Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Móses Aðalsteins son — Minning Allt líf sem við þekkjum á jörðu, hefur sinn afmarkaða tíma, en þrátt fyrir þá vitneskju er eins og fáir séu viðbúnir þegar kallið kemur og vinir manns fara ijöld til fyrirheitna landsins. Svo fór fyrir okkur í sóknarnefnd Breiðholtssafnaðar þegar okkur barst sú harmafregn að lífstími Móses Aðalsteinssonar væri á enda runninn. Móses var kosinn í varastjóm sóknarnefndar Breiðholtssafnaðar árið 1986. Nokkru seinna kom upp sú staða að formann vantaði fyrir sóknamefnd safnaðarins. Hugur flestra nefndarmanna beindist til Móses. Til hans var fast leitað, uns hann lét tilleiðast og tók að sér for- mennskuna. Það var því mikið lán fyrir Breiðholtssöfnuð að fá slíkan öðlingsmann sem Móses til starfa. Verkfræðikunnátta og þekking hans á ýmsum sviðum var mikilsverð við lokafrágang safnaðarheimilis kirkj- unnar. Móses hafði svo marga góða eðl- iskosti til að bera. Framkoma hans mótaðist af hlýju og góðlátlegri gamansemi. Frá honum streymdi ylur til samferðamannanna og þar í liggur hæfileikinn til að vinna úr margþættum verkefnum er fyrir koma á lífsleiðinni. Ekki verður Móses minnst án þess að eiginkona hans, Ingibjörgu Gunn- arsdóttir, komi ekki samtímis í hug- ann, svo samrýnd sem þau voru í lífí og starfi. Þeir sem hafa notið gestrisni þeirra hjóna gleyma seint með hve miklum glæsibrag gestum var fagn- að, þar hljómaði tónlist gömlu meist- aranna og sönggleðin var í heiðri höfð. Ingibjörg var eiginmanni sínum hin styrka stoð frá árdögum sam- vista þeirra allt til þess tíma er hún hélt í hönd hans á skilnaðarstund, með bæn í hug og hjarta honum til handa, lengra varð ekki komist að sinni. Hennar bænamál fylgdu hon- um á braut til æðri heima. Ingibjörg hefur tekið virkan þátt í kirkjustarfi Breiðholtssafnaðar allt frá stofnun hans og í sóknarnefnd til Qölda ára. Þau hjón hafa sinnt sóknamefndarforustu með mikilli prýði og reisn. Þeir sem mikið missa, hafa átt mikið. Það verður huggun Ingibjargar harmi gegn. í söknuði hennar verða gleðistundirnar sem þau áttu saman að dýrmætum sjóði er hún getur sótt til og gefur lífinu gildi á ný. Þeir eru ekki margir sunnudag- arnir sem þau hafa ekki mætt til guðsþjónustu eða annarra athafna í Breiðholtskirkju. Síðasta sunnudag sem Móses lifði, mættu þau hjón til kirkju að venju og engan grunaði þá að hverju dró með heilsufar hans. Breiðholtssöfnuður stendur í mik- illi þakkarskuld við Móses. Við í sóknamefnd söknum hans sárt, en eram minnug þess að meta og þakka þær stundir er við áttum með honum í safriaðarstarfi og þeim einhug sem ríkti við uppbyggingu Breiðholts- kirkju og safnaðarheimilis hennar. Að leiðarlokum kveðjum við Mós- es með virðingu og þökk og biðjum honum blessunar Guðs á nýju til- verustigi. Ingibjörgu og fjölskyldu vottum við einlæga sambúð. Megi styrkur veitast þeim og blessun um ókomin ár. F.h. sóknamefndar Breiðholts- safnaðar, Vigdís Einarsdóttir. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Enginn stöðvar tímans hjól. Dagur- inn í gær og dagurinn á morgun geta verið mjög ólíkir. Á snöggu augabragði skipast veður í lofti. Góður vinur og æskufélagi er horf- inn, Móses Aðalsteinsson er allur og við drúpum höfði í sorg og söknuði. Móses var fæddur á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Jónsdóttir, ættuð frá Patreksfirði, og Aðalsteinn Stefánsson, verkstjóri hjá Akureyrarbæ, af eyfirskum ætt- um. Þau hjón áttu annan son, Stefán ættfræðing, sem var nokkuð eldri og er nú látinn. Mói, eins og hann var ávallt kall- aður af kunningjum, var alla tíð heilsuhraustur. En snemma á síðasta ári varð hann að gangast undir al- varlegan holskurð. Aðgerðin virtist hafa heppnast vel og var það trú okkar og von að fyrir meinið hafði verið komist. En nú um áramótin virtist það hafa tekið sig upp á ný og gekkst hann undir uppskurð aft- ur í síðustu viku en árangurslaust, maðurinn með ljáinn hafði betur ennþá einu sinni. Ekki er ætlunin að lýsa hér náið lífshlaupi Móa heldur að minnast nokkurra atriða sem upp í hugann koma. Þótt við værum jafnaldrar og æl- umst upp á Akureyri, þekktumst við ekkert fyrr en skólaganga hófst. Mói átti heima við Lundargötu á Oddeyrinni, en ég syðst við Aðal- stræti, sem kölluð var Fjaran. Var því eins langt á milli okkar og bæjar- mörkin leyfðu. Oft voru smá væring- ar milli krakka eftir bæjarhlutum, eyrarpúkar, fjöralallar og brekku- sníglar vora uppnefnin, en oftast var þetta allt í góðu. En allir krakkarnir sameinuðust í barnaskólanum við Eyrarlandsveg. Þegar við voram 10 ára gamlir lentum við Mói í sömu bekkjardeild og hófust þá náin kynni, sem hafa haldist síðan: í bamaskólanum, gagnfræðaskóla og menntaskóla og við nám í verkfræði við HÍ og tækni- skólann í Kaupmannahöfn, síðan sem ráðsettir verkfræðingar hér í Reykjavík. Á þessu nær 60 ára skeiði hefur aldrei fallið skuggi á kunn- ingsskap okkar enda var Mói með afbrigðum skapgóður. Á unglingsáranum á Akureyri var Móses liðtækur í knattspymu og auðvitað spilaði hann með Þór eins og aðrir Oddeyringar. Hann var mjög músíkalskur, spilaði á trommu í hljómsveitum á Akureyri og auk þess var hann framarlega í Lúðra- sveit Akureyrar. Helstu eðliskostir Móa vora glað- værð hans og skopskyn. Öllum leið vel í návist hans. Margir brandarar og skemmtisögur hafa komið úr hans munni. En aldrei vora sögur hans á kostnað náungans, heldur oft um eitthvað skoplegt sem fyrir hann sjálfan hafði borið og tók hann þá sjálfan sig ekki hátíðlega. Ekki er hægt að skrifa um Móa án þess að minnast á konu hans Ingibjörgu Gunnarsdóttur, frá Syðra-Valholti, Skagafirði. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði, þeg- ar þau gengu í hjónaband 1952, svo samhent og ástríkt hefur hjónaband þeirra verið. Það var glaðvær hópur 45 ung- menna sem urðu stúdentar frá MA vorið 1945 og héldu út í lífíð. Mói er sá 13. sem fellur nú frá. Við höf- um reynt að koma saman við og við og rifja upp gömul kynni. Oftast lendir slíkt framtak á einum manni og eftir að Héðinn Finnbogason lést 1985, tóku Ingibjörg og Móses að sér að hóa saman mannskapnum við ákveðin tækifæri. Höfum við bekkj- arsystkinin ásamt mökum notið margra góðra stunda á heimili þeirra í Fremristekk 9 við einstaka gest- risni. Mói lýsti því yfir í fyrsta hóf- inu að héðan í frá yrði Fremristekk- ur 9 félagsheimili MA-stúdenta 1945 og hefur svo verið síðan. Hafi þau þökk fyrir. Þá viljum við hjónin þakka Ingi- björgu og Móa fýrir ógleymanlega ferð er við fóram til Washington ásamt Jóhanni og Helgu á 45 ára stúdentsafmælinu og nutum þar frá- bærrar gestrisni sendiherrahjónanna Hólmfríðar og Ingva, bekkjarbróður okkar, og Erlu systur