Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 4

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Ég hefði ekki viljað koma að ef þau hefðu ekki verið í beltum - segir Rúnar Kristinsson, sem bjarg- aði hjónum úr brennandi bíl á Fagradal MIKIÐ snarræði Rúnars Kristinssonar bifreiðastjóra og Hans Kjerulfs vörubílstjóra varð til þess að bjarga fjölskyldu, hjónum og tveimur börnum, úr fólksbíl eftir að vörubíllinn og fólksbillinn lentu hvor fram- an á öðrum í mjög slæmu skyggni á Fagradal í fyrradag. Hjónin, Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir og Þórir Traustason, voru flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og eru nú á Borgarspítala. Aðalheiður gekkst undir aðgerð í fyrradag vegna opins fótbrots og Þórir í gær, en börnin sluppu ómeidd, utan að þau voru kvörtuðu undan eymslum eftir togið í bílbeltunum. Fólksbíllinn festist undir vörubíls- húsinu og voru hjónin föst í framsæt- unum. Hans var með farsíma í vöru- bílnum og hringdi strax og bað um hjálp. Um leið og hann hafði komið hjálparbeiðni til skila gaf rafkerfi bílsins sig og síminn datt út. Hann náði börnunum út um rúðu á aftur- hurð, sem var föst, og kom þeim inn í vörubílinn. í sama mund kom Rúnar Kristins- son að slysstað ásamt Guðrúnu Karlsdóttur, konu sinni, á jeppabif- reið. Hann sagði að þá hefði gengið á með hríðarkófi en hann hefði strax gert sér grein fyrir að slys hefði orð- ið því um það bil tveimur bíllengdum frá slysstað hefði hann séð glerbrot. Hann hljóp strax út til að huga að hvað hefði gerst. Fyrsta hugsun hans var að reyna að hlúa að þeim í bíln- um því Hans sagði honum að hann væri búinn að hringja á hjálp. Honum virtust meiðsl hjónanna vera það al- varleg að hann vildi ekki hreyfa við þeim fyrr en hjálp bærist og náði í úlpur og fleira dót sem hann var með í bíl sínum og breiddi yfir þau. Blikkljósin forðuðu öðrum árekstri Hann hljóp síðan aftur að jeppan- um og setti blikkljósin á því honum var hugsað til áreksturs á Vestur- VEÐUR xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +4 sjókoma Reyk]avlk +2 skýjað Bergen 0 snjóél Helsinki 1 skýjað Kaupmannahöfn 1 haglél Narssarssuaq +18 skýjað Nuuk +16 5 I 6 Osló 4 hátfskýjað Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 0 snókoma Algarve 20 heiðskfrt Amsterdam 8 skúr Barcelona vantar Berlín 7 haglél Chicago +6 léttskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 7 skúr Glasgow 2 snjóél Hamborg 3 haglél London 9 skýjað LosAngeles 13 þokumóða Lúxemborg 5 skúr Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal 1 snjókoma NewYork vantar Orlando 17 skýjað Parls 10 skúr Madelra 17 léttskýjað Róm 16 skýjað Vín 8 rlgníng Washington 6 léttskýjað Winnipeg +7 heiðskfrt Rúnar Kristinsson ásamt konu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur, og dóttur- syni þeirra, Bjarna Rúnari Ingvarssyni. landsvegi fyrir nokkrum dögum þar sem ekið var aftan á bíl manns sem hafði numið staðar til að hjálpa fólki í öðrum bíl. Rúnar segir að það hafi staðið á endum, þegar hann var rétt búinn að kveikja ljósin bar að mæðg- umar Sigurbjörgu Sigurðardóttur og Oddnýju Gísladóttur. Þær sögðu Rún- ari að það hefði orðið þeim til happs að hann hefði verið með blikkljósin á jeppanum. Þegar Rúnar kom til baka kallaði Hans til hans að kviknað væri í fólks- bílnum en gat hafði komið á olíu- pönnu vörubílsins og olía rann undir bflana. Þá stökk hann til baka, náði í slökkvitæki og réðist að eldinum en náði ekki að slökkva hann áður en tækið var tæmt. Þá var ekki um ann- að að ræða en að reyna að ná fólkinu út og brutu Rúnar og Hans sér leið inn um afturhurðina í sameiningu. Rúnar braut niður bakið á farþega- sætinu og náðu þeir Hans að draga Þóri út og koma honum fyrir á göt- unni í nokkurri íjarlægð frá bflnum. Braut framsætin niður Nú gaus eldurinn upp aftur og þá fór Hans að huga að börnunum í vörubílnum og fór með þau yfir í bílinn til mæðgnanna. Rúnar sneri sér að því að reyna að ná konunni út úr bílnum. Hann hafði sama hátt- inn á og braut niður bílstjórasætið. Þá losnaði fljótt um Aðalheiði en Rúnar segir að það hafi verið hrika- legt að sjá hana, hún hafi verið með stýrið í fanginu og með fótinn skorð- aðan. „Ég náði að losa hana úr beltinu og sagði henni að bíta á jaxlinn, ég yrði að þrífa hana út. Ég gerði það og var kominn með hana rétt út yfir dyrakarminn þegar Hans kom. Hann tók undir hana með mér og við bárum hana yfir í jeppann þar sem ég lagði sætið niður og kom henni og síðan Þóri fyrir á gólfinu. Bilið akkúrat bílbreiddin Við lögðum síðan af stað til Egils- staða. Vörubíllinn stóð mjög skakkt á veginum og ég rétt komst framhjá honum. Á vegarkantinum var u.