Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C
57. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 _______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hermdarverk
á Heathrow
HRYÐJUVERKAMENN úr röð-
um Irska lýðveldishersins (IRA)
skutu í gær fimm sprengjukúlum
að flugbraut á Heathrow-flug-
velli í London. Talið er að þeim
hafi verið skotið úr sprengju-
vörpu í bifreið sem lagt hafði
verið fyrir utan flugvallarhótel.
Sprengjurnar sprungu ekki er
þær lentu á flugbrautinni nokkr-
um mínútum áður en Concorde-
þota átti að lenda þar. Miklar
tafír urðu á flugi meðan öryggis-
verðir leituðu að sprengjukúlum.
Þetta er í fyrsta skipti sem IRA-
menn láta til skarar skríða á
meginlandi Bretlands frá því að
ríkisstjórnir Bretlands og írlands
hófu viðræður um frið á Norður-
írlandi fyrir þremur mánuðum.
Reuter
Evrópskir stjórnmálamenn gagnrýna afstöðu Spánveija í ESB-aðildarviðræðum
Sjávarútvegurinn óánægð-
ur með tilboð stjómaiinnar
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKIR sjómenn hafa gagn-
rýnt Jan Henry T. Olsen, sjávar-
útvegsráðherra Noregs, harð-
lega fyrir að hafa gengið á bak
þeirra orða sinna, að ekki „ein-
um einasta" fiski yrði fórnað
vegna aðildarviðræðnanna við
Evrópusambandið. Einar
Hepsoe, formaður Norges Fisk-
arlag, heildarsamtaka norska
sjávarútvegsins, segir Norð-
menn vera í þann mund að gera
mjög slæman samning við sam-
bandið.
Norski sjávarútvegsráðherrann,
sem hefur í erlendum íjölmiðlum
verið kallaður „Fiskalausi 01sen“
(No-físh-Olsen), hefur gefið til
kynna að hann muni mæla með
aðildarsamningi við ESB, gangi
sambandið að síðasta tilboði Norð-
manna, áður en viðræðunum var
frestað á þriðjudag. Þá buðu Norð-
menn Spánveijum 2.000 tonna ár-
legan þorskveiðikvóta í norskri
landhelgi umfram þann kvóta sem
Spánverjar fengu vegna samnings-
ins um Evrópska efnahagssvæðið.
Að auki hafa Norðmenn boðið
Spánveijum þúsund tonna þorsk-
veiðikvóta Norðmanna á alþjóðlegu
hafsvæði fyrir utan Kanada.
Ástæða þess að upp úr viðræðun-
um slitnaði var að Spánveijar vildu
ekki fallast á þetta tilboð og fóru
fram á enn meiri veiðiheimildir og
voru þar studdir af Portúgölum. Á
það vildu Norðmenn ekki fallast og
var viðræðunum því frestað fram á
þriðjudag. Spánveijar hafa gagn-
rýnt norsku samningamennina fyrir
„valdahroka", „þijósku“ og „engan
samningsvilja". Norðmenn segjast
aftur á móti vera fórnarlömb innri
vandamála ESB. Spánveijar og
Bretar hafa einnig. lýst yfir and-
stöðu við fyrirhugaðar breytingar á
atkvæðareglum innan ráðherra-
ráðsins vegna fjölgunar aðildar-
ríkja.
Fjölmargir háttsettir evrópskir
stjórnmálamenn höfðu í gær sam-
band við norsku samningamennina
og hörmuðu að ekki hefði tekist að
ljúka samningunum. Samtímis
gagnrýndu þeir harðlega afstöðu
Spánvetja og Portúgala. Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, sagði
Spánveija og Breta bera fuila
ábyrgð á stöðunni í samningavið-
ræðunum. „Það er mér persónulega
og [þýsku] ríkisstjóminni óskiljan-
legt að aðildarríki Evrópusam-
bandsins skuli hafa rofið þá sam-
stöðu sem var að myndast í gær,“
sagði Kohl.
Sjá einnig frétt á bls. 26.
Útgerðarmenn togara hafa lagt
skipum sínum og 400 togarasjómenn
eru því án atvinnu. Þá skortir þegar
físk til vinnslu og er metið að stöðv-
un togaraflotans auki greiðslur at-
vinnuleysisbóta um 2,2 milljónir
króna á dag. Emil Nolsö, formaður
samtaka togaraútgerða, segir að
kvótakerfíð sé dauðadómur yfir út-
gerðinni, enda sé þeim aðeins ætlað-
ur um helmingur þess afla, sem þeir
hafi verið að taka undanfarin ár. Þá
hafa samtök sjómanna hótað að
leggja niður störf, verði hróflað við
tekjutryggingu þeirra.
