Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 47

Morgunblaðið - 04.03.1994, Page 47
47 ÚRSLIT ÍBK - Skallagr. 115:111 íþróttahúsið í Keflavík, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 3. mars 1994. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 14:15, 27:31, 38:44, 54:62, 62:69, 72:79, 88:90, 97:96, 110:98, 110:107, 115:111. Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 27, Raym- ond Foster 26, Sigurður Ingimundarson 21, Guðjón Skúlason 17, Albert Óskarsson 7, Jón Kr. Gíslason 7, Kristján Guðlaugsson 6, Brynjar Harðarson 4. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskjj 34, Birgir Mikaelsson 23, Ari Gunnarsson 21, Henning Henningsson 17, Grétar Guð- laugsson 16. Dómarar: Kristján Möller og Arni Freyr Sigurlaugsson. Áhorfendur: Um 150. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Cleveland............ 96:110 Detroit - Portland..............107:131 Minnesota - Miami..............100:108 Chicago - LA Lakers............. 89: 97 San Antonio - Utah.............. 96:106 LA Clippers - Charlotte.........118:109 Handknattleikur Úrslitakeppni 2. deildar karla HK-ÍH............................22:22 Fram - UBK.......................20:24 Grótt - Fj'ölnir.................27:15 Staðan .....................................5 Grótta...............................4 ÍH................................. 2 UBK..................................2 Fram.................................0 Fjölnir..............................0 Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: Amsterdam, Hollandi: Ajax - Parma (Ítalíu)............0:0 40.000. ■Ajax stjórnaði leiknum lenst af en fékk fá færi. Það besta kom á 87. mínútu er Luca Bucci markvörður bjargaði þrumu skoti frá Svíanum Stefan Pettersson meist- aralega. Parma fékk nokkrar skyndisóknir og var Faustino Asprilla nálægt því að skora í tvígang. Luigi Apolloni, leikmaður Parma, var einn þeirra þriggja sem fékk að líta gula spjaidið — það þriðja í keppninni — og verður því í leikbanni í síðari leiknum. Madríd, Spáni: Real Madrid - PSG (Frakkl.)......0:1 - George Weah (32.). 62.000. BADMINTON Fimm íslend- ingar keppa í Bergen Fimm íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda í Norður- landamóti 18 ára og yngri í badmin- ton sem hefst í Bergen í dag. Þau eru: Vigdís Ásgeirsdóttir, Margrét Dan Þórisdóttir, Brynja Pétursdótt- ir, Tryggvi Nielsen,_ Njörður_ Lud- vigsson og Orri Örn Árnason. ísland er í riðli með Norðmönnum og Finn- um í liðakeppni. Á laugardag og sunnudag verður keppni einstakl- inga. Þjálfari íslenska hópsins er Karsten Thomsen. íslenskur dómari á mótinu verður María Thors. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Njarðvík: UMFN - UMFG............20 1. deild karla: Höll Akureyri: Þór - ÍS.......20.30 Hagaskóli: Léttir - Höttur.......20 FÉLAGSLIF KR-klúbburinn Aðalfundur KR-klúbbsins verður haldinn í kvöld f félagsheimili KR við Frostaskjól. Fundurinn hefst kl. 19, en að honum lokn- um býður klúbburinn til kvöldverðar og vetrarfagnaðar. Klúbbfélagar og aðrir KR- ingar eru hvattir til að mæta og taka með sér maka. HerrakvöldÍA Knattspyrnufélagið ÍA er með herrakvöld sitt f kvöld kl. 20 að Veltingarhúsinu Langa- sandi. Veislustjóri verður Þorsteinn Pálsson, ráðherra, en veislustjóri Jósef H. Þorgeirs- son. Miðasaia er á skrifstofu félagsins. Stuöningsmann FH Vegna veðurs komust færri en vildu á stofnfund stuðningsmannafélags knatt- spyrnudeildar FH og verður því framhalds- fundur kl. 11 að Kaplakrika á morgun. