Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Málað tré Myndlist Bragi Ásgeirsson Mótunarlistamaðurinn Guðjón Ketilsson, sem undanfarnar vikur hefur verið með sýningu í menning- armiðstöðinni Gerðubergi, telst hafa verið áberandi á sýningavett- vangi á undangengnum árum. Ekki þó fyrir stórar og viðamiklar sýn- ingar heldur sérstæða meðhöndlun efniviðarins handa á milli, en hann er oftast tré sem hann sker út, mótar og málar síðan. Oftar en ekki eru þetta höfuð sem flest smáatriði vantar á sem tilheyra venjulegu fólki, en búa yfir einhveijum innri óskiigreindum og bældum tjákrafti. Hin seinni ár hefur hann víkkað sköpunarferlið og farið út í mótun margvíslegra óhlutlægra formana og styðst þá að mestu við hugar- flugið eitt og eru slíkir hiutir uppi- staðan í sýningu hans að Gerðu- bergi. Það sem maður rekur augun í við skoðun myndverkanna, er hve handverkið er traust og hnitmiðað og þannig er leit að jafn meðvituð- um og markvissum vinnubrögðum meðal fslenzkra rýmislistamanna. Og á bak við hvert einasta verk er sérstök myndhugsun, en út- færslan er þessleg að maður skynj- ar jafnan höfundinn að baki þeirra. Á þessari sýningu er þannig varla hægt að benda á verk sem sem ekki höfðar á einhvern hátt til formrænna kennda, sem eru fyrst og fremst listamannsins. Ljóst má vera að Guðjón hefur Guðjón Ketilsson þá sérstöðu meðal íslenzkra rým- islistamanna, að hann skynjar formin á milli handanna og upplifir þau og lætur ekkert verk frá sér fara fyrr en það stenst listrænar kröfur hans. Þetta er að verða fá- gætur eiginleiki á dögum er rýmis- listamenn eru ískyggilega farnir að nálgast hönnunarsviðið og hugsa meira í efnum og fræðilegu innihaldi en formrænni fegurð og skynrænni útfærslu. Það er mikill léttir að koma á sýningu þar sem rúmtak, handverk og formræn kennd haldast í hendur, magna hvert öðru Iíf sem fæðir svo af sér hrifmikla myndræna svörun. Sýning Guðjóns Ketilssonar stendur til 20. marz. Öperutónleikar í Söngskólanum Hluti af námi söngnemenda er að vinna óperuatriði, sam- söngsatriði ýmis, allt frá dúett- um upp í heilar senur og jafn- vel heilu óperuhlutverkin. Við Söngskólann í Reykjavík er starfrækt sérstök óperudeild fyrir nemendur á efri stigum. Deildin hefur undanfarin ár ýmist sett á svið óperuþætti, eða heilar óperur. Af heilum óperum má nefna Ástardrykkinn og Ritu eftri Doniz- etti, Orfeus í Undirheimum eftir Offenbach og Ráðskonuríki eftir Pergolesi. Þá hafa verið fluttir þættir úr Brúðkaupi Figaros og Cosi fan tutte eftir Mozart, Kátu konunum í Winsor eftir Nicolal, Hans og Grétu eftir Humperdinck o.fl. Vikan 12. til 20. mars er „Menn- ingarvika BÍSN„ Bandalag ísl. sérskólanema, og munu nemendur í óperudeild Söngskólans af því tilefni halda óperutónleika fímmtudaginn 17. mars kl. 20 í tónleikasal Söngskólans á Hverfis- götu 44. Þar verða flutt atriði úr: Ráðs- konuríki eftir Pergolesi, Orfeusi og Evrdísi eftir Gluck, Töfraflaut- inni og Brúðkaupi Fígaros eftir Mozart, Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, Rigoletto eftir Verdi, Ævintýrum Hoffmans eftir Of- fenbach, Lakmé eftir Delibes, Carmen eftir Bizet, Évgení Ónegín eftir Tsjækovsky, Hans og Grétu eftir Humperdinck og Porgi og Bess eftir Gerswin. Söngvamamir sem koma fram á tónleikunum em: Aðalheiður Magnúsdóttir, Arndís Halla Ás- geirsdóttir, Berglind Jónsdóttir, Bima Helgadóttir, Bjarni Thor Kristinsson, Eyrún Jónasdóttir, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Guð- rún María Finnbogadóttir, Harpa Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, Kristbjörg Karl Sól- mundsdóttir, Kristín Guðmunds- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Kristján Helgason, Linda Ásgeirs- dóttir, Margrét Sigurðardóttir, Nanna María Cortes, Olafur Kjart- an Sigurðarson, Rein Korshamn, Sigríður Aðalsteínsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Þóra Björnsdóttir og Örn Guðmundsson Undirbúning og leiðsögn önnuð- ust Garðar Cortes og Iwona Jagia, en jafnframt hefur Agnes Kris- tjónsdóttir unnið hreyfingar og jafnvel dans við nokkur atriðin. Undirleik á tónleikunum annast Iwona Jagia. Aðgangur er öllum heimill með- an húsrúm leyfir og er ókeypis. Kammersveit Reykjavíkur Fimmtu tónleikar sveitarinnar Allt 1 iárnum á iólavertið /4-5 HLIÓMFLÖTUK: r^T^tvöföldun veltu á 3 5 árutn/fr__ IBIia: láwstraust 25 rfKJa 1*3 FIMMTU og síðustu tónleikar á 20. starfsári Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Ás- kirkju sunnudaginn 20. mars og hefjast kl. 17. Eins og á fyrri tónleikum vetrar- ins rifjar Kammersveitin upp liðin ár og að þessu sinni verða á efnis- skránni þijú verk: Sextett fyrir strengi í B-dúr op. 18 eftir J. Brahms, Serenaða eftir A. Casella og Oktett fyrir blásara eftir I. Strav insky. Stjórnandi í oktettnum verð- ur Bemharður Wilkinson. Hljóðfæraleikarar á þessum tón- leikum verða: Sigrún Eðwaldsdóttir fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Ásdís Valdimarsdóttir víóla, Svava Bern- harðsdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Inga Rós Ingólfs- dóttir selló, Hallfríður Ólafsdóttir fláuta, Einar Jóhannesson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson fagott, Rúnar H. Vilbergsson fagott, Eirík- ur Örn Pálsson trompett, Ásgeir H. Steingrímsson trompett, Oddur Bjömsson básúna og Sigurður Þor- bergsson básúna. í hléi verður tónleikagestum boð- ið upp á afmæliskaffi í safnaðar- heimili Áskirkju og gefst einnig kostur á að skoða sýningu með myndum og efnisskrám úr 20 ára sögu Kammersveitar Reykjavíkur. Fylgstu meb á fimmtudögum! Vibskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr vibskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars meb verðbréfamörkubum, bflaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir abilar um málefni sem tengjast tölvum og vibskiptum. - kftmtl málsml fM Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. Allt til rafsuðu = HÉÐINSM = VERSLUN SEUAVEGI 2 SlMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.