Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Jóhanna Einars- dóttir — Minning Fædd 20. júlí 1971 Dáin 3. mars 1994 Þú ert sem bláa blómið svo blíð og hrein og skær. Ég lít á þig og löngun mér líður hjarta nær. Mér er sem ég leggi lófann á litla höfuðið þitt biðjandi Guð að geyma gullfagra bamið mitt. Það er þung raun að sjá á bak dótturdóttur okkar sem óvænt var tekin frá okkur. En litla fallega sum- arleyfisstúlkan okkar með dökku lokkana og bjarta brosið, sem var eins og sólargeisli í lífí okkar, hefúr verið kölluð til hans er öllu ræður. Trygglyndi, ástúð, hlýja og öryggi fylgdi henni hvert sem hún fór og hennar mannkostir gerðu það að verkum að þeir sem kynntust henni héldu fast í hana. Hún var alltaf ró- leg og yfírveguð, gerði hlutina aldrei hratt en var samt yfírleitt búin á undan öðrum. Við minnumst þess er hún, þá lítil telpa, fór með okkur í beijaferð vestur á land ásamt öðru fólki. Hin börnin í ferðinni byijuðu af miklum ákafa að tína ber og, eins og bama er háttur, var strax farið að metast um hver hefði þegar tínt mest. Þá var ekki mikið komið í dós- ina hjá henni Jóhönnu okkar. En með iðni sinni og þrautseigju hélt hún áfram og stóð að lokum uppi með pálmann í höndunum. Þetta ein- kenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur, aldrei neinn fyrirgangur en ávallt með þeim fyrstu til að ljúka verkinu. Lífíð blasti henni mót, námið að baki, búin að fínna yndislegan lífs- fómnaut, Leif, en saman skópu þau sér fallegt heimili og eignuðust síðan litla sólargeislann sinn, Guðrúnu Osk. Þeirra missir er sárari en orð fá lýst. En litli sólargeislinn veitir okkur öll- um þegar mikinn styrk til að takast á við söknuðinn sem nístir okkur nú. Elsku Jóhanna okkar. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur, það var ekki svo lítið. Við eigum eftir að hittast aftur, það er okkar vissa og staðföst trú. Guð blessi þig, litla sumarstúlkan okkar. Amma og afi. Líkt og sólin, stráðir þú birtu og yl í líf okkar v með brosi þínu og þeirri hlýju sem þú bjóst yfir. Líkt og tunglið, lýstir þú upp myrkrið með nærveru þinni, umhyggju og ástúð. Líkt og norðurljósin, gladdir þú okkur með fegurð þinni og margbreytileika. Líkt og stjömumar, gafst þú okkur von um nýja og betri heima, betri veröld. Þegar ég lít sólina, tunglið, norðurljósin og stjömumar þá minnist ég þín. (Á.L) Elsku systir mín og vinkona. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til þín en ég er enn svo harmi slegin og tóm innvortis að það er erfítt að koma hugsunum mínum á blað. Hvers vegna kom kallið svo snemma? Við ætluðum okkur góðan tíma en skyndilega ertu hrifín á brott frá okkur fyrirvaralaust. Hér sit ég eftir, dofín og vanmáttug, með minn- ingar um góða systur. Þér fylgdi ávallt ró, blíða og öryggi sem ég leit- aði í og sakna nú. Ég var svo stolt yfír stóru systur minni sem ávailt var heil í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Þegar þú ákvaðst að verða snyrti- fræðingur þá, eins og ævinlega, gerð- ir þú það af heilum hug og metnaði. Staðfesta þín og sjálfsöryggi gerði þér kleift að yfírstíga alla þröskulda sem á vegi þínum urðu án þess að troða öðrum um tær. Þú varst alltaf reiðubúin til að hjálpa öllum þeim sem kynntust þér og gafst af þér án þess að vilja nokkuð í staðinn enda héldu allir, sem kynntust þér, fast í þig. Betri systur og vin er vart hægt að hugsa sér. En heimurinn er hverfull og það sannast best hér. Framtíðin blasti við ykkur Leifí og þið nýlega búin að eignast óskabamið ykkar, .Guðrúnu Ósk, þegar þú ert skyndilega kvödd á brott. Það verður erfítt að sætta sig við tilveruna án þín, en ég vona að ég geti launað þér allt það góða með því að gefa dóttur þinni, Guð- rúnu Ósk, alla þá ást sem þú ávannst þér í hjarta mínu. Guð blessi þig og varðveiti. Þín systir, Hildur Björg. Ó, sólarfaðir, sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga, og veittu miskunn öllu því, sem andar, en einkum þvi, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Okkur langar til að minnast syst- urdóttur okkar og vinkonu sem