Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 51 Hverjir braska með kvóta? * eftir Eirík Olafsson í framhaldi af frétt í Morgun- blaðinu um flutning á kvóta frá Eldhamri GK yfir á Sæmund HF 85, sem var skráður til Grindavíkur til að flutningur kvótans til réttra eigenda gæti gengið í gegn, vil ég taka eftirfarandi fram. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannafélagsins í Grindavík, sem talar um kvótabrask ætti að líta í eigin barm. Samkvæmt lögum má skipta á jafngildum aflaheimild- um milli byggðarlaga án þess að leita eftir uppáskrift frá sjómanna- samtökum. Eftir að Sævar hafði neitað að samþykkja að sá kvóti sem var mín eign en hafði þvi mið- ur verið geymdur á Eldhamri um tíma yrði fluttur yfir á Sæmund bauð hann mér upp á það að ég gæti fært þoskkvótann yfir með því að skipta á jöfnum heimildum, þ.e.a.s. ég fengi að flytja yfir til mín þorskkvótann gegn því að Grindvíkingar fengju þann hum- arkvóta sem átti að sjá mínum bát fyrir verkefnum í sumar. Ég get ekki séð að sjómannafé- lagið sé bættara með því að hirða humarkvótann og þar með sumar- vinnuna af okkur til að setja á bát frá Grindavík. Eru merkilegri sjó- Ögn meira um leik listarrýni Frá Ásgeiri R. Helgasyni: Oft hafa menn farið hamförum vegna leikgagnrýni Súsönnu Svav- arsdóttur en sjaldan eins og vegna „13 krossferðarinnar". Ég er sjálfur íeikmaður í listum og geri þá kröfu til listrýnenda að þeir tali máli sem ég skil og þar bregst Súsanna mér sjaldan og hafi hún þökk fyrir það. A hinn bóginn skil ég sárindi leik- húsproffsanna. Það er nefnilega óheyrilega erfitt að þjóna tveim herrum samtímis. Annað hvort skrifar maður leikhúsgagnrýni á máli sem leikmenn skilja, þar sem markmiðið er að forða skoðana- systkinum frá því að eyða tíma og peningum í fúlar upplifanir, eða maður skrifar faglega rýni. Fagleg rýni er í sjálfu sér listgrein sem, ef vel er á haldið, auðgar þá list sem um er fjallað. Slík rýni á að Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. vera jákvæð og uppbyggjandi en ekki niðurrífandi og móralíserandi. Þarna finnst proffsunum Súsanna hafa brugðist. Sú leihúsgagnrýni sem nýtist mér hinsvegar best sem leikmanni þ.e. einfaldar leiðbeining- ar um hversu skemmtilegt og áhugavekjandi eða langdregið verk- ið er, er ekki síður vandmeðfarin. Ég tel afar vafasamt að ein mann- eskja geti staðið undir henni svo vel sé, aðallega vegna þess að ein manneskja hefur einhliða upplifun. Ég geri það því að tillögu minni að leiklistagagnrýnendur Morgun- blaðsins taki upp samvinnu við leik- húsin um einfaldar skoðanakannan- ir á fyrstu tveim til þrem sýningun- um. A einfaldan hátt má m.a. spyrja fólk um hvort því hafi fundist sýn- ingin áhugaverð, skemmtileg, leik- urinn góður og hvort það gæti mælt með sýningunni við vini sína og kunningja. Ef vilji er fyrir hendi er slík könnun mjög einföld í fram- kvæmd og hefur mun meira gildi sem vegvísir fyrir almenning en skoðanir einstakra gagnrýnenda sem komnir eru með sigg á sinnið vegna of tiðra leikhúsferða. Þá get- ur listrýnirinn snúið sér óskiptur að faglegri leikrýni og látið áhorf- endum sjálfum um að gefa verkinu tilfínningalega einkunn. Með von um að mönnum gangi vel að beija úr sér hrollinn heima á Fróni í vetur. ÁSGEIR R. HELGASON, Professorsslingan 43/lágh. 902 104 05 Stokkhólmi. