Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Erlendur Olafs- son — Minning Fæddur 10. október 1897 Dáinn 28. febrúar 1994 Látinn er í hárri friðsamri og fagurri elli vinur okkar Erlendur Ólafsson. Erlendur var fæddur á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi 10. október 1897 og ólst þar upp í stór- um hópi systkina. Foreldrar hans vo.ru hjónin Agatha dóttir Stefáns bónda Stefánssonar á Jörfa og hús- freyja hans Ingibjargar Jónasdóttur og Olafur Erlendsson bóndi, sýslu- nefndarmaður og oddviti. Ólafur féll frá langt fyrir aldur fram 1922, en Agatha bjó áfram á Jörfa með bömum sínum. Erlendur kvæntist 13. mars 1926 lífssólinni sinni, Önnu Jónsdóttur frá Kaldárbakka. Foreldrar Önnu voru hjónin Halla Gunnlaugsdóttir frá Álfatröð í Hörðudal og Jón Jón- asson frá Bíldhól á Skógarströnd. Þau hjón bytjuðu búskap sinn á Gautastöðum í Hörðudal og þar er Anna fædd, en þau fluttu þegar Anna var kornung að Kaldárbakka ■~r- Kolbeinsstaðahreppi og þar ólst Anna upp í föðurgarði. Þær eru fallegar þessar jarðir í sveitinni milli ánna en nokkuð ólík- ar þó í sömu sveit séu. Kaldárbakk- inn er landmikill og á fjalllendi inn á Kaldárdal norðan Kaldár inn í dalbotn og sjávargata er þar löng, en jörðin beitarsæl og flutningsjörð með sauðfé. Jörfinn liggur að sjó sérlega hlýleg og falleg jörð og nytjagóð með hlunnindi tölvuerð. Fjórir hólmar liggja þar fyrir landi, .Fremri-hólmi, Innstuhólmar tveir og Æðarklettur. Jörðin gaf því sel, egg og dún og lax og er foma matið á henni tuttugu hundruð en yngra matið 1861 er tuttugu og þrjú hundruð og hálfu hundraði betur. En þó jörðin væri fríð og gagnsöm þá framfleytti hún ein- faldlega ekki svo mörgum. Erlendur og Anna vildu stofna eigið heimili og vera sjálfs sín. Þau þjuggu um tíma í Leirulækjarseli á Álftanesi á Mýrum, fluttu aftur að Jörfa og síðan til Reykajvíkur 1935. Engir nema þeir sem á sjálfum sér hafa reynt rótarslitin frá ættjörðum sín- um skilja hvílíkt átak það hefur verið þessum ungu glæsilegu hjón- um að taka sig upp, flytja í burtu frá frændgarði og vinum og þekktu og kæra umhverfi þar sem mat- björgin fékkst næstum við túngarð- inn til Reykjavíkur kreppuáranna þar sem ríkti atvinnuleysi og úr- ræði fá. En þau vora ung og hraust og framsýn og sáu fyrir sér að ein- mitt í Reykjavík gætu þau byggt upp framtíð sína. Afurðaverð á þessum áram var mjög lágt og jarð- næði lá heldur engan veginn á lausu. Það var ekki fyrr en eftir stríð að fóru að losna jarðir. Ungu hjónin reyndust réttspá í bjartsýni sinni. Þótt fyrstu árin í Reykjavík væru erfið í misjöfnu og Isl.mdskosmr Brfidrykkjiir Verd Irá 750 kr. á mann (> 1 48 49 o III 0 III -- 0 HéTEl BORC Sími 11440 Önnumsterfidrykkjur í okkar fallega og virðulega Gyllta sal. ótryggu leiguhúsnæði og atvinnu- leysið napurt og nístandi þá er það nú svo að erfiðu árin líða líka. Þau voru samhent, reglusöm og dugleg og smám saman óx allt og dafnaði í höndum þeirra og heimili þeirra var ávallt til fyrirmyndar, hvar sem þau bjuggu. Lífið gaf þeim líka mikið þessum farsælu hjónum, þau eignuðust fjögur börn, stolt og gleði foreldra sinna. Þau era Olafur, framkvæmdastjóri á Húsavík, Halla, húsmóðir í Reykjavík, Pétur, aðstoðarbankastjóri Landsbankans