svo sviplega var tekin frá okkur öllum. Þessi fallega, yndislega stúlka sem var svo blíðlynd, friðsæ! og gefandi er allt í einu ekki lengur á meðal okkar og það er sárara en orð fá lýst. Frá fyrstu tíð var hún sólar- geisli sem lýsti upp tilveruna og allir þeir sem henni kynntust sóttu í þá hlýju og þann frið sem frá henni staf- aði. Því er erfítt að sætta sig við orðinn hlut og segja með sannfæringu „verði þinn vilji", en allt hlýtur að hafa tilgang þó hann sé okkur hul- inn. Að hafa þó fengið að njóta ná- vistar og ástúðar hennar þennan tíma eru forréttindi sem við erum þakklát fyrir. Jóh'anna ólst upp við mikið ástríki og öiyggi á heimili foreldra sinna, Ólafíu Guðrúnar Leifsdóttur og Einars Sölva Guðmundssonar, sem ávallt voru reiðubúin til að styðja hana og hvetja í öllu því sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var þeim bæði yndisleg dóttir og góður vinur. Þeirra stuðning- ur var hennar styrkur enda varð hún fljótt ákveðin og sjálfstæð. Hún var mikil félagsvera og sökum persónu- leika hennar varð vinahópurinn sífellt stærri. Alltaf var hún boðin og búin til að aðstoða og hjálpa og gott var að leita til hennar þegar eitthvað bját- aði á, sönn og heil í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að hafa dvalið erlendis sem skiptinemi var stefnan tekin á snyrtifræðinám en þar gat hún sameinað listræna hæfíleika og þörfína að vera innan um fólk. Þá var hún búin að kynnast Leifi, yndis- legum dreng frá Blönudósi, og saman bjuggu þau sér heimili á Laugames- veginum. Dugnaðurinn og atorkan hjá þeim báðum var aðdáunarverð, hvor- ugt þeirra í vafa um hvert stefna skyldi í lífinu og samhent í að efla bandið sem á milli þeirra var. Það var svo 29. desemer sl. að enn einn þráður- inn bættist við í bandið. Þá fæddist þeim lítil stúlka, Guðrún Ósk, sem sannanlega var þeim báðum Guðs- gjöf. Kominn var tími til að uppskera það sem til hafði verið sáð með dugn- aði og elju. En þá kom reiðarslagið. Óvænt var hún tekin burt frá okkur öllum, eftir sitjum við dofín og tóm. Það mun taka langan tíma að átta sig á þessum umskiptum og seint munu sárin gróa. Við trúum því þó að næg verkefni bíði hennar sem hún muni koma til með að inna af hendi af trúfestu og kærleik eins og áður. Elsku Leifur, Guðrún Ósk, Lalla, Einar og aðrir aðstandendur, Guð gefí ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi sem þið hafíð orð- ið fyrir. Litli Guðsneistinn, Guðrún Ósk, lýsir þegar upp myrkrið í sálu okkar og kemur til með að verða mesta og dýrmætasta huggunin. Elsku frænka og vinkona. Vinátta þín og hlýja var dýrmætari en allt annað því þú áttir svo auðvelt með að gefa af nægtarbrunni kærleikans. Af þeim sökum minna orð Ciceros um vináttuna á þig. Því vinátta er ekkert annað en samræmi allra hluta, mannlegra jafnt og guðdómlegra, ásamt góðvild og kærleika, og að viskunni frátalinni er mér nær að halda að betri gjöf hafi hinir ódauðlegu guðir ekki gefið manninum. (Cicero.) Takk fyrir samveruna og yndis- legar minningar. Guð blessi þig. Ásdis, Kiddjón, Hanna og Sigurþór. Þú sæla heimsins svala lind, ó, silfurtæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en Drottinn telur tárin mín ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Elsku, yndislega frænka. Að vita að ég á ekki eftir að sjá þig aftur nístir hjarta mitt. Ég á eft- ir að sakna blíðu þinnar og hlýju, bara nærvera þín veitti mér öryggi. Þrátt fyrir að þú værir átta árum eldri en ég, gafst þú þér ávallt tíma til að ræða við mig, styrkja mig og efla. Þú varst alltaf svo róleg og stað- föst að mér fannst að ekkert gæti farið úrskeiðis í návist þinni. Þú stráð- ir sólargeislum hvert sem þú fórst, geislum sem gáfu bæði birtu og yl. Ég fæ seint þakkað fyrir þann tíma sem ég fékk með þér en harma jafn- framt hversu stuttan tíma Guðrún Ósk fékk að njóta þín og þú hennar. Ég fæ enn ekki skilið hvers vegna Guð kallaði þig svo fljótt til sín, en verð að trúa að þér hafí verið ætluð önnur hlutverk. Megi Guð veita Löllu, Einari, Leifí, Guðrúnu Ósk, Hildi Björgu, Leif Emi og öðrum