þ.b. eins metra hár skafl og síðan þver- hnípt niður. Bilið sem maður skaust þama framhjá var akkúrat bflbreiddin því ég fór utan í skaflinn og strauk vörubflinn. Þá var kominn mikill eldur og yfir á veginn þannig að við keyrð- um í gegnum eldtunguna. Mæðgumar komu með börnin beint á eftir okkur. Þegar við vorum komin svona þrjá kflómetra mætti ég lögreglunni. Ég var með farsíma en símaskráin hafði lent undir á gólfinu aftur í þannig að ég bað lögregluna að hringja á sjúkrahúsið og tilkynna að við værum á leiðinni. Ég sagði þeim líka að allt væri í björtu báli á slysstað þannig að kalia þyrfti á slökkvilið. Svo mætti ég sjúkrabílnum þegar við vorum komin um tvo kílómetra til viðbótar. Þar kippti ég upp lækni því ekki þótti ráðlegt að hreyfa við hjónunum aft- ur. Læknirinn talaði til þeirra á leið- inni og hughreysti þau en það var kominn kuldi í þau og þau skulfu mikið,“ segir Rúnar. Hans stóð sig frábærlega Rúnar segir að Hans hafi staðið sig frábærlega vel. Eftir að hann lagði af stað til Egilsstaða hafi Hans náð í slökkvitæki sem hann var með í vörubílnum og slegið á eldinn en hafí tæmt tækið áður en hann náði að slökkva hann og gaus hann því upp aftur. Þá hafi hann farið upp á vörubílspallinn og byrjað af tína af farminn sem voru stórir gaskútar. „Það hefði hver þungaviktarmaður getað hreykt sér af því að þeyta kútunum þama niður,“ segir Rúnar. Þegar lögreglumenn komu reyndu þeir að slökkva eldinn en tæmdu tækið áður en það tókst. Þá bar að annan lögreglubíl og náðist að slökkva eldinn með tæki úr þeim bfl. Bílbeltin björguðu Rúnar segist ekki í nokkrum vafa um að bflbeltin hafi bjargað lífi fólks- ins. Hann hefði ekki viljað koma að slysstað ef þau hefðu ekki verið í beltum. „Meiðsl þeirra eru smámunir miðað við það sem hefði orðið, hefðu þau ekki verið í beltum því bíllinn var svoleiðis kíttaður undir vörubíl- inn. Þegar lögreglan ætlaði að draga hann í burtu kom vörubíllinn með og þó stóð hann í bremsu. Hann losn- aði ekki fyrr en þeir rykktu honum undan. Bíllinn er ekki mikið brunninn því það náðist að halda eldinum niðri mikið til en ég myndi kannski bjóða í skrána á skottlokinu. Hún er það eina sem ég myndi telja að væri heilt,“ sagði Rúnar. Golfklúbbar Kópavogs og Garðabæjar Bæjarstjórnir sam- þykkja samstarf BÆJARSTJÓRNIR Kópavogs og Garðabæjar hafa samþykkt að taka upp samstarf um uppbyggingu þeirrar golfaðstöðu sem hafin er á vegum Golfklúbbs Garðabæjar við Vífilsstaði. Um er að ræða 18 holu völl, höggæfingasvæði, par-3 æfingavöll og stækkun golfvallarins í 27 brautir ásamt nauðsynlegum stoðframkvæmdum. Samhugur ríkir í stjórnum klúbb- anna en bera þarf framkvæmdina og hugsanlegan samruna undir fé- lagasfundi í báðum klúbbunum, sem hafa síðasta orðið. Kostnaður við golfvallagerð sem þessa er verulegur sé vel að verki staðið, segir í frétt frá golfklúbbunum, og því eðlilegt að sameinast um slíkt átak. Fram kemur að svæðið sem um ræðir sé landfræðilega og veðurfarslega ein- stætt; nær þungamiðju höfuðborgar- svæðisins og vel fallið til golfvallar- gerðar. Skynsemin sé látin ráða og gengið til samstarfs á jafnræðis- grundvelli. Fram kemur að áætlað sé að taka í notkun 9 hoiu völl á næsta ári og mynda þær ásamt núverandi velli Golfklúbbs Garðabæjar góðan 18 brauta völl. Framkvæmdum verður síðan haldið áfram eftir því sem efni standa til, en með samstarfi væri unnt að flýta því um allmörg ár. Þá segir að stefnt sé að því, að lands- mót í golfi árið 2000 verði haldið á Vífilsstaðavelli ef af samruna klúbb- anna verður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.