Sjómenn segja að fískigengd við
Færeyjar sé nú meiri en um langt
árabil og algjör óþarfí sé að draga
enn úr leyfilegum afla. Hjalti í Ják-
upstovu, forstöðumaður Fiskirann-
sóknastofunnar í Færeyjum, vísar
þessum fullyrðingum á bug. Segir
Hubble
skilar
árangri
Lundúnum. The Daily Telegraph.
HUBBLE-sljörnusjónaukinn
bandaríski hefur skilað frábærum
árangri frá því viðgerð á honum
lauk fyrir þremur mánuðum. Nýj-
ustu myndirnar frá honum sýna
að risavaxin stjarna, Eta Carinae,
mun brátt springa. Myndimar
sýna sljömu sem er við það að
þenjast út. Hún mun að endingu
springa og verður þá annar bjart-
asti hluti næturhiminsins á eftir
tunglinu. Omögulegt er þó að
segja til um hvenær sú sprenging
verður.
Myndirnar úr Hubble eru þær
merkustu sem hann hefur tekið eftir
viðgerðina í lok síðasta árs. Eta Car-
inae er í 10.000 ljósára fjarlægð og
hefur hingað til aðeins verið sýnileg
sem dauft og ógreinilegt ljós. Nýju
myndirnar sýna ljóslega hvemig
hlutar stjörnunnar þeytast frá henni
á rúmlega þriggja milljón km hraða.
Hubble sendir frá sér um 1.000
milljón bæti af upplýsingum á dag
og er svo næmur að væri hann í
Washington, gæti hann náð skýrri
mynd af eldflugu í Tókýó. Á þeim
stutta tíma sem liðinn er frá viðgerð-
inni hefur ein merk uppgötvun verið
gerð í stjörnufræði fyrir tilstilli
myndanna úr Hubble, en hún er sú
að stjömuþokur renna iðulega saman
og mynda stærri stjörnuþokur. Ger-
ist þetta í mun ríkara mæli en áður
var talið. Þá benda myndir af 47
Tucane-þokunni til þess að hún sé
17 milljarða áragömul eða 4 milljörð-
um ára eldri en talið hefur verið að
alheimurinn sé.
að ekki sé meira um þorsk og ýsu
en áður og sjómenn verði að sætta
sig við að sjá sporð án þess að veiða
hann, verði stofnarnir ekki byggðir
upp, verði afar langt í það, að fisk-
veiðar við Færeyjar beri sig.
Marita Petersen segir, að því mið-
ur sé of lítið af físki við Færeyjar
miðað við fjölda skipa. Við þá stað-
reynd verði Færeyingar að sætta sig
og byggja upp stofnana og vona, að
þegar það hafi tekizt, verði flotinn
ekki of stór. „Við munum hlusta á
það, sem útgerðarmenn togara hafa
að segja, en við getum hvorki aukið
kvótann né breytt lögunum um
kvótakerfíð. Þeir eiga í miklum erfíð-
leikum og við munum reyna að koma
til móts við þá innan þeirra marka,
sem okkur eru möguleg."
Sjá einnig fréttir á bls. 27.
Reuter
Myrti sex í dómsal
SAKBORNINGUR í minniháttar sakamáli svipti sig og að minnsta
kosti sex aðra lífi í gær, er dómur hafði verið kveðinn upp yfir honum
í bænum Euskirchen skammt frá Köln. Sex eru alvarlega særðir.
Hafði maðurinn verið dæmdur til að greiða 80 marka sekt (3.300
kr.) fyrir að hafa ráðist að konu. Maðurinn hugðist áfrýja dóminum
en var neitað um það. Var haft eftir vitnum að hann hefði formælt
dómurunum, gengið út úr réttarsalnum að dómnum uppkveðnum og
snúið til baka skömmu síðar vopnaður byssu og skaut dómarann.
Augnabiiki síðar sprakk öflug sprengja, sem maðurinn hafði komið
með í svörtum bakpoka. Var sprengjan svo öflug að lík hans þeyttist
út um glugga dómsalarins. Á myndinni má sjá lögreglumenn kanna
líkið.
Færeyskir útgerðarmenn leggja skipum
Ekki kvótaaukning
vegna erfiðleika
Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„VIÐ verðum að sætta okkur við þá staðreynd, að það er of lítið af
fiski við Færeyjar miðað við fjölda skipa. Hámarksafli hefur verið
ákveðinn og lögin um sljórn fiskveiða hafa verið samþykkt í lögþing-
inu. Landsljórnin mun ekki breyta þessu. Kvótinn verður ekki aukinn
þrátt fyrir mikia erfiðleika í togaraútgerð,“ segir Marita Petersen,
lögmaður Færeyja, í samtali við Morgunblaðið.