Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
49
HX
SÍMi 32075
Á leið út á lífið tóku þeir ranga beygju inn í martröð. Þá hófst æsilegur
flótti upp á líf og dauða þar sem enginn getiu- verið öruggur um líf sitt.
Aðalhlutverkið er í höndum Emilio Estevcs (Loaded Weapon 1) og leik-
stjóri er Stephen Hopkins sem leikstýrði m.a. Predator 2.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. Bönnuð innan 16ára.
BAMVÆW MÓÐIR
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 14 ára.
* * ★ a.i. Mbi. Rómantísk gamanmynd
ASalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Loulse Parker
og William Hurt. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
SÍMI: 19000
Loksins er hún komin
Arizona Dream
Einhver athyglisverðasta
mynd sem gerð
hefur verið.
Aöalhl.: Johnny Depp, Jerry
Lewis, Fay Dunaway og Lili
Taylor.
Leikstjóri: Emir Kusturica.
Sýnd kl. 5 og 9.
CONCUBINE
____ fiín áu Qáro -
Far vel frilla min
Kosin besta myndin í Cannes ’93 ásamt Píanó.
Tilnefnd til Óskarsverðlauna ’94 sem besta erlenda
myndin.
„Ein sterkasta og vandaðasta mynd síðari ára.“
★ ★★★ Rás 2.
„Mynd sem enginn má missa af.“
★ ★★★ S.V. Mbl.
„Einhver mikilfenglegasta mynd sem sést hefur á
hvíta tjaidinu.“ ★ ★ ★ ★ H. H., Pressan.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
KRYDDLEGIN HJÖRTU
AAsóknarmesta erlenda myndin i USA frá upphafi.
★ ★★★ H. H., Pressan. ★★★!. K., Eintak. ★★★H. K., D.V.
★ ★★1/2 S. V., Mbl. ★★★hallar í fjórar, Ó. T., Rás 2.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Flótti
sakleysingjans
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega b. i. 16 ára.
Síðasta sýning.
píaimó
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna
m.a. besta myndin.
„Píanó, fimm stjörnuraf fjórum mögul.
★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan
Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.05.
Kasparov sax-
aði á forskotið
Skák
Margeir Pétursson
GARY Kasparov, heimsmeistari
atvinnumannasambandsins,
vann Gata Kamsky, öflugasta
skákmann Bandaríkjanna, í
níundu umferð stórmótsins í Lin-
ares á Spáni. Þar með minnkaði
forskot Anatólís Karpovs, FIDE-
heimsmeistara, í einn vinning.
Hann gerði jafntefli við Lettann
Aleksei Shirov og herma fregnir
að Karpov hafi misst af vinn-
ingi. Þegar fjórar umferðir eru
eftir af mótinu hefur Karpov
átta vinninga, sem er glæsilegur
árangur, en Kasparov hefur sjö.
Það var geysilega hart barist í
níundu umferðinni, Karpov og
Shirov gerðu eina jafnteflið. Úrslit
annarra skáka urðu þau að Kramn-
ik vann Júdit Polgar, ívantsjúk
vann Anand og var það fyrsti sigur
hans á mótinu. Spánveijinn Illescas
vann Lautier og var það annar sig-
ur hans í röð. Gelfand vann Barejev
og ungi Búlgarinn Topalov styrkti
stöðu sína með sigri yfir Beljavskí
sem er heillum horfinn. Stefnir í
glæsilegan árangur Topalovs í
þessari frumraun hans í Linares.
Staðan eftir 9 umferðir:
1. Kaipov 8 v.
2. Kasparov 7 v.
3. -4. Kramnik og Shirov 5'A v.
5.-6. Kamsky og Topalov 5 v.
7.-8. Gelfand og Anand 4‘A v.
9.-10. Lautier og Barejev 4 v.
11.-12. ívantsjúk og Illescas 3 v.
13. Júdit Polgar 2'A v.
14. Beljavskí l'A v.
Taflmennska ungversku stúlk-
unnar 17 ára gömlu, Júditar Polg-
ar, hefur ekki verið sannfærandi.
Það gengur ekki á slíku móti að
tefla upp á gildrur og óvæntar
sóknir. Það er vert að hafa áhyggj-
ur af því hvort hún hafi skemmt
stílinn með þátttöku í of mörgum
uppákomum og mótum með styttri
umhugsunartíma. Á toppnum eru
það fyrst og fremst djúphugsaðar
hemaðaráætlanir sem skila árangri
til lengdar.
Gata Kamsky teflir ávallt til
vinnings og fmmleg taflmennska
hans í byijuninni gerði Kasparov
erfitt fyrir fram af. Eftir ellefta
leik Kamskys þurftu báðir að taka
mjög erfiðar ákvarðanir og Kamsky
missti fótanna fyrr:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Gata Kamsky
Caro-Kann vörn
1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2
- dxe4 4. Rxe4 — Rd7 5. Rg5
Kasparov lék 5. Bc4 gegn
Karpov, en sér sig nú knúinn til
að breyta til.
