Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.03.1994, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 fclk í fréttum HOTANIR Sprengja í pósti móður Tonyu Harding Tonya Harding, ásamt fyrrum bónda sínum Jeff Gilooly, á ekki sjö dagana sæla. Bob Geldof PENINGAR Geldof á kúpunni? Irski rokkarinn Bob Geldof, sem betur er þó þekktur fyrir að standa að söfnunum til handa bágstöddum, var úrskurðaður gjaldþrota í síðustu viku og þykir skjóta skökku við. Maður sem hefur safnað milljónum punda eigi ekki 5.000 pund sjálfur til að gera upp reikning við bílaleigu, en um það snýst málið. Alls konar sögur hafa farið af Geldof og sviptingamiklu lífí hans, en að hann eigi ekki fyrir salti í grautinn er nýtt af nálinni. Tals- maður Geldofs sagði þó í samtali við æsifréttablaðið „The Sun“, sem sló fréttinni upp, að þetta væri allt á misskilningi byggt, Geldof hefði einungis gleymt að borga og hann myndi ganga frá málinu á næstu dögum. Geldof hefur 21 dag til að gera hreint fyrir sínum dyrum og talsmaður- inn segir það hið minnsta mál og á meðan bíða menn spenntir eftir sannleikanum í málinu. Á Geldof til hnífs og skeiðar, eða er hann á kúpunni? John Candy ANDLAT Gamanleikarinn John Candy fallinn í valinn Móðir skautakonunnar Tonyu Harding, Lavona Golden, fékk nýverið dularfullan pakka sendan í pósti. Áfast var bréf þar sem ónafngreindur bréfritari hafði í hótunum við Lavonu á þeim forsend- um að hún væri móðir Tonyu og hann sjálfur áhangandi Nancy Kerr- igan. Lavona opnaði ekki pakkann, heldur hringdi óttaslegin í neyðarlín- una 911 og mættu þá laganna verð- ir á staðinn. Sprengjusérfræðingar fylgdu svo í kjölfarið þar sem talið var að bomba væri í pakkanum. Litl- ir kærleikar hafa löngum verið með þeim mæðginum. Atvik þetta átti sér stað daginn eftir að einhver ókunnur maður stakk sér út úr skúmaskoti í almenningsgarði í Port- land og stuggaði þannig við Tonyu að hún féll við og hruflaðist á hnjám og lófum. Á sama tíma var verið að taka meistaralega á móti Nancy Kerring- an í heimabæ hennar Stoneham í Massachusetts. Var það ekta amer- ísk uppákoma, 50-60.000 manns röðuðu sér meðfram strætum bæj- arins og Kerrigan var ekið í limús- ínu. Fyrir og eftir henni fóru skrúð- göngufígúrur og lúðrasveitir og sjálf var hún íklædd jakka í fánalitunum. Kerrigan sagðist hrærð yfir mót- tökunum, frægð hennar hefði aukist svo hratt og gífurlega síðustu vikur að það væri nánast ógnvænlegt, en það væri sér mikilsvert að eiga stuðning bæjarbúa. Kerrigan notaði tækifærið og gagnrýndi bandaríska fjölmiðla sem hún sagði að hefðu byggt sig upp og vildu nú n'fa sig niður aftur. Átti hún þar við stórar fyrirsagnir um meintan hroka sinn er hin físlétta Oksana Bayul hafði sigrað hana í skautadansinum. Oks- ana hreif alla með sér og var ekki síður fómarlamb á svellinu heldur en Kerrigan sjálf. Hún þurfti kvala- stillandi sprautur til þess að geta keppt og var ekki ljóst fyrr en klukkustund fyrir keppni hvort hún væri fær um það eða ekki, eftir að hún hafði orðið fyrir meiðslum á æfingu daginn áður. Augnablikið þegar úrslitin voru ljós og Oksana brast í taumlausan grát, hafði mikil áhrif á áhorfendur um allan heim, en Kerrigan var ekki skemmt, hafði á orði að