Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 í sólinni í Sómalíu Reuter BANDARÍSKUR hermaður í sólbaði á gámi merktum ekki lengur uppi eftirliti á götum sómölsku höfuðborg- Sameinuðu þjóðunum á flugvellinum í Mogadishu, sem arinnar og þeim er ekki leyft að fara af fiugvallarsvæð- hefur verið breytt í herstöð. Bandarískir hermenn halda inu. Níunda líkið finnst í „hryllingshúsinu“ Tilviljun réð því að leit hófst Gloucester. Daily Telegraph. Reuter. NÍUNDA líkið fannst í gærmorgun í „hryllingshúsinu" í Gloucester í vesturhluta Englands. Talsmaður lögreglunnar kvaðst óttast að öll kurl væru ekki enn komin til grafar i þessu máli. Tilviljun réð því fyrir tveimur vikum að rannsóknin i Gloucester hófst. Lögregla hóf í gær leit að fleiri fórnarlömbum húsráðandans í Cromwellstræti 25 í Gloucester, Frederick West. Leitað var í 16 kj'ló- metra fjarlægð frá hryllingshúsinu, á akri fyrir utan þorpið Much Marcle þar sem West bjó með fyiri konu sinni, Catherine Costello. Tilviljun réð að upp komst Tilviljun réð því að rannsóknin í húsi Wests var hafin. Þannig vildi til að stúlka sem var jafnaldra dóttur Wests, Heather, lét þau orð falla að ekki hefði sést til dótturinn í sjö ár eða frá því hún var 16 ára. Leiddi það til þess að lögreglan í Gloucester gerði húsleit á heimili hennar í Cromwellstræti 2§. Hófst 30 manna lögreglusveit þeg- ar handa við að grafa upp 50 fer- metra baklóð þriggja hæða hússins sem byggt var á tímum Játvarðs 7. Bretakonungs og stendur við hlið kirkju sjöunda dags aðventista. Leiddi það til handtöku Wests og konu hans Rosemary næsta dag. Fannst lík dóttur þeirra í þann mund sem yfirheyrslur voru að hefjast yfir þeim. Frederick West situr enn inni og hefur verið ákærður fyrir morð á þremur stúlkum en kona hans var látin laus eftir nokkra daga í haldi og fer huldu höfði. Spánveijar sakaðir um þvergirðingshátt í samningrmum við Norðmenn Óttast ný valdahlutföll í ESB með aðild EFTA-rflda Bonn, Strassborg, Madrid. Reuter. MIKIL reiði ríkir í garð Spánverja í flestum aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, ESB, og eru þeir sakaðir um að hafa með óbilgirni sinni komið í veg fyrir, að unnt reyndist að Ijúka samningum um aðild Norðmanna að ESB. Halda þeir stíft fram kröfunni um auknar veiði- heimildir í norskri lögsögu en Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýska- lands, kvaðst í gær ekki skilja þessa afstöðu og sagði, að nú yrðu Spánverjar að athuga sinn gang og gefa eftir. Utanríkisráðherra Grikk- lands sagði í gær, að hann byggist við að ljúka samningum við Norð- menn á næstu dögum. Spánveijar eru kunnir fyrir kröfu- hörku þegar veiðiheimildir í lögsögu annarra ESB-ríkja eru annars vegar en afstaða þeirra í viðræðunum við Norðmenn stafar þó ekki eingöngu af löngun þeirra í fiskinn. Þeir ásamt Portúgölum, Grikkjum og írum hafa verið þiggjendur fremur en gefendur innan ESB og nú hafa þeir áhyggjur af því, að valdajafnvægið innan sam- bandsins breytist verulega með til- komu EFTA-ríkjanna fjögurra, með öðrum orðum, að þungamiðjan færist í norður. Spánveijar kreQast þess til dæmis, að sá atkvæðafjöldi, sem nú þarf til að stöðva samþykktir ráð- herraráðsins, verði óbreyttur þrátt fyrir tilkomu nýrra aðildarríkja. Bretar og ítalir taka raunar undir þetta með Spánveijum en af nokkr- um öðrum ástæðum. Spánveijar gera þessa kröfu ekki aðeins vegna tilkomu EFl'A-ríkj- anna, heldur ekki síður vegna hugs- anlegrar þróunar ESB á næstu árum og fram yflr aldamót. EFTA-ríkin fjögur munu greiða meira til ESB en þau fá þaðan en svo verður