Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
Helgi Már Jóns-
son — Minning
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætura svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
þvi svipur þinn á sveimi
i svefni birtist mér.
í draumi dularheimi
ég dvaldi i nótt hjá þér.
Að kvöldi sunnudagsins 27. febr-
úar hringdi Steini vinur og flutti
okkur þær hörmulegu fregnir að
hann Helgi Már væri dáinn. Dáinn,
en, en, getur það verið? Hann var
bara 32 ára gamall og átti allt lífið
framundan, leifraði alltaf af lífsgleði
og hafði þá útgeislun sem engan lét
ósnortinn sem honum kynntist.
Kynni okkar hófust fyrst þegar
leiðir lágu saman í Fjölbrautaskól-
anum Flensborg í Hafnarfirði. Fljótt
tókust sterk vinabönd milli okkar,
bönd sem áttu eftir að styrkjast og
halda um langa framtíð. Vinahópur-
inn var stór og allir virkir í félags-
lífi Flensborgarskólans. Á þeim
árum var nú meira lagt upp úr því
að njóta augnabliksins, hafa það sem
best og skemmta sér. Námið og al-
vara lífsins var nokkuð sem alltaf
fannst undir niðri, en minningar um
slíkt eftir á eru fáar. Þegar hugurinn
reikar til baka koma nánast bara
upp kómísk augnablik, gamanyrði
og ,jókar“ sem seinna hafa orðið
að fleygum tilvitnunum meðal okkar
vinanna. Ég kynntist Helga Má sér-
staklega vel þegar við fórum ásamt
fleirum Flensborgarnemum í skóla-
ferðalag til Italíu sumarið 81. Það
eru mörg gullkornin, mörg ógleym-
anleg augnablik sem koma upp í
hugann þegar sú ferð er rifjuð upp.
Mér er minnisstætt eitt kvöldið þeg-
ar við stóðum tveir saman norður á
strönd og glímdum við lífsgátuna,
hvað Helgi hafði yfir mikilli lífs-
reynslu að búa. Umræðan snerist
meðala annars um þá bitru lífs-
reynslu sem helgi varð fyrir á ungl-
ingsárum er móðir hans féll skyndi-
leg frá. Sá atburður hafði sett geysi-
lega djúp spor í lífs-fílósófíu Helga,
þó það væri sjaldan sem maður
næði að komast inn og opna þær
innstu hugsanir og tilfinningar sem
bærðust í hans bijósti í sambandi
við lífið og dauðann.
Helgi Már var afskaplega vel gerð
persóna. Hlýr, tillitssamur og sér-
staklega tryggur sínum vinum og
ættingjum. Það sem einkenndi hann
þó hvað mest var hans sérstaka
skapferli. Á þeim tæpu tuttugu árum
sem ég þekkti Helga Má sá ég hann
aldrei skipta skapi, hann var bók-
staflega alltaf í góðu skapi. Léttur
og hress og tókst alltaf að sjá það
spaugilega í öllum vandamálum.
Hann var afurða duglegur til vinnu,
árrisull og yfirleitt vann hann eitt
til tvö aukastörf með sinni skóla-
göngu. Það er hægt að halda lengi
áfram og lýsa mannkostum hans. í
raun er það óþarfi, við samferðar-
menn hans þekkjum þá flesta. Helgi
Már, eða Bergurinn, eins og við vin-
ir hans kölluðum hann, var svip-
hreinn og myndarlegur maður, hár
og grannur. Hann stundaði mikið
íþróttir og hélt sér alltaf í góðu
formi. Hann var ætíð hrókur alls
fagnaður, fyndinn og afskaplega
frumlegur. Orðheppinn var hann og
svaraði oft með skrítnum orðatil-
tækjum sem oftast innihéldu eitt-
hvað spaugilegt. Hann var mikill
áhugamaður um tónlist og kvik-
myndagerð og framleiddi sjálfur og
leikstýrði nokkrum styttri kvik-
myndum. Hann skrifaði líka handrit
að gamanþáttum og árið 1990 gaf
hann út ljóðasafn. Eftirfarandi tvö
erindi eru hluti af ljóði sem fjallar
einmitt um þetta eina örugga í þessu
lífi, dauðann.
Ekkert er til
þó erfitt sé að sanna.
Eins og dropinn sem fellur ofan í hyl
og hverfur augum manna.
Nú dropinn horfinn í hafið er
í vatnsins stóra straum.
Hvar hann er, hvert hann fer
í hringiðunnar glaum.
(Helgi Már Jónsson, nóv. 1990.)
Það er ótrúlegt að hugsa sér að
þessi góði vinur okkar sé nú fallinn
frá, langt um aldur fram. Við áttum
eftir að gera svo mikið saman. Við
vinimir höfðum hlakkað svo til að
hittast allir aftur þegar ég og mín
fjölskylda flytjum aftur til íslands.
En það er skammt milli lífs og dauða.