stúlkan ætti ekkert að hirða um að lagfæra tárvotan farðan sem rann allur til. Skömmu síðar skamm- aðist hún yfír því að verðlaunaaf- hendingin tafðist. Síðar var hún gagnrýnd fyrir að fara frá Noregi áður en lokaathöfn leikanna fór fram. Talsmaður hennar sagði það hafa stafað af morðhótunum sem hún fékk ítrekað og þau hefðu viljað létta á áhyggjum Norðmanna sem óttuðust að eitthvað kynni að henda Kerrigan í þeirra landhelgi. Ljóst er að enn gustar um þær Kerrigan og Harding. Kerrigan tek- ur nú við nýju starfi sem gestakynn- ir bandaríska sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live og verið er að vinna æviminningar hennar og kvik- myndahandrit upp úr þeim. Tonya Harding situr enn í súpunni eftir að hennar nánustu börðu á Kerrigan sem frægt er orðið. Enn hefur hún ekki getað hreinsað nafn sitt og ligg- ur undir grun. Frekari yfírheyrslur eru væntanlegar og hefur enn ekki verið ákveðið hvort að hún verður ákærð um að hafa verið í vitorði með fyrrum bónda sínum, lífverði og tveimur kónum sem þeir réðu til að vinna Kerrigan mein. John Candy, hinn vinsæli kana- díski gamanleikari, lést úr hjartabilun í mexíkósku borginni Durango um síðustu helgi, en þar hafa staðið yfír tökur á nýjustu mynd hans, „Wagons East“, og voru langt komnar er leikarinn ítur- vaxni andaðist í svefni. Candy var þekktastur fyrir hlutverk sín í kvik- myndunum „Uncle Buck“, „Splash" og „Planes, Trains and Áutomobi- les“, að ógleymdum myndunum um einkaspæjarann „Crumb“, en allt voru þetta gamanmyndir þar sem sprellið var keyrt fram úr hófí. Andlát Candys kom samstarfs- mönnum hans í opna skjöldu, þeir sögðu hann hafa litið vel út og ver- ið sprækan, að vísu 50 kílógrömm- um of þungan. Þó töldu sumir að hann hefði átt erfítt uppdráttar vegna hins þunna lofts í Durango, sem er í 2.300 metra hæð yfír sjáv- armáli. Læknir kvikmyndatökuliðs- ins sagði aðeins að ekkert benti til óeðlilegra orsaka á borð við átök eða eiturlyfjaneyslu og það væri engum hollt að vega 150 kílógrömm. BILASKATTAR Opinn fundurFÍB með fjármálaráóherra á Holiday Inn hótelinu, fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30 Frummælendur: Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra og Björn Pétursson formaður FÍB Opnar umræður og fyrirspurnir á eftir VELDUR BÓKHALDIÐ ÞER AHYGGJUM? # Áttu í erfíðleikum með skil á vsk-skýrslum? # Hefur þú nógu góða yfirsýn yfir reksturinn? % Viltu fá góða efnahags- og rekstrarreikninga? KYNNTU ÞÉR ÞÁ VASKHUGANN 700 ánægðir notendur eru okkar bestu meðmæli!!! Vaskhugi — samtvinnað bókhaldskerfi: Bifreiðagjaldið hækkaði yfir 30% um síðustu áramót! Um 70% af verði bensínlítrans eru skattar í ríkissjóð! Bifreiðaeiaendur mætum oo komum sjónarmiðum okkar á framfæri Fjárhags-, sölu-, viðskiptamanna-, birgða-, launa- og verkefnabókhald. Vaskhugi hf. Grensásvcgi 13, sími 91-682 680, fax 91-682 679 Candy var fæddur í Toronto árið 1951 og var í afar virkum hópi kanadískra gamanleikara sem allir hafa sett mark sitt á kvikmyndirnar síðustu árin og má þar nefna Dan Akroyd, Shelley Long, Gildu Radn- er, Bill Murray og John Belushi, sem Iést af völdum eiturlyfjaneyslu eigi alls fyrir löngu. Candy lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.