Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 flRÉ D€PflfiTW€NT í 'Si éð Hqz. Mot. - Rescue I I U.S. MfltfBL m StflTION K€FUWIK # t’ Hamrahlíðarkórinn í 8 daga söngför um Bretland Hafnar boði um söng í BBC vegna fjárskorts Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mengunarvarnir tímafrekastar SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur nýlega tekið í notkun nýjan eiturefnaneyðarbíl sem notaður er þegar stemma á stigu við spilliefnum. Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri segir að slökkviiiðið hafi leitast við að koma í veg fyrir alls kyns mengun síðastliðin_25 ár og nú veiji menn hans meiri tíma í mengunarvamir en slökkvistarf. A síðasta ári fór 0,04% vinnu- tímans í að slökkva eld en 0,06% til þess að sinna mengunarvörnum og sé það til marks um nýja vídd í starfsemi slökkviliðsins. Nýi bíllinn hefur tekið ýmsum breytingum frá því hann barst slökkviliðinu og segir Haraldur að búið sé að smíða í hann ýmiss konar hirslur. Hann hefur meðal annars að geyma reykköfunartæki, hlífðarfatnað, útbúnað til að stöðva leka og mottur sem sjúga í sig spilliefni. Haraldur segir að mest séu menn að fást við olíu- efni og stöku sinnum sýru, til dæmis geymasýru. Á myndinni stendur Stef- án Eiríksson aðstoðarslökkviliðsstjóri við nýja eiturefnaneyðarbílinn. HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur á laugardag upp í átta daga söng- ferðalag um England og Skotland og mun syngja á átta stöðum. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri segir að 60 kórfélagar haldi utan og standa ráðuneyti utanríkis- og menningarmála straum af tæplega helmingi kostnaðar við ferðina, en kórinn greiðir stærsta hlutann sjálfur. Helmingi kórsins var boðið að syngja í morgunþættinum „Big Breakfast" hjá BBC, en varð að hafna boðinu sökum þess að því hefði fylgt umframkostnaður að upphæð 300 þúsund krónur vegna breytinga á fiugfargjaldi og fjölgun hótelnátta. „Þetta hefði ekki orðið dýr auglýsing fyrir ísland í fjölmiðli sem nær til milljóna manna, en við gátum ekki með þeim skamma fyrirvara sem við höfðum, safnað þessari upphæð þó að hún sýnist ekki stórvægileg," segir Þorgerður. Tildrög ferðarinnar eru 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins og hef- ur Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands í Bretlandi, haft veg og vanda af skipulagningu þessarar miklu listkynningar með glæsibrag, að sögn Þorgerðar. Leiðarljós við skipulagningu ferðarinnar var að hafa viðkomu á þeim stöðum sem tengjast viðskiptahagsmunum og samskiptum við ísland, ásamt þeim stöðum þar sem menningar- og landkynning félli í fijóa jörð, m.a. urbjörnsson sem hann lauk við í janúar síðastliðnum. Einnig mun kórinn syngja verk eftir helstu tón- skáld endurreisnartímans, m.a. Harmljóði Jeremía eftir ítalann Palestrina sem kórinn hljóðritaði fyrir evrópskar útvarpsstöðvar í janúarmánuði í tengslum við 400. ártíð tónskáldsins. -------♦ ♦ ♦-------- í Manchester, Liverpool og í vinnslustöðvum fyrir íslenskan fisk í Grirnsby og Hull. Áhersla á íslenska tónlist Þorgerður segir, að lögð verði áhersla á íslenska tónlist í söngskrá kórsins að þessu sinni, og þess freistað að sýna þverskurð af tón- listarsögunni hér frá tvísöng, þjóð- lögum og til tónsmíða nútímatón- skálda. Meðal annars mun kórinn frumflytja verk eftir Hróðmar Sig- Umræður um THQRP-verið á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi Ráðherrar efast um gildi auka- fundar Parísarnefndariiuiar Áhugahópur um skóladagheimili Osáttur við áætlun um breytingar ÁHUGAHÓPUR um skóladag- heimili Reykjavíkur telur að áætlun Dagvistar barna og Skólaskrifstofu um breytingar á þjónustu skóladagheimila sé al- gerlega ófullnægjandi og í raun óframkvæmanleg í núverandi skólaskipulagi. Helstu breyting- arnar eru þær að loka á fjórum skóladagheimilum, eða þriðjungi þeirra sem nú eru starfandi, og á þeim sem eftir verða á að skera niður þjónustuna úr heilsdags- vistun í hálfsdagsvistun. Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hvatti norræna umhverfisráðherra til að standa saman í aðgerðum gegn THORP-lgarnorkuendurvinnslu- verinu í Sellafield á Englandi í almennum umræðum á Norðurlanda- ráðsþingi í fyrradag. Málið setti einnig svip sinn á langar umræður um umhverfismál í gær, meðal annars af því að Kristín Einarsdótt- ir spurði norrænu umhverfísráðherrana hvort þeir vildu styðja til- lögu um aukafund í Parísarnefndinni, en aðild að henni eiga lönd, sem liggja að Norður-Atlantshafi. Þó norrænu umhverfisráðherran- ir styðji mótmæli gegn rekstri THORP-versins, er meirihluti þeirra hlynntur þvi að beðið verði með málið þar til á júnífundi nefndarinn- ar. Thorbjorn Berntsen umhverfisráðherra Noregs sagði að hann áliti það ekki þjóna málstaðnum. Sömu ástæður gefa Svend Auken og Olof Johansson umhverfísráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar. Norrænir umhverfisráðherrar hafa undanfarin ár í sameiningu mótmælt endurvinnsluverinu og Danir hafa reynt að fylgja málinu eftir, fyrir hönd Grænlands og Færeyja. Á fundi umhverfisráðherr- anna bar Össur Skarphéðinsson umhverfísráðherra fram tillögu um að ráðherramir hvettu til aukafund- ar í Parísarnefndinni, en reglulegur fundur nefndarinnar verður í júní. Starfsbræður hans styðja ekki hug- myndina. Þijú lönd þurfa að styðja tillögu um aukafund, til að hann fáist. í samtali við Morgunblaðið sagði Svend Auken að Danir hefðu árang- urslaust reynt að hefja málið á fleiri en einum vettvangi. Á síðasta ári hefðu þeir fengið samþykkt í París- amefndinni bann við að veita geislavirku efni í hafíð, en Bretar hefðu ekki greitt því atkvæði. Einn- ig hefðu þeir reynt að taka upp málið í ráðherranefnd Evrópusam- bandsins, auk þess að skrifa bréf og senda mótmæli til ensku stjóm- arinnar. Síðast hefðu Danir fengið málið tekið upp í ESB-nefndinni, til að láta reyna á hvort starfsleyfí til versins stríddi ekki gegn um- hverfísákvörðunum sambandsins. Auken sagðist styðja að málið yrði tekið upp í Parísarnefndinni einu Nýtt tímarit er komið út VONIN, pósth. 352, 210 Gb. Flytur kristilegar hugvekjur, fróðleik og umfjöllun um spádóma Biblíunar m.a. með tilliti til nútímans. Áskriftarsími 91-651203. sinni enn, en sagðist ekki trúaður á að aukafundur þjónaði tilgangi. Hætta væri á að fáir mættu og að Englendingar mættu alls ekki. Um leið yrði hugsanlega erfítt að fá málið tekið upp aftur á júnífundin- um. Um það hveija hann teldi möguleikana á að fá verinu lokað, sagðist'Auken því miður vera svart- sýnn. Það væri afar gremjulegt hve enska stjómin stæði fast á rekstrin- um, en pólitískur þrýstingur væri eina leiðin. Thorbjörn Berntsen er sama sinnis og Auken, að ekki borgi sig að fara fram á aukafund í Parísar- nefndinni. í júní koma hins vegar allir, undantekningalaust og þá verður réttur vettvangur til að taka málið upp, sem samnorrænt mál. Hann telur sjálfsagt að bera upp tillögu um að nefndin fari fram á að enska stjórnin beiti sér fyrir að verinu verði lokað. Þetta falli einnig undir þá stefnu að hvert land sjái sjálft fyrir sínum geislavirka úr-. gangi, í stað þess að hann sé flutt- ur milli landa og í þessa átt sé sterk tilhneiging. Einnig hefði verið bent á að rekstur versins væri óþarfur, því ekki vantaði brennsluefni í kjarnorkuver og því óþarfi að end- urvinna úrgang til þess. Berntsen sagði að tíminn myndi leiða í ljós hvort mótmælin dygðu, en pólitísk- ur þrýstingur væri örugglega eina færa leiðin. Hjörleifur Guttormsson lagði spurningu fyrir ráðherranefndina um viðbrögð hennar við væntanlega stóraukinni mengun frá Dounreay og Shellafíeld, meðal annars um möguleikana á að bregðast við rekstrinum innan EES og spurði hvort hikandi afstaða sænsku stjórnarinnar í málinu stafaði af því að Svíar senda úrgang til endur- vinnsluversins. Olof Johansson svaraði að hann teldi ekki hægt að bregðast við innan EES, en þó sér þætti óskemmtilegt að Svíar hefðu viðskipti við verið, hefði það ekki áhrif á afstöðu sína. Hjörleifur kvaðst hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með svar og afstöðu Jo- hanssons. Olof Johansson