Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 39 Hugrún litla systir hans Leifs sagði: „Hún var svo góð og skemmtileg." Jóhanna og Leifur voru að fara að flytja norður á Blönduós í vor þar sem foreldrar Leifs búa. Jóhanna bæði hlakkaði til og kveið fyrir, en samt vildi hún fara. En því miður varð ekkert úr þessum áformum því hún veiktist 22. febrúar og var horfín úr þessu lífi 3. mars. Við sem eftir stöndum skiljum ekki af hvetju Jóhanna er tekin frá litlu Guðrúnu Ósk og Leifi, því lífið brosti við þeim. Megi hin bjarta minning sem við eigum um Jóhönnu milda sorg Leifs, Guðrúnar Óskar og ann- arra aðstandenda. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) Björk Bjarnadóttir og Guðmundur E. Hauksson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ekki hefði ég getað trúað því að ég ætti eftir að kveðja elskulega vin- konu mína hana Jóhönnu svo fljótt. Þegar Leifur unnusti Jóhönnu hringdi og tilkynnti mér skyndilegt andlát hennar setti mig hljóða. Þessu var ekki hægt að trúa. Eftir að ísköld staðreyndin blasti við byrjuðu tárin að streyma niður vanga mér. Hvemig getur lífíð verið svona miskunnar- laust? var það fyrsta sem kom upp í huga minn. Hvað gat það verið sem hún var kölluð til sem var mikilvæg- ara en það líf sem hún var rétt að byija að byggja upp hér í þessum heimi? Jóhanna kynntist Leifí unnusta sín- um fyrir nokkrum árum og áttu þau mjög vel samna. Fyrir rúmu ári fjár- festu þau í lítilli, sætri íbúð hér í Reykjavík og hófu þar sinn búskap. Ekki löngu síðar tilkynnti Jóhanna mér þau gleðitíðindi að hún og Leifur ættu von á bami. Hinn 29. desember sl. fæddist þeim svo yndisleg jólastúlka, sannkallaður jólaengill er gefið var nafnið Guðrún Ósk. Og það var yndislegt að koma í heimsókn til þessarar hamingju- sömu fjölskyldu skömmu eftir ára- mótin og hlusta á þau segja frá komu Guðrúnar litlu í heiminn. Lífið virtist blasa við þessari litlu fjölskyldu sem rétt var að stíga sín fyrstu skref. En allt, allt of fljótt, nánast áður en mað- ur náði að draga andann, dró ský fyrir sólu. Skyndilega var þessi gamla vinkona mín kvödd til að sinna öðm verkefni í heimi sem er ofar okkar veika, mannlega skilningi, eftir sitja ástvinir hennar og syrgja sárt. Mig langar hér með þessum fátæk- legu orðum mínum að minnast hennar Jóhönnu minnar. , Haustið 1985 fluttist Jóhanna til Hveragerðis frá Reykjavík ásamt fjöl- skyldu sinni. Eftir að skóli byijaði um haustið tókst fljótlega með okkur vin- skapur. Ég var í raun svo heppin að eiga fyórar yndislegar vinkonur á ungl- ingsárum mínum og var Jóhanna ein af þeim, auk Kristínar, Helgu Maríu og Guðnýjar. Vorum við stelpurnar fímm saman nánast öllum stundum og í gagnfræðaskóla festist nafnið „græna gengið" við okkur, líklega vegna þess að við höfðum eitt sinn fengið að bregða okkur í höfuðborgina og keyptum okkur allar grænar peys- ur — og auðvitað mættum við allar í nýju peysunum í skólann daginn eftir. Oftar en ekki, ef eitthvað stóð til, vorum við samankomnar með allt okkar stelpudót í herberginu hennar Jóhönnu og hún tók til við að greiða okkur og mála. Það hefur því líklega ekki komið neinni okkar á óvart þegar Jóhanna ákvað seinna meir að leggja snyrtifræðina fyrir sig. Eftir að við kláruðum gagnfræða- skólann í Hveragerði, tvístraðist „græna gengið“ svolítið, þar sem tvær ákváðu að fara í skóla á Laugarvatn og ein til Reykjavíkur. En við Jóhanna ákváðum að halda okkur á heimaslóð- um og sækja Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. Eins