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1994 HAIMDKNATTLEIKUR / BIKARÚRSLIT Morgunblaðið/Rúnar Þór Magnús Már Þorvaldsson, ritstjóri KA-blaðsins, setur upp bikarútstillingu í verslun á Akureyri. Mikill áhugi á Akureyri MJÖG mikill áhugi er á Akur- eyri fyrir bikarúrslitaleik KA og FH, sem fer fram í Laugardals- höllinni á laugardaginn kl. 17. Forráðamenn KA reikna með að um 1.600 stuðningsmenn félagsins mæti á svæðið. Akureyringar byrja að hópast til Reykjavíkur í dag, en þeir koma með þrettán til sextán lang- ferðabifreiðum, um fimmtíu einka- bílum og þá koma tvær Fokker- flugvélar Flugleiða með stuðnings- menn rétt fyrir leik á morgun. Bik- arstemmning er á Akureyri, þar sem nokkrar verslanir eru með bik- arútstillingu í tilefni leiksins. KA hefur einnig gefið út sérstakt bikar- blað. ^ Akureyrarfélag hefur aldrei áður leikið til úrslita í bikarkeppninni, en það hafa FH-ingar aftur á móti gert, eða átta sinnum alls. Stuðn- ingsmenn FH koma til með að setja mikinn svip á leikinn, en þeir mæta með fímm til sexhundruð FH-fána í öllum stærðum og gerðum. Hvít-Rússar töpuðu stórt fyrir Austurríkismönnum Hvít-Rússar, sem skelltu íslend- ingum í Laugardalshöllinni í Evrópukeppni landsliða, töpuðu stórt, 17:28, fyrir Austurríkismönn- um — í fyrri leik liðanna um sæti í EM í Portúgal. Leikurinn fór fram í Linz og voru Austurríkismenn yfir, 13:10, í ieikhléi. Seinni leikur þjóðanna fer fram í Minsk 8. mars. Pólverjar lögðu Frakka, 23:19, í Kielce og Slóvenar unnu Tékl»»- 19:16 í Celje. Danmörk lagði Búlgaríu að velli, 20:18, í fyrri leik þjóðanna í Evr- ópukeppni kvenna — á útivelli. Geir H. Haarde tekur við af Magnúsi í HM-nefndinni GEIR H. Haarde, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, féllst i gærkvöldi á að verða við beiðní stjórnar HSÍ um að taka að sér formennsku íframkvæmdanefnd HM 95. Nefndin var sett á laggirnar f ársbyrjun f fyrra undir forsæti Magnúsar Oddssonar, en hann sagði af sér f gær vegna anna í starfi ferðamálastjóra. Geir sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að heimsmeist- arakeppnin í handknattleik væri gott mál fyrir ísland. „Þetta er gríðarlega mikil áskorun að taka þessa keppni með þessum litla fyrirvara sem er. En ég hef trú á því að það sé hægt að gera þetta vel ef allir snúa bökum saman. Ég tel það mjög mikil- vægt fyrir okkur íslendinga að þessi keppni gangi vel og verði okkur öllum til sóma. Ég er tilbú- inn til að leggjá mitt af mörkum til þess að svo verði,“ sagði Geir. Magnús Oddsson sendi bréf til HSÍ f gær þar sem hann sagði formlega af sér formennsku í framkvæmdanefnd HM 95. Hann sagðist ekki sjá fram á að geta sinnt þessu starfi sem skyldi vegna anna á öðrum vígstöðum. Hann tók að sér formennsku í framkvæmdanefndinni í byrjun árs 1993. Hinn 1. janúar sl. var breyting á högum hans þar sem hann var ráðinn ferðamálastjóri. Hann segir nýja starfíð það krefj- andi að það verði að hafa for- gang. KÖRFUKNATTLEIKUR [| KNATTSPYRNA Keflvíkingar í kröppum dansi Keflvíkingar lentu í kröppum dansi þegar þeir mættu Skallagríms- mönnum úr Borgarnesi í Keflavfk