Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 04.03.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 35 áhrif í þjóðlífinu og átti hlut að þýð- ingarmiklum þjóðfélagsbreytingum. Hollvættir standi honum og niðjum hans trútt við hlið þessa heims og annars. Barði Friðriksson. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd eg hafni. Höndin þín, drottinn, hlífi mér, þá heims eg aðstoð missi. En nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja. Meðtak þá, faðir, mína önd, mun eg svo glaður deyja. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (H.P.) Nú er hann afi okkar, afi á Gnoðó eins og við kölluðum hann, fallinn frá og okkur langar til að minnast hans í örfáum orðum. Það er svo margt sem kemur upp í hugann og minningarnar sækja á, hver af annarri eins og þegar við fórum í heimsókn til hans á Gnoða- voginn. Þá myndi hann sitja í stof- unni, alltaf jafn góðlegur í framan, með vindilinn og segja: „Sælar frænkur" þegar við kæmum til hans. Oftar en ekki reyndum við að leið- rétta þennan misskilning því að auð- vitað fannst okkur það skrýtið að heyra hann kalla okkur frænkur sín- ar þar sem við vorum alls ekkert frænkur hans. Hjá honum var alltaf eitthvað hægt að gera, við t.d. spiluðum við hann dómínó og rommí, lásum eldgömul teiknimyndablöð frá því að pabbi var lítill og svo, öruggiega í hvert einasta skipti, fiktuðum við pínulítið í ritvélinni hans og fórum í skrifstofuleik. Þegar heimsóknin var á enda og við vorum að fara heim, þá stóð hann alltaf úti í glugga og vinkaði á eftir bílnum okkar. Því miður fékk Hjalti litli bróðir okkar ekki að kynnast honum afa eins og við gerðum því að síðustu árin voru afa mjög erfið vegna mik- illa veikinda. Við munum því gera okkar besta til að segja Hjalta frá honum eins og hann var. Það verður skrítið að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur, elsku afi okkar, en við vitum að þrátt fyr- ir það að þér hafi ekki liðið vel síð- ustu árin þá líður þér vel núna og ert búinn að hitta ömmu Steinunni sem þú hefur saknað svo lengi. Því kveðjum við’ þig hér í hinsta sinn og biðjum Guð að varðveita þig og blessa. Þínar frænkur. Steinunn og María Hildur Sigurðardætur. Við fráfall Björgvins Sigurðssonar rifjast upp fyrstu kynni mín af hon- um. Steinunn Vilhjálmsdóttir, Lalla frænka, sem seinna varð konan hans, hafði komið suður til dvalar á Sóleyj- argötu 5. Stundaði hún nám við Kvennaskólann nokkrum árum fyrr en ég kom suður til náms í boði Gunnlaugs Einarssonar læknis, föð- urbróður okkar beggja. Að loknu Kvennskólanáminu hóf Lalla störf sem klíníkdama á lækningastofu Gunnlaugs og vann þar um nokkurra ára skeið, en á þeim tíma felldu þau Björgvin hugi saman. Þau gengu í hjónaband 6. júlí 1946 að nýlega loknu lögfræðiprófi hans. Það er bjart yfir þessum minning- um. Bæði voru þau afburðaglæsileg, glaðlynd og gestrisin enda vinmörg, ættrækin og félagslynd. Það leið öll- um vel í návist þeirra. Lalla féll frá í maí 1974 eftir erf- ið veikindi og var sárt saknað af ættingjum og vinum. Fyrir nokkrum árum fékk Björg- vin heilablóðfall og hefur síðan dval- ið á sjúkrastofnunum. