Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 56
HEWLETT
PACKARD
------UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI H F
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
SlMl 691100, Sl
9IB, KRIN
'lMBRÉF 6
691181, 'PÓSTHÓLF 3010/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Kristinn
Stúdentsefnin á Fiðluballi
FIÐLUBALL var haldið fyrir stúdentsefni og kennara Menntaskólans
í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta var í þriðja skipti sem Fiðluball er
haldið og að þessu sinni var það á lestrarsal bókhlöðunnar íþöku sem
reist var árið 1866. Stúdentsefnin voru prúðbúin, stúlkur klæddust
síðum kjólum og piltar ýmist kjólfötum eða smóking. Undanfarna
viku hafa nemendur lært dans í leikfimi, t.d. vals, ræl og polka, og
svifu pörin um gólfið við undirleik kammersveitar frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík. Gömlu gildin voru í heiðri höfð á dansleiknum, dans-
stjóri var skipaður og dansfélagar samviskusamlega skráðir á danskort.
Dró niig’ um borð aftur
sömu leið og þorskinn
- segir Kristinn Finnsson, sem féll útbyrðis af báti
„VIÐ vorum að leggja net og ég fór út með
trossunni.,Það var mikil kvika og það stríkk-
aði og slaknaði á trossunni á víxl eftir því
hvernig kvikan kom. Ég geri mér ekki
nokkra grein fyrir því hvað gerðist í raun
og veru nema það að ég leit á dekkið og
stóð í netinu. Ég hafði ekki tíma til að lyfta
fætinum til að losna, ég flaug bara yfir og
öskraði,“ sagði Kristinn Finnsson, sjómaður
frá Akranesi, sem tók fyrir borð á bátnum
Enok, sem var staddur um 12 sjómílur út
af Akranesi laust eftir hádegi í fyrradag.
„Þegar ég opnaði augun í sjónum
sá ég að ég var laus og netið fyrir
ofan mig. Eg synti undan því, náði
í teinana og fór að fikra mig í átt
að bátnum, sem var á fieygiferð í
átt til mín því að skipstjórinn bakk-
aði undireins. Ég náði í stiga sem
var aftur á én það vantaði eina eða
tvær tröppur til að hann kæmi að
fullu gagni og við höfðum ekki afl
til að tosa mig það hátt að ég næði
að stíga fæti í tröppu,“ sagði Krist-
inn. „Skipstjórinn setti þá strax band
á höndina á mér og dró mig á því
frameftir síðunni, þar setti hann út
fríholt og ég gat staðið í því, kom
höndunum upp í lunninguna og sá
upp í bátinn en það dugði ekki til.
Ég var við það að gefast upp þama
og lét mig síga niður á fríholtið aft-
ur og þá kom Símon eftir augnablik
með trossu sem hann setti utan um
mig og skellti svo á spilið og dró
mig inn aftur sömu leið og þorskinn.
Það var dregið af mér þannig að
ég var máttlaus en ég fann ekkert
fyrir kulda,“ sagði Kristinn, sem var
í sjóstakk og stígvélum þegar hann
féll fyrir borð og kom um borð í
Ljósmynd/Carsten
Félagarnir Símon Simonarson og Kristinn
Kristinsson
Finnsson.
gallanum en húfulaus. Kristinn gisk-
ar á að hann hafi verið 5-10 mínútur
í sjónum. „Ég þakkaði Símoni lífgjöf-
ina - eða reyndi það því hún verður
aldrei þökkuð eins og vert væri. Síð-
an skreið ég niður og skipstjórinn
hjálpaði mér að fara úr fötunum og
vefja mig inn í teppi. Það var erfítt
á leiðinni heim, þá fór ég að skjálfa
og mér fór að líða illa. Ég fékk verki
í fætuma en það var ekkert að þola
það. Síðan fór ég upp á sjúkrahús
og þar var tekið vel á móti mér,“
sagði Kristinn. Hann gisti á sjúkra-
húsinu en var útskrifaður um hádegi
í gær.
„Menn eru að taka viðtöl við mig
en ég er ekki hetjan í þessu heldur
skipstjórinn, Símon Símonarson;
hans er heiðurinn. Hvað hefði ég
getað gert ef hann hefði ekki verið
þama til að hjálpa mér? Ég vissi að
hann mundi leggja sig fram en það
eina sem ég var hræddur um meðan
ég var í sjónum var að hann myndi
ofreyna sig,“ sagði Kristinn.
Kristinn og Símon hafa verið sam-
an til sjós í 20 ár og undanfarin ár
róið tveir á Enok, sem þeir eiga og
gera út saman. Þegar Morgunblaðið
ræddi við Kristin í gær sagði hann
hins vegar að nú væri sjómannsferli
sínum lokið. „Ég ætla ekki aftur á
sjó. Ekki vegna þess að ég sé hrædd-
ur á sjó og það er gott að vera með
Símoni, en það er ekki víst að ég
fari næst og ég tel mér trú um að
þá hefði ég engin tök á að hjálpa
honum,“ sagði Kristinn Finnsson, en
þeir Símon em jafnaldrar, 65 ára
gamlir.
