Morgunblaðið - 10.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 10.03.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Frumvarp þingmanna Kvennalistans Viðskiptalegir og póli- tískir þættir útlána verði rannsakaðir BANKAR, sparísjóðir og fjárfestingarlánasjóðir atvinnuvega hafa lagt um 40 milljarða kr. á afskriftareikninga til að mæta töpuðum útlánum á seinustu fimm árum. Þetta kom fram við umræður á Alþingi á þríðjudag um frumvarp þingmanna Kvennalistans um að skipuð verði nefnd til að rannsaka útlánatöp banka, sparísjóða og fjárfestingarlánasjóða atvinnuvega og Byggðastofnunar á undan- gengnum árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi og rakti ýmis dæmi um gagnrýni ráð- herra og þingmanna á ógætileg útlán banka og sjóða en sagði að þrátt fyrir það hefði enginn í raun axlað ábyrgðina og ekkert hefði verið gert til að komast til botns í því hjá hverjum hún lægi. Ingibjörg Sólrún sagði að nefnd- in ætti að kanna bæði viðskipta- lega og pólitíska þætti málsins, þ. á m. hvort um óeðlilega við- skiptahætti hafí verið að ræða. Yrði nefndinni falið að ákveða hversu langt árabil hún tæki til skoðunar og skilaði hún skýrslu sinni til viðskiptaráðherra. Kanna pólitískan þrýsting og hagsmunatengsl Hún sagði einnig að bankaráðin Fiskvinnsla á Flateyri Skortur á vinnuafli Flateyri. A MEÐAN Hríseyingar sækja til Færeyja eftir vinnuafli hefur Fiskvinnslan Kambur hf. á Flat- eyri leitað til Akureyrar eftir starfsmönnum. Mikil vinna hefur verið á Flateyri frá áramótum og hefur varla fallið úr dagur í starfsemi frystihússins á staðn- um. Á þessari vertíð hafa tveir stórir línubátar og nokkrir smærri lagt upp afla hjá Kambi og hefur línu- fískirí verið mjög gott. Kambur er aðalvinnuveitandi á staðnum síðan Hjálmur hf. hætti starfsemi og eru u.þ.b. sextíu starfsmenn í vinnu þar núna. Eru nær allir þeirra heimilis- fastir á Flateyri og er það mikil breyting frá því sem áður var, þeg- ar sækja þurfti stóran hluta vinnu- afls erlendis frá. Þrátt fyrir þann fjölda starfs- manna sem Kambur hefur á sínum snærum hefur þurft að bæta við fólki, þar sem steinbítsvertíð er í uppsiglingu og handtökin við stein- bítinn eru fleiri en í hefðbundinni þorskvinnslu. Var leitað til Vinnu- miðlunarinnar á Akureyri og aug- lýst eftir fólki til starfa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tókst þeg- ar að ráða það fólk til vinnu sem á þurfti að halda. Aðbúnaður far- andverkamanna er með ágætum á Flateyri og er boðið upp á ódýrt húsnæði í verbúðum, með aðstöðu til eldamennsku og setustofu. Steinþór hlytu að koma til sérstakrar skoð- unar og er lagt til í frumvarpinu að nefndin kanni sérstaklega hvort stjómvöld eða aðrir aðilar hafí í einhveijum tilvikum beitt óeðlileg- um pólitískum þrýstingi eða hags- munatengslum til að greiða fyrir lánveitingum. Ingibjörg Sólrún sagði að kostn- aður vegna tapaðra útlána hefði verið greiddur með beinum fjár- framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna og benti í því sam- bandi á ákvörðun Alþingis sl. vor um að veita Landsbankanum allt að 4,25 milljarða kr. stuðning til að tryggja eiginfjárstöðu bankans. Sagði hún mikilvægt að nefnda- skipunin ætti sér