Helgi hafði lengi átt við veikindi að
stríða, en með lyfjameðferð tekst
að haída sjúkdómi sínum í skefjum.
Kom það því eins og reiðarslag að
heyra að hann skyldi hafa veikst það
hastarlega að morgni 27. febrúar,
að ekki var unnt að bjarga líf hans,
þrátt fyrir skjót viðbrögð.
Ég og fjölskylda mín vottum föður
Helga Más, systkinum og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minninguna um þennan
góða vin sem nú er fallinn frá.
Emil L. Sigurðsson, Svíþjóð.
Kær vinur minn, Helgi Már Jóns-
son, er látinn. Hvemig bregst mað-
ur við svona frétt? Ég frétti þetta
á versta tíma og á versta stað sem
hugsast gat, fyrir leik Hauka í
fyrstu deild karla í handboltanum.
Það vom þeir leikir sem höfðu við-
haldið okkar vinskap í gegnum tíð-
ina síðustu árin eftir góð og
skemmtileg kynni frá barnsaldri.
„Þú veist að Helgi Már er dáinn
og strákarnir spila með sorgarrend-
ur í leiknum, láttu fólkið votta hon-
um virðingu sína með mínútu.
þögn...“ Klukkan var tíu mínútur í
átta. Hvað gerir maður á miðjum
íþróttavelli með hávaðamúsík í eyr-
unum og menn að kasta bolta allt
í kring? Það voru þessir leikir sem
ég og Helgi höfðum mest gaman
af að spá og spekúlera í. Með kökk
í hálsinum tilkynnti ég tíðindin sem
kynnir kvöldsins, sat með kökk í
hálsinum allan tímann meðan á
leiknum stóð og langaði mest til
að komast í burtu og vera einn með
sjálfum mér og hugsa til baka, enda
margs að minnast í gegnum tíðina.
Ég kynntist nafna mínum fyrst
þegar ég fór sem ungur drengur
með móður minni upp á Holt að
kaupa sokka og vettlinga á okkur
systkinin. Þeir fengust 5 húsinu
uppi á Holti, þar sem rauðhærði
strákurinn hann Helgi átti heima.
Seinna fórum við að æfa saman
handbolta með Haukum og Helgi
var alltaf sá sami sá hina ótrúlegu
möguleika sem handbolti býður
uppá með bakhandarsendingum inn
á línu sem höfnuðu oft ofan í körfu
og allir skemmtu sér og ekki hvað
síst Helgi sjálfur. Seinna lágu leiðir
okkar saman í Flensborg beindist
áhugi hans veruleg;. að kvikmynda-
listinni og gerði ha.in þar bæði
framúrstefnukvikmyndir sem og
venjulegar ef hægt er að segja að
eitthvað sé venjulegt í kvikmynda-
listinni enda gekk hann orðið undir
nafninu Bergurinn í höfuðið á fræg-
um sænskum kvikmyndagerðar-
manni. Hann fékk mig til að starfa
með sér við gerð einnar myndar sem
hét Frosti og fékk mig til að leika
þar hlutverk. Hæfileikar hans nutu
sín vel í þessum miðli og það skil-
aði sér með verðlaunum á kvik-
myndahátíð stuttmynda.
Ég minnist þess einnig þegar
Helgi sem oftar fór með mér heim
í hádeginu úr skólanum og hann
sat ásamt okkur fimm systkinunum
til borðs og einsog oft vildi verða
þá var mikill skarkali og læti við
það borð. Þá leit hann til mín og
sagði: Þetta er frábært, svona á að
borða mat, þar sem meirihluti mat-
arins fór utan á okkur en ekki inn
fyrir varir okkar. Þá gerði ég mér
fýrst grein fyrir því tómarúmi sem
því fylgir að missa móður sína, því
þar missti Helgi mikið í æsku.
Helgi var sérstakur strákur, sem
fór sínar eigin leiðir og hafði alltaf
eitthvað fyrir stafni. Það var alltaf
gaman að hitta hann annaðhvort í
hópi krakka sem hann var að gæta
eða unglinga sem hann fór með á
leiki eða í bíó. Mér fannst Helgi
einmitt núna síðustu misseri vera
búinn að finna sig og sinn tilgang
í lífínu þegar ég heyrði þessa frétt.
Ég vil votta fjölskyldu Helga alla
mína samúð. Minningin um góðan
dreng mun lifa.
Helgi Ásgeir.
Fleiri greinar um Helga Má
Jónsson bíða birtingar og
verða birtar í blaðinu næstu
daga.
RADAUGí YSINGAR
ISTAK
Óskum eftir að kaupa rafstöð 200-300 kva.
Upplýsingar gefur Sveinn Fjeldsted,
sími 686885.
Bessastaðasókn
Aðalsafnaðarfundur Bessastaðasóknar verð-
ur haldinn sunnudaginn 13. mars kl. 15.30
í hátíðarsal íþróttahúss Bessastaðahrepps
að lokinni guðsþjónustu í Bessastaðakirkju,
er hefst kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar á fundinum.
