Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 45

Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 45 Um keðjubréf og Danmörku Frá Erlendi S. Guðnasyni: Nú þegar gullæðinu er aflokið hér í Danmörku og fólk fúlsar við að kaupa keðjubréfín sem eiga að bjarga þér úr viðjum skulda eða gera þig ríkari, þá hef ég lesið í íslenskum blöðum að landinn trúir enn á mátt þeirra. Núna síðast las ég í Morgunblaðinu 19. febrúar um nýjustu dæmi þessa æðis og er mér furða að þetta fái að þrífast. Mér er spurn hvort það finnist ekki á íslandi nein lagaleg ákvæði sem banna þesskonar fjársöfnun. í Danmörku er engin spurning um hvernig á að fiokka þessa starf- semi og sendi ég blaðaúrklippu úr Berlinske Tidende mér til máls, þar sem greinilega er tekið fram að keðjubréfín eru hreint og beint ólög- leg samkvæmt dönskum lögum. Einnig er tekið fram að komist skattayfirvöld hér í landi að því að einstaklingar hafi hagnast á keðju- bréfum, þá eiga þeir á hættu á lög- taki í eignum. Og reynst getur erf- itt fyrir þá sem hafa fengið dágóð- ar summur að útskýra þær á reikn- ingsyfirlitinu, því eins og flestir vita þá fer öll starfsemi (flestra keðju- bréfanna) í gegnum banka. Þannig má með sanni segja að áhættan er tvöföld; að hagnast ekki eða tapa því sem hagnast hefur. Á endanum er því miður fjöldi manns sem situr uppi með sárt ennið meðan aðrir njóta lífsins á kostnað þeirra, þang- _____isermigake JMietwfc l, sekiion II Ulovlige kædebreve florerer Sptl: IX-r er mindst ni « *r« •*» utovlige kædebrevssy- J** «f «* '****{<x' SteJTser i onilob l DcUl- JSíMliebfevwystemerw <?r nwífc. De euestc sikre uUM'wy ííví$k *Lov o«j o<- vindere er dem. <ler y>j> Úrklippa úr Berlinske Tidende. að til bréfíð frá skattinum kemur og gamanið kárnar. ERLENDUR S. GUÐNASON, verkfræðinemi í Danmarks Tekn- iske Höjskole, Parmagade 36 4. mf. 2300 Kbh. S Danmark. Þeir gengu beint í gildruna Frá Kristjáni Þórarinssyni: Venga ummæla Þórólfs Antons- sonar fískifræðings þá er það vissu- lega ekki óþekkt að vísindamenn greini á um túlkun á niðurstöðum rannsókna, eins og Þórólfur bendir á. Það er hins vegar afar sjaldgæft að vísindamenn stofni til ágreinings á eins augljóslega röngum forsend- um og þeir félagar á Veiðimála- stofnun hafa gert. Sú niðurstaða, að umhverfísskil- yrði í norðurhöfum hafí áhrif á stofna á íslensku hafsvæði með nokkurra ár töf er ekki mjög um- deild, né heldur er hún ný. En sú ályktun, að þetta útiloki að aðrir þættir, t.d. stærð hrygningarstofns, veiðar og þéttleikaháðir þættir geti einnig haft afgerandi áhrif á stofn- stærðarbreytingar hér við land er út í bláinn. Þeír félagar ganga beint í eina algengustu gildruna í tölfræðiúr- vinnslu. Gildran er sú að álykta sem svo, út frá fylgni milli tveggja þátta, að aðrir þættir sem ekki voru tekn- ir með í útreikningunum geti ekki haft áhrif. Þessi gildra er alkunn og er oft varað við henni. Þeirra niðurstöður eru því ekki til þess fallnar að svara spurningunni um áhrif veiða á fiskistofna. KRISTJÁN ÞÓRARINSSON, stofnvistfræðingur hjá LÍU. Pennavinir BANDARÍSKUR karlmaður sem getur ekki um aldur en er tækni- maður hjá Bell-símafyrirtækinu og vill eignast íslenska pennavini. Hyggur á íslandsferð: Jimmie M. Brandon, 13555 Kit Lane 162, Dallas, Texas 75240, U.S.A. Frá Finnlandi skrifar stúlka sem getur ekki um aldur en vill eignast 19-25 ára pennavini: Kirsi Yla-Uiteli, Ayrikoja 10, 17200 Vaaksy, Finland. TÓLF ára tékknesk stúlka með áhuga á tónlist og íþróttum: Martina Tobolkova, Lany 30, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÞÝSKUR 23 ára karlmaður með áhuga á tónlist, bókmenntum, bréfaskriftum, kvikmyndum o.fl.: Thorsten Helbing, Hopfenhellerstrasse 5, D-37445 Walkenried, Germany. TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á tónlist, dansi, kvikmyndum og bréfaskriftum: Antoinette Amissah, Aladura Box No. 390, Oguaa Town, Cape Coast, Ghana. FINNSK stúíka, 24 ára, með áhuga á tónlist og langar að eignast ís- lenska pennavini: Saija Juvala, Yo-Kyla 13D 28, 20540 Turku, Finland. LEIÐRÉTTING Milljónir dollara hjá Levi’s í grein á baksíðu viðskiptablaðs- ins í gær féll niður orðið dollarar í fyrirsögn, sem breytti merkingunni töluvert. Standa átti: Á annan tug milljóna dollara fer í varnaraðgerð- ir þjá Levi’s, <, VELVAKANDI VEGNA ÞÁTTAR UM BJÓRMÁL ÞAÐ ER svolítið óvenjulegt að stjórnandi þáttar sé æstastur þátttakenda, venjulega draga þeir sig í hlé og láta aðra um æsinguna. Þó ég hafi verið hlynnt bjórn- um og sé enn er ég þó sammála Ólafi Þórðarsyni alþingismanni að minnkandi fjárhagur þjóðar- innar stuðlar að minni áfengis- neyslu, a.m.k. hjá því fólk sem ekki er háð vínnotkun. Þetta þekki ég af eigin reynslu og hjá því fólki sem ég umgengst og núna sneiðir maður hjá matar- uppskriftum með víni í. Kæru stjórnendur vínneyslu í landinu. Hvenær verða seldar hér á landi smáflöskur með u.þ.b. fímm matskeiðum af víni í? Hve margar húsmæður gætu verið orðnar alkóhólistar af því að sitja uppi með afgang af koníakspela eða öðru vini þegar tvær til þrjár matskeiðar hefðu verið nægjan- legar í mataruppskriftina? Nú fara páskar í hönd og þá gæti verið þægilegt að geta keypt eina litla flösku. G.S. EIN HNEYKSLÚÐ ÉG FÓR í Landsbankann, aðal- banka, fyrir nokkru og ætlaði að fá stöðuna á ávísanaheftinu mínu, en mér voru gefnar þær upplýsingar að það væri bannað að gefa upp stöðuna, en ég gæti keypt útskrift á kr. 45. Ég bara spyr, hvað er að gerast innan þessarar stofnunar? Olga Sigurðardóttir SENDUM ÞAÐ MEÐ FAXA HRINGT var til Velvakanda og stungið upp á nýyrðinu „faxi“ í staðinn fyrir orðið „telefax“. Yf- irleitt talar fólk um að „faxa“ eitt og annað þegar það sendir símbréf. Orðið faxi gæti festst í málinu, það er þjált í notkun og beygist eins og orðið sími. TAPAÐ/FUNDIÐ Hárspenna tapaðist Ljósbrún hárspenna með gulllit- uðu munstri varð eftir á hár- greiðslustofunni á Hótel Sögu þann 11. febrúar sl. Þeir sem hafa orðið varir við spennuna eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 31172. Spennan tengist konu sem er látin og er því eig- andanum dýrmæt. Þorbjörg. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND, u.þ.b. senti- metra breitt með áletrun innan í, tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 17556. Fundarlaun. Úr fannst KVENGULLÚR fannst á skemmtistaðnum Berlín sl. laug- ardag. Eigandi má hafa samband í síma 25397. FÓLKSBÍLAKERRA hvarf frá nýbyggingu við Melhæð í Garðabæ fyrir u.þ.b. mánuði. Kerran er 1,80x1,20 m að stærð, úr dökkrauðum bátakrossvið. Rauð jámgrind og svört plast- bretti. Þeir sem hafa séð kerruna eða geta gefið upplýsingar um hvar hún er eru vinsamlega beðn- ir að hafa samband í síma 684555 eða 616667. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA sem er lítill poki með bleikum rennilás með þrem- ur lyklum á fannst í nágrenni Hótels Esju sl. þriðjudagskvöld. Eigandi má hafa samband í síma 637488 til kl. 19. Týnt hjól SVART BMX-hjól með OSO límmiða á stöng undir sæti hvarf úr bílskúr á Framnesvegi 48. Sunnudaginn 27. febrúar sl. upp- götvaðist að hjólið væri horfið, en það var hins vegar í skúrnum 20. febrúar, og var það eigandan- um, 8 ára dreng, mikil von- brigði. Ef einhver telur sig hafa séð hjólið er hann beðinn að láta vita í síma 17592 eftir kl. 17. GÆLUDÝR Kettlingur HVÍTUR og ljósbrúnn fresskettl- ingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 883588. Macintosh námskeið Mjög vandað og gott námskeið fyrir byijendur. Stýrikerfi tölvunnar, riNinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deilifoiritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sími 68 80 90

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.