stoð í Iögum og sagði að ákveðið hefði verið að fara sömu leið og farin hefði verið í Hafskipsmálinu svokallaða þegar samþykkt voru lög á Alþingi um skipun nefndar til að kanna við- skipti útvegsbanka íslands og Haf- skips. Sagði Ingibjörg Sólrún að ýmislegt benti til að forráðamenn innlánsstofnana og fjárfestingar- lánasjóða hefðu ekki sýnt þá aðgát í meðferð sem þeim bæri og sem almenningur, eigandi fjármun- anna, ætti kröfu á. Hefur frum- varpinu verið vísað til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. ^ Morgunblaðið/Júlíus Arekstur á árekstur ofan Frá slysstaðnum á Vesturlandsvegi við Leirvogsá í gær, þar sem fernt slasaðist í árekstrum. Femt er slasað eftir árekstra í hríðarkófi FERNT slasaðist í árekstri sem varð á Vesturlandsvegi við Leir- vogsá í hríðarkófi skömmu eftir hádegi í gær. Um tvo árekstra var að ræða; sá seinni varð eftir að bill nam staðar til að huga að þeim sem slasast höfðu í hinum fyrri. Aðdragandi fyrri árekstrarins var sá að kona sem var á ferð ásamt tveimur bömum hægði á bíl sínum þar sem hún sá vart handa sinna skil fyrir snjókófí en ökumanni jeppa sem var ekið á eftir bíl konunnar tókst ekki að stöðva í tæka tíð og ók aftan á Ford Escort bíl konunnar, með þeim afleiðingum að hún og böm- in meiddust. Ökumaður jeppans nam hins vegar ekki staðar en hélt för sinni áfram upp á Akra- nes þar sem hann gaf sig síðan fram við lögreglu. Þar sem bíll konunnar stóð skemmdur í vegarkantinum kom að maður á Lada sport jeppa og nam staðar til að liðsinna konunni og bömunum. Þá kom að flutn- ingabíll sem ók á jeppann og kast- aði honum á bíl konunnar og bam- anna með þeim afleiðingum að þau hlutu frekari meiðsli og öku- maður jeppans slasaðist einnig. Að sögn lögreglu átti það þátt í því að sendibíllinn hafnaði á jepp- anum að ökumaður hans hafði ekki svigrúm til að beygja fram- hjá jeppanum vegna bíls sem var ekið fram úr sendibílnum í þann mund sem hann kom að árekstrar- staðnum. Konan, börn hennar og öku- maður jeppans voru flutt á slysa- deild. Meiðsli ökumanns jeppans vom talin mest en hann hlaut m.a. áverka á höfði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru meiðsli konunnar og bamanna hins vegar ekki talin hættuleg. Talsmenn olíufélaganna þriggja um sölu Hagkaups á olíuvörum Salan í fullu samræmi við eðli friálsrar samkeppni KRISTINN Björnsson forstjóri Skeljungs segist ekkert hafa við sölu Hagkaups á olíuvörum að athuga þar sem fyrirtækinu sé eins og öll- um öðrum frjálst að selja það sem það telji sig geta selt. Kristinn segir sennilegt að ef um þann verðmun á olíuvðrunum sé að ræða sem Hagkaup hefur haldið fram, eða 30-40%, þá geti það m.a. stafað af ýmsum föstum kostnaði sem olíufélögin verði að taka inn í verðlagn- ingu sína. Geir Magnússon forstjóri Esso segist ekki sjá neitt óeðlilegt við að matvörukaupmenn fari inn á markað olíufélaganna, en hann dregur í efa að raunverulegur verðmunur á olíuvörunum sé svo mik- ill sem verðið hjá Hagkaup gefi til kynna. Einar Benediktsson for- stjóri Olís segir olíusölu Hagkaups vera í fullu samræmi við eðli fijálsrar samkeppni á markaðnum. í dag Átök i Lögmannafélaginu Stjórn Lögmannafélagsins hótar að segja af sér nái