Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994
Ráðinn aðstoðar-
bankastj. Seðlabanka
INGIMUNDUR Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri
við Seðlabanka Islands.
Bandalag- háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna
Ríkisendurskoðun
kanni innheimtu LIN
BANDALAG háskólamenntaðara ríkisstarfsmanna hefur farið þess á
leit við Ríkisendurskoðun að hún athugi framkvæmd innheimtu hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna, en í erindi BHMR segir að samtökin
telji að verulega skorti á að LIN fari að lögum í starfsemi sinni.
Ingimundur er fæddur á Akureyri
árið 1950 og Iauk MA-prófi í hag-
fræði frá Virginíuháskóla í Banda-
ríkjunum árið 1975. Hann starfaði
sem sumarmaður í hagfræðideild
Seðlabankans árin 1973 og 1974 og
síða'n sem hagfræðingur frá ársbytj-
un 1975 til 1982. Árin 1982 og 1984
var hann aðstoðarmaður fastafull-
trúa Norðurlandanna í sjóðsstjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washing-
ton. Árin 1984 til 1991 starfaði hann
í Alþjóðadeild Seðlabankans frá 1986
sem forstöðumaður deildarinnar.
Snemma árs 1991 varð Ingimundur
varafastafulltrúi Norðurlandanna í
sjóðsstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og fastafulltrúi Norðurlandanna frá
1. nóvember það ár til 15. október
sl. Þegar Eistland, Lettland og Lithá-
en fengu aðild að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum á árinu 1992 varð Ingi-
mundur jafnframt fastafulltrúi þeirra
í sjóðsstjórninni. Hinn 1. nóvember
sneri hann aftur til starfa í Seðla-
bankanum og þá sem ráðunautur
bankastjórnar.
Ingimundur tekur við stöðu að-
stoðarbankastjóra hinn 1. júní nk.
er Björn Tryggvason lætur af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Ingimundur Friðriksson
Páll Halldórsson, formaður
BHMR, segir að uppi séu verulegar
.efasemdir um að rétt sé staðið að
innheimtu hjá lánþegum og þar að
auki hafi gengið erfiðlega að fá upp-
lýsingar hjá sjóðnum um eftir hvaða
reglum er farið. Á tímabili hafa þær
reglur gilt að ef hjón voru í námi
og tóku bæði lán þurfti aðeins að
greiða af öðru láninu, en nú séu
dæmi um að ekki hafi verið farið
eftir þessum reglum. BHMR hafi
borist ábendingar um að innheimtu
kunni að vera áfátt í öðrum efnum.
Páll sagði að reglur um útlán LÍN
hefðu sífelld verið að breytast og það
auðveldaði ekki fólki að fylgjast með
að innheimt væri samkvæmt ákvæð-
um skuldabréfa. Þar að auki kæmi
ekki fram á innheimtuseðlum hvern-
ig sú upphæð væri fengin sem þar
væri krafist greiðslu á, en flestir
greiddu umyrðalaust ef þeir hefðu
getu tii þess.
íþrótta- og tómstundaráð
Aukafé til
námskeiða
atvinnu-
lausra
ungmenna
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt, að tillögu atvinnu-
málanefndar, að leggja
þrjár milljónir króna til
greiðslu kostnaðar af sér-
stökum námskeiðum fyrir
atvinnulaus ungmenni, sem
haldin verða á næstunni á
vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs.
í erindi ÍTR til atvinnumála-
nefndar kemur fram að 900 ung-
menni á aldrinum 17-25 hefðu ver-
ið skráð atvinnulaus hjá Ráðningar-
skrifstofu Reykjavíkurborgar 8.
febrúar sl. Þá segir að ÍTR hafi
staðið fyrir sérstökum námskeiðum
fyrir atvinnulausa unglinga í Hinu
húsinu og hafi þátttaka í þeim ver-
ið góð. í erindinu segir, að af feng-
inni reynslu af fyrri námskeiðum,
sem styrkt voru af atvinnumála-
nefnd Reykjavíkurborgar, og því
atvinnuástandi sem ríki meðal ung-
menna, sæki ÍTR um stuðning til
nefndarinnar til áframhaldandi
námskeiðshalds.
Fyrirhugað er að bjóða upp á
námskeið í tölvufræðum, skyndi-
hjálp, myndlist, vídeóvinnslu, ís-
lensku, útivist, íþróttum, framsögn
og tjáningu, ljósmyndun, útvarps-
þáttagerð, bókfærslu, stærðfræði
og starfi með börnum og ungling-
um.
í erindi ÍTR til atvinnumála-
nefndar segir að þátttakendur
greiði ekki þátttökugjald en ITR
greiði leiðbeinendum og standi und-
ir öðrum kostnaði auk þess að hafa
yfirumsjón með námskeiðunum.
Dönsk þyrla
í sjúkraflug
til Isafjarðar
ÞYRLA frá danska eftirlitsskipinu
Triton koni inn til ísafjarðar um
klukkan sjö í gærkvöldi með veikan
skipverja af grænlenskum togara.
Maðurinn hafði veikst þar sem tog-
ari hans var við veiðar á Dohrn-
banka. Eftirlitsskipið var skammt
undan, sigldi á staðinn og sendi síðan
þyrlu með manninn í land á sjúkrahús-
ið á ísafirði. Hann var með lömuna-
reinkenni á annarri hendi en var með
meðvitund og talandi að sögn Land-
helgisgæslúnrtarji'*-feg voru veikindi
hans ekki talin hættulegs eðlis.
20% verðlækkun
!► á plus innréttingum
Yfirskápar
D: 28 H: 70
m/2 nillum
Neðri skápur
D: 60, H: 87
2.900 - ° rAA
br.408m.
ÁSKORUN
;.-4'
. Qnn 6.400,-
4.900,- br.60am.
br.öUsm. nv'lsk.
6.500,-
br.80sm
rrv/l h.
4.900,- _______
br.40sm. br.40em. IO.uwí- 3ir-
m/2 h. xn/5 sk. hár skápUT
möbelfakta
'ii """A
■MM1—
-------*■
[jlKEJtJ
KRINGUINNl 7SlMI 91-686650
ái#s-i■!
- innréttingar
áefnisverði
Berid saman verö
á okkar innréttingum og verð á tilskornu
efni í samskonar innréttingu hjá
V- efnissölum.