Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 17 Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og sr. Baldur Vilhelmsson Þingeyri Sr. Kristinn settur inn í embætti Þingeyri. VIÐ guðsþjónustu í Þingeyrar- kirkju 13. mars sl. var sr. Kristinn Jens Sigurþórsson settur inn í embætti sóknarprests í Þing- eyrarprestakalli af sr. Baldri Vil- helmssyni, prófasti ísafjarðar- prófastsdæmis. Sr. Kristinn útskrifaðist sem guð- fræðingur frá Háskóla íslands á sl. ári og var vígður til Þingeyrarpresta- kalls í Dómkirkjunni þann 20. febrú- ar sl. af herra Ólafi Skúlasyni. Kona Kristins er Hjördís Stefáns- dóttir frá Sauðárkróki og eiga þau tvær dætur. - Helga. -----»-».♦..— Hjálpræðisherinn Biskup Is- lands talar á samkomu SAMKIRKJULEG bænavika stendur nú yfir í Reylqavík og verður kvöldsamkoma á Hjálp- ræðishernum kl. 20.30 fimmtu- daginn 17. mars. Ræðumaður kvöldsins verður herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands. Hafliði Kristinsson, forstöðu- maður Fíladelfíusafnaðarins, les úr Davíðssálmum og flytur upphafsorð. Eric Guðmundsson, forstöðumaður Aðventsafnaðarins, les ritningarorð og flytur vitnisburð. Fulltrúi frá Kaþólsku kirkjunni les guðspjallið og flytur bæn. Lofgjörðarkór hvítasunnumanna syngur og auk þess verður mikill almennur söngur eins og alltaf er á Her. Samkomunni stjórnar Erlingur Níelsson, kapteinn. Allir eru vel- komnir á samkomur bænavikunnar. ar ekki svaraverðar, sem er auðvitað rétt í sjálfu sér. Verðbréfasalinn og hans líkar dæma sig sjálfir þegar þeir leggjast i þess konar lágkúru. Dekurdísir, frekjur og fitubollur ís- lands nenna ekki að ræða við ykkur á þessum grundvelli. í einfeldni okk- ar er krafan skýr og skýlaus; gagn- kvæm virðing á málefnalegum grunni. Hér með er skorað á verðbréfa- miðlarann að endurskrifa varnar- greinina með tilliti til þessa, svo hægt sé að lesa hana, því satt best að segja var frussið úr penna verð- bréfamiðlarans svo mikið í varnar- hluta greinarinnar að ekki var hægt að skilja vörnina til hlítar. I loka- kafla greinarinnar lætur verðbréfa- salinn af frussinu, en þá ber svo við að meint vörn snýst upp í gagnrýni á óskabam þjóðarinnar, Eimskip hf. Mér er það til efs að forráðamenn Eimskips standi kinnroðalaust að baki þessari „vöm“, eða kæri sig yfir höfuð um hana. Höfundur er viðskiptafræðingur. HVERS VEGNA AÐ KAUPA DÝRT LYF, ÞEGAR SAMSKONAR LYF BÝÐST MUN ÓDÝRARA? Enginn skyldi greiða meira fyrir vöru en nauðsynlegt er. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir greiða lyfln sín. Verðiagning og markaðssetning lyfja er fiókið mál sem ekki er auðvelt að átta sig á í fljótu bragði. í þessari auglýsingu er leitast við að skýra einn þátt sem miklu máii skiptir í verðlagningu iyfja. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum, frá mismunandi framleiðendum, eru þau iyf kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar lyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. Lyfm eru engu að síður talin jaftigild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmiega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta verið á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaidur. Læknirinn ber ábyrgð á lyfjagjöf til sjúklings. Hann ákveður ætíð hvaða lyfi hann ávísar. Með því að merkja(R)við tiltekið lyfjaheiti, ákveður læknirinn að eingöngu skuli afgreiða hið tiltekna lyfjaheiti til sjúklings. Merki læknir hinsvegar bókstaflnn(s)við lyfjaheitið, heimilar hann að sjúklingur fái afgreitt ódýrasta samheitalyfið. Læknar hafa því afar mikil áhrif á lyfjakostnað sjúklinganna, og ekki síður samfélagsins, þar sem hiutur þess er oftast mestur. Þetta vita læknar, þetta þarf almenningur líka að vita. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. Merki læknir bókstafinn (r) við iyfjaheiti á lyfseðli, fsfer sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAM.ÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN Kp RÍKISINS ©
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.