í Reykjavík, og Agatha, ekkja Vil- hjálms Jónssonar. Afkomendur era orðnir margir og Anna og Erlendur nutu þess saman að sjá ættargarð sinn vaxa vel með nýjum og traustum meið- um. Undir stríð fór Erlendur að vinna hjá Eimskipafélagi íslands og þar átti hann síðan starfsævi sína alla, fyrst við höfnina, síðan sem skrif- ari, en þar var hann tilvalinn maður vegna nákvæmni sinnar og glögg- skyggni. Síðar tók hann svo við launaútreikningum og þar varð hans starfsvettvangur í áratugi. Þetta var mjög þýðingarmikið starf og vandasamt. Állt var handskrifað og handfært og hreint með ólíkind- um hvað þessir menn afköstuðu. Verkamenn voru þá mjög misjafn- lega margir hjá Eimskipum áður en fastráðningar komu til. Gátu verið á bilinu þijú til fimm hundrað og hveiju launaumslagi fylgdi listi þar sem hver vinnudagur var út- færður Með Erlendi unnu þeir Sig- uijón Jónsson og Vilhjálmur Þor- steinsson og á síðari árum Valdís Björgvinsdóttir. Hjá Eimskipum hefur alltaf verið mikil og góð regla á öllum launagreiðslum og það voru gerðar harðar kröfur til þeirra sem sáu um þau mál. Erlendur var eins og fyrr hefur verið sagt valinn maður til þessa starfa og svo fór enda að þegar hann átti að hætta störfum vegna aldurs þá gátu Eim- skip ekki misst hann, báðu hann að halda áfram og hann vann fyrir- tækinu áfram í næstum áratug í viðbót. Svo vandfyllt var sæti þessa ágæta manns. Erlendur gerðist aðalfélagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún hinn 28. október 1935, sama árið og hann flutti til Reykjavíkur. Hann var þroskaður félagshyggjumaður, færði mál sitt með stillingu og festu og rökvísi. Hann var stjórnarmaður í Dagsbrún 1944 til 1952, sat sem fulltrúi Dagsbrúnar á þingum Al- þýðusambands íslands og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann hélt alla tíð nánu og góðu sambandi við félagið sitt og engin samkoma hjá Dagsbrún eða mannfagnaður til hátíðabrigða þótti okkur fullsetinn ef Anna og Erlend- ur prýddu ekki hópinn með þátttöku sinni. Erlendur og Anna áttu saman fallegt, glæsilegt og gestrisið heim- ili í Stigahlíð og það heimili hafa þau ekki þurft að rífa í sundur þótt aldur færðist yfír og kraftar dvín- uðu. Anna er ein af þessum mikil- hæfu húsmæðram sem glæða um- hverfi sitt lífi og lit og heimilið hefur verið hennar starfsvettvangur alla tíð, við hlið síns góða og trausta manns. 13. mars næstkomandi er brúðkaupsdagur þeirra. Það vantaði þessa fáu daga í sextíu og átta ára hjónaband. Við kveðjum félaga okkar með djúpu þakklæti og virðingu. Frú Önnu, börnum, tengdabömum og afkomendum öllum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari Dagsbrúnar. Bjartir, heiðir og lognkyrrir vetr- ardagar ri'ktu á landinu okkar um skeið og minntu á að einhverstaðar langt í burtu væri vorið að undirbúa komu sína hingað norður. Og ein- mitt þessa daga var að kveðja hann Erlendur Ólafsson frá Jörfa, háaldr- aður maður. Lífsstíll hans bar ætíð svipmót þessara daga, bjartur, mildur, án belgings og hávaða, en þokaði mál- um sínum fram með fágaðri hátt- vísi. Erlendur Ólafsson var fæddur að Jörfa i Kolbeinstaðahreppi 10. október 1897, sá þriðji í röðinni 13 barna mikilhæfra sómahjóna, þeirra Agötu Stefánsdóttur og Ólafs Er- lendssonar, og ólst upp í litríkum, glaðværum og hæfíleikaríkum systkinahópi. Hann kvæntist ungur glæsilegri heimasætu af næsta bæ. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll era hið besta fólk, bjuggu nokur ár í fæðingarsveit sinni, síðan í ná- lægri sveit, en fluttu til Reykjavíkur á erfiðum tímum atvinnulífs á ís- landi fáum árum fyrir heimsstyij- öldina síðari. Fleira verður ekki sagt hér af lífshlaupi þessara öndvegishjóna. Slíkar skýrslugerðir eru huga mín- um fjarri á kveðjustund. Þar ríkir þakkiæti fyrir velgjörðir þeirra, elskulegheit, ljúfmennsku og tryggð. Vegna vináttu við Ólaf son þeirra fórum við Ásmundur frændi minn að venja komur í Höfðaborg- ina þar sem þau bjuggu með fjögur börn sín á unglingsaldri í mjög lít- illi íbúð. Síðan þá er mér ljóst hve tommustokkur eða málband era fráleitur mælikvarði á húsnæði. Sá rétti er innræti húsráðanda og hjartalag. Við þremenningarnir átt- um þar ógleymanlegar stundir. Lögðum undir okkur íbúðina, fóram ekki ætíð fram með hógværð eða tillitssemi, allt þriggja álna menn, en það var nóg húsrými. Oftlega bættust í hópinn skólafélagar Pét- urs sonar þeirra hjóna, og fyrir kom að ættingjar og sveitungar að vest- an bæri að garði. En þar voru aldr- ei þrengsli og veitingar meira í ætt við veisluföng en hversdagsborð- hald. En þama, og einnig síðar í fallegri íbúð þeirra síðari áratuga ríkti hinn ljúfí heimilisbragur, bor- inn upp af höfðinglegri reisn hús- freyjunnar og fijóum og heillandi húmor húsbóndans, þar sem leynst gat örlítill broddur, en æfinlega mildaður þeirri hlýju sem fylgir góðu hjartalagi, og vönduðu inn- ræti. Lífsmáti Erlends Ólafssonar einkenndist alla tíð af þeim eigin- leikum. Hjarta hans sló ætíð með þeim sem minna máttu sín. Liðs- maður þess að rétta hlut þeirra, var hann ævinlega, og þeirri göfugu hugsjón trúr. Nú hefur þessi fágaði öðlingur dregið tjaldhæla sína úr jörðu. Stór þakkarskuld þess sem hér stýrir penna verður aldrei greidd, en hún fyrnist ekki. Við Hulda sendum Önnu, þeirri vönduðu hefðarkonu, svo og börn- um þeirra og afkomendum öllum kveðjur saknaðar og þakklætis. Erlendi Ólafssyni óskum við mik- illar blessunar á ókunnum leiðum. Krislján Benjamínsson. Elsku, besti afi minn. í dag kveð ég þig með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt. Þú varst mér og systkinum mínum sem hinn besti faðir og allar minning- araar um þig era ógleymanlegar. Ég þakka þér líka sérstaklega fyrir árin sem við systkinin og mamma bjuggum hjá ykkur ömmu. Þú varst höfðinginn í fjölskyldunni og alltaf jafn gott að koma í heimsókn til ykkar í Stigahlíðinni. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig í sorg þinni og vera með þér. Blessuð sé minning afa. Anna Björg. Elskulegur afi minn Erlendur Ólafsson frá Jörfa í Kolbeinsstaða- hreppi, Hnappadalssýslu lést að- faranótt 28. febrúar sl. í Borgar- spítalanum eftir stutta sjúkdóms- legu. Hann var fæddur 10. október 1897 áJörfaogvar því á97. aldurs- ári er hann lést. Afi var sonur hjón- anna Agöthu Stefánsdóttur frá Skutulsey á Mýrum og Ólafs Er- lendssonar frá Rjúpnaseli einnig á Mýrum. Þau hófu búskap á Jörfa og eignuðust 13 börn, af þeim kom- ust 12 til fullorðinsára. Börn þeirra vora: Ingibjörg, húsfreyja