Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 19 Fjármálaráðherra um framlög til atvinnuaðgerða Vísar því á bug að sam- komulag hafi verið brotið FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra vísaði því á bug á Alþingi í gær að ríkisvaldið hefði ekki staðið við samkomulag við aðila vinnu- markaðarins um framlög til atvinnuskapandi verkefna, eins og for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar hefðu haldið fram. Friðrik sagði að um seinustu áramót hefðu staðið eftir 326 millj. kr. ónotaðar af því fé, sem ríkisstjórnin hefði samþykkt að verja til að hamla gegn atvinnuleysi í tengslum við gerð kjarasamninga og færðist sú fjár- hæð yfir á þetta ár. Auk þess benti hann á að rúmlega 700 millj. kr. útgjaldaheimild vegna viðhalds og stofnkostnaðar hefði verið flutt yfir á þetta ár, þar sem hún var ekki nýtt á seinasta ári. Fjármálaráðherra mælti fyrir sóknarflokki, sagði að niðurstaða frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1993 á' Alþingi í gær. Sagði ráð- herra m.a. að sú nýbreytni að flytja ónotaðar fjárheimildir milli ára hefði hvatt til aukins aðhalds í rekstri og leitt til þess að stjómend- ur ríkisstofnana færu að meiri gát. Ónotaðar heimildir um seinustu áramót námu 2,8 milljörðum kr. Guðmundur Bjamason, Fram- þessara uppgjörsíjáraukalaga stað- festi skipbrot efnahags- og ríkis- ijármálastefnu ríkisstjómarinnar. Um áramót hefði rekstrarhalli ríkis- sjóðs verið 9,6 milljarðar kr. en því til viðbótar hefðu vemlegar upp- hæðir verið yfírfærðar milli ára eða tæpir tveir milljarðar kr. Að þeirri upphæð viðbættri næmi fjárlaga- hallinn í raun rúmlega 11,5 milljörð- Benedikt Davíðsson, forseti ASI Fiskveiðistj órn- un ekki skilað því sem ætlast var til BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að það sé auðsætt að fiskveiðistjórnunin skili ekki því sem henni var ætlað að skila þegar hún var sett á laggimar á sínum tíma. „Henni var ætlað að byggja upp atvinnulífið og styrkja fiskstofnana, en við sjáum ekki að það hafi tekist,“ sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að miðstjórn Al- þýðusambandsins hefði gert sam- þykktir um stuðning við sjómenn þegar kvótabrask væri annars veg- ar. Verkalýðshreyfíngin væri sam- mála um að kvótakerfíð væri ekki nægilega góður grannur til að byggja á. „Um það eram við sam- mála hér í hreyfingunni að kvóta- kerfið eins og það var sett á 1983 hafí ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Það kann að vera vegna framkvæmdarinnar á því, en i öllu falli þá sýnist manni að nú séu horfurnar þannig að það dugi hvorki til þess að halda við atvinnunni, halda byggð með eðli- legum hætti í landinu eða vemda fiskstofnana og hvað er þá eftir. Það var þetta þrennt sem því var fyrst og fremst ætlað að tryggja og þá fínnst okkur að það þurfí að setjast niður og hugsa að minnsta kosti nýja útfærslu ef ekki alveg nýtt kerfi," sagði Bene- dikt ennfremur. Aðspurður sagði hann að þetta mál hlyti að hafa forgang, því undirstaðan undir velferð hér á landi væri að sjávarútvegurinn væri rekinn með viðunandi hætti. Ef fískveiðistefnan eða fram- kvæmd hennar, en hann ætlaði sér ekki að leggja mat hvort væri í meiri molum, hefði leitt til þess að nógur fískur væri til vinnslu þá væru atvinnumál með allt öðr- um hætti á íslandi í dag. Þúsundir starfa í almennum iðnaði tapast Að auki þyrfti að renna stoðum undir aðrar atvinnugreinar, en það hefði ekki verið gert á undanföm- Bómullanskyrtumar komnar aftur mmuTiLíFmm GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 QuarkXPress námskeið ..... Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar um kr. og hefði því aukist um 85,2% frá áætlun fjárlaganna. Benti Guð- mundur einnig á að 300 millj. kr. framlög til rannsókna og þróunar- starfsemi hefðu í raun fallið niður ■ þar sem áform um sölu ríkiseigna gengu ekki eftir en veija átti tekjum af þeirri sölu til að styrkja rann- sóknastarfsemi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvennalista, og Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, vöktu máls á loforðum ríkisstjórnar um framlög til atvinnuskapandi framkvæmda og sagði Jón að nú stæði upp á ríkis- stjómina að veija 1,7 milljörðum kr. til atvinnuskapandi fram- kvæmda það sem eftir væri af gild- istíma kjarasamninganna. Erfitt að standast ramma fjárlaga 1994 Friðrik Sophusson sagði að við- ræður hefðu nýverið átt sér stað við forystumenn ASÍ um þessi mál í fjármálaráðuneytinu og hann teldi að þeim væri ekki lokið. Hann mót- mælti því að réttmætt væri að bæta ónýttum fjárheimildum frá seinasta ári, sem færðust yfír á þetta ár, við fjárlagahalla seinasta árs, því þær upphæðir hyrfu ekki þegar kæmi til uppgjörs um næst- komandi áramót. Þá kom fram í máli íjármálaráðherra að skv. þeim upplýsingum sem nú lægju fyrir væri ljóst að mjög erfitt yrði að halda fjárlögum þessa árs innan þess ramma sem Alþingi hefði sam- þykkt fyrir jól. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Á fiskmarkaðnum á ísafirði voru fiskverkendur að reyna að ná sér I fisk á fiskmarkaði Suðurnesja í Keflavík. Snjómokstursreglur há fiskflutningum Ísafirði FISKMARKAÐUR Isafjarðar hefur selt um 430 tonn af fiski síðustu 5 vikur. Af því hafa 60 tonn verið seld út af svæðinu, en á sama tíma hefur markaðurinn haft milligöngu um sölu á 183 tonnum inn á svæð- ið. Allir þessir flutningar fara fram á landi, eii þar ríkir mikil óvissa yfir veturinn, því vegagerðin mokar ekki snjó nema tvo daga í viku þær heiðar sem fara þarf um með fiskinn. Fiskmarkaðurinn hefur verið að eflast. Þannig seldi hann 4300 tonn árið 1992, en 5500 tonn í fyrra og er þá átt við þann afla sem seldur er vestra. I viðbót við það gerir sam- tenging markaða það að verkum að ísfirskir kaupendur bjóða í físk víða um landið sem þeir fá sendan með bílum eða skipum. Með þessu hafa fiskverkendur getað skipulagt betur reksturinn og vitað er um fyrirtæki sem gat með þessu sett upp tvískipt- ar vaktir. Það kom svo í ljós að þrátt fyrir aukna næturvinnu lækkaði launakostnaður um 5% þar sem ein- ungis þurfti að þrífa vinnslulínurnar einu sinni eftir tvær vaktir. Grandvöllur þessara miklu breyt- inga era daglegar samgöngur milli útgerðarstaða, fískmarkaðar og físk- vinnslustaða. Þær hafa gengið vel í vetur, vegna óvenju lítilla snjóa. Flutningabílar hafa flesta daga brot- ist yfír Breiðadals og Botnsheiðar og sama er að segja um leiðna suður sem liggur um Steingrímsfjarðar- heiði. Snjómoksturreglur Vegagerð- arinnar eru mjög anstæðar þessum atvinnuvegi, því þær hljóða uppá að aðeins sé mokað á heiðunum tvo daga í viku yfír miðjan veturinn. Mánudaga og fímmtudaga á Breiða- dals og Botnsheiðum og þriðjudaga og föstudaga á Steingrímsfjarðar- heiði. Þegar mest var komu 11 stór- ir flutningabílar með fisk til ísafjarð- ar sömu vikuna, frá höfnunum á Reykjanesi og við Breiðaíjörð. Þarna virðist kannski vera helsti vaxtar- broddurinn á ferðinni í vestfirsku atvinnulífi. Úlfar. um árum. Það hefðu til dæmis tapast þúsundir starfa í almennum iðnaði á síðustu misseram. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður í sjáv- arútvegi og mikinn samdrátt væri mikilvægi hans samt meira hvað varðaði útflutningstekjur heldur en hefði verið fyrir nokkram árum og það væri auðvitað tilkomið vegna þess að ekki hefði verið nægilega vel hlúð að öðrum at- vinnugreinum. Þar að auki hefðu stjórnvöld ekki staðið við þau fyrir- heit í atvinnumálum sem gefín hefðu verið við gerð síðustu kjara- samninga. Það skorti því miður á að stjómvöld hefðu staðið við sinn hlut. 94022 Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Box dynajueiint með krómgrind Tvöfatt gormalag. Þykk dynuhlrffytgir. 90x200 120x200 140x200 Aður: 32.890 Áður: 43.890 Áður: 47.890 Nú: 26.900 Nú: 36.900 Nú: 39.900 HVÍTUR FAIASKAPUR Br. 96 sm. H: 171 sm. D. 48 sm. Aðeins: 6.900 Reykjarvíkuivegi 7 Hafnarfiröi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.