aðstand- endum styrk til að takast á við þenn- an mikla missi. Elsku Jóhanna, þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar því minning þín mun aldrei gleymast. Þín frænka, Halldóra. Það er ótrúlegt, að ung og falleg stúlka í blóma lífsins, skuli vera köll- uð burt svo skyndilega frá ástkærum unnusta, lítilli tveggja mánaða dóttur og öðrum ástvinum. Að fá svona sorgarfregn er í fyrstu álíka ótrúlegt og að trén skarti aldrei aftur laufblöð- um sínum. Upp í hugann koma orð eins og óréttlæti og tilgangsleysi. En mögulegt að tilgangurinn sé einhver? Fljótt á litið kemur maður ekki auga á hann, en við verðum að trúa því að Jóhönnu okkar hafí verið ætlað annað hlutverk og meira. Jóhanna og Leifur áttu yndislega íbúð á Laugamesveginum og þangað var gott að koma. Lífíð virtist blasa við þeim, Leifur að ljúka bakara- meistaranámi og Jóhanna hafði lokið námi í snyrtifræðum. Hún hafði unn- ið til verðlauna í því fagi og átti að veita prófskírteini sínu viðtöku í apríl. Augasteinninn þeirra Guðrún Ósk fæddist 29. desember 1993 og fékk því að hafa móður sína hjá sér í allt of skamman tíma. Engan hafði grunað að Jóhanna væri að fara í sína hinstu ferð er hún lagðist inn á sjúkrahús aðeins þremur dögum fyrir andlátið. Hún kvaddi þennan heim og við sem eftir lifum, fáum þar engu breytt, en björt og hlý minningin um hana lifír. Við viljum votta Leifi, foreldrum hans, ömmu og afa Jóhönnu, systk- inum hennar, Hildi Björgu og Leifí Emi, innilega samúð. Jafnframt ósk- um við þess heitast að þið elskandi foreldrar, Lalla og Einar, lítið bjartan dag á ný og þar á vafalítið lítli sólar- geislinn eftir að hjálpa ykkur að horfa fram á veginn. Drottinn gefí þeim styrk er syrgja. Blessuð sé minning Jóhönnu Ein- arsdóttur. Eins og blóm án blaða sönpr án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna. Vorið sem kom í gær, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi) Anna, Hannes og börn. Okkur langar að minnast Jóhönnu með nokkram orðum. Það er erfítt að trúa að Jóhanna sé dáin. Það er erfítt að sætta sig við það að við munum aldrei sjá hana aftur. En við munum ævinlega minn- ast hennar með gleði í hjarta. Þegar okkur bárast þær hræðilegu fréttir að Jóhanna væri dáin blöskr- aði okkur miskunnarleysi og grimmd lífsins. Þegar hún og Leifur Bjamason felldu hugi saman árið 1990, urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að Jó- hanna tengdist fjölskyldu okkar. Árið 1992 stofnuðu þau heimili á Laugar- nesvegi 64. Hinn 29. desember síðastliðinn fjölgaði hjá þeim og í heiminn kom yndisleg stúlka sem fékk nafnið Guð- rún Ósk. Það var mikil tilhlökkun hjá Leifi og Jóhönnu og foreldram þeirra að fá þessa litlu stúlku í heiminn því hún var bæði fyrsta barn þeirra og fyrsta bamabam í báðum fjölskyld- um. Jóhanna mátti ekki sjá af litlu stúlkunni sinni og hún gaf henni alla sína ást og umhyggju. Guðrún Ósk var mikill gleðigjafí í litlu fjölskyld- unni á Laugamesveginum og núna þegar allir eiga um sárt að binda er hún Ijósið í myrkrinu sem við leitum öll að á sorgarstundum sem þessum. Jóhanna var heillandi persóna. Hún mátti ekkert aumt sjá því hún vildi að öllum liði vel. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá henni þegar fundum okkar bar saman. Eins og m « € Minning Jón SævarAmórs- son skipstjóri Fæddur 5. ágúst 1947 Dáinn 28. febrúar 1994 Það var seint að kvöldi hins 27. febrúar sl. að skip Samskipa, ms. Mælifell, kom til hafnar hér í Nes- kaupstað. Veður var sérlega fallegt, stjömubjart og lygnt. Jón hringdi skömmu áður en skipið kom og sagði okkur að hann þyrfti að hitta lækni. Ekki gátum við séð á Jóni, þegar hann gekk í land, að um alvarleg veikindi væri að ræða. Það var svo að morgni næsta dags að okkur bárast þau sorglegu tíðindi að Jón hefði látist á sjúkrahúsinu þá um nóttina, langt um aldur fram. Það er erfítt með orðum að lýsa Jieim tilfínningum sem sækja að við ^slík tíðindi. Minningar hrannast upp og sannast sagna kemst fátt annað að. Með þessum fáu orðum er ekki ætlun okkar að rekja feril eða ættir Jóns enda aðrir