Morgunblaðið - 10.03.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 10.03.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Opið bréf til við- skiptaráðherra - með kröfu um rannsókn á starfsháttum Spari- sjóðs Glæsibæjarhrepps og Seðlabanka Islands frá Jóni Oddssyni og Tómasi Gunnarssyni Við undirritaðir lögmenn leitum til þín, viðskiptaráðherra, fyrir hönd fjögurra umbjóðenda okkar, þeirra Sveins Sigurbjörnssonar, Ártúni, Grýtubakkahreppi, Tryggva Stefánssonar, Hallgils- stöðum, Hálshreppi, Jóhanns Benediktssonar, Eyrarlandi, Eyja- fjarðarsveit og Sigurðar Stefáns- sonar, Fornhólum, Hálshreppi, vegna óréttmæts og ólöglegs framsals Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps á skuldabréfi nr. 08138 við Sparisjóðinn til forsvarsmanns eiganda Sparisjóðsins, Eiríks Sig- fússonar, oddvita Glæsibæjar- hrepps, en hreppurinn er eigandi Sparisjóðsins. Þá er einnig kvartað undan aðgerðaleysi Seðlabanka íslands í máli þessu, sem eftirlits- aðila með rekstri banka og spari- sjóða í Iandinu samkvæmt IV. kafla laga nr. 36/1986 um Seðla- banka íslands og jafnframt heim- ildarlausum erindrekstri Seðla- bankans fyrir Sparisjóð Glæsibæj- arhrepps. Nú liggur fyrir dómur í málinu nr. E-11/1992 frá Héraðsdómi Norðurlands eystra: Eiríkur Sig- fússon gegn Sveini Sigurbjörns- syni og fl., frá 26. nóvember 1993, þar sem Héraðsdómurinn dæmir kröfur á hendur umbjóðendum okkar, byggðar á ofangreindu skuldabréfi, nú að fjárhæð um kr. 3.500.000. Kröfur stefandans í málinu nema nú um kr. 8.000.000 og hefur hann áfrýjað málinu til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu nr. 24/1994, dags 13. janúar 1994, en gagnáfrýjunarstefna umbjóðenda okkar er nr. 76/1994. Margoft hefur verið leitað til Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps út af máli þessu, en Sparisjóðurinn hefur litlu sem engu svarað skrif- lega og helst því að hann væri bundinn þagnarskyldu um þetta mál og gæti þess vegna ekki svar- að umbjóðendum okkar, útgefend- um og ábyrgðarmönnum ofan- greinds skuldabréfs. Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands hefur athugað þetta mál og tók sig til og svaraði fyrir sig og Sparisjóð Glæsibæjarhrepps með svohljóðandi bréfí til Tómasar Gunnarssonar, lögmanns dags. 1. júní 1993: „Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands hefur móttekið bréf yðar, sem jafnframt er beint til Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps, dags. 26. maí 1993. Samkvæmt tilmælum spari- sjóðsstjóra Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps í bréfi til bankaeftirlitsins, dags. 25. maí 1993 svarar banka- eftirlitið yður fyrir beggja hönd eins og bréfi því er við sendum yður fyrr í dag vegna sama máls. Jón Oddsson Bankaeftirlitið ítrekar, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem það hefur aflað sér, að Sparisjóðurinn telur sig aldrei hafa verið eiganda að skuldabréfi því er hér er til umræðu. Sparisjóðurinn telur að skuldabréf þetta hafi verið útgefið í tilefni af kröfu sem Eiríkur Sig- fússon á Sílastöðum á á hendur umbjóðendum yðar, en skuldabréf- Tómas Gunnarsson ið hafi fyrir mistök verið gefið út á hendur sparisjóðnum en ekki Eiríki. Eins og orðalag bréfsins ber með sér er svar þetta byggt á ályktun forsvarsmanna spari- sjóðsins á atvikum sem sparisjóð- urinn hefur tengst með óbeinum hætti. Sparisjóðurinn kveðst ekki hafa undir höndum gögn sem stað- festa ályktun hans.