Eiríkur Tómas- son formannskjöri 4 Norðurlandaráðsþing Umræður um THORP-kjarnorku- endurvinnsluverið settu svip sinn á þingið í gær og fyrradag 18 Hamforin frumsýnd_____________ Freyvangsleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit eftir sr. Hannes Órn Blandon annað kvöld 20 Leiöari EFTA-ríki semja um ESB-aðild 28 viiri i« »fhh uj »i OC Í.AW Avi’lVlt'X «róklfJÁK MC Hil.l* —«H- Viðskipti/Atvinnulíf A dagskrá ^ Kynlíf leikbrúða í Bandaríkj- unum - Leikarar Á fertugsaldri - Dýrkun aðdáenda á frægu fólki - Vinsælasti svarti leikarinn - Kvikmyndir vikunnar ► Bílauppboðsmarkaður stofn- aður - Minni hagnaður Visa vegna debertkorta - íslenskur iðnrek- andi í Úkraínu - Einar og Guð- finna í Virku - Ríkissjóður vestra. „Þeir eru að flytja inn eina tegund af smurolíu og bjóða hana án nokk- urrar þjónustu né nokkurrar þekk- ingar á vörunni. Mér þykir sennilegt að þessi verðmunur, ef hann er þá raunverulegur, sé fólginn í því. Olíu- félögin eru að halda uppi hundruðum sölustaða um land allt sem yfirleitt eru opnir frá 7.30 og til 23.30, sum- ir hveijir með tilheyrandi föstum kostnaði, sem hlýtur að hafa sitt að segja í verðlagningunni," sagði Kristinn Bjömsson. Selt án álagningar? Geir Magnússon sagðist ekki hafa kannað í hveiju það væri fólgið að Hagkaup byði olíuvörurnar á 30-40% lægra verði en tíðkaðist hjá olíufélögunum, og sagði þá spurn- ingu vakna hvort Hagkaup væri að selja vörumar án álagningar eða jafnvel borga með þeim í þeim til- gangi að fá auglýsingu. „Eg fullyrði að sú olía sem við eram að flytja til landsins er á besta fáanlega verði, en hvort þeir finna svona pakkavörar úti í heimi og selja án álagningar eða jafnvel við öfuga framlegð í auglýsingaskyni, þá þekkist það. Ég get hins vegar ekk- ert um þetta fullyrt þar sem þetta era hlutir sem við eigum eftir að skoða," sagði Geir. Einar Benediktsson forstjóri Olís sagði að í sjálfu sér væri ekkert sérstakt um smurolíusölu Hagkaups að segja, og þar væri einungis um eðli fijálsrar samkeppni að ræ Hvað verðmuninn varðar sagc hann ekki vita hvort um samba lega vöru væri að ræða og Olís se og þess utan þá þekkti hann e með hvaða hætti verðmyndun H; kaups væri eða hvaða þjónusta v; innifalin í verðinu. „í okkar tilfelli er innifalin dr< ing á landsvísu og allskyns tækni ráðgjöf. Þá hefur það verið hl skipti olíufélaganna að taka á ir allri úrgangsolíu og kosta til þ töluverðum peningum, og mér ekki kunnugt um hvort Hagkí ætli að vera með innifalið í si verðlagningu móttöku á úrgangs íu. Það liggur svo auðvitað í hlut ins eðli að það að flytja inn takma að magn og dreifa því í þremur ve: unum í Reykjavík er auðvitað e sambærilegt við að flytja inn dreifa á landsvísu með allri þe þjónustu og tækniráðgjöf sem fylgir," sagði hann. Ekki ódýrast hjá Hagkaup Umboðsaðili Pennzoil-olíuvars Islandi hefur sent frá sér yfirlýsii í kjölfar frétta um að Hagkaup s olíu frá Pennzoil á 30-40% læ verði en olíufélögin, og bendir h; a að su staðhæfing sé ekki r Umboðsaðili Pennzoil sem boðið I 3Í?~4.?.%. ódýrari smurþjónustu olíufelogin selji einn lítra af olíu á 146 kr. en Hagkaup selji h vegar 0,946 lftra á 147 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.