húsmóður og Magnúsar Jó- hannssonar kaupmanns og skósmiðs. Hún var yngst fimm bama þeirra sem öll eru látin nema Sigurbjörg sem dvelst á Hjúkrunarheimilinu Eir. Eina hálfsystur átti Heiða og er hún einnig látin. Ég man fyrst eftir frænku minni sem bam vestur á Patreksfirði. Þá var hún ung og falleg stúlka með heiðríkju í svipnum sem hélst til ævi- loka. Mig langaði til að líkjast henni þegar ég yrði stór. Síðan eru mörg ár og það er langt síðan ég vissi að ég kæmist ekki í sporin hennar. Hún stráði um sig góðvild þar sem hún fór og umhyggja hennar fyrir ættingj- um og þeim sem- minna máttu sín va^ eiristök. Heiða mundi alla afmælis- daga í fjölskyldunni og ef eitthvað bjátaði á reyndi hún að bæta úr því. Það urðu þáttaskil í lífí Heiðu þeg- ar Andrés Gunnarsson vélstjóri, ætt- aður úr Rangárvallasýslu kom til Patreksfjarðar til að veita forstöðu vélsmiðjunni á staðnum. Árið 1940 bundust þau tryggðaböndum sem ekki hafa rofnað. Andrés er heil- steyptur maður og var samband Minning Fæddur 5. september 1958 Dáinn 27. febrúar 1994 Elskulegur bróðir minn var burt kallaður úr þessum heimi aðfaranótt 27. febrúar. Þegar bankað var snemma á sunnudagsmorgni í sólskini og góðu veðri á dyrnar hjá mér, átti ég ekki von á að prestur væri að færa mér þessa harmafregn, en allt er í heim- inum hverfult. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka séra Bjama Þór fyrir hve nærgætinn og hjálpfús hann var okkur á þessari sorgar- stund. Gummrbróðir minn var fæddur í Kópavogi en ólst upp til sjö ára ald- urs á Djúpavogi, þá flytja foreldrar okkar til Akraness og þar lauk hann bemsku- og unglingsárum sínum. Hann vr yngstur af sjö bömum þeirra hjóna Jóhanns Kristins Frið- rikssonar, en hann lést í júlímánuði síðastliðnum, og eftirlifandi konu hans Jónínu Ágústu Gústafsdóttur. Gummi eins og við kölluðum hann alltaf var skemmtilegt og greint barn og snemma fróðleiksfús og þurfti hann að spyija um alla hluti og var þá eins gott að hafa svörin skýr því hann sætti sig aldrei við undanslátt hvorki þá né síðar. Hann var hrein- skiptinn, skapmikill en umfram alit hjartahlýr og sýndi ástvinum sínum það með því að faðma okkur að sér og bera hag okkar fyrirjnjósti. Eftir gmnnskóla og landspróf lá leiðin til Akureyrar í MA, síðan í HÍ og svo út til Bandaríkjanna í frek- ara_ nám. Á Akureyri kynntist Gummi Mar- gréti Rögnvaldsdóttur sem síðar varð eiginkona hans og eignuðust þau einn son, Jóhann Kristin, þau slitu samvistir. Árið 1985 kynntist Gummi eftirlif- þeirra einstaklega gott. Það endurspe- glaði gagnkvæma virðingu. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1946 og hefur heimili þeirra ætíð staðið opið ættingj- um og vinum. Afmælisboðin þeirra voru ógleymanleg. Þar voru fjölskyldu- böndin treyst og súkkulaði drukkið úr fínu bollunum hennar ömmu. Fjöl- skyldan þjappaðist saman og það voru riíjaðar upp gamlar minningar. Við systkinin þökkum þá umhyggju og tryggð sem Heiða sýndi móður okkar síðustu ár hennar á Dalbraut- inni þegar heilsa hennar fór þverr- andi. I sjóði minninganna mun frænka okkar ávallt skipa fastan sess. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem.) Blessuð sé minning Aðalheiðar Magnúsdóttur. Hjördís Jóhannsdóttir. Hinn 24. febrúar sl. andaðist á Landspítalanum föðursystir mín Að- alheiður Magnúsdóttir eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Heiða, eins og hún var venjulega kölluð, fæddist á Patreksfírði 24. maí 1914. Faðir hennar var Magnús Jóhannsson, skó- smiður og síðar kaupmaður, fæddur 20. janúar 1876 í Litlu-Hlíð, Víðidal í Húnavatnssýslu. Móðir Heiðu, Þóra Vigfúsdóttir, var fædd 19. nóvember 1870 á Auðkúlu í Húnavatnssýslu, hin mætasta kona. Heiða ólst upp í foreldrahúsum, yngst sex systkina og fór ung stúlka til náms í Húsmæð- raskólann á ísafirði. Magnús rak skósmíðaverkstæði á Patreksfirði um árabil og tók til sín lærlinga, en hætti skósmíðum um 1930 og hóf þá verslunarrekstur. Keypti hann afurðir bænda og rak almenna verslun til ársins 1948. Eftir andlát Þóru fluttist hann til Reykja- andi sambýiiskonu sinni, Laufeyju Berglindi Friðjónsdóttur, og var það honum mikil gæfa að fá að hafa hana sem sinn lífsförunaut þau síð- ustu níu ár sem hann lifði í þessum heimi. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík. Leið þeirra lá saman til Bandaríkj- anna þar sem þau stunduðu bæði nám, hann fyrst í Ohio University þar sem hann lauk BA-prófí á tveim árum í stærðfræði, en hún lauk það- an námi sem innanhússarkitekt. Síð- an lá leiðin til Comell-skólans, þar sem hann stundaði nám í hagfræði og þaðan lauk hann mastersgráðu í því fagi. Þegar heim var komið tók hann að sér starf fyrir austan fjall sem verkefnastjóri í átaksverkefnum fimm hreppa í Rarigárvallasýslu. Bjuggu þau Linda á Hellu þegar kallið hans kom um að þörf væri fyrir hann á öðrum stað, stað þar sem allir hittast að lokum. Gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum á sinni stuttu ævi sem ég hirði ekki að telja upp, því hann var lítið gefinn fyrir að tala um slíkt. Elsku Gummi minn, við hjónin þökkum þér fyrir allt og allt sem við áttum saman. Aldrei oftar munt þú koma hér í þessum heimi og spjalla um alla heima og geima við okkur, eða taka í spil með okkur eða spila á hin ýmsu fræðandi og skemmtilegu spil sem við nutum saman. Elsku bróðir, ég þakka þér fyrir allan þann stuðning sem þú veittir mér í námi og starfi. Ég man hve stoltur þú varst þegar ég lauk prófí síðastliðið vor. Oft sátum við tvö og spjölluðum fram undir morgun, enda bæði mikl- ir nátthrafnar. Síðast þegar við tók- um langt spjall saman varstu að segja mér frá þínum ástkæra syni, að nú ætti hann að fermast í vor, víkur og rak þar smáverslun við Lang- holtsveg til dauðadags. Magnús þótti laginn verslunarmaður, svo ekki átti Heiða langt að sækja hæfíleika og þjónustulund þegar hún hóf störf inn- anbúðar hjá föður sínum á Patreks- firði. Var hún bæði vinsæl og vel lið- in af öllum sem þangað áttu erindi. Hinn 7. desember árið 1940 giftist Heiða Andrési Gunnarssyni vélstjóra, f. 29. september 1904 á Hólmum í Austur-Landeyjum. Andrés kom til Patreksfjarðar í stríðsbyijun og hóf störf hjá Vatneyrarbræðrum sem verkstjóri í Vélsmiðjunni Sindra. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og aldrei heyrðust ógæfuorð millum þeirra. Þeim varð ekki bama auðið, en systkinabörnin hafa notið um- hyggju þeirra og vináttu alla tíð. Til marks um hæversku þessara indælu hjóna má nefna, að hinn 8. des. 1990 voru þau stödd í brúðkaup- sveisiu, en létu ekki uppi, að sjálf höfðu þau átt gullbrúðkaup daginn áður „til að skyggja ekki á dag ungu hjónanna" eins og Heiða komst að orði löngu seinna. Til Reykjavíkur fluttu Heiða og Andrés árið 1946. Andrés starfaði sem verkstjóri hjá Áburðarverksmiðj- unni þar til að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Heiða frænka mín hóf störf hjá Skeifunni, fyrst í matvör- unni og síðar við húsgagnasölu í Kjör- garði og á Smiðjuvegi í Kópavogi. Eignaðist hún þar marga viðskipta- vini, sem margir hveijir urðu persónu- legir vinir hennar, enda var hún ein- staklega ljúf og velviljuð kona. Ég vil þakká frænku minni Heiðu fyrir alla þá hlýju og alúð sem hún sýndi í verki, bæði mér og mínum alla tíð. Um hana eiga vinir hennar og samferðamenn ekkert nema góðar minningar. Við Lilja og fjölskyldan sendum Andrési okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ég veit að minningin um hið góða líf sem