“ „ Við leitum til þín, viðskiptaráðherra, vegna þess, að við höfum áður leitað til sparisjóðsstjóra og stjórnar Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps, og Banka- eftirlits, bankaráðs og bankastjóra Seðlabanka íslands, án árangurs, út af máli þessu.“ Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra Til frekari skýringar á mála- vöxtum í máli því sem grein Jóns Oddssonar og Tómasar Gunnarssonar fjallar um birtir Morgunblaðið hér á eftir þrjá kafla úr dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra: Sjónarmið Sveins Sigurbjörnssonar og Tryggva Stefánssonar „Stefndu Sveinn og Tryggvi lýsa svo meginatriðum málavaxta í greinargerð sinni að á árinu 1985 hafí þeir sem forsvarsmenn Kaup- félags Svalbarðseyrar, Svalbarðs- eyri, unnið að málefnum Kaupfé- lagsins og jafnframt unnið að því að framleiðendur afurða gætu fengið eðlilegar og réttar greiðslur fyrir afurðir sínar er lagðar voru inn í Kaupfélagið. Hafí Kaupfélag- ið staðið mjög illa fjárhagslega, en ýmsir kunnáttumenn, sem fengnir hafi verið til að gefa álit um fjárhagslega stöðu þess, hafí þá talið nokkra möguleika á að hægt væri að bjarga því og jafn- framt væri tímabundið hægt að haga svo innleggi afurða að greiðslum fyrir þær yrði haldið sér og menn fengju eðlilega greitt fyr- ir þær. Að því er kartöflur varð- arði var ráð fyrir því gert að greiðslur færu í gegnum Iðnaðar- banka íslands hf. og þaðan beint til framleiðenda. Vegna mistaka sem þeir stefndu réðu ekki við og höfðu ekki með að gera hafí þetta ekki tekist að því er stefnanda varðaði og hafí því stefnandi gert kröfu um að „traustir ábyrgðar- menn yrðu fengnir", þar sem mál hafi þá verið í hnút og stefnandi ekki fengið þá greiðslu sem að honum hafi verið heitið af hálfu Kaupfélagsins hafi þeir stefndu, Sveinn og Tryggvi, gengið í víxil- ábyrgð fyrir megin hluta greiðsl- unnar til stefnanda, enda hafi ver- ið gert ráð fyrir því að greiðsla úr ríkissjóði kr. 1.500.000, trygg- asta greiðsla sem vitað var að Kaupfélagið ætti von á, gengi síðar til greiðslu á skuldinni við stefn- anda. Þessi greiðsla úr ríkissjóði, kr. 1.500.000 kartöflustyrkur sem að renna átti til Kaupfélagsins, hafí ekki enn verið innt af hendi og vafamál hvort svo verði því hún muni fyrir mistök hafa verið innt af hendi til Kjörlands hf. sem stofn- að var síðar um rekstur eigna Kaupfélagsins, þ.e.a.s. þeirra sem voru til kartöfluvinnslu. Síðar hafí víxilábyrgðinni verið breytt að formi til í skuldbindingu sam- kvæmt skuldabréfi, sbr. dskj. nr. 2, sem er grundvöllur málsóknar þessarar sem átti að greiðast með eingreiðslu 1. apríl 1988 þegar styrkurinn frá ríkissjóði bærist. Ekki hafí verið krafíð um greiðslu á skuldabréfinu svo vitað væri fyrr en með innheimtubréfi Gísla Bald-, urs Garðarssonar, hrl., dagsettu 24. september 1990. Það megi því ljóst vera að skuldabréfið á