ekki um ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, Ungveijaland, Pólland, Tékkland og Slóvakíu, sem vonast eftir aðild eftir fímm eða sex ár. Þau þurfa verulegr- ar aðstoðar við og þá er hætt við, að eitthvað dragi úr fjárstreyminu til Spánar. Þrýst á Spánverja Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær í viðtali við sjónvarpsstöðina N-TV í Brussel, að Spánveijar yrðu að gefa eftir, það væri með öllu óskiljanlegt, að þeir skyldu vilja láta deiluna um fiskveiði- heimildimar standa í vegi fyrir inn- göngu Noregs og hinna EFTA-ríkj- anna. Kinkel kvaðst þó ekki efast um, að Spánveijar væru hlynntir aðild ríkjanna fjögurra. Karolos Papoulias, utanríkisráð- herra Grikklands, sagði í gær, að hann væri viss um, að lokið yrði við samningana við Norðmenn á næstu dögum og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB, tók undir það og sagði, að samningarnir við Norðmenn yrðu lagðir fyrir Evrópuþingið næsta mið- vikudag. Það má ekki seinna vera til að þingið geti fjallað um samning- ana um aðild EFTA-ríkjanna fjög- urra fyrir Evrópuþingskosningarnar í júní og það er forsenda fyrir því, að ríkin geti orðið fullgildir aðilar strax um næstu áramót. Papoulias sagði einnig, að ESB yrði fyrst um sinn að búa við bráðabirgðafyrir- komulag hvað varðar atkvæðavægi innan sambandsins en það er mikið deilumál, einkum vegna áhyggna Spánveija af stöðu sinni eftir inn- göngu EFTA-ríkjanna. Spánveijar standa raunar ekki al- veg einir innan ESB í deilunni um fískinn því að Jose Manuel Durao Barroso, utanríkisráðherra Portúg- als, sagði í gær, að Portúgalir styddu granna sína og kröfur þeirra um auknar fiskveiðiheimildir. Ekkert spyrst til fyrri konu Lögregla hefur árangurslaust reynt að hafa upp á fyrri konu Wests, Catherine Costello, en ættingjar hennar hafa engar fregnir af henni haft í 25 ár eða um það bil frá því hjónaband þeirra Wests fór út um þúfur. Ekkert hefur heldur spurst til dóttur þeirra Charmaine sem nú ætti að vera þrítug. Tekist hefur að bera kennsl á þijú lík af níu og var aldrei tilkynnt um hvarf tveggja stúlknanna, Heather dóttur West-hjónanna og Shirley Robinson sem bjó í húsinu en hún var komin sjö mánuði á leið er hún dó. Mörg þúsund manns hverfa árlega í Bretlandi. Langflestir skila sér heim aftur eða byija nýtt líf annars stað- ar. Ástæða þess að menn, fullorðnir eða börn og unglinga, láta sig hverfa er oftast rakin til upplausnar á heim- ili. Talið er að um 2.000 manns séu með öllu týndir eða hafi tekist að búa svo um hnúta að aldrei verið upp á þeim haft. Hjá Lundúnalögreglunni einni voru 1.440 skráðir týndir um áramótin. Þar á meðal eru eiginmenn sem skila sér ekki heim úr sam- kvæmi í fyrirtækinu og konur sem strunsuðu út af heimili til þess að veita karli sínum ráðningu fyrir að hlaupa út undan sér. Meira en helm- ingur tilvika af því tagi endar þó vel, þ.e. með sátt. Engu að síður voru 558 á skránni sem ekkert hafði spurst til í rúmt ár, engin merki höfðu fundist um 282 undanfarin fímm ár og 62 í 10 ár. Jeltsín neit- ar að ræða við Nixon Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, kvaðst í gær hafa aflýst fundum með Richard Nixon, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, vegna þess að hann heimsótti Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseta Rúss- iands og einn af leiðtogum þeirra sem gerðu uppreisn gegn Jeltsín í fyrra. „Fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, Nixon, hitti Rútskoj og Gennadíj Zjúganov [leiðtoga kommúnista] að máli en það sem er áhugaverðast er að hann hafði komið