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 22. febrúar sl. Blessuð sé minning þeirra Löllu og Björgvins. Gunnlaugui' Snædal. Fleiri minningargréinar um Björgvin Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÞÓRA MAACK, andaðist miðvikudaginn 2. mars. Karl Maack, Pétur K. Maack, Sóley Ingólfsdóttir, Runólfur Maack, Stefanía Kjartansdóttir, Gunnar Maack, Eygló Baldursdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, LÁRA GUNNARSDÓTTIR, Fossvöllum 12, Sjúkrahúsi Húsavíkur fimmtudaginn 3. mars sl. lést Þorsteinn Jónsson, Kristín Gísladóttir, Kristjana Þorsteinsdóttir, Ásgerður Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og barnabörn. t Elskuleg frænka okkar, HALLA SNÆBJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, fyrrverandi forstöðukona Blóðbankans, Ljósheimum 16a, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 2. mars. Guðrún Guðbrandsdóttir, Halla Eyjólfsdóttir, Guðmunda Eyjólfsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, GUÐJÓNBERGÞÓRSSON skipstjóri, Heiðarbraut 65, Akranesi, lést 2. mars. Salóme Guðmundsdóttir, Lára Huld Guðjónsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Bergþór Guðjónsson, Gunnar Brynjar Bergþórsson, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, Guðmundur M. Ólafsson. t Útför föður okkar, hefur farið fram. DAGS SIGURÐARSONAR, Börnin. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES FR. SIGURÐSSON húsasmiður, Löngumýri 57, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hlífarsjóð S.Í.B.S. Hafsteinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Björk Kristinsdóttir og barnabörn. t Dóttir okkar, móðir og systir, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Fannarfelii 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 13.30. t Útför FRIÐRIKS RÓSMUNDSSONAR, Borgarhrauni 6, Hveragerði, verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Jarðsett verður á Kotströnd. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 4. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnst hans, er vinsamlegast bent á líknarfélög. Sigurður Björgvinsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Elín Bergljót Björgvinsdóttir, Ragnar Guðmundsson og barnabörn. t Föðursystir mín, STELLA PETERSEN GLEAVE, lést þann 25. febrúar í Leeds General Infirmary. Bálför hennarfer fram 4. mars í Leeds. Fyrir hönd eiginmanns, dætra og fjölskyldu hinnar látnu, Guðbjörg Betsy Petersen. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT E. JÓNSSON, Hafnargötu 120, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju laug- ardaginn 5. mars kl. 14.00. Margrét Halldórsdóttir, Guðriður Benediktsdóttir, Einar Hálfdánsson, Halldór Benediktsson, Steinunn S.L. Annasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur minn, faðir, bróðir, mágur og unnusti, HELGI MÁR JÓNSSON, sem lést 28. febrúar, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánu- daginn 7. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu heiðra minningu hans, er bent á bankabók nr. 0532-18-480169 í eigu Sindra Hrafns Helgasonar 3 ára. Jón Már Þorvaldsson, Finnur Logi Jóhannsson, Þorvaldur Ingi Jónsson, Jóhanna Marín Jónsdóttir, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir. Sindri Hrafn Helgason, Oddný Halla Haraldsdóttir, Dís Kolbeinsdóttir, Aurelio Ferro, Benedikt Oddsson, Helga Gisladóttir, Sigríður Amanda, Sigurjón Magnússon, Brynja Mikaelsson, Rafael Mikaelsson, Magnús Sveinsson, Katrín Dögg, Cecilia Magnúsdóttir, íris Magnúsdóttir, Sveinn Snorri Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR VÍGKONSSONAR kaupmanns, Akurgerði 15. Sérstakar þakkir viljum við færa lækn- um, hjúkrunarfólki og presti á deild A-7 Borgarspítala og Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Elsa Sigurðardóttir, Björgvin Þóröarson, Svanfríður Jakobsdóttir, Jónfna Margrét Þórðardóttir, Ófeigur Sigurðsson, Helga Þórðardóttir, Rúnar Hjartarson og barnabörn. Lokað í dag, föstudaginn 4. mars, til kl. 13.00 vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR B. KRISTINSSONAR. FilaFil, Hjörtur Nielsen, Borgarkringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.