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Filma fannst ÁTEKIN fílma, sem m.a. með- fylgjandi mynd var á, fannst í Þingholtunum í fyrravetur. Kannist einhver við fólkið á myndinni má hann hafa sam- band í síma 78905 eftir kl. 19. Úr fannst GULLKVENÚR fannst á Laugavegi sl. laugardagsmorg- un. Eigandi má hafa samband í síma 25536 eftir kl. 18. íþróttataska tapaðist STÓR íþróttataska af gerðinni Frank Shorter með íþróttafatn- aði og skólabókum hvarf frá strætisvagnaskýli fyrir utan Verslunarskóla íslands sl. sunnudag. Ef einhveijir hafa orðið varir við slíka tösku eru þeir vinsamlega beðnir að láta vita í síma 813308 eftir kl. 17. Leðurhanskar fundust LEÐURHANSKAR fundust á bílastæði við Kringluna sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 37657 eftir kl. 17. Skíði töpuðust GLÆNÝ Fisher-gönguskíði gleymdust á bílastæði Skóg- ræktarinnar við Rauðavatn sl. sunnudag. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 92-14929. GÆLUDÝR Hundaeigendur í Kópavogi FÓLKIÐ sem fékk gefíns hund af labradorkyni á Brekkustíg 6 í Reykjavík fyrir jól er beðið að hafa samband í síma 40824. menn í Grindavík en Hafnarfirði? Spurningin er hveijir eru kvóta- braskarar? Var það ég eða hann sem bauð upp á brask með því að gera flutning humarkvótans yfir til Grindavíkur að skilyrði fyrir því að hægt yrði að sjatla málið? Aðalatriðið í málinu er það að Grindvíkingar áttu aldrei þennan kvóta en þeir ætluðu sér að hirða humarkvótann af bátnum til þess að við gætum fengið til okkar þann þorskkvóta sem við vorum búnir að kaupa en ösnuðumst því miður til að geyma hjá þeim. Það hefur verið sagt að maður í Grindavík hafi verið tilbúinn að kaupa kvót- ann og ég stóð ekki í vegi fyrir því. Ég átti um tíma möguleika á að kaupa þorskkvóta annars staðar frá og sagði Sævari að maður sem hann sagði að hefði áhuga á að kaupa kvótann gæti fengið hann á gangverði, 52 krónur kílóið. Það bárust aldrei svör við því. Sjómannasamtökin gagnrýna útgerðarmenn fyrir kvótabrask en mikið af þessum tilfærslum eru ekkert annað en bein hagræðing. Báturinn minn hefur til dæmis 28 tonna rækjukvóta og þessu lítilræði hef ég skipt fyrir aðrar tegundir á hvetju ári af því að það borgar sig ekki að fara út í þær veiðar. Ég hef leitað til Sjómannafélags Hafn- arfjarðar vegna þeirra viðskipta en þeir hafa staðið gegn þessari hag- ræðingu og neitað að skrifa upp á tilfærslurnar. EIRÍKUR ÓLAFSSON skipstjóri og útgerðarmaður Smyrlahrauni 19 Hafnarfírði Pennavinir ÁTJÁN ára pólsk stúlka með áhuga á ferðalögum, íþróttum, kvikmynd- um og tónlist: Karolina Lewicka, ul. Tucholska 7A, 64-920 Pila, Poland. SEXTÁN ára finnsk stúlka með áhuga á bókalestri, bréfaskriftum, tónlist o.fl., vill skrifast á við 15-20 ára pilta og stúlkur: Piia Rasanen, Ahmapuro, 73830 SiikajÁrvi, Finland. GHANASTÚLKA 26 ára að aldri með áhuga á matargerð, bókmennt- um, dansi og ferðalögum: Rejoice Brown, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. NÍTJÁN ára japönsk stúlka, há- skólastúdent, með áhuga á kvik- myndum og ferðalögum: Mayumi Konomi, 31-17 Nagao 5 chome, Jonan-ku, Fukuoka-shi, Fukuoka 814-01, Japan. NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á tennis, dýrum og íþróttum: Katerina Hrncirova, Zamecka 512, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. ÁTJÁN ára finnsk stúlka sem leik- ur á gítar og hefur áhuga á hest- um, listum og tónlist: Milla, Kallioputannkatu 15, 95420 Tornio, Finland. LEIÐRÉTTING Framleiðnisj óð- ur ekki enn í Miklalaxi í frétt sem birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær var sagt að meðal nýrra hluthafa í Miklalaxi væri Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins. Hið rétta er að það hefur verið leitað eftir því við sjóðinn og stjórn hans hefur lagt fram tillögu þess efnis. Hins vegar hefur málið ekki enn vérið áfgréitt. Með morgunkaffinu =’10 Pabbi er svo ánægður með nýja bílinn sinn, að hann var í alla nótt að sprauta hann og skipta um númer á honum. HÖGNI HREKKVÍSI ,HANN VILL BJÓPA ÖLLU/U Vl&STÖPPUM A BARIKUU," ,4i.t t I I qu.-. 11 ;,i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.