Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 27

Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 27 Reuter. Glaðir Norðmenn GRETE Knudsen, viðskiptaráðherra Noregs, var ánægð á svipinn er hún kom út af fundi samninga- nefnda Norðmanna og ESB í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel aðfaranótt miðvikudagsins. veiðiskip skráð í Noregi verða felldar úr gildi eftir þriggja ára aðlögunar- tíma. Norðmenn og ESB hafa aftur á móti gefið út sameiginlega yfírlýs- ingu um nauðsyn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fískveiðum. Telja Norðmenn að þeir geti komið í veg fyrir „kvótahopp" þar sem þessi yfírlýsing heimili þeim að setja skilyrði um að raunveruleg efnahagsleg tengsl séu milli skipa sem veiða kvóta ákveðins ríkis og ríkisins hvers landhelgi er veitt í. Ríkisstyrkir Norskur sjávarútvegur mun geta fengið styrki úr sjóðum ESB vegna uppbyggingar t.d. samgöngumann- virkja á borð við hafnir og vegna fjárfestinga í fiskeldi, fískiskipum og fískvinnslu. Smuguveiðar í fréttatilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu um físk- veiðisarrminginn segir að Norðmenn og ESB séu sammála um að vinna sameiginlega að því að stöðva óæski- legar veiðar í Smugunni í Barents- hafí. Eru Norðmenn og ESB sam- mála um að reyna verði að koma í veg fyrir löndun á slíkum afla. Gro ánægð Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra segist vera sannfærð um að samkomulagið sé norskum sjáv- arútvegi mjög hagstætt. Norðmönn- um hafí tekist að halda yfirráðarétt- inum yfír auðlindum sínum. „Nú geta Norðmenn sjálfír ákveðið hvort Norðmenn eigi að taka þátt í því samstarfi sem mun móta framtíð Evrópu. Við höfum gert það sem við gátum, náð samningi sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt Norðmanna. Við ráðum því hvort við tökum þátt í ESB-samvinnunni ásamt norrænum nágrannaþjóðum okkar. Við höfum mætt skilningi á þeirri kröfu okkar að ráða sjálf yfir náttúruauðlindum okkar og höfum náð góðu samkomu- lagi um landbúnaðar- og byggða- mál. Við höfum náð samningi sem tryggir búsetu, atvinnu og hagvöxt um allt land. Þannig getum við tryggt velferðina og varðveitt það besta sem í Norðmönnum býr. Nú er komið að norsku þjóðinni að ákveða framhaldið," sagði forsætis- ráðherranna er niðurstaða samn- ingaviðræðnanna lá fyrir aðfaranótt miðvikudagsins. Brundtland hafði ávallt lýst því yfír að það væri ekki fyrr en samn- ingsniðurstaða lægi fyrir að hún myndi taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. A blaða- mannafundi í gær sagði hún að þjóð- arhagsmunir væru tryggðir og því væri rétt að bera samkomulagið und- ir atkvæði þjóðarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær sú atkvæða- greiðsla verður haldin. Andstæðingar aðildar sögðu aftur á móti að samningamenn Norð- manna hefðu fórnað þjóðarhagsmun- um í Brussel og að sagan frá 1972 myndi endurtaka sig, er Norðmenn felldu aðildarsamning. „Þetta er vondur samningur. Baráttan mun snúast um það hvort Norðmenn halda áfram að vera til sem sjálfstæð þjóð eða hvort að þeir ætli að renna inn í eitthvað ríkjasamband," sagði Anne Enger Lahnstein, formaður Miðflokksins, næst stærsta stjóm- málaflokks Noregs. Sjálfstæði þjóðarinnar er sú rök- semd sem andstæðingar aðildar hamra mest á en Norðmenn fe'ngu sjálfstæði frá Svíum árið 1905. Þá var landið hemumið af Þjóðveijum í síðari heimsstyijöldinni. Bændasamtökin reið Norsku bændasamtökin for- dæmdu einnig aðildarsamninginn og sögð að ódýrar innfluttar landbúnað- arafurðir myndu flæða yfír Noreg og yrðu flestir norskir bændur líklega að leggja upp laupana í kjölfarið. Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, fagnaði því í gær að Norð- menn hefðu náð samningi við ESB og að þar með hefði gmnnur verið lagður að norrænni samvinnu innan sambandsins. „Það ber að óska Norð- mönnum til hamingju með góðan samning," sagði Bildt í yfirlýsingu. Bætti hann við að með þeim þremur aðildarsamningum Norðurlanda, sem nú hefði verið lokið, væri kominn grundvöllur fyrir því að norræn sam- vinna gengi í endumýjun lífdaga sinna. Fúlsað viðmálm- plötu Ósló. Frá J.G. Furuly, frcttaritara Morgunblaðsins. NORSKA fiskútflutnings- fyrirtækið Global Fish hef- ur borist all sérstæð kvört- un. Fulltrúar sölufyrirtæk- isins Kyokuyo í Japan eru æfir yfir því að tveggja sm löng málmplata hafi komist í gegnum gæðaeftirlit norska fyrirtækisins og ásamt síldinni lent á kvöld- verðarborði japanskrar fjölskyldu. Síldin hafði verið keypt heil í stórmarkaði í lok febrúar. Þegar hana átti að snæða var platan í skammti yngsta bamsins á heimilinu og mun- aði litlu að illa færi. Platan reyndist vera úr ryðfríu stáli og á hana skráð talnaröð. Norskir fískifræðingar segja síldina hafa verið merkta í Hommelvik í Þrándheimsfirði í ágúst 1980. Þeir urðu að gefa skýrslu um málið í kjölfar þess að æstir fulltrúar Kyoku- yo mættu í sendiráð Noregs í Tókýó með plötuna. u Skagfirskt söng- og skemmtikvöld á Hótel íslandi föstudagskvöldið 25. mars. Skemmtiatriði: Karlakórinn Heimir Stjórnandi: Stefán R. Gíslason. Undirleikarar: Tomas Higgerson, Jón Gíslason. Einsöngvarar: Björn Sveinsson, Einar Halldórsson, Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson. Skagfirska söngsveitin Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Undirleikari: Sigurður Marteinsson. Fjórir ungir skagfirskir einsöngvarar: Ásgeir Eiriksson, Helga Rósa Indriðadóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sigurjón Jóhannesson. Skagfirskur hagyrðingarþáttur Stjórnandi: Eiríkur Jónsson. Hljómsveit Geirmundar Vaitýssonar leikur fyrir dansi. Verð aðeins kr. 3.900,- Hatseðill Portvinsbœtt austuriensk sjávarréttasúpa med rjómatoþp og kavíar. Koníakslegið grísafiUe meðfranshrí dijonsósu, þarísarkartöflum, oregano, flamberuðum ávöxtum oggljáðu grcenmeti. Konfektís með piparmyntuperu, kirsubetjakremi og rjómasúkkulaðisósu. HOm liVMNL) Miða- og borðapantanir í síma (91) 687111 alla virka daga frá kl. 13-17. Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands • • Oryggið í hættu vegna fjársveltis Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, varaði við því í gær að rússneski herinn væri í svo miklu fjársvelti að hann gæti hvorki komið á nauðsynlegum umbótum né tryggt öryggi landsins. „Það er ekki hægt að saka okkur um að vera herskáir, við erum aðeins að biðja um lágmarksframlag," sagði Gratsjov á blaðamannafundi í Moskvu. Hann sagði að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir þetta ár, sem þingið á enn eftir að afgreiða, fengi herinn aðeins um helming þess fjár sem hann þyrfti. „Verði frum- varpinu ekki breytt verður ekki að- eins ógjömingur að koma á umbótum í hemum, heldur líka að tryggja ör- yggi Rússlands," sagði ráðherrann. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að herinn fái 37.100 milljarða rúblna (1.600 milljarða króna). Gratsjov sagði að yrði framlagið ekki aukið gæti herinn aðeins greitt fyrir fjórðunginn af þeim hergögnum sem hann hefði pantað. Það þýddi að stór- fyrirtæki í hergagnaiðnaðinum yrðu að segja upp milljónum starfsmanna og slíkt myndi valda mikilli ólgu í landinu. aukaljós með augljósa sérstöðu PIAA-aukaljósin tryggja betra útsýni og öryggi í myrkri og misjöfnum veðrum. Fyrir stílhreina hönnun og góða endingu hafa PIAA-aukaljósin áunnið sér viðurkenningu bílaáhugamanna og fjallafara hér heima og erlendis. PIAA-halogenperur fást með gulum og hvítum geisla í allar gerðir bíla. Hafðu öryggið að leiðarljósi - fáðu þér PIAA! á) IBWBIIHIhI HEKLA Varahlutaverslun - sími 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.