Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 13 Menningarvika BISN 1994 MENNINGARVIKA Bandalags íslenskra sérskólanema verður haldin 12.-21. mars nk. og er þetta í fjórða sinn sem BÍSN stendur fyrir framtaki sem þessu. Undirbúningnum fyrir menningarvikuna er nú senn lokið og allt stefnir í það að þátttaka í skólunum verði góð og nemendur skólanna eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þess að menningarvikan verði vel heppnuð. Dagskrá menningarvikunnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði og alls ekki ólík þeirri sem verið hefur. Menningarvikan hefst 12. mars, Þá verður formleg opnun í Tækniskóla íslands. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan: Laugardaginn 12. mars. Formleg opnun á menningarviku BÍSN að viðstöddum forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur. Opnunin fer fram í hátíðarsal Tækniskóla ís- lands. Flutt verla ávörp og nemend- ur úr Söngskólanum í Reykjavík og Tónlistarskólanum í Reykjavík sjá um tónlist. Boðið verður upp á veit- ingar. Sunnudagur 13. mars kl. 13-18. Kynningardagur sérskólanna. Skól- arnir kynna starfsemi sína ýmist einir eða fleiri á hveijum stað. Kl. 13-17.Opið hús í Fiskvinnsluskól- anum, Hvaleyrarbraut 13 í Hafnar- firði. Sýnd verður frysting, söltun, flökun og fleira í tengslum við verk- lega kennslu. Kynnt verða matvæli frá íslenskum fyrirtækjum. Leiðsögn verður um skólann undir handleiðslu nemenda. Kl. 18-23. íþróttamót BÍSN. Keppnin verður haldin í íþróttahúsi Hagaskóla. Keppt verður Jóhanna Boga. Jóhanna Boga sýnir í New York SÝNING á myndum Jóhönnu Bogadóttur verður opnuð í dag, fimmtudag, í New York. Jóhanna sýnir ný verk unnin með ýmiskon- ar tækni í Unibank Gallery á Manhattan fram til aprílloka. Þetta er fyrsta sýning Jóhönnu í New York. Amerísk-skandinavíska lista- nefndin gengst fyrir sýningunni í samvinnu við Íslensk-ameríska fé- lagið. Aðalræðismaður íslands í borginni, Kornelíus Sigmundsson, verður gestgjafi við opnun sýning- arinnar síðdegis í dag. Sjálft gallerí- ið er við 20 West 55th Street á Manhattan. Verk Jóhönnu eru meðal annars í eigu Nútímalistasafnsins í New York (MOMA), Alvar Aalto-safnsins og Atheneum-safnsins í Finnlandi, Minneapolis listamiðstöðvarinnar í Minnesota og Listasafns íslands. Hún lagði stund á myndlistarnám í Nice, París, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Síðustu 20 árin hefur hún sýnt myndir í sínar á Norður- löndum og víðar í Evrópu og vestan- hafs í San Fransisco og Tacoma. Jopadans - Kripalujópa Kynning fim. 10. mars kl. 20.30. Anamika frá Kripalumiðstöðinni kynnir dansupplifunarnámskeið sín, sem verða helgarnar 11 .-13. mars og fyrir fagfólk 18.-20. mars. Jogastöðin Heimsljós, í fótbolta, handbolta, körfubolta og blaki. Mánudagurinn 14. mars. Kl. 10-16. Myndlistarsýning í Höfða — nemendagarði, Skipholti 27. Nem- endur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands sýna verk sín. Fólki gefst kostur á því að skoða Höfða. Sýning- in verður opin alla virka daga vik- unnar. Kl. 16-18. Nemendur í hand- mennta-, myndmennta- og smíðavali Kennaraháskóla íslands verða með sýningu á verkum sínum í List- greinahúsi Kennaraháskóla íslands, Skipholti 37, 2. og 3. hæð. Sýningin verður opin alla virka daga vikunn- ar. Kl. 20. Tónleikar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, Skipholti 31. Þriðjudagur 15. mars kl. 20. Hvað vitum við um kynferðislegt ofbeldi? Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum og Hjörtur Aðalsteinsson hæstarétt- ardómari flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum. Dagskráin fer fram í Kennaraháskóla Islands. Miðvikudagur 16. mars kl. 20. Óperukvöld í Söngskólanum í Reykjavík. Dagskráin fer fram í sal Söngskólans, Hverfisgötu 46 (bak- hús). Fimmtudagur 17. mars kl. 20. Opið hús í Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9. Á dagskrá verður meðal annars lifandi tónlist, kara- oke-tæki og vínsmökkun. Kl. 21. Salí-kvöld á Cafe Bohem, Vitastíg 3. Leiklist, myndlist og tónlist á vegum listaskólanna innar. BISN. Föstudagur 18. mars kl. 23. Ball í Tækniskóla íslands. Hljómsveitin Karma, sem er að stórum hluta skip- uð af nemendum úr Tónlistarskólan- um, sér um fjörið. Laugardagurinn 19. mars kl 13-18. Opið hús í Fósturskóla Ís- lands við Leirulæk. Kl. 13-17. Ráð- •.stefna á vegum Æskulýðssambands íslands í tilefni af ári fjölskyldunn- ar. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Unga fjölskyldan, jafnrétti, staða“ pg er haldin í sal Kennaraháskóla íslands. Aðgangur er ókeypis og verða kaffiveitingar á vægu verði. Kl. 13.30-17.30. Árlegur kynning- ardagur Stýrimannaskólans í Reykjavík. Nemendur kynna tæki og búnað skólans. Ýmis fyrirtæki og stofnanir verða með kynningu á tækjum og starfsemi sem tengjast sjávarútvegi og siglingum. Þyrla L'andhelgisgæslunnar mætir á stað- inn (ef aðstæður leyfa). Sunnudagur 20. mars kl. 14-18. Fjölskyldudagur á Hressó. Kórar, ljóðaupplestur, brúðuleikhús, mini- golf og fleira. Boðið verður upp á andlitsmálningú fyrir yngri kynslóð- ina. Kl. 14-18. Sæbjörg, skip Slysa- varnaskóla sjómanna, kynnt í Reykjavíkurhöfn. Tækifæri gefst til að reyna flotgallasund og fleira sem kennt er í Slysavarnaskólanum. Menningarvakan er öllum opin og aðgangseyrir að dagskrárliðum eng- inn. Eins og áður hefur komið fram verður BISN 15 ára á þessu ári og af því tilefni verður gefín út ljóða- og smásagnakver og verður útgáfan í tengslum við menningarvikuna. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). í tilefh’ afm^ 11 'U í stora sal K.R. við Frostaskjol laugardaginn 12. mars 1994 kl. 19.30 (húsið opnar 18.45) Morthe’í áubbleflies /<fSí\ TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. SEGULL HF. Miðaverð aðeins kr. 600. Leið 3 gengur að K.R.-heimili. Aldurstakmark 13 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.