betur til þess fallnir. íslendingar hafa um aidir átt mik- ið undir farmönnum sínum. Víst er að til slíkra starfa þurfa að veljast traustir menn. Jón var í alla staði stétt sinni til fyrirmyndar. Hann var mikill skipstjórnarmaður en sérein- kenni Jóns var þó óneitanlega hversu góðum persónulegum tengslum Jón náði við þá sem hann skipti við. Hann var einstakt ljúfmenni í allri framkomu, yfírvegaður, hógvær og traustur. Við erum þakklát fyrir að vera þess aðnjótandi að hafa fengið að kynnast Jóni. Eiginkonu, börnum og öðram aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guðmundur Sveinsson, Friðgeir Guðjónsson, Neskaupstað. Mig langar í fáum orðum að minn- ast látins vinar og félaga, Jóns S. Arnórssonar skipstjóra. Það var að morgni dags mánudag- inn 28. febrúar sl. sem Axel mágur Jóns hringdi í mig og tilkynnti mér að Jón hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Þegar maður í blóma lífsins fellur frá leitar margt á hug- ann, minningaleiftur frá liðnum árum og ekki hvað síst sorg og sam- úð með nánustu ættingjum og vinum hins látna. Ótal spurningar vakna en við þeim fæstum hefur maður svör og á svörunum hefur maður takmarkaðan skilning. Það var haustið 1986 þegar ég hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins sem háséti á ms. Esju að ég kynnt- ist Jóni fyrst og svo síðar Berghildi Gísladóttur konu hans. Til sjós var Jón afbragðs yfirmaður með góða yfírsýn yfír alla hluti og var. fljótur til að hjálpa öðram ef með þurfti. Jón var maður vinsæll og virtur af öllum sem unnu með honum og myndaðist góður hópur skipveija og maka af ms. Esju,_ sem hittist utan vinnu sem innan. Áttum við margar góðar stundir saman sem sitja nú eftir og ylja manni um hjartaræturn- ar. Sérstaklega minnist ég ferðar sem við fórum saman haustið 1989 að Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgar- firði, Jón og Begga, ég og Ragna kona mín, til veiða í Hvítá og Hólmavatni í boði húsmóðurinnar á Gilsbakka sem bauð okkur í þessa heimsókn í þakklætisskyni fyrir ánægjulega sjóferð sem hún hafði farið með ms. Esju sem farþegi. Ekki voru aflabrögðin umtalsverð þó mikið væri reynt, en gestrisni húsmóðurinnar þó á níræðisaldur væri komin var með ólíkindum og gerði það þessa ferð okkur öllum ógleymanlega. Jóns verður sárt saknað en minn- ingin um góðan dreng lifir um ókomin ár. Elsku Begga, Heiða, Raggi, foreldrar og systkini, megi algóður Guð styrkja ykkur og hug- hreysta í sorg ykkar. Haraldur Gunnarsson. Við skyndilegt fráfall Jóns S. Am- órssonar skipstjóra m/s Mælifells kemur margt upp í huga manns. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með honum á þriðja ár á sama skipi sem stýrimaður og staðgengill hans hjá Ríkisskipi og seinna hjá Samskip- um. Samfellt skipstjómarstarf með lág- marks fríum í tíu ár á „ströndinni" segir ýmislegt um þann sem skilar því áfallalaust og af frábærri um- hyggju, hvort heldur var í garð áhafn- ar, útgerðar, umboðsmanna eða skips. Jón fylgdist af áhuga með þjóðmál- um líðandi stundar og þegar umræður í brú eða messa æstust um menn og málefni, þá brást ekki að hann kæmi á rólegu nótunum með sínar aðfínnsl- ur. Þessi framkoma Jóns breyttist ekkert þó t.d. væri verið að glíma við Homafjarðarós oft við hrikalegar að- stæður. Málin vora leyst í frábærri samvinnu allra aðila í sátt og sam- lyndi. Með slíkan mannkærleika er Jón hafði ávallt í fyrirrúmi eignaðist hann marga félaga og vini sem hugsa hlýtt til hans og fjölskyldunnar 4 degi sem þessum. Það var ekki ástæða tit að kvíða því að leysa Jón af í starfí, allt var gert klárt og engu gleymt sem þyrfti að varast að hans mati. Það mun hann einnig hafa gert í einni af Aust- íjarðarhöfnunum u.þ.b. tveimur tím- um áður en hann lést. Ég og fyölskylda mín vottum eig- inkonu, bömum, föður og tengdafólki okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Jóns Sævars Amórssonar. Smári Sæmundsson. Það var snemma á mánudags- morgun að síminn hringdi og mér var tilkynnt að Jón Sævar Arnórsson vin- l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.