dskj. FESTINGAJARN OG KAMBSAUMUR Þýsk gæöavara - traustari festing HVERGI MEIRA URVAL ÓTRÚLEGA LÁGT VERD BVGGINGAVOHUH h ÞOHfiRÍNSSWI fiCO M-rxlvn. \rmuU 2V IUM Ki->kjarik simar «iM(l hHMINI nr. 2, sem sé grundvöllur krafna stefnanda í málinu sé ekki venju- legt skuldabréf og/eða viðskipta- bréf skv. XVII. kafla einkamála- laga nr. 85, 1936. Það sé í sam- ræmi við eðli þeirra viðskipta sem lýst hefur verið að þetta sé ábyrgð- arskjal þar til styrkur ríkissjóðs og greiðslur úr þrotabúi Kaupfé- lagsins hefðu jafnað skuldina við stefnanda. Skjalið hafi ekki verið notað sem venjulegt kröfuskjal og greiðslu ekki krafist eðlilega af því. í ljósi þessa verði að meta skjalið. Þá verði einnig að hafa hliðsjón af því að stefndu Sveinn og Tryggvi hafí á engan hátt verið að afla sér fjár með aðgerðum sín- um heldur aðeins að reyna að tryggja að eðlilegs jafnræðis væri gætt með seljendum afurða til Kaupfélagsins. Málsástæður og lagarök stefndu, Sveins og Tryggva, eru þau að þeir hafi ekki stofnað til skuldaviðskipta við stefnanda og aldrei fengið nokkur verðmæti frá stefnanda sem þeir persónulega eigi ógreidd." Sjónarmið Eiríks Sigfússonar „Stefnandi lagði fram greinar- gerð 16. maí 1991 þar sem hann mótmælir því að málsástæður og lagarök stefndu fái að komast að í málinu og vísar í því sambandi til 208. gr. einkamálalaga nr. 85, 1936. Þær varnir og málsástæður sem hugsanlega kæmust að í slíku máli séu ekki til staðar í máli þessu. Um sé að ræða skuldabréf og lög- skipti á baki því komi ekki til álita enda málið rekið samkvæmt XVII. kafla eml. Rétt sé þó að víkja sér- staklega að helstu atriðum í rök- semdafærslu stefndu. Þar sem stefndu, Jóhann og Sigurður, vísi í greinargerðum sínum aðallega til greinargerðar stefndu, Sveins og Tryggva, þá kveðst hann taka á málsástæðum og lagarökum í þeirri röð er þar greinir. í fyrsta lagi þeirri málsástæðu að stefndu,:: Sveinn og Tryggvi, hafí ekki stofnað til skuldavið- skipta við stefnanda né fengið verðmæti frá stefnanda, þar með skuldi stefnanda ekkert. Stefnandi svarar því til að til þess að bréf teljist gilt skuldabréf sé það ekki skilyrði að útgefendur eða ábyrgð- armenn bréfsins hafi fengið verð- mæti sem því svarar og vísar hann til almennra reglna kröfuréttar um skilyrði þess að skjal teljist vera skuldabréf. í öðru lagi halda stefndu því fram að vaxtahlutfall sé ekki skráð á skuldabréfið og hafi það ekki formgildi. Því sé alfarið mótmælt og bent á að samkvæmt ákvæði í bréfinu sjálfu séu vextirnir breyti- legir milli mánaða til samræmis við vexti á sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum sem Sparisjóð- urinn veitir á hverjum tíma. Því mundi vaxtahlutfall sem tilgreint væri í bréfinu aðeins eiga við um þann mánuð er bréfið er útgefið, en vaxtahlutfallið samkvæmt bréf- inu sé opinbert og auglýst og því í raun óþarft að taka það fram enda valdi það ekki ógildi skulda- bréfsins samkvæmt almennum reglum um skilyrði þess að skjal teljist vera gilt skuldabréf. Vaxta- hlutfallið eigi samkvæmt skulda- bréfinu að fylgja þeim vöxtum, sem Sparisjóðurinn ákveður á hveijum tíma og vaxtahlutfallið því ákveðið í bréfinu