Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 33 ekki fyrir varðandi hlutdeild villtra laxa í afla hafbeitarstöðvarinnar, en bráðabirgða niðurstöður benda til að magnið sé mjög lítið og sennilega innan marka eðlilegrar villu á laxi milli vatnasvæða. Huglæg tala höf- undar um 5% hlutdeild villtra laxa í afla stöðvarinnar er því ábyrgðar- laus, þar sem hún er síðan notuð til að reikna út útrýmingarhættu villtra laxa á svæðinu. Ástand laxastofna Ástand laxastofna hér á landi er almennt gott og ekki ástæða til að ætla að annað gildi um Breiðafjarð- arár en aðrar ár landsins, enda er ekki hægt að lesa slíkt út úr veiði- skýrslum. Hins vegar þurfa hags- munaaðilar í veiðimálum að vera vel vakandi gagnvart vaxandi netaveiði á laxi í ýmis konar búnað sem upp- runalega var ætlaður til að veiða aðra fiska, svo sem þorsk, ýsu og rauðmaga. Hér þurfa veiðiréttareig- endur og hafbeitaraðilar að snúa bökum saman og breyta vörn í sókn, og er þetta að mínu mati mun alvar- legra vandamál, heldur en það mál- efni sem áðurnefndir aðilar deila nú um. Rétt er að leggja áherslu á það að fiskrækt í ám og hafbeit eru angar af sama meiði og styðja hvorn annan upplýsingalega séð. Þannig má gera ráð fyrir því að viðamiklar rannsóknir vegna hafbeitarstarfsemi á undanförnum árum komi til með að stuðla að betri árangri í ræktun- artilraunum í ám þegar fram líða stundir. Laxveiðar í sjó Höfundur gerir að umræðuefni nokkrar lagnir við Vesturland sem veitt hafa sérlega vel, einkum eftir að hafbeit óx fiskur um hrygg. Und- irritaður tekur undir þau sjónarmið að æsklegt hefði verið að öll lax- veiði í sjó væri af lögð. Hér er hins vegar um löglegar lagnir að ræða sem ekki verða lagðar af nema með frjálsum samningum við viðkomandi veiðibændur. Eðlilegast væri að nærliggjandi veiðifélög og hafbeita- raðilar sem mestra hagsmuna eiga að gæta samkvæmt rannsóknum hefðu frumkvæði að því að leysa lagnirnar til sín. Lokaorð Hér hefur aðeins verið reynt að svara í sem stystu máfi því helsta sem fram kom í áðurnefndri grein. Vandséð er hvort slík greinarskrif þjóna hagsmunum þeirra aðila sem til er ætlast. Blaðaskrif af þessu tagi valda hugsanlega tortryggni gagnvart veiðum í ám í Dalasýslu og geta þannig haft ómakleg áhrif á markaðsmál ánna. Eins og áður var sagt er ekkert sem bendir til að veiðin á því svæði hafi verið rýrari heldur en á öðrum svæðum, og reyndar varð aukning í veiði meiri í Dalasýslu sumarið 1992 heldur en annars staðar á Vesturlandi. Stað- festir það eldri upplýsingar um að hafbeitarstöðvar hafi oftar gefíð af sér laxa í ár heldur en öfugt, þó sumir telji slíkt óæskilegt. Undirritaður vill hvetja veiðirétt- areigendur og hafbeitaraðila á svæð- inu til leysa sín deilumál hið fyrsta og hafa síðan samflot um lausn sam- eiginlegra vandamála varðandi ólög- legar sjávarveiðar á laxi bæði hér við ströndina og í