hingað til að ræða við mig,“ sagði Jeltsín. „Hvemig getur hann leyft sér þetta - komið til landsins og leitað að dökku hliðunum? Nei, ég ræði ekki við hann, eftir þetta. Og stjómin ræðir ekki við hann. Og ekki heldur Sergej Fílatov [skrif- stofustjóri forsetans]." Nixon heimsótti Rútskoj fyrstan manna í Moskvu á mánu- iáiSiSAísi í'rtiiR . ffl Eftirlitsmenn RÖSE gagnrýna kosningarnar í Kazakstan Nazarbajev hefur ör- ugg tök á nýja þingínu Alma Ata. Reuter. FLOKKUR hliðhollur Nursultan Nazarbajev, forseta Kazakstans, fékk flesta menn kjörna í fyrstu fjölflokkakosningunum, sem fram fóru í landinu sl. mánudag. Þeir verða þó aðeins 25 til 30 af 177 þingmönnum alls en búist er við, að Nazarbajev muni njóta stuðnings meirihluta annarra þingmanna enda flestir • ópinberir embættismenn. Talsmenn RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, og stjórnarand- stöðunnar í landinu segja, að kosningaraar hafi ekki getað talist lýðræð- islegar en ríkisstjórnin ber á móti því þótt hún viðurkenni ýmis mistök við framkvæmdina. Óttast er, að spenna milli tveggja helstu þjóðar- brota í landinu, Kazaka og Rússa, muni aukast mjög á næstunni. Karatai Turisov, formaður yfir- kjörstjómar I Kazakstan, sagði í gær, að Einingarflokkur Kazaka, sem styður Nazarbajev forseta, hefði fengið allt að 30 menn kjöma í kosn- ingunum og væri stærstur einstakra flokka. Þá hefðu um 60 óháðir eða sjálfskipaðir frambjóðendur, aðal- lega opinberir embættismenn, náð kjöri en 42 þingsæti að auki voru frátekin fyrir menn, sem forsetinn tilnéfndi sérstalílega.' Það er því ágg- ljóst, að Nazarbajev þarf ekki að óttast afstöðu þingsins en Turisov nefndi ekki hvað hin eiginlega stjóm- arandstaða í Kazakstan hefði komið mörgum mönnum að. Kosningar í skötulíki Kazakstan á aðild að RÖSE og eftirlitsmenn þaðan fylgdust með framkvæmd kosninganna á mánu- dag. Segja þeir, að ekki sé hægt að kajlg, kosningarnar lýðræðislegar og benda á, að komið hafí verið í veg fyrir framboð meira en 200 „óæski- legra“ manna og alls konar tylliá- stæður notaðar til þess. Þá nefna þeir einnig, að dæmi hafí verið um, að fólk hafí kosið fyrir fjarstadda ættingja sína. Talsmenn stjórnarand- stöðunnar, einkum ýmissa flokka Rússa, hafa einnig mótmælt kosn- ingaframkvæmdinni og segja, að víða hafí kjörkassar verið opnir og opinberir embættismenn bætt í þá mörgum kjörseðlum sjálfír. Mikil spenna hefur ríkt á milli tveggja helstu þjóðarbrotanna í Kaz- akstan, Kazaka og Rússa, en hvort um sig er um 40% 17 milljóna íbúa. Nazarbajev forset.i og Kazakar hafa gert kazösku að opinberu máli og hafnað kröfum um, að rússneska verði það einnig og ríkisstjómin vísar einnjjg á bug tilmælutn Rússa í land- inu' og stjönivaldá 1 'Móslcvu um ^ð KAZAKSTAN Kazakstan er 2.717.300 ferkm. að stærð eða fimm sinnum stærra en Frakkland. íbúar eru um 17 milljónir, um 40% Kazakar, 38% Rússar og þriðja stærsta þjóðarbrotið er fólk af þýskum ættum, svokallaðir Volgu- fólk af rússnesku bergi brotið megi einnig hafa ríkisfang í Rússlandi. Kazakar, sem eru af tyrkneskum og mongólskum uppruna, búa flestir í suðurhluta landsins en í norðurhlut- anum eru Rússar langfjölmennastir. Ólíklegt er, að þeir muni sætta sig lengi við að vera undirsátar Kazaka og því óttast margir, að upp úr sjóði fyrr en varir. Auk Rússa og Kazaka má tína til hvorki meira né minna en 100 önnur þjóðarbrot, til dæmis Volgu-Þjóðvetja, sem Stalín lét flytja þangað en hann notaði Kazakstan sem eins konar „geymslu" fyrir hópa, sem háún vjintreysti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.