þó vaxtahlutfall þess mánaðar er bréfið útgefið sé ekki tilgreint í því. I þriðja lagi halda stefndu því fram að lánskjaravísitölustig' það sem miðað er við sé ekki tilgreint í skuldabréfinu. Sé það rangt. Grunnvísitalan sé 1643 stig og sið- an breytist vísitalan í samræmi við breytingar á vísitölunni til gjald- daga í samræmi við ákvæði bréfs- ins. Ekki sé hægt eðli málsins sam- kvæmt að tilgreina vísitölu í apríl 1988 í bréfi útgefnu á árinu 1987. Talað sé um að „bréfið greini ekki sjálft frá efni þess“ því geti það ekki talist viðskiptabréf sam- kvæmt XVII. kafla eml. nr. 85, 1936. Hér virðist vera um einhvern misskilning að ræða hjá stefndu því að það sé alrangt eins og sjá- ist á bréfinu sjálfu og stefnunni, um sé að ræða opinbera skráða vísitölu eins og hún er reiknuð á hveijum tíma og að öðru leyti er vísað til venju á þessu sviði. í fjórða lagi sé Sparisjóður Glæsibæjarhrepps ekki aðili að máli; þessu og,ekki krai;ist, sýknu á þeim grundvelli að stefnandi eða stefndu séu ekki réttir aðilar að málinu. Ákvæði 45. gr. laga nr. 85, 1936 eigi þvi ekki við í mál- inu. Auk þess sé skuldabréfið út- gefið til Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps. Dísa Pétursdóttir framselji skuldabréfið til stefnanda fyrir hönd Sparisjóðsins. Sé framsal þetta fullgilt þar sem að Dísa háfi fulla heimild til framsals fyrir hönd Sparisjóðsins, þar sem að hún sé sparisjóðsstjóri og hafi verið það frá áramótum 1980-1981, en þá hafi prókúruumboð hennar verið auglýst í Lögbirtingablaði. I fimmta lagi að því er undir- skrift sjálfskuldarmannanna varði sem ekki hafi verið staðfest af vottum. Ábyrgð samkvæmt skuldabréfinu stofnast við undirrit- un en ekki við vottun bréfsins. Sé það ekki formskilyrði til þess að skuldabréfið teljist gilt að undir- skrift hafi verið vottuð. Auk þess hafi stefndu sjálfir viðurkennt í greinargerðum að þeir hafi sjálfir skrifað undir sem útgefendur og sjálfskuldarábyrgðarmenn. í sjötta lagi sé því haldið fram að kröfurnar séu ósundurliðaðar og því ekki hægt að taka þær til greina. Þessu sé mótmælt og bent, er á að krafist sé greiðslu á einni fjárhæð þ.e.a.s. skuldabréfinu gjaldfelldu á gjalddaga 1. apríl 1988 ásamt vísitöluhækkun og vöxtum miðað við þann tíma og óþarfi að sundurliða þá íjárhæð sérstaklega. Stefnuíjárhæð hafi heldur ekki verið mótmælt sem efnislega rangri af stefndu. Visar stefnandi til áralangrar venju um þetta efni að öðru leyti hvað varð- ar dómkröfur í skuldabréfamálum. í sjöunda lagi mótmælir hann því að skuldabréfið sé óhæft og ógilt sem greiðslu- eða ábyrgðar- skjal. Stefndu hafa ekki fært nein haldbær rök því til stuðnings, enda bréfið fullgilt skuldabréf og við- skiptabréf bæði hvað varðar form og efni. Um viðskipti sem að baki liggja að skuldabréf þetta var gef- ið út komi ekki til álita í máli þessu. Varnir stefndu komast því að engu leyti að í málinu. Því er mótmælt að gögn máli þessu óviðkomandi varðandi kartöflustyrk úr ríkissjóði verði lögð fram og að tilgreindir aðilar verði kvaddir fyrir dóm fyrir skýrslutöku.“ Álit dómsins „Svo sem að framan greinir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.