Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Ódýrast að baka sjálfur kransakökuna en verðið er Morgunblaðið/Rúnar Þór Níels Jónsson, efnafræðingur á rannsóknastofu Sjafnar, heJJir fimm mismunandi matarolium í skyrturnar og Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, fylgist með. Ariel Ultra leysir ekki fitu úr þvotti við 40 gráður STARFSFÓLK á rannsóknarstofu Efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akureyri hefur gert tilraunir, sem afsanna þá fullyrðingu að Ariel Ultra þvottaefni Ieysi fitu úr flíkum við þvott við 40 gráður á Celcíus eins og fullyrt er í aug- lýsingum frá Islensk ameriska. Hið sama kemur í ljós í prófunum dönsku neytendasamtakanna. Blaðamenn og formaður Neyt- endasamtaka Akureyrar og ná- grennis fylgdust með siíkri til- raun i gær. Níels Jónsson, efnafræðingur á rannsóknastofu Sjafnar, hellti fimm mismunandi matarolíum í tvær skyrtur, önnur var úr bómull og hin að meirihluta úr polyester. Þau fímm efni, sem notuð voru til að hella á skyrtumar, eru: sojaolía, sólbiómaol- ía, olífuolía og einnig möndlukími og hveitikími. Skyrtunum var síðan stungið í þvottavél og þær þvegnar við 40 gráðu hita. Fitublettimir reyndust enn vera í skyrtunum að afloknum þvotti. Sjafnarmenn telja að auglýsingar tapi öllu upplýsingagildi fyrir neyt- endur þegar þær upplýsingar, sem fram koma, séu hreinar lygar, eins og þeir orða það og þeir telja að menn verði að geta sannað það sem fram er sett í auglýsingum eða slá' vamagla við því sem sagt er ella. Vilhjálmur Ingi Ámason, formað- ur Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hóf fyrir nokkra að skoða hvort umrædd fullyrðing um þvotta- efnið stæðist og hefur hann undir höndum könnun, sem dönsku neyt- endasamtökin gerðu á 19 tegundum þvottaefna þar sem margvíslegir þættir vora til athugunar. Sú könnun var gerð í apríl á síðasta ári og sagði Vilhjálmur Ingi að könnunin leiddi m.a. í ljós að þvottaefnin væru álíka að gæðum og fita hefði farið úr til hálfs við 60 gráðu þvott. „Það er ekki sá gífurlegi munur á þvottaefn- um sem gefið er í skyn,“ sagði Vil- hjálmur Ingi. ■ annars mjög mismunandi eftir bakaríum ÞAÐ er ýmislegt gert til að laða að viðskiptavini fyrir fermingarveislur. Sumir bak- arar eru jafnvel með happ- drætti í gangi, afslátt og sér- stök fermingartilboð. Verðið á kransakökum er mismun- andi og sjálfsagt fyrir fólk að fara á mili staða og bera sam- an verð og gæði. í sumum bakaríum er hægt að kaupa kransakökumassa eða deig og hjá Bemhöftsbak- aríi kostar eitt og hálft kíló af bæði massa og deigi 1.545 krónur og á það að duga í 16-19 hringja kransaköku. Verðið fer þó líklega eftir því hversu þykkir hringirnir eru. Hrá- efni í 17 hringja kransaköku sem bökuð var fyrir fermingarblað Morgunblaðsins kostaði um 900 krónur. Vel að merkja rafmagns- kostnaður er meðtalinn en ekki sá tími sem fór í að koma kökunni saman né skreytingin, en í því lá mikil vinna. IVIótin lelgft eða keypt Mótin kosta um þijú þúsund krónur í Húsasmiðjunni en þau er eflaust hægt að fá á fleiri stöðum og nú er hægt að fá leigð kransa- kökuform hjá versluninni Pipar og Salt og kostar leigan 400 krónur fyrir þrjá sólarhringa. Fullskreytt kransakaka af svip- aðri stærð úr bakaríi kostar frá 5.641 krónu og upp í 9.500 krónur. Það er mismunandi hvemig bak- Hvað kostar kransakakan? 20-25 manna 30-35 manna 40-45 manna 50-55 manna Gullkornið 5.129 12 hringir 5.514 15 hringir 7.28lf 20 hringir 9.170 25 hringir Bridde 6.800 14 hringir 7.700 16 hringir 9.500 18 hringir 12.000 23 hringir Ódýri köku- og brauðmarkaðurinn 4.542 16 hringir 5.641 18 hringir 7.252 20 hringir Bakarí G0 Sandholt 4.900 13 hringir 6.000* 16 hringir 9.800 19 hringir 12.250 21 hringur Björnsbakarí, Austurströnd 6.954“ 16 hringir 9.050 22 hringir 10.889 24 hringir Mylian 7.168*“ 16 hringir 8.801 19 hringir Breiðholtsbakarí 4.250 14 hringir 6.400 17 hringir 8.400 20 hringir 10.950 24 hringir Sveinn bakari 5.720 16 hringir 8.840 22 hringir 10.490 27 hringir 12.685 32 hringir •Fermingartilboð * *Allar kransakökur vigtaðar svo hringjafjöldi er mismunandi *** Tilboðsverð, 10% afsláttur + happdrætti i gangi. arar skreyta kransakökur, sumir handsprauta súkkulaði á þær, aðr- ir skreyta með Mackintosh-kon- fekti þar sem það er skrautlegt og