í gærkvöldi. Borgnesingar komu heimamönnum á óvart með yf irveguðum leik, þeir réðu lengstum ferðinni og það var ekki fyrr en á síðustu mfnútunum að íslands og bikarmeisturunum tókst að rétta sinn hlut og tryggja sér síð- an sigurinn í leiknum með góðum endaspretti. Lokatölur urðu 115:111 en í hálfleik var staðan 62:54 fyrir Borgnesinga. Leikurinn var ákaflega þýðinga- mikill fyrir Borgnesinga sem skyndilega eru komnir í fallbaráttu v'ð Valsmenn og Björn þeir áttu lengstum Blöndal alls kostar við skrífar frá heimamenn sem trú- Ke,lavik lega hafa talið þá Skallagrímsmenn auðvelda bráð. Varnarleikur Keflvíkinga var slakur og það má örugglega fara marga leiki aftur í tímann til að finna 62 stig í fyrri hálfleik hjá þeim. Borgnesingar keyrðu lengstum á sama liðinu og þegar þreytan fór að segja til sín hjá þeim í síðari hálfleik efldust heimamenn að sama skapi. Þeir náðu þá góðum kafla og settu 13 stig gegn aðeins 2 stig- um Skallagríms sem reyndist vendi- punkturinn. Þar munaði miklu um mikil tilþrif Kristins Friðrikssonar sem setti niður fjórar 3ja stiga körf- ur í röð. Borgnesingar gáfust þó ekki upp, en eftir að þeir voru bún- ir að missa 3 leikmenn af leikvelli með 5 villur varð ljóst að sú bar- átta myndi ekki duga til sigurs að þessu sinni. Bestir hjá ÍBK voru Kristinn Friðriksson, Sigurður Ingimundar- son og Rayimond Foster, en hjá Skallagrím þeir Alexander Ermol- inskij, Birgir Mikaelsson og Ari Gunnarsson. Sól h/f styrkir deildina í þijú ár SÓL h/f verður aðal styrkta- raðili 1. deildar karla í knatt- spyrnu næstu þrjú keppnis- tfmbil. Samningur þess efnis var undirritaður f höfuðstöðv- um KSÍ í Laugardal f gær. Deildin verður nefnd Trópí- deildin á samningstímanum. að eru samtök 1. deildarfélaga og Knattspymusamband Is- lands sem standa að samningnum við Sól h/f. Mörg fyrirtæki hafa styrkt deildina á undanförnum árum, en þetta er í fyrsta skipti sem Sól h/f gerir siíkan samning. Sól h/f framleiðir og selur Trópí ávaxtasafa frá Flórída og þess vegna var ákveðið að 1. deildin verði nefnd Trópí-deildin, og Trópí fuglinn verði tákn deildarinnar á samningstímanum. Sól h/f mun greiða 1. deildarfé- lögunum 5 miiljónir króna í mótslok og skiptist upphæðin á milli félag- anna eftir árangri. íslandsmeistar- amir fá mest, 700 þúsund krónur í sinn hlut, liðið sem verður í 2. sæti fær 570 þúsund, liðið í 3. sæti 510 þúsund, fjórða liðið fær 485 þúsund, fimmta liðið 470 þús-* und, sjötta liðið 465 þúsund, liðin í sjöunda og áttunda sæti fá 455 þúsund hvort og liðin sem verða í tveimur neðstu sætunum — fall- sætunum — fá 445 þúsund hvort. Þórir Jónsson, formaður Sam- taka 1. deildarfélaga, sagðist vera mjög ánægður með samning við Sól h/f. „Trópí-deildin það er okkar sólargeysli," sagði Þórir. Hann sagði að Sól h/f kæmi einnig inní lokahóf 1. deilarleikmanna af myndarskap næsta haust og vildi meina að heildar verðmæti samn-^ ingsins ár hvert væri um 10 til 12 milljónir króna. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sólar h/f, sagði að frum- kvæðið af þessu samstarfi hafi komið frá fyrirtækinu sjálfu. „Ég held að þetta sé heppilegur vett- vangur fyrir þá vöru sem við erum að selja. Heilsusamlegur hreinn apelsínudrykkur á erindi inní í knattspyrnuíþróttina," sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.