Ingibjargar, sem þar er búsett. Ferðin var einstök og þar naut Mói sín vel, hrókur alls fagnaðar eins og endranær. Þannig viljum við minnast hans. Góður maður er geng- inn. Megi hann hvíla í guðsfriði. Ingibjörg mín, þinn missir er mestur, megi guð gefa þér huggun í sorg þinni. Við vottum þér, Ragn- heiði, tengdasyni og dótturbörnum tveimur okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Olafsdóttir, Gunnar Sigurðsson. Lífsganga hans um garðinn sinn bar með sér birtu. Hann var gædd- ur góðum eðliskostum til ræktunar- starfsins enda hafði verið lögð alúð og rækt við virðingu fýrir lífmu á vordögum æsku hans. Eftir því sem árin liðu stækkaði garðurinn og gróður varð fjölbreyttari. í hann bættust margir tígulegir reyniviðir sem treystu með sér vináttubönd fyrir ókomna daga. Ein jurt bar þó af öllum nýjum, lilja vallarins, og fljótlega bættist önnur smærri við sem óx úr grasi og kom með kæran tengdason og tvö dásamleg börn. í ást og virðingu héldu þau samhent ræktunarstarfinu áfram. Degi var farið örlítið að halla þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að ganga um garðinn þeirra; nam fróðleik hennar sem hafði unn- ið hjúkranarstéttinni svo vel öll árin og undraðist þolgæði sem hann sýndi okkur hjúkrunarfræðingum. Ávallt tilbúinn til þess að leysa af hendi hverskonar störf tengd félag- inu eins og að sj_á um byggingu nýrra húsakynna. Ávallt reiðubúinn að snúast í kringum okkur. Ávallt með holl ráð okkur til handa. í skugga lárviðar héldum við til landsins helga og áttum þar saman ógleymanlegar stundir, hún farar- stjórinn, hann gleðigjafínn — bæði uppspretta fróðleiks sem allir í kringum þau nutu góðs af. Með þakklæti kveð ég góðan vin og bið algóðan guð um að styrkja Ingibjörgu og fjölskyldu hennar í sorginni. Blessuð veri minning Mós- esar Aðalsteinssonar. Ó legg Þú laufblað, ósýnilegt á tungu vinar míns, nú undir vetur sjálfan að hann sofíð geti vongóður, eins og hann þráir - í þessari sprungu. (Hannes Pétursson.) Sigþrúður Ingimundardóttir. Og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. (J.H.) Horfinn er vinur til hálfrar aldar. Við kynntumst í Menntaskólan- um á Akureyri og urðum samferða í framhaldsnámi hér heima og síðar í Danmörku. Þar hélt vinátta okkur áfram að þróast, ekki síst er við réðum okkur til sama vinnuveitenda sumarlangt á Borgundarhólmi til landmælinga- og teiknistofustarfa. Þar knýttust þau bönd er aldrei brustu. Móses var borinn og barnfæddur Akureyringur og mun föðurætt hans vera eyfirsk, en móðir hans, Þórdís, var frá Patreksfirði. Móses var margt til lista lagt. Hann var góður knattspymumaður, Þórsari, og lið- tækur skíðamaður. Hann var snjall tónlistarmaður, blés í bassahom með Lúðrasveit Akureyrar og mun hafa átt þess kost að menntast í tónlist, en svo varð ekki. í forföllum hefir hann blásið í bassahorn með Sinfóníuhljómsveit íslands. Á trommur lék hann af miklu lífi og fjöri á yngri áram og átti til að leggja hljómsveitum lið fram eftir öllum aldri ef vel lá á honum. Mós- es var léttur í lund og mikill grín- isti, sá jafnan bjartari hliðar mál- anna, en þó tel ég hann hafa verið alvöramann. Hann var trúmaður mikill og lagði kirkjumálum lið, m.a. með störfum sínum í Breið- holtssöfnuði. Heimkominn frá námi kvæntist Móses Ingibjörgu Gunnarsdóttir frá Syðra-Vallholti í Skagafirði, gáfaðri mannkostakonu. Þau eignuðust dótturina Ragnheiði, sagnfræðing, sem gift er dr. Matthew Driscoll, norrænufræðingi. Börn þeirra era Kári og Katrín Þórdís, sem bæði vora augastefnar afa síns. Margar era stundirnar þegar við hjónin og fjöldi samstúdenta höfum komið saman á heimili Ingibjargar og Móses til gleðifunda. Nú síðast í janúarmánuði voram við þar sam- ankomin til að ræða fýrirhugað stúdentsafmæli á næsta ári. Þar féllu orðin: „Ef ég lifi, sem ég veit ég lifi.