Sóknarnefnd.
Lögmenn
Almennur félagsfundur Lögmannafélags ís-
lands verður haldinn fimmtudaginn 10. mars
kl. 20.00 í stofu 101 í Lögbergi. Á fundinum
verður fjallað um eftirtalin efni:
1. Kynntar verða hugmyndir um stofnun
Mannréttindaskrifstofu annars vegar og
stofnun Mannréttindastofnunar Háskóla
íslands hins vegar og hugsanlega þátt-
töku L.M.F.Í. í starfi þeirra.
2. Frumvarp til iaga um breytingu á lögum
um málflytjendur, nr. 61/1942.
Fjallað verður um frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 61/1942, um mál-
flytjendur, sem nýlega hefur verið lagt
fram á Alþingi. Þá verða kynntar athuga-
semdir nefndar, sem stjórn félagsins skip-
aði sérstaklega til að fara yf ir frumvarpið.
3. Önnur mál.
Stjórn Lögmannafélags íslands.
Landsmót 1994
Veitingasala
Framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna
auglýsir hér með eftir tilboðum í veitingasölu
á landsmóti, sem haldið verður á Gaddstaða-
flötum við Hellu 28. júní til 3. júlí 1994.
Þeir, sem áhuga hafa, geta fengið send til-
boðsgögn með því að hringja í síma
98-75028 milli kl. 13 og 16 virka daga.
Framkvæmdanefnd LM '94.
IÐNSKÓUNN MÚRARAMEISTARAFéLAG MÚRARAFÉLAG
I REYKJAVlK REYKJAVlKUR REYKJAVlKUR
MÚRARASAMBAND ÍSLANDS
Námskeið
Múrarar, múrarameistarar, nemar
Eftirmenntunarnámskeið í steiningu verður
haldið í Reykjavík fimmtudaginn 24. og föstu-
daginn 25. mars nk. Námskeiðið er haldið á
vegum Múrarafélags Reykjavíkur, Múrarar-
meistarafélags Reykjavíkur, Múrarasam-
bands íslands og Iðnskólans í Reykjavík.
Námskeiðið er ætlað öllum múrurum,
múrarameisturum og nemum í múraraiðn
hvaðan sem er af landinu.
Upplýsingar og skráning fer fram hjá samtök-
um múrara í símum 813255 og 36890 og í
Iðnskólanum í Reykjavík í síma 26240 fyrir
18. mars nk.
Eftirmenntunarnefnd múrara.
auglýsingar
St. St. 5994031019 VII
I.O.O.F. 11 = 17403108A =
B.K.
I.O.O.F. 5 = 1743107 = Kk
Hvítasunnukirkjan
Völvufell
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Samvera fyrir eldri safnaðar-
meðlimi í dag kl. 15.00.
Vinsamlegast ath. breyttan dag.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
[ kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma. Lautinant Sven Fosse
talar. Föstudaginn 11. mars kl.
20.00 bænavaka.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Helgarferð 12.-13. mars
Kringum Hengil, skíðaganga
Brottför kl. 09.00 laugardag.
Gengið austan Hengils (milli
hrauns og hlíða) sem leið liggur
að Nesjavöllum. Gist þar.
Sunnudag gengið vestan Heng-
ils að Litlu-kaffistofunni. Morg-
unverður og kvöldverður innifal-
inn í verði. Upplýsingar og far-
miðasala á skrifstofu F.f.
Ferðafélag (slands.
\v—W
KFUM
V
V/s
Aðaldeild KFUM
Fundurinn í kvöld verður í Frið-
rikskapellu á Hlfðarenda
kl. 20.30. Nefnd á vegum stjórn-
ar KFUM og stjórnar Skógar-
manna sér um efni fundarins,
en það verður tengt Karlaflokkn-
um í Vatnaskógi.
Allir karlar velkomnir.
'Hallveigarstig 1 • simi 614330
UTIVIST
Myndakvöld fimmtud.
10. mars kl. 20.30.
Sýndar verða myndir úr Útivistar-
ferðum, Þingvallagöngunni,
Hekluferðum, frá Skaftafelli og
víðar. Sýningin hefst kl. 20.30 í
sal Skagfirðingafélagsins, Stakka-
hlíð 17 (Drangey).
Hlaðborð kaffinefndar innifalið í
aðgangseyri.
Helgarferð 11.-13. mars
Fimmvörðuháls - skíðaferð.
Uppl. og miðasala á skrifst.
Aðalfundur Útivistar
verður haldinn þriðjudaginn
15. mars nk. kl. 20.00 í salnum
á Hallveigarstíg 1.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Framvísa þarf félagsskírteinum
fyrir árið 1993 við innganginn.
Árshátíð Útivistar 1994
veröur haldin föstudagskvöldiö
18. mars í Hlégarði í Mos-
fellsbæ.
Miðaverð aðeins kr. 2.900.
Sjáumst!
Útivist.