og við var að búast fannst okkur hálf tómlegt fyrst um sinn án hinna stelpnanna, en sam- hliða styrktist vinskapurinn á milli mín og Jóhönnu og á ég margar góð- ar minningar tengdar henni frá þess- um tíma. Haustið 1988 fluttist fjölskylda Jó- hönnu aftur til Reykjavíkur. En það stöðvaði ekki vinskap okkar og lengi vel vorum við duglegar að heimsækja hvor aðra. En þó að við hefðum vaxið svolítið hvor frá annarri hin allra síð- ustu ár og sambandið á milli okkar verið slitrótt þá var hún_ í huga mér alltaf góð vinkona mín. Ég mun vera ævinlega þakklát fýrir okkar góða vinskap og mun minning hennar aldr- ei verða máð úr huga mér. Elsku hjartans Leifur, Guðrún Ósk, Lalla, Einar, Hildur, litli Leifur og aðrir ástvinir. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Guðrún Ásgeirsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Okkur langar til að minnast Jó- hönnu vinkonu okkar með örfáum orðum, en hún lést á Kvennadeild Landspítalans 3. mars sl. Er við fréttum andlát hennar rifj- uðust upp góðar en þó allt of fáar samverustundir með henni, m.a. sum- arbústaðaferð sem farin var S Skál- holt veturinn 1991. Hver hefði trúað því að það væri í síðasta sinn sem við hittumst er við komum í heimsókn í lok febrúar síð- astliðins. Þegar við vorum að ræða áform okkar um sumarið sagðist hún stefna að því að ljúka námi nú í vor í snyrtifræði og hugðust þau flytja norður með hækkandi sól. Minningin um hana er svo sterk, þar sem hún situr í sófanum með nýfædda dóttur sína, Guðrúnu Ósk, í fanginu, aðeins tveggja mánaða gamla. Það er erfítt að trúa því að við eigum ekki eftir að hittast aftur og eiga notalega kvöldstund með henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Leifur, Guðrún Ósk, foreldr- ar, systkini og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Minningin um góða og indæla vin- konu mun lifa áfram í hjarta okkar. Hrönn Ósk og Árbjörg. Ég vil hér minnast Jóhönnu vin- konu minnar. En margar góðar minningar á ég sem ég mun ætíð geyma í huga mér. Sú minning sem mun vera ofar í huga mér er þegar ég heimsótti Jó- hönnu upp á spítala tveimur dögum fyrir andlát hennar. Hún leit svo vel út, það var svo gaman að sitja hjá henni og hlusta á hana segja frá því hvað væri á döfínni hjá henni. Jó- hönnu og Leifí hafði hlotnast sú ánægja að eignast yndislega dóttur fyrir tveimur mánuðum síðan. Litla dóttirin var skírð Guðrún Ósk í höf- uðið á langömmu Jóhönnu. Það gekk allt svo vel hjá þeim Jóhönnu, Leifi og Guðrúnu Ösk. Þau ætluðu að flytja til Blönduósar með sumrinu, hann í maí því að þá átti hann að byija að vinna, en hún og Guðrún Ósk I júní því að Jóhanna átti einungis nokkrar vikur eftir í sveinsprófíð í snyrtifræði, sem hún ætlaði að ljúka áður en hún færi norður. Leifur og foreldrar hans voru byij- uð að undirbúa komu þeirra norður. Jóhanna, Leifur og Guðrún Ósk ætl- uð að búa í kjallaranum hjá ömmu Leifs og það þurfti að dytta aðeins að íbúðinni áður en fjölskyldan flytti inn. Jóhanna var búin að sauma gardínur fyrir gluggana og þau voru að velja málningu á íbúðina. