Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Korta- viðskiptin námu 56 milljörðum í fyrra GREIÐSLUKORTAVIÐSKIPTI námu á síðasta ári alls 56 millj- örðum króna og jukust því um þrjá milljarða milli áranna 1992 og 1993 eða um 6%. Þar af námu kortaviðskiptin innanlands 48,5 milljörðum króna. Kortaviðskiptin jukust hins veg- ar mun meira millí áranna 1991 og 1992, um 5,6 milljarða eða um 12%. Þá hefur dregið talsvert úr kortafalsi með tilkomu rafræns búnaðar. Kortafals nam um fjórum milljónum kr. á síðasta ári og minnkaði um eina milljón frá fyrra ári, en talið er að tékkafölsun nemi árlega 30-40 milljónum króna á ári. ■ Kókó úr fitulítilli mjólk NÝR mjólkur- drykkur er nú kominn á mark- að frá Mjólk- ursamsölunni. Drykkurinn hlaut einfaldlega nafnið Kókó og í tilkynningu frá MS segir að um sé að ræða geymsluþolinn og bragðléttan kakódrykk, þar sem meginuppi- staðan sé fítulítil mjólk. Kippur í notkun á Þjónustusíma banka og sparisjóða KIPPUR kom í síaukna notkun þjónustusíma banka og sparisjóða eftir að gjaldtaka vegna reikningsyfirlita hófst í febrúar. Frá því í ágúst hafa að jafnaði 2.000 ný reikningsnúmer tengst símanum mánaðarlega. Hins vegar fjölgaði nýjum númerum um tæp 6.000 í febrúar. Innan skamms verður hægt að millifæra og greiða af lánum með aðstoð Þjónustusímans. Helgi H. Steingrímsson, formað- ur samstarfsnefndar Reiknisstofu bankanna, segir að í janúar hafi 74.473 tékkareikningar og 26.219 sparisjóðsreikningar eða samtals 100.692 reikningar verið tengdir Þjónustusímanum. Mánuði síðar hafi hins vegar 78.946 tékkareikn- ingar og 27.473 sparisjóðsreikning- ar eða 106.419 reikningar verið tengdir Þjónustusímanum. Hvað hringingar varðaði sagði hann að í janúar hefði verið hringt 173.105 sinnum vegna tékkareikn- inga og 13.855 vegna sparisjóðs- reikninga eða 186.960 sinnum sam- tals. Mánuði síðar hefðu hringingar vegna tékkareikninga hins vegar verið 197.785 og hringingar vegna sparisjóðsreikninga 21.011, eða samtals 218.796 hringingar. Tengdum tékkareikningum fjölgaði úr um 59.000 í febrúar árið 1993 i tæplega 79.000 í liðnum mánuði, eða um tæplega 20.000 á einu ári. Helgi sagði að ánægju vekti hversu notkun þjónustusímans hefði aukist mikið á skömmum tíma og benti á að um svipaða þróun væri að ræða og í nágrannalöndun- um. Viðskiptavinum bankanna væri beint að sjálfvirkri þjónustu og yrði hún sífellt fullkomnari. Nefndi hann í því sambandi að ekki liði á löngu þar til hægt yrði að millifæra fé frá einum reikningi reikningshafa á annan reikning í hans eigu og greiða lán með aðstoð þjónustusím- ans. Notkun Ef hringt er í Þjónustusíma af svæðisnúmeri 91 skal velja síma- númerið 624444 en annars græna númerið 996444 og telst hvort tveggja innanbæjarsímtal. Síðan er beðið eftir sambandi og valdir tíu stafir, bankanúmerið (fjórir stafir) og reikningsnúmerið (sex stafir). Að lokinni síðustu tölunni er valinn femingur, síðan slegið inn fjögurra stafa leyninúmar og femingur að nýju. Fást þá upplýsingar um rétta stöðu á tékkareikningnum og allt að 20 síðustu færslur. Hægt er að fá yfirlitið endurtekið með því að ýta á einn og ferninginn. Lesturinn er stöðvaður með því að ýta á ferninginn og