Innlend og erlend fyrirtæki lýsa áhuga á kaupum á Samskipum
Landsbankinn færir niður
hlutafé að verulegu marki
LANDSBANKI íslands fyrirhugar að afskrifa verulegar
upphæðir til þess að mæta rekstrartapi Samskipa á liðnu
ári, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þannig
hyggst Landsbankinn færa niður 420 milljóna króna hluta-
fjáreign sína í Samskipum að verulegu marki.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að Landsbankinn undirbúi nú
af fullum krafti sölu á Samskipum.
Meðal hugsanlegra kaupenda, sem
nefndir hafa verið, em Vátrygg-
ingafélag íslands, Olíufélagið hf.,
Olís og Byko. Auk þess munu menn
á vegum Landsbankans hafa átt í
viðræðum við erlend flutningafyrir-
tæki að undanförnu, sem hugsan-
lega væm reiðubúin að koma inn í
Samskip með umtalsverðar fjár-
hæðir.
Fækkað var úr níu skipum í fjög-
ur á sl. ári og þau sem seld voru,
voru rekin allt árið með tapi og
seld með tapi. Tap Samskipa á því
þegar Jökulfellið brann í Grikklandi
í fyrra nam samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins tugum milljóna
króna. Þá varð gengistap fyrirtæk-
isims á liðnu ári um 140 milljónir
króna. Tap Samskipa á flutningúm
fyrir gjaldþrota Sambandsfyrirtæki
eins og Miklagarð, Jötun/Búland
og íslenskan skinnaiðnað, sem allt
voru stórir viðskiptavjnir Samskipa,
nam samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins um 60 milljónum
króna.
Þrátt fyrir hina erfíðu afkomu
fyrirtækisins á liðnu ári eru eigend-
ur Samskipa sannfærðir um að tek-
ist hafi að umbreyta rekstri félags-
ins til hins betra. Því telja þeir að
takast muni að selja fyrirtækið að
verulegum hluta, innlendum og er-
lendum aðilum. Heimild er til aukn-
ingar hlutafjár að fjárhæð 480 millj-
ónir króna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur einkum verið rætt
við evrópskt flutningsfyrirtæki, sem
hefur nú farið fram á frest, áður
en það ákveður hvort það kemur
inn í fyrirtækið með nýtt hlutafé.
Jafnframt mun hollenskt-banda-
rískt flutningafyrirtæki hafa stað-
fest bréflega við Landsbanka ís-
lands að það hafí áhuga á að kaupa
hlut í Samskipum. Báðir þessir
flutningsaðilar miða við það, að
meirihluti Samskipa verði í eigu
innlendra aðila. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins kæmi ekki
til greina að báðir þessir erlendu
flutningsaðilar yrðu meðeigendur
að Samskipum, þar sem þeir eru
samkeppnisaðilar á alþjóðlegum
flutningaleiðum.
Fjárfestar í
Bandaríkjunum
Spurt um
umhverf-
is- og efna-
hagsmál
RÍKISSJÓÐUR tók í febrúar
lán á bandarískum verð-
bréfamarkaði þegar hann
seldi þar skuldabréf fyrir
14,7 miHjarða króna.
I tengslum við útgáfuna var
efnt til funda með bandarískum
fjárfestum til að kynna íslensk
efnahagsmál undir forystu
seðlabankastjóranna Jóns Sig-
urðssonar og Birgis Isleifs
Gunnarssonar. Birgir ísleifur
hélt fyrir skömmu fyrirlestur í
Seðlabankanum þar sem hann
rakti m.a. um hvað helstu fyrir-
spumir fjárfesta snerust. Fyrir
utan efnahagsmál var talsvert
spurt um stjórnmál, varnarmál
og umhverfísmál, þ.á m. hval-
veiðar íslendinga.
Sjá nánar bls. 10B.
Uppboðsmarkaður stofnsettur í Grandahúsinu
Bflar slegnir hæstbjóðanda
8'
Morgunblaðið/Kristinn
Bílamarkaðshúsið
HÚS uppboðsmarkaðarins, áður
Hraðfrystistöð Granda.
NÝSTÁRLEGUR uppboðsmarkaður fyrir notaða bíla hefur starfsemi
í lok þessa mánaðar á Mýrargötu 26 þar sem áður var Hraðfrysti-
stöð Granda til húsa, en þar verða bílar framvegis boðnir upp viku-
lega á laugardögum. Verið er að gera nauðsynlegar breytingar á
húsnæðinu og er gert ráð fyrir að þar komist fyrir 200-250 bílar.
Væntanlegir kaupendur á upp-
boðsmarkaðnum verða að skrá sig
í uppboðið og greiða ákveðið þátt-
tökugjald, en við það fá þeir númer
sem þeir halda á lofti þegar þeir
bjóða í bílana. Öll tilboð miðast við
staðgreiðslu sem rennur óskipt til
seljanda, en kaupandinn greiðir sölu-
launin. Farið verður að safna saman
bílum þegar húsnæðið á Mýrargötu
verður tilbúið, en söluverð þeirra
verður metið í samráði við seljend-
ur. Bílarnir verða til sýnis alla daga
vikunnar undir eftirliti sölumanna,
en á milli uppboðsdaga verða bílarn-
ir allir geymdir inni í húsi.
Sjá „Uppboðsmarkaður..." á
bls. Bl.