í Kross- holti, Jónas, bóndi á Jörfa, Erlend- ur, Stefanía, húsfrú í Borgarnesi, Þuríður, búsett í Danmörku, Ág- ústa, Elínborg, Kjartan, bóndi í Haukatungu, Gunnar, Helga, Val- gerður og Elísabet. Eftirlifandi eru Valgerður og Gunnar. Ólafur lést ungur maður frá þessum stóra barnahóp og tóku þá systkinin við búskapnum með móður sinni. Það einkenndi þennan stóra systkinahóp glaðværð, tryggð og samheldni og öll voru vel greind. Hinn 13. mars 1926 kvæntist afí ömmu minni Önnu Jónsdóttur frá Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi og eignuðust þau fjögur börn sem era: Olafur, fæddur 24. apríl 1926, kvæntur Helenu Hannesdóttur, þau era búsett á Húsavík, Halla Guðný, fædd 11. júlí 1928, gift Trausta Kristinssyni, Pétur Ágúst, fæddur 14. ágúst 1929, kvæntur Áslaugu Andrésdóttur, og Agatha Heiður, fædd 20. mars 1933, gift Vilhjálmi Jónssyni sem nú er látinn, öll bú- sett í Reykjavík. Barnabörnin era 15, barnabarnabömin orðin 27 og barnabarnabarnaböm tvö. Afí og amma hófu sinn búskap á Jörfa en fluttust til Reykjavíkur árið 1935. Afi var starfsmaður Eimskipafélags íslands í meira en fjöratíu ár. Hann var traustur og öruggur starfsmað- ur enda mátu samstarfsmenn mannkosti hans að verðleikum og kusu hann í stjórn Dagsbrúnar sem var þeirra verkalýðsfélag. Vegna ljúfmennsku afa og geðprýði hélt einstöku maður að hann gæti snúið á afa en komst heldur betur að öðra, því þar fór maður sem var mjög fastur fyrir þó að hann hefði ekki hátt. Afí gat verið meinhæðinn og átti það til að hrósa mönnum í hástert með nokkram vel völdum orðum fyrir verk sem allir sáu að var illa unnið. Mörg gullkomin lét hann falla þegar hann hlustaði á stjórnmálamenn karpa í sjónvarpi eða útvarpi ef honum leist ekki á bröltið í þeim. Oft hlýtur að hafa verið erfitt að komast af með fjögur lítil böm í miðri heimskreppunni þar sem atvinna var af skomum skammti og erfitt með aðföng en samheldni þeirra hjóna var mikil og amma mín sannarlega vandanum vaxin. Hún stýrði heimilinu af röggsemi og rausnarskap, útbjó allan mat sjálf og saumaði fatnaðinn á fjöl- skylduna enda saumaði hún lista- vel. Í sveitinni hafði hún verið feng- in á aðra bæi til að sauma þegar sérstaklega átti að vanda til verka. Heimili ömmu og afa er stórmynd- arlegt og þau sannkallaðir höfðingj- ar heim að sækja enda oft gest- kvæmt. Fyrr á áram dvöldu sveit- ungarnir jafnan hjá þeim þegar þeir áttu leið til Reykjavíkur en þar var ávallt nóg pláss þó að hús- næðið væri ekki stórt. Síðastliðin 36 ár hafa amma og afí búið í Stiga- hlíð 12. Ég man fyrst eftir mér með móður minni Höllu hjá ömmu og afa í Efstasundi 65 en fyrstu árin mín bjuggum við mæðgur hjá þeim. Eftir að við fluttum að Laufásvegi 50 lagði ég leið mína oft í Efsta- sundið og þá helst um helgar eftir að ég byijaði í skóla. Mér era ofar- lega í minni sunnudagskvöldin þeg- ar afi fylgdi mér heim eftir helgar- dvölina, hve hlýjar hendur hans vora og öryggið sem lítil stúlka fann við hlið afa síns. Ósjaldan var komið við í sjoppu og keypt eitt- hvað gott í munninn. Ekki taldi hann eftir sér að fylgja litlu stúlk- unni heim með strætisvagni þó að dagur væri að kvöldi kominn og löng vinnuvika framundan. Afí hélt vel bæði líkamlegri og