Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 33 Sjálfsræktarnám- skeið fyrir karla í ÞEIM breytingum sem ganga yfír nútímasamfélag hefur athygli manna í síauknum mæli beinst að því að rækta sjálfan sig til að geta betur tekist á við lífíð. Nýaldarsamtökin hafa lagt sitt af mörku*n til að auðvelda fólki sjálfsrækt og bjóða nú upp á sjálfsræktarnámskeið fyrir karlmenn, segir í fréttatil- kynningu. Námskeiðið verður haldið sunnudaginn 13. mars í sal SVFR við Háaleitisbraut. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðlaugur Bergmann, formaður Ný- aldarsamtak- anna, og Ág- úst Pétursson, kennari. Á námskeiðinu kenna þeir grunnundir- stöðuatriði í hugleiðslu, fjalla um hina mismun- andi líkama mannsins og orku- stöðvar hans. Einnig verður kynn- ing á stjörnuspeki sem sjálfskönn- Ágúst Pétursson Guðlaugur Bergmann unartæki, á þroskagildi Mikael-fræð- anna og jóga. Fjallað verður um stöðu karl- mannsins í nú- tíma þjóðfé- lagi og hvernig hann getur brugðist við þeim breyting- um sem eru að verða á henni. Skráning á námskeiðið er í síma Nýaldarsamtakanna eða í verslun- inni Betra Líf. ■ STOFNUÐ hefur verið hreyf- ing Alþýðubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðar- kvenna. Meginmarkmið hreyfíng- arinnar er að auka völd og áhrif kvenna og stuðla þannig að samfé- lagi jafnréttis, lýðræðis og félags- legs réttlætis. Hreyfingin hefur hlotið nafnið Sellurnar. í stjóm hennar voru kosnar Elsa S. Þor- kelsdóttir, formaður, Hildur Jónsdóttir, Ragnheiður Jónas- dóttir, Stefanía Traustadóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Til vara þær Guðrún Ágústsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. Á stofnfundi vom samþykkt megin- verkefni fyrsta starfsárs sem em kynning og uppbygging hreyfíng- arinnar, upplýsingaöflun um stöðu kvenna innan Alþýðubandalags- ins, framboð til alþingiskosninga og tengslanet Alþýðubandalags- kvenna í sveitarstjórnum. Þær konur sem áhuga hafa á að ger- ast stofnfélagar geta hringt eða komið á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins á Laugavegi 3, Reykja- vík, og skráð sig sem stofnfélaga fram til 15. apríl nk. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stúlkumar sem keppa um titilinn fegurðardrottning Reykjavíkur æfa þessa dagana líkamsrækt í World Class, undir stjórn Katrúnar Hafsteinsdóttir, sem er lengst til vinstri í efstu röð. Stúlkurnar fimmtán heita, talið frá vinstri úr efstu röð: Harpa Másdóttir, Hildur Helgadóttir, Unnur Guðný Gunnai’sdóttir, Margrét Skúladóttir, Biraa Bragadóttir, Maríanna Hallgrímsdóttir, Sara Guðmundsdóttir, Ingibjörg Nanna Smáradóttir, Hafrún Ruth Backmann, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sigurbjörg Kristín Þorvarðar- dóttir, Svava Kristjánsdóttir, Arafríður Amadóttir og Bryndís Fanney Guðmundsdóttir. Fegnrðardrottningar æfa sig Fimmtán stúlkur sem keppa munu um titilinn feg- urðardrottning Reykjavíkur á annan dag páska, þann 4. apríl næstkomandi, eru þesas dagana önn- um kafnar við æfingar. Að sögn Estherar Finnbogadóttur framkvæmda- stjóra Fegurðarsamkeppni íslands stunda stúlkurnar líkamsrækt og sækja námskeið hjá Unni Amgrímsdótt- ur í framkomu og snyrtimennsku, auk þess sem æfíng- ar eru að hefjast undir stjóm Helenu Jónsdóttur, á sviðssetningu keppninnar, sem haldin verður á Hótel Islandi á annan í páskum. Auk titilsins fegurðardrottning Reykjavíkur verða^. bestu ljósmyndafyrirsætunni veitt verðlaun, auk þess sem stúlkumar velja vinsælustu stúlkuna í sínum hópi. Pnnsessa Is- lands í Norfolk Á hverju vorí er haldin í Norfolk í Bandaríkjunum mikil hátíð sem kennd er við azaleur sem þá eru í fegurstu blóma þar í borg. Hátíð- in er haldin til heiðurs aðildarrílgum NATO, en aðalstöðvar þess eru þar í borg. Þetta er stærsta hátíð sem haldin er með þátttöku almennra borgara og hermanna. Ein NATO-þjóðanna skipar heið- urssess ár hvert. Island var í því hlut- verki 1990 en þá tók varðskipið Týr þátt .