5. - Rgf6 6. Bd3 - e6 7. RlfS
- Bd6 8. De2 - h6 9. Re4 -
Rxe4 10. Dxe4 — Dc7!? 11. Dg4
- g5! 12. Dh3 - Hg8 13. Rd2!
Alls ekki 13. Dxh6?? - Bf8! 14.
Dh5 — Rf6 15. Dh3 — g4 og hvít-
ur tapar manni.
13. - Bf8 14. Re4 - Bg7 15.
0-0!?
Fórnar peði fyrir yfirburði í liðs-
skipan, en 15. Be3 og 15. c3 mætti
svara með 15. — e5.
15. - Bxd4 16. Be3 - Be5
16. - Bxb2!? 17. Hadl - Be5
kom vel til greina.
17. Hadl
Bætur hvíts fyrir peðið felast í
því að svartur hefur ekki komið
kóngi sínum í öraggt skjól. Kamsky
er ekki öfundsverður af því að vera
með slíka stöðu gegn sjálfum Kasp-
arov og nú verða honum á alvarleg
mistök. Rétt var 17. — Rb6 18.
Bc5 (Hótar 19. Bd6!) 18. - Hh8
og stefna síðan að langri hrókun.
17. - Rf6? 18. Rxf6+ - Bxf6 19.
Bh7!
Kamsky hefur líklega ekki áttað
sig á því að Kasparov má hirða
peðið til baka.
19. - Hh8 20. Dxh6 - Be7 21.
Dg7 - Hf8 22. Hd3 - Bd7 23.
Bxg5 — Bxg5 24. Dxg5
Skyndilega situr svartur uppi
með peði minna og ótefiandi stöðu.
Úrslitin eru ráðin.
24. - Dd8 25. De5 - De7 26.
Dc7 - Bc8 27. Da5 - b6 28. De5
- Ba6 29. Be4 - Hc8 30. c4!
Kasparov leikur sér að Kamsky
eins og köttur að mús. í 28. leik
gaf hann honum veika von um að
hann væri að sleppa en nú sést að
30. - Bxc4? 31. Bxc6+! - Hxc6
32. Db8+ verður mát.
30. - Hg8 31. b3 - Bb7 32.
Hfdl - Ba8 33. c5 - bxc5 34.
Hd6 — c4 85. bxc4 — c5 36. Bxa8
- Hxa8 37. Dxc5 - Hb8 38. g3
- Db7 39. Dd4 — Kf8 40. Df6
og nú loksins gafst Kamsky upp.
Skákþing Kópavogs 1994
Tómas Björnsson varð skák-
meistari Kópavogs í ár, en hann
var langstigahæstur þátttakenda.
Mótið fór fram í félagsheimili TK
í Hamraborg 5. Röð efstu manna:
1. Tómas Bjömsson 6 v. af 7
mögulegum.
2. -4. Páll Agnar Þórarinsson,
Hlíðar Þór Hreinsson og Jónas Jón-
asson 5 v.
5.-9. Einar K. Einarsson, Frið-
geir Hólm, Bjöm Þorfinnsson, Atli
Antonsson og Torfí Leósson 4 v.
10.-14. Einar Hjalti Jensson,
Jón Einar Karlsson, Kjartan Guð-
mundsson, Björn Halldórsson og
Ingi Ágústsson 3‘/2 v.
Taflfélag Kópavogs fyrirhugar
að halda alþjóðlegt skákmót í apríl
með þátttöku nokkurra stórmeist-
ara, bæði innlendra og erlendra.
Umræðu-
fundur
FÍBum
bOaskatta
FÉLAG íslenskra bifreiðaeig-
enda efnir til opins umræðu-
fundar um bílaskatta með fjár-
málaráðherra á Holidey Inn-
hótelinu í kvöld, fimmtudaginn
10". mars, kl. 20.30. Frummæl-
endur verða Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra og Bjöm Pét-
ursson, formaður FIB. Eftir að
frummælendur hafa lokið máli
sínu verða opnar umræður og
fyrirspurnir.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir: „Miðað við forsendur fjár-
laga hækka skatttekjur rikissjóðs
af hverri bifreið í landinu um
meira en 10% á árinu 1994 í sam-
anburði við 1993. Gera má ráð
fyrir að bifreiðaeigendur borgi
hátt í 18 milljarða í skatta á þessu
ári bara vegna eignar og reksturs
bifreiðar sinna. Um 70% af útsölu-
verði bensíns eru skattar í ríkis-
sjóð.
Heimsmarkaðsverð á bensíni
hefur lækkað stórlega á þessum
vetri en ríkisstjórnin hefur komið
í veg fyrir að íslenskir neytendur
njóti þessarar hagstæðu þróunar
á heimsmarkaði. Ríkissjóður tekur
að meðaltali í bifreiðagjöld (kílóa-
gjald) um 14 þúsund krónur á
hvern bíl í landinu. Bifreiðagjaldið
hækkaði á þessu ári 1994 um rúm-
lega 30% frá árinu áður. Innan
við 40% bílaskatta renna til vega-
gerðar.“