“ Engum fannst þá að vinur okkar Móses, sem upp úr páskum ’93 hafði gengist undir aðgerð til að fjarlægja æxli er tekið hafði sér bústað í líkama hans, líklegri okkur hinum til að kveðja svo skjótt. - Mánudaginn eftir vinaboðið nú í janúar var honum tjáð að sjúkdóm- urinn hefði tekið sig upp. Frá þessu greindi hann ekki okkur vinum sín- um fyrr en haldið var til nýrrar aðgerðar sem vera átti mun minni en hin fyrri. Aðgerðin reyndist meiri en svo að vinur okkar stæði hana af sér. Við Guðrún höfum vænst þess að geta endurtekið með Ingibjörgu og Móses ferð austur í sveitir, svo sem gert var á síðastliðnu sumri, er heilsa hans tók að batna. Imba mín, sú ferð bíður um sinn, en við eigum minningar sem ekki verða frá okkur teknar um elskulegan ástvin og vin. Megi þær verða styrkur ykkar, ástvina hans, í sorg ykkar. Guð blessi minningu Móses Aðal- steinssonar. Gunnar B. Guðmundsson. Einlægur vinur og stuðningsmað- ur hjúkranar og hjúkranarfræðinga, Móses Aðalsteinsson verkfræðing- ur, er látinn. Til fjölmargra ára vakti hann yfir velferð hjúkrunar- fræðinga og Hjúkranarfélags ís- lands. Þessi einstaka umhyggja hans og áhugi tengdist störfumi konu hans, Ingibjargar Gunnars-1 t Við þökkum af alúð öllum þeim, sem sýndu fjölskyldu SIGRÚNAR KRISTJÖNU STÍGSDÓTTUR frá Horni, samúð og vináttu í veikindum og við andlát og'útför hennar. Hörður Davíðsson og fjölskylda. t Bróðir okkar og mágur, EINARJ. EGILSSON frá Langárfossi, Skeggjagötu 11, lést í Landspítalanum 8. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. mars nk. kl. 10.30. Hrefna Egilsdóttir, Katrín S. Egilsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Þórdís Egilsdóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR frá Melshúsum, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. mars. Jaröarförin auglýst síðar. Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Heimir Rögnvaldsson, Þórarinn Bjarnason, Kristin Stefánsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Þorvaldur G. Jónsson, Birna H. Bjarnadóttir, Auður Bjarnadóttir, Þorsteinn Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. ^ssssssssssssssssmarnmammmmmmmmmmmmmmm t Föðurbróðir minn, TRYGGVI GUÐLAUGSSON fyrrum bóndi, Lónkoti, Sléttuhlið, sem andaðist á öldrunardeild Sjúkrahúss Skagafjarðar, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Siglufjarðarkirkjugarði með viðkomu í Fellskirkju, þar sem kveðjuathöfn fer fram kl. 16.30. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Halldórsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, Heiðarvegi 25, Vestmannaeyjum, lést ( Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. mars síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 12 mars kl 14.00. Fyrir hönd ættingja hins látna, Jón Valgarð Guðjónsson, Addý Jóna Guðjónsdóttir, Hafþór Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.