Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Macintosh námskeið Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur. Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforrití o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sími 68 80 90 ILMANDI Á M MÍH. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING brauðið í bökunarpokanum í ofninn og stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. Guðrún Einarsdóttir _______Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson í Gallerí einn einn neðst við Skólavöt-ðustíginn stendur nú yftr sýning á verkurn ungrar listakonu, Guðrúnar Einarsdóttur, sem hefur vakið vaxandi athygli á undanförn- um árum, og má m.a. benda á boðs- sýningu hennar að Kjarvalsstöðum á vegum menningamálanefndar Reykjavíkurborgar á síðasta ári og nýfenginn styrk úr Listasjóði Penn- ans í því sambandi. Sú athygli bygg- ir á sérstöðu þeirra efnistaka, sem hún hefur tamið sér, og vekja ávallt nokkra undrun hjá áhorfendum. Guðrún hefur í málverkinu haldið sig við að nota eingöngu hvítt eða svart, og hefur byggt sýningar sínar á öðrum hvorum kostinum; á sýn- ingu hennar í Gallerí einn einn 1990 voru t.d. eingöngu verk í svörtum lit, en að Kjarvalsstöðum voru ein- ungis hvít verk. Að þessu sinni er listakonan aftur að vinna með svart, og fremra rými gallerísins er fyllt svörtum flötum af ýmsum stærðum. Svart hefur vissulega ýmis tákn- ræn gildi í myndlist, t.d. hvað varð- ar trúarlegar tiivísanir sem og sál- fræðilegar; Þó er óvíst að slíkar vangaveltur séu ofarlega á baugi hjá listakonunni; hún er sem fyrr fyrst og fremst að fást við þá form- rænu möguleika, sem flöturinn býður upp á hveiju sinni, og enn á ný má sjá ijölbreytta mynsturgerð birtast í hverri myndinni á fætur annarri. Þau mynstur sem hér birtast eru misjafnlega umfangsmikil og unnin með ýmsum verkfærum. Hins vegar eiga þau öll sameiginlegt, að með þeirn tekst listakonunni í hveiju til- viki að byggja upp afar næmt jafn- vægi; hver flötur er eins og hann þarf að vera, og gæti tæpast verið öðruvísi. Þetta kemur einkum upp Guðrún Einarsdóttir: Málverk. 1994. í hugann þegar litið er til þess á hvern hátt Guðrún raðar myndunum í ákveðna flokka, sem mynda þann- ig sjálfstæðar heildir. Til viðbótar mynsturgerðinni sjálfri bætist nú við markvisst val á stærðum og síðan uppsetning verkanna. Litlar myndir eru settar upp á afar skemmtilegan hátt á einn vegg salarins, og mynda þar óreglu- lega heild, samtímis því sem einstök verk njóta sín fyllilega. Önnur verk eru sett upp í myndröðum, sem ráð- ast afi sameiginlegri stærð, og hent- ar J>að vel á þessum stað. I innri sal hefur Guðrún hins veg- ar komið fyrir vatnslitamyndum, þar sem að nokkru er leitast við að end- urskapa þann myndheim sem birtist í oliumyndunum. Það gengur ekki upp; miðillinn hentar illa fyrir þann skipulega leik mynsturs og áferðar, sem er ríkjandi þáttur í verkum lis- takonunnar, og þunnt rennsli og til- viljun vatnslitarins vantar alla þá fyllingu, sem er aðal hinna verkanna. í umsögn um sýningu Guðrúnar að Kjarvalsstöðum á síðasta ári velti undirritaður upp þeim möguleika að sá myndheimur sem listakonan birtir áhorfendum væri of þröngur og yrði fljótt tæmdur, en hafnaði þeirri hugsun um leið með tilvísun til þess að hér væri á ferðinni ung listakona, sem ætti eftir að halda áfram að þroskast. í ljósi þessarar sýningar reyndist það rétt ályktun; Guðrún hefur enn margt fram að færa í fjölbreyttum mynstrum, áferð, stærðum og uppsetningu verka sinna, jafnvel þó þar sé allt svart sem fyrr. Sýning Guðrúnar Einarsdóttur í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg stendur til sunnudagsins 13. mars, og ættu listunnéndur endilega að líta við. MENNING/LISTIR Myndlist Textíllist í Gall- erí Umbru Sigríður Knstinsdóttir opnar sýn- ingu á textíl-myndverkum í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1, í dag, fimmtudaginn 10. mars, kl. 17. Myndimanera unnar með blandaðri tækni á tau. Sigríður lauk prófí frá MHÍ 1985 og stundaði nám við Goldsmith’s College í London sl. vetur. Þetta er fyrsta einkasýning hennar, en áður hefur hún tekið þátt í samsýn- ingum hér heima, í Danmörku og í Eistlandi. Sýningin mun standa til 30. mars og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. „Fljótandi uppstilling- ar“ í Galleríi Sævars Karls Tumi Magnússon sýnir „Fljótandi uppstillingar” í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, 11.-30. mars. Hann er fæddur 1957 og stundaði nám á íslandi og í Hollandi á árunum 1976- 1980. Tumi hefur haldið fjölda einkasýn- inga m.a. í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis og má þar nefna samsýningu í Kunstverein í Köln 1991. Að þessu sinni sýnir listamaðurinn smámyndir unnar með olíu á striga. Sýningin er opin á verslunartíma, á virkum dögum frá kl. 10-18. Alúðarþakkir fceri ég öllum þeim, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum, kveðjum og heim- sóknum á 90 ára afmœlinu. Lifið heil. Kœr kveðja, Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum. FÉLAC ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA Ráðstefna um flutningamál Ráðstefnan verður haldin þann 16. mars nk. kl. 13.30 í Háskólabíó, sal 2, ítengslum við aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna. Meðal efnis sem fjallað verður um: - Hefur samkeppnisstaða í milliríkjaverslun batnað eða versnað með tilliti til þróunar flutningsgjalda? - Hver eru flutningsgjöld í íslandssiglingum? - Hver eru flutningsgjöld í samkeppnislöndum íslands? - Eru íslensk flutningasölufyrirtæki vel rekin? Dagskrá: 1. Ávarp Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. 2. Kynning á skýrslu Drewry Shipping Consultants, sem unnin hefur verið fyrir FÍS og íslenska flutningakauparáðið um ís- lenskan og alþjóðlegan flutningamarkað. Mark Page, Senior Consultant. 3. íslenski gámaflutningamarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi. Birgir R. Jónsson, formaður FÍS. 4. Umræður. Ráðstefnustjóri verður Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri FÍS. Skýrsla Drewrys er umfangsmesta úttekt, sem unnin hefur verið á íslenska sjóflutningamarkaðinum fram til þessa. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er kr. 2.800 fyrir almenna ráðstefnugesti. Afsláttur er veittur til félagsmanna. Birgir r jánSSOn Skráning ráðstefnugesta fer fram á skrifstofu félagsins á 6. hæð í Húsi verslunarinnar. Upplýsingar í síma 678910. Félag íslenskra stórkaupmanna. Flutningakauparáð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.