andlegri heilsu og fór allra sinna ferða með strætisvögnum fram yfir nírætt. Á tólfta ári flutti ég alveg til ömmu og afa í Stigahlíð 12 og bjó hjá þeim þar til ég giftist eiginmanni mínum Agli Sveinbjörnssyni. Þá fylgdi afi mér úr hlaði með því að vera svaramaður minn og leiða mig upp að altari Háteigskirkju með sínu mikla öryggi og hlýju sem honum var lagið. í dag kveð ég og fjölskylda mín elskulegan afa minn með söknuði, þennan heiðursmann sem við elsk- uðum öll, og bið ég góðan Guð að styrkja ömmu mína og aðra að- standendur í sorg sinni. Anna Erla Guðbrandsdóttir. Um leið og ég kveð afa langar mig að minnast hans með fáeinum orðum, fáein orð segja þó ekki mik- ið um svona stórkostiegan mann. Afí Elli eða Höfðinginn, eins og við kölluðum hann oft, var án efa sá fjölskyldumeðlimur sem borin var hvað mest virðing fyrir, enda höfuð stórrar fjölskyldu. Hann átti sinn stól í stofunni, stóran og þægilegan húsbóndastól þar sem hann sat eins og höfðingi, og ég man þegar við vorum lítil að það lá við að við rifumst um að sitja á hnjám hans. En höfðinginn var maður fullur af réttlæti og sat oftar en ekki með tvö í einu og sá þriðji fékk að sitja á fótaskammel- inu. Það var líka ævintýri því afi skapaði það þannig. Stundum var hann lárinn okkar og oft sagði hann sögur, t.d. um sveitina, myndirnar á veggjunum eða bara um hvað sem var. Við héldum oft að afí Elli hlyti að vera ríkasti maður í heimi, því stundum gaf hann okkur rennislétta glænýja peninga sem han tók út úr læstum skáp. Við sáum fyrir okkur staflana af peningum sem hann hafði unnið sér inn í gegnum tíðina. Afi átti líka „sjoppu" í kjallaran- um þar sem alltaf var til nóg af kóki og appelsíni. Afi fór með manni niður og þá fékk maður að velja sjálfur hvað maður vildi. En þegar við krakkarnir urðum eldri varðst þú líka eldri, ferðunum niður í sjoppu fækkaði og þú sast sjaldnar í stólnum. Höfðinginn okk- ar varð lasburða og veikari með ári hveiju. Þó við höfum búist við brottför þinni lengi er samt erfitt að átta sig á því nú þegar það hefur gerst. Þú ert farinn en ekki dáinn, því á meðan við minnumst þín lifir þú á meðal okkar. Við erum viss um að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og færð að hvíla þig. Ég sagði Sörah litlu að nú værir þú engill hjá guði og við höfum ákveðið að þegar við verðum englar ætlum við að koma til þín. En þang- að til við hittumst aftur bið ég þig og alla englana að vaka yfír ömmu Önnu og öllum sem sakna þín. Áslaug Heiður. í dag er til moldar borinn elsku- legur afí minn, Erlendur Ólafsson frá Jörfa. Mig langar að minnast hans með örfáum orðum. Afí var aðdáunarverður maður, mikið snyrtimenni, fríður og aldrei sá ég hann bregða skapi. Hann var þriðji í hópi þrettán systkina, barna Ólafs Erlendssonar og Agötu Stef- ánsdóttur. Afí var hamingjusam- lega giftur Önnu Jónsdóttur frá Kaldárbakka og saman eignuðust þau fjögur börn, en afkomendur þeirra era nú 44. Afí og amma bjuggu frá því ég man eftir mér á miklu myndarheim- ili í Stigahlíð 12. Þar var oft mann- margt, t.d. á jóladag, en þá kom öll fjölskyldan saman. Ég hef sakn- að þessarar sérstöku jóladaga hjá fjölskyldunni, en vegna búsetu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.