úthafinu. Gildir þar svo sannarlega orðtakið „Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föll- um vér“. Leggja þarf áherslu á að efla veiðieftirlit með ströndum fram, stuðla að innlausn löglegra laxa- lagna í sjó og styðja það framtak sem staðið hefur að kaupum á kvót- um við Færeyjar og Grænland. Þannig skilar okkur best fram á veginn. Höfundur er veiðimálastjóri. STOROPNUN Síðan 1850 hafa LEVIS gallabuxurnar verið leiðandi á markaðnum. Nú opnum við „original" LEVIS búð sem hælir framleiðslu okkar. Búð í sönnum LEVI'S anda. ViðopnuOumkl. lOídag. Láttu sjá þig. FJÁRFESTUM VITURLEGA 1 v I I I ! I I > 1 Levrs r r 30ARA ÍSLANDI LAUGAVEGI 37 - REYKJAVIK VANTAR LÆSILEGUR SYNINGARSALUR i EMMMinEl! ubaru st. árg. '90, 4wd, 5 gíra, ek. 71 þús. m, gulbrúnn, sk. mögul. Verö 930.000,-. azda 121 GLX, árg. '93, ek. 3 þús. km, 5 ra, blágrænn, sk. mógul. Verð 890.000,-. issan Sunny SLX, árg. '92, 5 gíra, ek. 45 þús. m, rauður, sk. mögul. Verð 930.000,-. :ord ExplorerXLT, árg. '91, sjálfsk., ek. 40 )ús. km, bílasími getur fylgt, sk. mögul. Verð 2.800.000,-. Toyota Corolla XL, árg. '88, lift back, sjálfsk., ek. aöeins 51 þús. km, steingrár. Verö 650.000,-. Renault 19 GTS, árg. '92, 5 gíra, ek. 18 þús. ■ km, hvítur, sk. mögul. Verð 850.000,-. Mazda E2000 pick up, árg. '93, 5 gíra, ek. 19 þús. km, sk. mögul. Verð 1.090.000,-. Toyota Hiace 4x4, árg. '93, diesel, ek. 16 þús. km, 5 gíra, sk. mögul. Verð 1.930.000,-. Nissan Sunny st 4x4, árg. '91,5 gira, ek. 61 þús. “ km, blásanseraður, sk. mögul. Verð 1.040.000,-. ■ Nissan King Cab, árg. '90, 5 gíra, ek. 59 þús. I km, sk. mögul. Verð 1250 þús. Toyota Landcruiser, árg. '85, diesel, langur, ek. jj 240 þús. km, 5 gíra, sk. mögul. Verö 1150 þús. Toyota Corolla, árg. '88, SL sedan, sjálfsk., ek. • .116 þús. km, sk. mögul. Verð 630 þús. Mazda 323 LX, árg. '86, 3ja dyra, ek. 105 þús. ' km. Verð 320 þús. Honda Civic GL, árg. '88, 4ra dyra, ek. 90 þús. ■ km, 5 gíra. Verð 600 þús. J Renault Express, árg. '89 1.4 m.gluggum, ek. 76 ■ þús. km, 5 gíra. Verð 600 þús. MMC Galant, árg. '87, ek. 85 þús. km, 5 gíra, J sóllúga, mjög góður bíll. Verö 6 MMC Lancer GLX, árg. '89, 5 gíra, ek. 90 þús. ■ km, 4ra dyra, sk. mögul. Verð 690 þús. Toyota Hilux, árg. '87, EFI turbo, mikið breyttur ■ með húsi, sk. mögul. Verö 1100 þús. Lada Lux 1.6, árg. '90, ek. 42 þús. km, 5 gíra. I Verð 320 þús. Scout, árg. '74, mjög mikið breyttur. Verð 350 ■ þús. Tilboð. ! Toyota Corolla GLI, árg. '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. ■ 16 þús. km. Verð 1450 þús. Lada station, árg. 92, ek. 12 þús. km, 4ra gíra. ! Verð 490 þús. J Suzuki Swift GL, árg. '90, sjálfsk., ek. aöeins 18 ^ þús. km, 5 dyra, hvítur. Verð 650 þús. ■ Fjöldi góðra bfla á skrá, góö greiðslukjör. ! BÍLASALAN! BÍLFANG j HÖFÐABAKKA 9 I 112 REYKJAVÍK : © 91-879333 ?'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.