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þetta fái ekki að rætast þar sem Jóhanna var hrifín á brott úr þessum heimi. Elsku Jóhanna mín, ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig fyrir vinkonu þessi fáu ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Leifur, Guðrún Ósk, Lalla, Einar, Hildur, Leifur Örn og aðrir ástvinir, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Kristín G. Guðfinnsdóttir. Er sú harmafregn barst mér að Jóhanna væri dáin, varð ég rugluð og dofin, ég trúði því ekki, hún átti að fara að mæta í vinnu til að geta tekið sveinspróf í júní. Hún var í bamsburðarleyfi. Minningarnar fara að streyma fram: Þegar við sátum og hún sagði mér frá ferðalögum sínum erlendis, til Frakklands og Þýskalands, hún sagði skemmtilega frá, það voru ekki svo fá hlátursköstin. Jóhanna var góð við viðskiptavini sína og gaf mikið af sér og var hörku dugleg í vinnu. Ég á guði mikið að þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Það er sorglegt að litla stúlkan þeirra Leifs fær ekki að kynnast henni í lifandi lífí. Elsku Leifur, Guðrún Ósk litla og foreldrar og systkini, guð gefí ykkur styrk til að ganga í gegn um sorg ykkar og söknuð. Ég man þig óljóst, móðir góð, ég missti þig svo ungur, í litlum bæ mig fæddi fljóð fjalls við háar bungur. Þótt fenni í spor og fdlni líf og feiknljóð tíminn skrifí, móðirin er mannsins hlíf. Minning hennar lifí. (Valgeir Helgason) Kveðja frá Sigríði Guðjóns. Þegar ég geng til grafar get ég sagt eins og hveijir aðrir að nú hafí ég lokið dags- verki minu. En hitt get ég ekki sagt að ég hafí lokið lífí mínu. Starfsdagur minn hefst aftur næsta morgun. Gröfin er ekki heilis- byrgi heldur opið hlið. í ljósaskiptunum um kvöldið er hliðinu læst, en opnað aftur í dögun. (V.Hugo.) Elsku Jóhanna. Þegar þú komst í bekkinn okkar í gaggó í Hveragerði vorum við krakkarnir sem höfðum langflest verið saman í bekk frá þvi við vorum pínulítil. Það var sennilega ekki fyrir hvern sem er að komast inn í þann lokaða hóp. Það er varla að við mun- um eftir þeim dögum sem þú varst „nýja stelpan“. Þitt opinskáa viðmót og þín ljúfa lund olli því að þú varðst strax ein af hópnum. Það sem er þó minnisstæðast er að þú virtist gjörsamlega ónæm fyr- ir þeim sjúkdómi sem ærði okur hin meira eða minna, en það var ungl- ingaveikin. Á einhvem hátt virtist þú alltaf skrefí á undan hvaða and- legan og tilfínningalegan þroska varðaði. Á meðan við hin tókum okk- ur úr hófí fram alvarlega, hafðir þú þroskað þann hæfileika að geta allt- af hlegið að því sem miður fór hjá þér. Þú varst skemmtilega striðin. Þú gast sannfært fólk um ótrúlegustu hluti. í 9. bekkjar ferðalaginu okkar taldir þú t.d. hundruðum Akur- eyrarbúa trú um að þú værir svert- ingi í aðra ættina,. komin af mann- ætuhöfðingjum í myrkviðum Afríku. Þetta var meinleysislegt grín eins og alltaf þegar þú varst annars vegar. Minningin um þig er minning um ljúfa stúlku. Stúlku með bjart bros og smitandi hlátur. Það er ekki auðvelt að horfa á eftir jafnöldru sinni, nýbakaðri móð- ur, yfír í annan heim. Þú ert ennþá skrefí á undan okkur hinum. Elsku Jóhanna okkar, sæl að sinni. Megi almættið blessa og styrkja fjölskyldu og vini Jóhönnu. Þín bekkjarsystkin í gaggó t Hveragerði. Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast Jóhönnu skólasystur okkar. Haustið 1991 kynntumst við Jóhönnu fyrst þegar við hófum allar nám í snyrtifræði við FB. Ávallt var gott að umgangast Jó- hönnu. Hún bjó yfir mikilli ró og jafn- aðargeði, og það sem einkenndi henn- ar persónuleika þó öðru fremur var hversu auðvelt hún átti með að um- gangast alla og aldrei gerði hún mannamun. Ýmislegt brölluðum við skólasyst- urnar saman þótt þær stundir hefðu mátt vera fleiri. Þótt skólanum væri lokið héldum við áfram að hittast og halda kunningsskap. í nóvember sl. hittumst við og áttum virkilega góða stund saman ásamt mökum okkar. Þar var Jóhanna með unnusta sínum Leifi og langt komin á meðgöngu að( þeirra fýrsta bami. Framtíðin virtist brosa við þeim, skólagöngu þeirra beggja að ljúka og þau voru búin að ráðgera að flytjast til Blönduóss með vorinu. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er. Það er erfítt að sætta sig við og trúa því að Jóhanna sé ekki lengur á meðal okkar. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar og erfitt að trúa því að næst þegar við hittumst verði Jó- hanna ekki með okkur. Kæra Jóhanna, við skólasystur þín- ar viljum þakka þér allar góðar stund- ir sem við áttum með þér. Við söknum þín en minning þín lifír í hugum okk- ar. Við vottum aðstandendum Jó- hönnu okkar dýpstu samúð. Leifur, Guðrún Ósk, foreldar og systkini, megi Guð styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. F.h. skólasystranna í snyrtifræði, Ingunn Karen Sigurðardóttir, Ólöf Kristjánsdóttir. ur minn hefði látist þá um nóttina á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Andl- átsfregnin kom mér í opna skjöldu því Jón var á besta aldri, heilsu- hraustur og í blóma lífsins. Upphafíð að kynningu og vináttu okkar Jóns má rekja til ársins 1985 þegar ég hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins en Jón var þá yfirstýrimaður hjá útgerðinni og um það bil að taka við fastri stöðu skipstjóra á Ms. Esju. Þegar Jón var orðinn skipstjóri sigldi ég með honum sem stýrimaður um tíma áður en ég fór yfir á Ms. Heklu. Leiðir okkar sem vinnufélaga skildu þegar Skipaútgerð ríkisins var lögð niður og Jóni bauðst að starfa áfram sem skipstjóri á Ms. Kistufelli (ex Esja) hjá Samskipum hf. sem þá höfðu fengið skipið frá ríkissjóði. Síð- ar þegar Samskip hf. tóku Ms. Mæli- fell á leigu var Jón fastráðinn skip- stjóri og gegndi þeirri stöðu þar til hann lést. Jón var traustur og góður skip- stjóri og mjög farsæll í starfí. Hann var rólyndur að eðlisfari, léttur í Iund og líkaði öllum vel undir hans stjórn. Hann var ætíð í nánum tengslum við áhöfn og útgerð og lét sér annt um velferð sinna manna og þess fyrir- tækis sem hann starfaði fyrir á hveij- um tíma. Hann var tilbúinn að rétta mönnum hjálparhönd hvenær sem var enda var til hans leitað með hin margvíslegustu málefni. Jón hafði trúmennsku að leiðarljósi í starfi og reyndi ætíð að gera hveiju verkefni sem best skil hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikið snyrtimenni og báru skip hans þess fagurt vitni innanborðs sem utan enda lagði hann áherslu á að allt væri í sem bestu lagi um borð. Síð- ustu árin sigldi Jón á Austfjarðahafn- ir með skip sitt og áhöfn og eru þær siglingar sífellt kappnlaup við tímann þ'ví mikill útflutningur er á ísfíski frá Austfjörðum og má þá litlu muna að milljónatjón verði ef fískurinn kemst ekki á réttum tíma í Evrópuskip í Vestmannaeyjum. Reynsla Jóns og öryggi í siglingum á Austfjarðahafnir var dýrmæt enda veit ég að Jón var ákaflega vel liðinn hjá umboðsmönn- um útgerðarinnar á Austfyarðahöfn- um og menn báru til hans fyllsta traust. Ef Jón taldi ófært að bryggju fyrir skip sitt virtu menn það í hví- vetna hvað sem öllum tímasetningum og áætlunum leið. Við Jón og fjölskyldur okkar bund- umst traustum vináttuböndum utan vinnu. Okkur Margréti eru sérstak- lega minnisstæðar samverustundirn- ar er við hittum þau Berghildi á Mallorka fyrir nokkrum árum og eyddum þar tveimur skemmtilegum vikum saman í sól og sumaryl. Þá eru einnig ofarlega í huga okkar góðar minningar frá dvöl okkar með þeim hjónum á óðalssetri