Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 37 Iþróttafréttamenn * Utreiðartúr með íþróttamamii ársins _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson íþróttafréttamenn brugðu undir sig betri fætinum og fóru á hestbak í síðustu viku, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi. Tildrög útreiðartúrsins voru hinsvegar þau að nokkrir hestamenn tóku sig saman og buðu þeim til útreiða í tilefni af kjöri Sigurbjörns Bárðarson- ar sem íþróttamanns ársins, sem að sjálfsögðu fór með í túrinn. íþróttafréttamenn þóttu sýna mikla dirfsku og þor þegar þeir völdu Sigurbjörn í þetta heiðurs- sæti því að með örfáum undan- tekningum hafði enginn þeirra nokkuð vit á hestamennsku sem íþrótt en fæstir þeirra fjalla um þessa göfugu íþrótt í sínum miðli. En þeir sýndu ekki minna áræði þegar 11 þeirra mættu í hesthús Sigubjöms sl. föstudag því enginn þeina kunni neitt til þess háttar reiðar sem þar skyldi fara fram að einum undanskyldum þó. Áður en þeim var hleypt út úr reiðskálanum fengu þeir kennslu hjá Sigurbimi og nokkmm valin- kunnum hestamönnum í því hvern- ig skyldi höndla gripina þannig að nokkur ánægja og gleði fengist út úr samskiptunum við jóana í stað ótta og kvalar af hugsanlega snöggri viðkomu við fósturjörðina. Bytjað var á feti og farið í taum- hald og fótaburð knapanna sem var býsna fjölbreyttur í upphafi en allir tóku þeir tilsögn vel og leit þetta nokkuð vel út eftir tveggja hringa reið á feti. Þá gaf Sigurbjöm skipun um að nú skyldi skipt yfir á hægt og settlegt tölt sem allir gerðu en bara rétt til að byija því hægt og sígandi tóku jálkarnir völdin og jókst hraðinn stig af stigi og mátti víða sjá skelf- ingarviprur á andliti knapanna. Þeir huguðu leyfðu sér þó að kalla: „Hvar í helv ... er bremsan á þess- um?“ Eitt augnablik mátti sjá reið- kennarana bera hönd fyrir augun og hrista höfuðið vonleysislega þegar knaparnir voru komnir í eina kös sem þeyttist hring eftir hring um salinn. Einhvemveginn tókst þó að hægja á hópnum og fljótlega var opnuð hurðin á salnum og farið með hópinn út í óvissuna. En und- ir ömggri stjórn Sigurbjöms og aðstoðarmanna hans tókst þó að halda hópnum saman og ríða fet fyrstu tvo kílómetrana, vom þá allir byijendumir orðnir heldur Morgnnblaðið/Valdimar Kristinsson Áður en haldið var út í óvissuna stilltu hestamennirnir sér upp fyrir ljósmyndara, en þeir eru, frá vinstri talið: Sigurbjörn Bárðarson, Guðmundur Hilmarsson, DV; Jón Kristján Sigurðsson DV; Adolf Ingi Erlingsson, RÚV; Skapti Hallgrimsson, Steinþór Guðbjartsson, Valur Jónatansson, Stef- án Stefánsson og Frosti Eiðsson, allir á Morgunblaðinu, þá Samúel Örn Erlingsson, RÚV, og Skúli Unnar Sveinsson, Morgunblaðinu. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur“. Skapti á Morgunblaðinu tilbúinn í túrinn eftir örstutta kennslustund hjá íþróttamanni ársins. Það er ekki sama hvemig haldið er í tauminn og fær Guðmundur á DV aðstoð Sigurbjöms til þess að allt fari sem best í þeim efnum. óþreyjufullir og töldu sig orðna færa í flestan sjó og því skipt í annan gír, sem heitir hægt tölt á máli hestamanna. Smátt og smátt óx bæði kjarkur og þor knapanna eftir því sem lengra leið á reiðtúr- inn og á heimleið var komið eðli- legt litaraft á andlit þeirra og heyra mátti spurt hvort ekki ætti nú að hleypa einn góðan sprett áður yfir lyki. Þegar til baka kom reyndist nokkrum vandkvæðum bundið að koma knöpunum af baki enda margar æsispennandi upp- götvanir verið gerðar síðustu þtjá stundarfjórðungana og kominn galsi í mannskapinn. Menn voru sem sagt ekki tilbúnir að hætta svona fljótt. Þó fór það nú svo að allir losnuðu farskjótarnir við byrð- ina og gengið var til skála og þess- um nýknöpum boðnar veitingar. Var þar rætt um hversu stórkost- legt það væri nú að komast á bak góðum hesti og ekki laust við að eitthvað væri farið að ræða hesta- viðskipti. Mátti heyra í öllu skvaldr- inu þegar einhver íþróttafrétta- mannanna spurði einn hestamann- inn hvort hann væri tilbúinn að taka eins og eitt golfsett upp í hestinn sem um var rætt. Ekki fór á milli mála þegar fréttamennirnir kvöddu íþróttamann ársins að þeir voru sannfærðir um að rétt hafi verið valið í kosningu þeirra fyrir áramótin og nú er að sjá hversu margir verða komnir með bakter- íuna að ári liðnu eftir þennan ör- lagaríka útreiðartúr sem allir virt- ust skemmta sér hið besta í. Ny safnplata Ace Of Base All That She Wants Borgardætur Margir bjórar Depeche Mode I Feel You Sigríöur Guönadóttir Er hann birtist Bitty McLean It Keeps Rainin' (Tears From My Eyes) Stef án Hilmarsson Freddie Mercury Living On My Own Nýdönsk Hunang Radiohead Creep Todmohile Stúlkan Z Unlimited Ho Limit GCD Sumarið er tíminn Lenny Kravitz Are You Gonna Go My Way SSSól Nostalgía Haddaway What Is Love? Jet Black Joe & Sigríður Guðnadóttir Freedom Jet Black Joe You Ain't Here Bubhi Það er gott að elska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.