einhveijir raða síðan kransa- kökubitum í kring á bakka. Sumir nota þetta allt við að skreyta og jafnvel eitthvað fleira eins og knöll. Hægt að kaupa óskreytta og ósamsetta kransaköku Stundum fylgir fermingarstytta kökunni og einnig gefa sumir bak- arar viðskiptavinum kost á að kaupa kransakökuna ósamsetta og óskreytta og að minnsta kosti hjá Björnsbakaríi munar þá allt að helmingi á verði. Það kann að vera ráð að spyija bakara um þyngd kökunnar þegar á að fara að panta fyrir ferming- una því hringirnir eru mismunandi stórir og segir því ekki alla söguna hringjafjöldi kökunnar. En eins og sést hér á verðkönn- uninni er verðið mismunandi og þetta er aðeins sýnishorn, bakaríin eru miklu fleiri en þau sem hér er um getið. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir AUar íshokkívörur m&ð 20% afslættí ŒmúriUFmítt GLÆSIBÆ 4 SÍMI8129*22 Mikil vinna að búa til kransaköku HÚN Jóhanna Jónsdóttir hef- ur undanfarin tuttugu og fimm ár búið til kransakökur fyrir fjölskyldu og vini og kransakakan hennar löngu búin að fá það orð á sig að vera ómótstæðileg. Hún féllst góðfúslega á að gefa lesend- um uppskriftina. Það er heil- mikil fyrirhöfn að búa til massann í kransaköku en get- ur verið skemmtilegt að gera þetta allt sjálfur. Deigið dug- ar í 18 hringja köku. 750 g möndlur 930 g flórsykur 6 hólfþeyttar eggjahvltur 3 stífþeyttor eggjahvítur Möndlumar era settar í sjóð- heitt vatn og síðan afhýddar. Þá era þær settar í heitan ofn eða undir grill og þurrkaðar vel og að lokum malaðar fínt í möndlu- kvöm. Möndlumar eru að því búnu settar í pott og hálfþeyttu hvítun- um bætt við og handhrært í um það bil hálftíma. Flórsykur er sigtaður samanvið og þetta hitað við vægan hita. Hrært stöðugt í svo festist ekki við botninn. Það er viss hætta á að þegar flórsykurinn bráðnar þá festist deigið við botninn svo það þarf að gæta vel að því. Þegar deigið er orðið vel heitt, búið að samlagast og orðið eins og graut ur er það kælt. Hrært í öðru hveiju og í lokin eru stífþeyttar eggjahvfturhnoðaðarsamanvi, Deigið er sett í skál og rakt stykki sett yfir. Geymið til næsta dags á köldum stað. Mótin eru smurð með matarolíu og hrísmjöli stráð yfir. Deigið er rúllað í sívalninga og settí mótin. Gætið þess að þrýsta ekki á deigið. Bakað við 180 gráðu hita í um það bil fimmtán mínútur. Ekki nota blástur. Látið kólna í mót- unum en hvolfið síðan úr þeim. Sprautið með flórsykursbráð. grg ■ um Með vaxandi þjónustu ættu mánaðarlegar biðraðir í bönkum að stytt- ast og hver veit nema þær hverfi alveg í framtíðinni. Landsbankinn býður upp á útgjaldadreifingu LANDSBANKI íslands hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða Vörðufélögum svokallaða útgjaldadreifingu. Þjón- ustan felst í því að útgjöldum er jafnað niður á tólf mán- uði og upphæðin mánaðarlega skuldfærð af launareikn- ingi. Ef útgjöld einhvers mánaðar eru hærri en nemur mánaðarlegu úttektinni lánar bankinn mismuninn. Út- gjaldadreifingin er innifalin í greiðsluþjónustu Vörðunn- ar. Sú þjónusta kostar 2.900 kr. á ári. Guðný Benedikts- , sérfræðingur á sagði að Vörðunni hefði verið komið á fót fyrir þrem- ur áram og sífellt bættust við nýjungar. „Við höfum t.d. verið að gera greiðsluþjón- ustuna sjálfvirkari og bætt útgjalda- dreifíngunni við. Hún felst í því að viðskiptavin- irnir leggja fyrir okkur öll útgjöld heimilisins. Við ger- greiðsluáætlun og jöfnun greiðslun- um yfír næstu tólf mánuði. Með því móti sjáum við hver útgjöldin era á mánuði og sú upphæð er skuldfærð af reikningi viðkomandi mánaðar- lega. Bankinn sér um að greiða alla reikninga og lánar viðskiptavininum fyrir greiðslunum ef þær era meiri en það sem er skuldfært. Svo fer reikningurinn auðvitað stundum í plús,“ sagði Guðný. Hún sagði að vart hefði orðið við mikinn áhuga á þjónustunni þó hún hefði ekki verið auglýst sérstaklega. „Fólk virðist hafa mikinn áhuga á að dreifa útgjöldum sínum með þess- um hætti og losna þannig við sveifl- umar. Svo má geta þess að ef fólk getur getur greitt með sér í upphafí kemur það í veg fyrir mikinn vaxta- kostnað þó hann sé alla jafna ekki svo mikill," sagði Guðný. Af annarri þjónustu við Vörðufélaga má nefna persónulega fjármálaráðgjöf og greiðari aðgang að lánsfé.! ! ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.