Morgunblaðið - 17.03.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.03.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 23 — NÝBÝLAVEGUR ~ t ' Jöfur Toyota DALBREITO AUÐBREKKA SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN milliliðalaus viðskipti Opiöallavirka daga frá kl. 9-7 8, laugardagakl. 10-14. Póstsendum um allt land Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, sími 45800 viðskiptaháttum með notaða bíla Morgunblaðið/Kristinn Mysubrauð komið á markaðinn HÚSIÐ á sléttunni í Hveragerði hefur hafið framleiðslu á mysu- brauði. Brauðið er hveraeldað í 15 klst og er auðugt af trefjum. Engum rotvarnarefnum og litarefnum er bætt í brauðið en geymsluþol þess er 15 dagar í kæli og 5 dagar í brauðskáp. í mysubrauði er ekki hvítt hveiti og engum sykri bætt í það. Sjávar- salt er notað í brauðið og þar af leiðandi er það natríumfrítt. ■ Kaffibarinn í Kringlunni Morgunblaðið/Júlíus Kaffibarir í allar Hagkaupsverslanir ÞESSA dagana er verið að setja upp kaffibari í verslanir Hag- kaups. Hægt verður að kaupa sérvaldar og brenndar sælkerakaffi- baunir og fá þær malaðar á staðnum. Búið er að setja upp kaffibar í Kringlunni og er boðið upp á sex tegundir af sérvöldum sælkera- kaffibaunum. Tegundirnar eru: Colombía-baunir, Guatemala-baun- ir, Java Boengie-baunir, Kenya- baunir, Mokka sælkerabaunir og svokallaðar Santos fancy-baunir. Allar tegundirnar eru seldar í 250 Hátt í tvö hundruð prósenta verðhækkun á agúrkum í GÆR kostaði kílóið af innflutt- um agúrkum 149 krónur í Bónus og í Hagkaup var kilóið á tilboði á 159 krónur. Um helgina verður kílóið af agúrkum komið í rúm- lega fjögur hundruð krónur ef ekki meira. Hækkunin nemur hátt á annað hundrað prósentum. Hoilensku agúrkurnar eru að klá- rast og þar sem innflutningur er ekki lengur leyfilegur verða íslenskar agúrkur á boðstólum í.þessum versl- unum eftir helgi. Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna kostuðu íslenskar agúrkur í heildsölu í gær 370 krónur kílóið með virðisaukaskatti. Ekki var búist við að verðið ætti eftir að lækka á næstunni. Það þýðir að kílóíð af íslensku agúrkunum mun kosta um og yfir fjögur hundruð krónur út úr búð eftir helgi. Hversu lengi íslensku agúrkurnar verða seldar á fimmta hundrað kíióið fer eftir eftirspurn. Það má minna á að síðastliðið sumar gáfu Hagkaups- menn viðskiptavinum um sjö tonn af íslenskum agúrkum og þá fór kíló- verðið niður í nokkrar krónur. ■ grg gramma pokum og er um tvo verð- flokka að ræða. Colombia-, Guate- mala-, Mokka-, og Santos-baunir eru seldar á 199 krónur pakkinn en Java-, og Kenya-baunirnar á 219 krónur. Viðskiptavinurinn getur malað kaffið á staðnum eða tekið baunirnar með sér heim og malað þar. Boðið er upp á þijár tegundir af mölun, fínmalað, milligróft og gróft. Ekkert aukagjald er tekið fyrir mölun. Stefnt er að því að hafa alltaf á boðstólum sex til átta tegundir af baunum og verður reglulega skipt út tegundum fyrir nýjar. Kaffið er flutt inn af Rydens- kaffi hf. en Múlalundur, vinnustofa SIBS, sér um að pakka baunum í neytendaumbúðir. ■ „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu á vafasömum viðskipta- háttum með bíla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda. Aðallega segir hann brögð að því að fólk vísi ekki fram gildum pappírum í bílaviðskiptum. Meira er um það nú en áður að kílómet- rastaða bíla sé löguð til og of oft er ekki sagt frá ef bílar hafa lent í tjóni eða ef um aðra leynda galla er að ræða. Nauðsynlegt að kanna ferilskrá bílsins Runólfur vill brýna fyrir kaup- endum að fara í gegnum alla pappíra og ferilskrá bílsins sem kaupa á. „Það er ekkert að því að hringja í bankastofnanir og kanna pappíra, ekki síst hvort víxlar eða skuldabréf séu í raun undirskrifuð af þeim aðila sem gefinn er upp á pappírnum. Það hefur færst í vöxt að menn fari í þjóðskrá og falsi undirskrift grandalausra borgara.“ Runólfur segist þessa stundina vera með á borðinu hjá sér mál þar sem ung hjón keyptu svokall- aðan „konubíl“. Bíllinn sem var þriggja ára var ekinn innan við þijátíu þúsund kílómetra. Eftir að hafa átt bílinn í stuttan tíma kom á daginn að tímareimin var farin og vélin hékk náriast á engu. Fer- ill bílsins var kannaður og kom þá í ljós að síðasti kaupandi bíls- ins var kona og þannig hafði bíll- inn fengið á sig nafnið „konubíll". Hinsvegar voru fyrri eigendur sjö talsins og tvö tryggingarfélög sem einnig höfðu átt bílinn. Bílasalinn firrti sig allri ábyrgð og eigandinn á undan ungu hjónunum vissi heldur ekki sögu bílsins. „Það verður aldrei brýnt of oft fyrir fólki að fara varlega í bílaviðskipt- um, sérstaklega á meðan ábyrgð bílasala er engin.“ Stutt í að ábyrgð bílasala verði aukin? Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um ábyrgð bílasala. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu bílasalar þurfa að sýna feril- skrá með bílnum og leggja fram visst tryggingargjald til að mæta áföllum sem kunna að verða. Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið á þingi og Runólfur telur að þess sé líklega ekki langt að bíða að það fari í gegn. „Þá verða bílasalar annað og meira en ábyrðarlausir milliliðir í bílavið- skiptum." ■ grg Viö bjóðum okkar þjóökunna en viö saumuðum fyrir Karnabæ og fleiri. Gott úrval, gott verð, vönduð efni. Íslenskt-Já takk Stakir jakkar frá kr. 7.500 Buxur frá kr. 3.900 Skyrtur frá kr. 1.990 Bindi frá kr. 1.290 Slaufur frá kr. 1.090 Hbí Aukning á vafasömum UNDANFARNA mánuði hefur fólk í bílaviðskiptum í auknum mæli leitað til Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna svika sem það telur sig hafa orðið fyrir í bílaviðskiptum. TILBOÐ VIKllNAR HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.