í hátíðarhöldunum og sigldi til hafnar með íslenska drottningu há- tíðarinnar í stafni. Aðrar þjóðir til- nefna prinsessur hátíðarinnar. Prinsessa íslands á XVI Azaleu- hátíðinni í ár verður Theresa Kristín Golden, 17 ára nemi, sem lýkur menntaskólanámi í vor og fer í há- skóla í haust. Hún er dóttir Kristínar Golden og Lt. Col. George Golden. Hún er enginn nýliði á skrautvagnin- um sem íslendingafélagið á í mikilli skrúðgöngu sem er hápunktur hátíð- arinnar, því á vagningum hefur Ther- esa Kristín verið sjö sinnum í íslensk- um búningi. Nú verður hún í hásæti vagnsins sem prinsessa íslands. Vagn íslendingafélagsins í skrúð- göngunni hefur hlotið verðlaun öll árin sem hann hefur tekið þátt. í fyrra hlaut hann Borgarstjórabikar- inn sem fallegasti vagninn í skrúð- göngunni en í henni taka þátt öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Theresa Krístín Golden, 17 ára, „prinsessa íslands“ á Azaleuhá- tíðinni í Norfolk. Sambíóín sýna mynd- ína A dauðaslóð SAMBÍÓIN hafa hafíð sýningar á myndinni Á dauðaslóð eða „On Deadly Ground“. í aðalhlutverk- um eru Steven Seagal, Michael Caine og Joan Chen. Leikstjóri er Steven Seagal. Alaska er land andstæðnanna, hrikalegt landslag og miklar náttúru- auðlindir, þar búa eskimóar í sátt við náttúruna. Ægis-oliufélaginu er nokkuð saman um náttúruna, það eina sem skiptir það máli er hversu mikla peninga má græða og skiptir þá engu máli hvaða afleiðingar það hefur. Forrest Taft (Seagal) er olíustarfs- maður sem er sérhæfður í að slökkva elda í olíuborholum fyrir Ægis-olíufé- lagið. En eftir að hann kemst yfír upplýsingar sem sanna að Ægis-olíu- félagið ætlar vísvitandi að stefna náttúrunni og lífí eskimóanna sem búa í nágrenni við olíuhreinsistöðina Steven Seagal og Joan Chen í hlutverkum sinum í myndinni Á dauðaslóð. í hættu lendir hann í deilum við for- stjóra Ægis sem sendir hann út i kuldann. •En Forrest Taft hefur samstarf við náttúruverndarsinnann Masu (Joan Chen), fallega eskimóakonu sem er á móti olíuleit í landi eskimóa. Ungfrú Vesturland verður krýnd næstkomandi laugardagskvöld * Atta stúlkur keppa um titilinn Akranesi. ÁTTA stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Vesturlands sem hald- in verður í Félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd nk. laugar- dagskvöld. Flestar stúlkurnar koma frá Akranesi, fimm talsins, ein frá Grundarfirði, ein frá Borgaraesi og ein úr Skilmannahrepp. Eins og kunnugt er var keppn- inni frestað fyrir skömmu vegna þess að þijár af þátttakendum lentu í bílslysi sama dag og keppnin átti að fara fram. Ein stúlknanna, Sig- rún Þorgilsdóttir, slasaðist þar al- varlega en hún Iætur það ekki á sig fá og mun verða með eins og ekkert hafí í skorist. Undirbúningur keppninnar hefur staðið yfir um nokkurn tíma og þó slysið hafi sett skipulagið úr skorðun er nú þegar tryggt að dagskráin verður sú sama og upphaflega var áætluð. í keppn- inni munu stúlkunar koma fram í kvöldkjólum og sundfötum. Valin verður besta ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan í hópnum. Hápunkturinn verður svo kjör feg- urðardrottningar Vesturlands en sú sem hlotnast sá heiður tekur þátt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldin verður í maímánuði. Dagskráin keppniskvöldið verður vönduð og fjölbreytt. Húsið verður opnað kl. 19 og verður boðinn for- drykkur við komu gesta. Veislu- kvöldverður verður framreiddur kl. 20 og síðan hefst skemmtidagskrá. Orri Harðarson og Valgerður Jóns- dóttir syngja og leika, dansarar frá Dansskóla Jóhönnu Árnadóttur sýna dans, Magnús Scheving þol- fimimeistari sýnir listir sínar og verslunin Roxy á Akranesi verður með tískusýningu. Hljómsveitin Vinir vors og blóma leikur síðan fyrir dansi til kl. 3. Að vanda fá stúlkunar gjafír frá ýmsum fyrirtækjum, snyrtivörur, sundboli og blóm auk þess sem sig- urvegarinn fær demantshring frá Eðalsteinum, Laugavegi 72, Reykjavík, Raimond Well úr frá Guðmundi B. Hannah, Akranesi, peningagjöf frá íslandsbanka og sérsaumaðan kjól að eigin vali frá Nýju línunni, Ákranesi. Stúlkurnar sem taka þátt í Feg- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Stúlkurnar sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Vesturlands. urðarsamkeppni yesturlands eru Berglind Hrönn Árnadóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Sigríður Anna Harðardóttir, Sigrún Þorgilsdóttir og Særós Tómasdóttir, allar frá Akranesi, Guðný Jóna Þórsdóttir, Grundafírði, Unnur Davíðsdóttir, Borgarnesi, og Þórunn Marinós- dóttir úr Skilmannahrepp. - J.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.