fjölskyldu Berghildar á Hóli í Ólafsfírði. Þar skemmtum við okkur við stangveiði en Jón hafði sérstakt dálæti á þeirri tómstundaiðju. Eftir að ég hætti í fragtsiglingum og fór aftur á físki- skip héldum við alltaf sambandi, töluðumst oft við í síma og hittumst þegar inniveru okkar bar saman. í síðasta samtali okkar Jóns sagði ég honum frá því að ég væri búinn að leggja sjómennskuna á hilluna í bili og farinn til starfa í landi. Honum leist vel á það og þá eins og svo oft áður var hvatning honum efst í huga enda hafði hann sjálfur áður starfað hjá sama fyrirtæki og bar því vel söguna. Síðustu vikur höfðu valdið Jóni nokkru hugarangri því hann kunni illa öryggisleysinu sem fylgdi því umróti sem verið hefur hjá útgerð hans og hann tók mjög nærri sér hinar fjölmörgu uppsagnir fyrrum samstarfsmanna sinna og vina hjá Skipaútgerð ríkisins til fjölda ára sem látnir hafa verið víkja hjá nýja vinnu- veitandanum á undanförnum vikum og mánuðum. Nú hefur Jón Sævar siglt sína síð- ustu sjóferð á meðal okkar og farinn á nýjar og framandi slóðir. Ég vil færa þér, Jón, hugheilar þakkir fyrir þær sjómílur sem við sigldum saman í leik og starfí og vonandi eigum við eftir að sigla saman aftur á öðrum slóðum. Nú eru erfiðir tímar, elsku Begga, og mikið á þig og fyölskyldu þína lagt þegar skuggi sorgarinnar hvílir yfír öllu að Jóni gengnum en minningin um góðan dreng lifír með okkur og samvistimar með honum hafa gert líf okkar sem eftir stöndum ríkara. Við Margrét vottum þér Berghild- ur, bömum þínum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum um styrk ykkur til handa á erfiðum stundum. Þórhallur Ottesen og fjölskylda. Kveðja frá Horna- fjarðarhöfn Jón Amórsson hafði öðrum fremur yfírgripsmikla og víðtæka þekkingu á erfíðum og oft viðsjálverðum aðstæð- um við strendur og hafnir íslands. Hann var skipstjóri og stýrimaður hjá ríkisskipum og síðar Samskipum í rúma tvo áratugi, eftir að hafa þjón- að sem undirmaður I tæp tíu ár. Af hæverskri athyglisgáfu safnaði Jón þekkingu og reynslu frá þeim stöðum sem hann sigldi til, en þeir voru ófáir gegnum giftudijúga en alltof skamma starfsævi. Jón sigldi stóran hluta sjómannsfer- ils síns til Hornafjarðar. Hér vann hann sér virðingu og traust allra sem hoiium kynntust. Jón þekkti Homa- fyarðarósinn eins vel og gleggstu lieimamenn. Hann var oft kallaður til ef ráð þurfti að þiggja vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið í og við Ósinn. Hann var fenginn ásamt ýmsum öðrum sérfræðingum til að halda erindi á ráðstefnu sem haldin var á Höfn í júní 1990 um Ósinn. í kjölfar ráðstefnunnar var mörkuð rannsóknar- og framkvæmdastefna sem farið hefur verið eftir síðan, með því markmiði að tryggja öiyggi sjófar- enda einsog kostur er. Á þessu ári er gert ráð fyrir að halda alþjóðlega ráðstefnu á Höfn þar sem staða mála og þróun á liðnum fjómm ámm verð- ur metin. Við höfðum vonast til að Jón gæti verið þar og miðlað af reynslu sinni og þekkingu. En skjótt skipast veður í lofti og Jón verður að fylgjast með ráðstefnunni frá öðmm sjónar- ■ hóli en upphaflega var ætlað. Tilvera Homfírðinga byggist á sjó- sókn og sjóflutningum. Það er mikil- vægt okkur að skipstjómarmenn sem um Ósinn sigla séu traustir og ábyggi- legir eins og Jón var. Við kveðjum Jón Arnórsson með virðingu og þakklæti í huga og send- um eiginkonu hans og bömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stjórn og starfsmenn Hornafjarðarhafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.