Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 43

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 43 Þrjár brosmildar, Linda Pétursdóttir fegurðardrottning, Sissa Ijós myndari og Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari. Meðal gesta voru Kolbrún Olafsdóttir verzlunarmaður, Reymr Knstinsson kaupmaður, Johannes Ara- son þjónn, Simbi hárgreiðslumeistari, Viktor Urbancic bílasali og Gunnhildur Ulfarsdóttir flugfreyja. VEITINGAHUS Fastagest- um boðið til veizlu Café Ópera er með vinsælli veit- ingahúsum borgarinnar. Einu sinni á ári er nýr matseðill tekinn í gagnið og er þá fastagestum stað- arins boðið til veizlu. A sunnudag- inn var nýr matseðill fyrir næsta ár kynntur og var fjölmenni þar samankomið. Á matseðli Óperu er hægt að velja um 80 rétti, og að sögn Váls Magnússonar framkvæmdastjóra er þar að finna allar tegundir af mat. „Ýmsum hefur þótt þessi mat- seðill viðamikill en við gætum þess að hafa ætíð nægt hráefni til stað- ar og höfum því ráðið vel við þetta,“ segir Valur. Stóri matseðillinn er aðallega fyrir íslendinga en erlendum ferða- mönnum stendur einnig til boða Morgunblaðið/Sverrir Þeir eru við stjórnvölinn á Café Óperu, Hilmar Siguijónsson yfirkokk- ur, Valur Magnússon framkvæmdastjóri og Jóhann Jóhannsson veit- ingastjóri. minni matseðill, þar sem áhersla er lögð á fiskrétti og lambakjöt. Að sögn Vals hafa pantanir fyrir erlenda hópa næsta sumar aldrei verið fleiri í sögu veitingahússins. Nú þegar eru t.d. allir sunnudagar og þriðjudagar milli kl. 18 og 20 upppantaðir mánuðina júní, júlí og ágúst. „Markaðsstarf erlendis hefur skilað sér mjög vel,“ segir Valur. SIEMENS FRYSTISKAPATILBOÐ! 20% verðlækkun á frystiskápum GS 21 B02: 170 I nýtanlegt rými Stgrverð áður: 68.355 kr. Stgrverð nú: 54.684' kr. GS 26 B02: 210 l nýtanlegt rými Stgrverð áður: 73.005 kr. Stgrverð nú: 58.404 kr. Takmarkað magn. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluhörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörður: Rafvélaverkst. Áma E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvlk: Stefán N. Stefánsson Höfn I Hornafiröi: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði VSIjir þú endingu og gæéi< velur þú SIEMEIUS 1944 1994 Lýðveldi íslands 50 ára Það kemur fram í Morgunblaðinu 13. júní 1944 að þann 12. júní hafi verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þeim Asgeiri Ásgerissyni (síðar forseta), Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess efnis að taka Hótel Borg leigunámi í eitt kvöid, þann 18. júní, til þess að fagna stofnun lýðveldis fslands. Þetta var gert vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í á þeim tíma. Framvaipið var samþykkt í báðum deildum samdægurs og afgreitt sem lög frá Alþingi og veislan haldin með pompi og prakt. Á þessu ári 1994 era liðin 50 ár síðan þetta átti se'r stað. Við á Hótel Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis íslensks lýðveldis upp á sérstakan afmælis- matseðil, þar sem tveggja rétta máltíð kostar aðeins 1944 kr. (forréttur og aðalréttur) og eftirréttur 50 kr. Það er matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna af sinni alkunnu snilid. Opið öll kvöld í Gyllta sal og Pálmasal, l.vðvddisinatseðill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottuiauk Steikt lambafile' með röstikartöflum og snjóbaunum kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Alh. Eftirréttur tí 50 kr. aðeins með tilboði Borðað í Gyllla sal - slappað af í Púlmasal Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðcins ein Ilótcl Borg llólcl llórg símar 11440 og 11247

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.