þau áttu saman veitir honum birtu á skilnaðarstundu. Magnús Jóhannsson. Fimmtudaginn 24. febrúar sl. lést á Landspítalanum ástkær föðursystir okkar Aðalheiður Magnúsdóttir eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Aðal- og- varst þú stoltur af honum og skein úr svip þínum stolt og föðurleg umhyggja. Einnig varstu að segja mér sögur af ykkur feðgum og Jó- hanni mínum frá því í sumar sem leið þegar þeir dvöldu báðir á heim- ili ykkar Lindu og hlógum við þá dátt eins og svo oft áður. Ég þakka þér fyrir öll faðmlögin þín, en þú varst óspar á þau við þá sem þú unnir. Elskulegi bróðir minn, kall þitt kom allt of fljótt og er sárt að sætta sig við það, en vonandi tekst það með Guðs hjálp. Ég trúi því að algóður Guð geymi þig hjá sér og þú hafir fundið frið í faðmi hans. Bið ég Guð að gefa Lindu, Jóhanni Kristni og mömmu þann styrk sem hann einn getur gefið á sárri saknaðarstund. Spumingar vantar, en fátt er um svör á sárum saknaðarstundum. Hvar er upphaf, hvar er endir? Hvemig fæ ég svar við því? Eilífðin þó oss á bendir að við hittumst 611 á ný. Þín elskandi systir. Hjördís Björg. Þegar okkur bárust þær fréttir á sunnudagsmorguninn 27. febrúar síðasliðinn að Gummi frændi okkar hefði látist af-slysförum kom upp í huga okkar hvað lífíð gæti verið óréttlátt að svona ungur maður með góða menntun og mikla framtíðar- drauma væri numinn svona fljótt á brott. En allt hlýtur að hafa sinn tilgang og þér hefur verið ætlað annað hlutverk á öðrum stað, þar sem hefur verið meiri þörf fyrir þig og þína blíðu lund. Elsku Gummi okkar, við söknum þín sárt, en huggum okkur við það að við munum sjást síðar. Alltaf var gott að geta leitað til þín til að fá góð ráð og styrk þegar eitthvað bját- aði á og vera alltaf viss um að fá þau bestu ráð, sem völ var á. Einnig þökkum við þér allar yndislegu sam- verustundirnar sem við fengum að njóta með þér, oft var þá glatt á hjalla og við gátum hlegið dátt. Vit- um við að algóður Guð þig geymir nú. Elsku amma, Linda, Jóhann Krist- heiður, eða Heiða eins og hún var ávallt kölluð, var fædd á Patreksfirði 24. maí 1914 og átti því aðeins þijá mánuði í áttrætt þegar hún lést. Heiða var dóttir hjónanna Þóru Vig- fúsdóttur og Magnúsar Jóhannsson- ar kaupmanns á Patreksfírði. Hún var yngst bama þeirra en alsystkini hennar voru: Oddgeir, fæddur 1902 dáinn 1952; Jóhann, fæddur 1904, dáinn 1971; Sigurbjörg, fædd 1906, hún dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Eir; og Andrés Herkúles, fæddur 1911, dáinn 1937. Hálfsystir sam- mæðra var Oddgerður Oddgeirsdótt- ir, fædd 1898, dáin 1982. Heiða ólst upp hjá foreldrum sín- um á Patreksfírði. Magnús faðir hennar var hinn mesti framfaramað- ur, stundaði hann skósmíði, rak skó- verslun og smábátaútgerð ásamt sonum sínum. Þegar Magnús hætti skósmíði stofnaði hann verslun á Vatneyri og rak hana meðan hann bjó þar. Sagt var um Magnús að hann væri laginn verslunarmaður og mælti svo vel með vöru sinni, að kaupandinn varð fljótt sannfærður um að þar fengi hann hinn rétta hlut. Heiða, eins og hin systkinin, tók full- an þátt í þessum störfum föður síns, eftir því sem aldur og geta leyfðu. Hinn 7. desember 1940 giftist Heiða eftirlifandi manni sínum Andr- ési Gunnarssyni, vélstjóra frá Hólm- inn, mamma og pabbi, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg, leyfið ljós- inu að komast inn í líf ykkar aftur. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðar stein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (M.Joch.) Rebekka María og Jóhann Ágúst. Elsku Gummi minn. Ég vil þakka þér fyrir alla sam- verustundimar í gegnum árin, með orðum úr sálmi nr.: 510. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson. Elsku Linda, Jóhann Kristinn og amma, megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Þín frænka. Helma. um í Landeyjum. Hófu þau búskap á Vatneyri og reistu þar íbúðarhús í samvinnu við foreldra okkar, Jór- unni og Oddgeir. Árið 1946 flytja Heiða og Andrés til Reykjavík. Andr- és vinnur um skeið við fag sitt, en við stofnun Áburðarverksmiðju ríkis- ins er hann ráðinn yfirvélstjóri við undirbúning og byggingu verksmiðj- unnar. I Áburðarverksmiðjunni starf- aði svo Andrés þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fljótlega eftir að Heiða og Andrés fluttu suður hóf hún störf við versl- un. Fyrstu árin aðstoðaði hún föður sinn við verslunarrekstur hans, en hann flutti til Reykjavíkur um svipað leyti og þau. Snemma á sjötta ára- tugnum fór hún að vinna í verslun- inni Skeifunni, sem bróðursonur hennar Magnús Jóhannsson rak. Starfaði hún þar næstu þijá áratug- ina, fyrstu árin við matvöruverslun, en síðar í mörg ár í húsgagnaverslun- inni í Kjörgarði. Störf við verslun féllu Heiðu einstaklega vel. Bæði var að hún var sérlega töluglögg og átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og laða að viðskiptavini. Heiða var einstaklega jákvæð og hlý manneskja. Velferð fjölskyldu og ættingja var ávallt í fyrirrúmi. Ef eitthvað bjátaði á brást ekki að hún hafði samband og bauð sína hjálp. Afmælis- og tyllidaga allra ættingja og vina mundi hún og ófáar voru gjafir og kveðjur sem hún sendi við hin margvíslegu tækifæri. Ekki er hægt að minnast Heiðu frænku án þess að geta sérstaklega hins góða og hlýja sambands sem var milli þeirra hjóna og gagnkvæmu virðingar er þau auðsýndu hvort öðru. Öll eigum við frændsystkinin ljúf- ar minningar frá dvöl okkar um lengri eða skemmri tíma hjá þeim hjónum og viljum við að lokum þakka einstaka umhyggju og ástúð sem við höfum notið gegnum árin. Það verða margir ættingjar og vinir sem sakna þessarar ljúfu konu og fylgja henni þakklæti og blessuna- róskir. Við sendum Andrési innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum hon- um blessunar Guðs. Þór, Geir, puðrún, Freyr og Örn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. „Af hveiju þurfti hann að deyja svona ungur? Hann var svo skemmti- legur." Þetta sagði eldri sonur okkar síðastliðinn sunnudag þegar við sögðum honum að Guðmundur, vinur okkar, hefði látist í bílslysi fyrr um morguninn. Upp í hugann koma orð- in sem svo oft eru sögð þegar ungt fólk deyr í blóma lífsins: „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Við kynntumst Guðmundi og Lindu þegar þau fluttu hingað austur í Rangárvallasýslu síðastliðið vor þegar hann var ráðinn verkefnis- stjóri átaksverkefnis í atvinnumálum í vesturhluta Rangárvallasýslu og vinskapurinn þróaðist enn frekar þegar við fjölskyldan í Birkiflöt, Guðmundur, Linda, Jóhann Kristinn, sonur Guðmundar, og Jóhann Sig- urðsson, frændi Guðmundar, fórum eina helgi í ágúst inn í Veiðivötn. Þó veiðin væri engin var ánægjan af ferðinni því meiri og í bakaleið- inni skoðuðum við virkjunarsvæðin, þar sem Guðmundur vann þegar þau voru í byggingu. Margar voru heim- sóknirnar á milli heimilanna og margt spjallað. Hann var drífandi í starfí og viljinn var mikill að hjálpa íbúum sveitarfé- laganna að finna atvinnutækifæri. Meðal annars aðstoðaði hann við að koma á fót Öldungadeild í Lauga- landsskóla á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og margt fleira. Minningin um góðan vin lifir í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Linda, Jóhann Kristinn og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja ykk- ur í ykkar miklu sorg. Þorsteinn, Hanna, Vignir og Ingvar, Birkiflöt. Guðmundur Björg- vin Kristínsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.