sagði í samtali við Morgunblaðið, að vissulega væri hann ekki ánægður með stöð- una í málinu. Um tortryggilega afstöðu Svía í málinu, eins og Hjör- leifur léti í veðri vaka, sagði Johans- son að samningur Svía við endur- vinnsluverið væri fortíðarsyndir frá Norsku þingmennirnir bentu meðal annars á að Evrópa og Evr- ópusambandið væru ekki einn og sami hluturinn og að andstæðingar ESB vildu ekki einangra sig. Bildt svaraði að það væri einmitt það sem þeir vildu, þó þeir segðu annað. Vissulega væri hægt að halda því fram að það að standa einn væri að vera sjálfstæður og sterkur. Þannig hefði Róbinson Krúsó vissu- lega verið einn og sterkur, meðan sjöunda áratugnum, sem honum þætti hann sjálfur ekki bera ábyrgð á. Um aukafund í Parísarnefndinni sagði hann, að tillögunni hefði ekki verið hafnað, en það væri út í hött að fara að kalla saman aukafund, án þess að tryggt væri að hann bæri árangur. Tíminn skipti ekki máli, heldur að aðgerðirnar bæru árangur. Össur Skarphéðinsson sagði, að skoðanir ráðherranna væru mis- munandi. Sjálfur teldi hann auka- fund heppilegan til að ayka alþjóð- legan þrýsting á Breta, en hann væri ekki bjartsýnn á að hægt væri að stöðva rekstur versins. Sið- ferðilega væri afstaða Breta óveij- andi, því hún gengi þvert á allar reglur, sem settar hefðu verið und- anfarin ár. hann var einn á eyðieyjunni, en misst svolítið af sjálfstæði sínu, þegar Fijádagur kom til sögunnar og enn meir, þegar hann komst í burtu af eyjunni. En samvinna og samveran var meira virði. í stjórn- málum nútímans, sagði Bildt að ekki væru aðstæður til Róbinson Krúsó pólitíkur á eyðieyju. Myndin af Róbinson Krúsó var tekin upp af finnskum sjónvarps- fréttamanni, sem spurði Esko Aho Áhugahópurinn telur að breyt- ingarnar þýði 66% niðurskurð á núverandi skóladagheimilaþjón- ustu, en samkvæmt greinargerð Dagvistar barna og Skólaskrifstofu eigi að bæta börnunum það upp með heilsdagsskóla. Gallarnir á þessari áætlun séu þeir að fram- kvæmd breytinganna sé ekki skil- greind, og liggi vandinn í því hvar börnin eigi að vera hinn helming dagsins þegar skólinn er lokaður. Heilsdagsskólinn starfí einungis þá daga sem kennsla sé, og engin áætlun hafí verið gerð um það hvernig þjóna eigi börnunum í skólafríum. Því virðist sem verið sé að leggja til að börnin flytjist í hádeginu á frídögum milli skóla- dagheimilis og heilsdagsskóla, án þess að skilgreint sé hver starfsemi heilsdagsskólans sé. hvort ísland væri eins og Róbinson Krúsó í dæmisögu Bildts. Aho svar- aði að svo væri ekki, en einnig skipti máli að hafa í huga að ísland væri klárlega eitt af fímm Norðurlöndum og undirstrikaði mikilvægi norr- ænnar samvinnu, þrátt fyrir hugs- anlega aðild hinna landanna að Evrópusambandinu. Hjörleifur Guttormsson spurði Esko Aho hvort Finnland ætlaði að gera eins og Svíar og láta hlutleysi sitt lönd og leið. Aho svaraði og sagði að hann áliti ekki að Finnar ættu nokkra möguleika hvað snerti öryggismál sín, en hann áliti ekki að með aðild að ESB tækju Finnar þátt í hernaðarbandalagi, sem kæmi í staðinn fyrir innlendar varnir. Öryggiskerfi Evrópu yrði þróað að nýju á næstu árum og Finnar sæju mikla hagsmuni í að vera með í því. Carl Bildt forsætisráðherra Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþingi Lönd utan ESB í spor- nm Róbinsons Krúsós Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÖRLEGAR umræður hafa orðið í almennum umræðum á þingi Norðurlandaráðs um afstöðuna til Evrópusambandsins. Meðal ann- ars átti Carl Bildt forsætisráðherra Svía orðastað við nokkra norska þingmenn, sem eru á móti aðild Noregs að sambandinu, um einangr- un þeirra landa, sem standa utan þess, þar sem Bildt tók dæmi af Róbinson Krúsó og Frjádegi. í sjónvarpsfréttum finnska sjónvarps- ins var Esko Aho forsætisráðherra Finnlands meðal annars spurður hvort ísland væri í sporum Róbinsons Krúsós. Einnig urðu orða- skipti milli Hjörleifs Guttormssonar og Aho um hvernig hlutleysis- stefna Finna samræmdist aðild að ES.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.