Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 1

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 63. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR17. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgxinblaðsins Serbar og Króatar til samninga Reuter VÍTALÍJ Tsjúrkín, sérlegum sendimanni Rússa, tókst í gær að fá Serba og Króata til að ganga til samninga um Krajina-hérað í Króatíu, sem hefjast í Zagreb næsta þriðjudag. Tilkynnti Tsjúrkin frétta- mönnum að hann hygðist halda til Bandaríkjanna til skrafs og ráðagerða um málefni lýðvelda fyrrum Júgóslavíu en hann hefur haft náið samráð við Charl- es Redman, sendimann Bandaríkjanna í Júgóslavíu. Talið er að friðarumleitanir Rússa og Bandaríkja- manna boði endalok tilrauna Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna til að koma á sáttum. Harð- ir bardagar eru hins vegar á milli Bosníu-Serba og múslima nærri Bihac í Bosníu, þar sem þessi mynd er tekin af serbneskum hermanni. Þjóðernissinnar sameinast í Rússlandi Stj órnar andstað- an í breiðfylkingu Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar í Rússlandi sögðust í gær hafa stofnað breiðfylkingu sem ætti að verja stöðu Rússlands sem stórveld- is og koma í veg fyrir takmarkalausar umbætur. Þjóðernisöfgamað- urinn Vladímír Zhírínovskíj er eini stjórnarandstöðuleiðtoginn sem er utan bandalagsins. í sameiginlegri yfirlýsingu leið- toganna segir að þeir hafi stofnað breiðfylkingu, rússnesku „föður- landshreyfinguna Rússneska sátt“. Undir yfirlýsinguna skrifuðu for- ystumenn þjóðernissinna, kommún- ista og bandamanna þeirra í Bændaflokknum, svo og flokks Alexanders Rútskojs, fyrrverandi varaforseta Rússlands. í yfirlýsingunni sagði að höfuð- markmið breiðfylkingarinnar væri að „koma í veg fyrir takmarka- lausar umbætur, að stöðva hrunið í iðnframleiðslunni og vernda innan- landsmarkaði og fjármagn". Rútskoj vill þjóðaratkvæði Alexander Rútskoj hvatti til þess í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæð- is í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj- anna um hvort sameina ætti þau að nýju. Hann sagði að Samveldi sjálfstæðra ríkja, sem 12 af 15 fyrr- verandi sovétlýðveldum eiga aðild að, yrði ekki langlíft. Rútskoj lét þessi orð falla í til- efni þess að þijú ár eru liðin frá því Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti for- seti Sovétríkjanna, efndi til þjóðar- atkvæðis um framtíð ríkjanna. 58% kjósenda voru þá hlynnt „endurnýj- uðu sambandsríki fullvalda lýð- velda“. Gro Harlem Brundtlandt lýsir yfir ánægju með samning Norðmanna og ESB Býr sig undir tvísýna þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmenn og ESB hyggjast stöðva óæskilegar veiðar í Smugunni Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgnnblaðsins. GRO Harlem Brundtland lýsti því yfir í gær að með aðildarsamningi sínum við Evrópusambandið (ESB) hefðu Norðmenn tryggt sér yfirráða- réttinn yfir auðlindum sínum í framtíðinni. Um það er þó hart deilt í Noregi. Undirbýr norska stjórnin sig nú undir erfiða baráttu til að tryggja samningnum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður að öllum líkindum í nóvember. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, sagðist vera ánægður með samninginn, en hann var lengi vel yfirlýstur andstæðingur ESB-aðildar. Fagnar Olsen sérstak- lega óvæntum loforðum ESB um að veita Norðmönnum aðstoð við stöðva óæskilegar veiðar í Smugunni í Barentshafi. Leyfilegt að flengja börnin London. Reuter. DAGMÆÐUR mega flengja óstýrilát börn í þeirra umsjá að því er dómstóll í London úrskurðaði í gær. Niðurstað- an var harðlega gagnrýnd af andstæðingum líkamlegra refsinga. Dagmóðir í London, Anne Davis, fagnar hins vegar sigri. Hún höfðaði prófmál þegar sveitarstjórn Sutton í suður- hluta borgarinnar svipti hana dagmóðurleyfi er hún neitaði að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hún héti því að beita skjólstæðinga sína aldrei hörðu. Davis sagði niðurstöðuna ekki jafngilda leyfi til að flengja eða löðrunga börn. Hún myndi ekki leiða til aukins ofbeldis. Aðeins væri viðurkenndur rétt- ur foreldra til þess að ákveða sjálfir hvaða aga synir þeirra og dætur skyldu sæta. Olsen telur að Norðmenn hafi náð eins miklu fram og mögulegt var í samningnum og að engin niðurlæg- ing felist í því að gefa eftir stjóm fiskveiða norðan 62. breiddargráðu eftir 1. júlí 1998. Auk þessa urðu Norðmenn að láta undan kröfum Spánveija um meiri kvóta til að samningar næðust, 2.500 tonn um- fram það sem fólst í EES-samkomu- laginu. Norðmenn viðhalda samning- um sínum við Rússa um Barentshaf í þijú og hálft ár en þá tekur ESB einnig þátt í þeim. Eiskútflytjendur fögnuðu í gær fréttum af samningnum við ESB. Sagði Geir Andreassen, formaður Landsambands fiskútflytjenda, að samningurinn fæli í sér mikla mögu- leika í markaðsetningu á norskum fiski, þar sem Norðmenn fengju fijálsan markaðsaðgang fyrir fisk frá fyrsta degi. Andreassen kvaðst þó ósáttur við að Norðmenn yrðu að sætta sig við þriggja ára aðlögunar- tíma fyrir átta fisktegundir sem ekki njóta algers tollfrelsins samkvæmt EES-samningnum. Fullkominn samningur fyrir ESB-andstæðinga Norges Fiskarlag, stærstu hags- munasamtök . í norskum sjávarút- vegi, sögðu samning Noregs og ESB verri en þau hefðu óttast að raunin yrði og norskir sjómenn eru einnig afar ósáttir. Sagði Káre Ludvigsen, formaður Sjómannafélagsins í Tromsa, hann fullkominn fyrir and- stæðinga ESB-aðildar, því hann sé svo slæmur að það hljóti að reynast ríkisstjórninni illmögulegt að fá þá sem ekki hafa gert upp hug sinn, til að samþykkja aðild að ESB. Ludvig- sen var ómyrkur í máli um hlut sjáv- arútvegsráðherrans sem hann sagði myndu fá það óþvegið er hann kæmi til Noregs. Aðrir sjómenn taka enn sterkar til orða og segja Olsen hafa svikið Norður-Noreg. Þá óttast sjó- menn einnig að ákvæði samningsins um að aðilum í ESB-löndum verði heimilað að kaupa norsk skip og þar með kvóta eftir þriggja ára aðlögun- artíma, verði til þess að kvótinn fær- ist á hendur útlendinga. Sjálfstæði Noregs í hættu Viðbrögð stjórnmálamanna voru misjöfn. Torbjorn Jagland, þing- flokksformaður Verkamannaflokks- ins, sagði samninginn góðan og taldi engin vandkvæði á því að sannfæra kjósendur um ágæti hans. Þá kvað Jagland það sérstaklega mikilvægt að Norðmenn og ESB hygðust beij- ast sameiginlega gegn óæskilegum veiðum í Smugunni. Anne Enger Lahnstein, formaður Miðflokksins, sem hefur barist harðast gegn ESB- aðild, sagði að um sjálfstæði Noregs væri að tefla. Samningurinn væri slæmur í mörgum mikilvægum atrið- um, ekki síst þeim að Norðmenn misstu yfirráðarétt yfir fiskimiðun- um. Sjá viðbrögð íslenskra ráða- manna á baksíðu og fréttir á bls. 26, 27 og 31. Keuter Dýr myndi Pavarotti allur HINN heimsfrægi óperusöngvari Luciano Pavarotti brosir breitt við kom- una til Manila á Filippseyjum í gær þar sem hann hyggst syngja á tón- leikum á föstudag. Hart hefur verið deilt á tónleikahaldarana þar sem miðaverðið hefur rokið upp úr öllu valdi. Eru sæti á besta stað seld á 1.000 dali, um 72.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.