breytt er um leyninúmer með því að ýta á tvo og ferninginn. Að því loknu er leyninúmerið slegið inn og ýtt á ferninginn að lokum. Upphaflegt leyninúmer fá viðskiptavinir í við- skiptabanka eða sparisjóði sínum. Aðeins er hægt að nýta sér þjón- ustusímann úr takkasíma. ■ Páskar Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Páskar. í þessum blaðauka verður fjallað um páskahátíðina og siði sem henni tengjast. Þar verður að finna uppskriftir að páskamat og tertum, heimatilbúnum páskaeggjum og páskaskrauti. Litið verður inn hjá fjölskyldu sem býður til páskamorgunverðar og forvitnast um páskasiði í útlöndum, svo fátt eitt sé nefnt. Þeim sem hafa áhuga á aö auglýsa í þessum blaðauka, er bent á aö tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. mars. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110. • kjarni málsins Kjöt má ekki geyma of lengi í frysti EFTIR tilboðstíð á kjöti er ekki að efa að víða hafi frystikistur verið stútfylltar af ýmis konar kjötvörum. Neytendur hafa séð sér hag í að birgja sig upp og eflaust hafa einhverjir haldið að geyma mætti kjötið nánast enda- laust í frosti. Því fer hins vegar ljarri og feng- ust þær upplýsingar hjá Steinunni Ingimundardóttur hjá Leiðbeingar- stöð heimilanna að kjöt þyldi minni geymslu eftir því sem það væri fitu- meira. Hún sagði að geyma mætti nautakjöt í frysti uppundir ár án þess að gæði þess rýmuðu. Hins vegar væri svína-, kálfa- og lamba- kjöt best innan 8 mánaða. Fugla- kjöt mætti geyma í 8 til 10 mánuði nema ef um feitan fugl væri að ræða. Hann þyldi ekki meira en 3 mánaða geymslu. Gæði rými Ekki er ráðlegt að geyma blóð- mör og lifrapylsu, lifur og lifrakæfu lengur en 6 til 8 mánuði og hráa kjötrétti ekki lengur en 3 mánuði. Magran fisk ætti ekki að geyma lengur í frysti en 4 til 6 mánuði og feitan ekki lengur en 2 til 4 mánuði. Þess skal getið að leiðbeiningarn- ar eiga aðeins við sé umrædd mat- vara í viðeigandi umbúðum og frost á bilinu 18 til 20 stig. Ef maturinn er geymdur lengur en ráðlegt er rýrna gæði, t.d. getur fita þránað. Hins vegar er ekki hætta á matar- eitrun svo lengi sem frost. helst. Metrinn af Lotuspappír kostar 1,50 kr. en ekki 2 krónur ÞAU LEIÐU mistök áttu sér stað við frágang á upplýsingum úr skyndikönnun Daglegs lífs í síð- ustu viku, að blaðafjöldi á salern- nmm KAFFIHLAÐBORÐ Alhliðu véUluþjónustu Frí heimsendingnrþjónmtu Smurbrauðstofa Stínu VEISLWÞJÖ N USTA Sími: 68 44 11 isrúliu eins framleiðanda misrit- aðist. Skráð voru 148 blöð á hverri rúilu af Lotus-pappír, en hið rétta er að þau voru 198 talsins. Aðrir útreikningar voru miðaðir við skráðar upplýsingar um fjölda blaða og lengd hvers blaðs og því skekkt- ust heildarniðurstöður í könnuninni. Hver metri af Lotus-pappír kostar 1,50 krónur en ekki 2 krónur eins og gefið var upp. Niðurstöður könnunarinnar eru: metri Fiz, endurunninn: 0,90 kr. Blá Tern: 1 kr. Hagkaups-pappír: 1 kr. Dixcel Family value: 1,42 kr. Lotus-pappír: 1,50 kr. Lotus-Petite Fleur: 1,57 kr. Dixcel-bieikur: 1,75 kr. Excel námskeið ■ Tölvu- og verkfræöiþjónustan líáifölvijskóli hjalldórs Kristjanssonar GrensásÆgi 16 • © 68 80 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.