Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Ráðherrar og sljómarþingmenn deila um búvörulagafrumvarpið Ásakanír um óbilgimi falsanir og blekkingar RÁÐHERRAR og þingmenn stjórnarflokkanna deildu á Alþingi á þriðju- dagskvöld í annarri umræðu um búvörulög ríkisstjórnarinnar. Hörð orðaskipti urðu milli landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra og þá gagnrýndi formaður landbúnaðarnefndar varaformann nefndarinnar harðlega fyrir vinnubrögð og bar honum á brýn falsanir. Umræðan, sem var framhald umræðu sem hófst síðasta fimmtudag, stóð langt fram á miðvikudagsnótt. Við atkvæðagreiðslu í gær kröfðust stjórnar- andstæðingar þess að málið yrði tekið til umræðu í landbúnaðarnefnd fyrir 3. umræðu á Alþingi þar sem túlkanir ráðherra á því hvað fælist í frumvarpinu stönguðust gersamlega á og hafa fulltrúar stjórnarand- stöðunnar i landbúnaðarnefnd ásamt Eggert Haukdal, þingmanni Sjálf- stæðisflokks óskað eftir því við formann nefndarinnar. Við atkvæðagreiðsluna studdu herra væri skylt að heimiia sam- bæði stjómarþingmenn og stjómar- andstöðuþingmenn 1. grein frum- varpsins en greinin kveður á um inn- flutningsbann á þeim vörum sem til- greindar em í viðauka með fmmvarp- inu. Einnig var almennur stuðningur við ákvæði um að landbúnaðarráð- herra geti heimilað innflutning á vör- um í samræmi við ákvæði í fríverslun- ar og milliríkjasamningum sem ísland er aðili að. Ingi Björn Albertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sat þó hjá við alla atkvæðagreiðsluna. Þing- menn stjómarandstöðunnar og Egg- ert Haukdal þingmaður Sjálfstæðis- flokksins greiddu svo atkvæði gegn ákvæðinu sem skilgreinir heimild landbúnaðarráðherra til að leggja verðjöfnunargjöld á innfluttar land- búnaðarvömr. í umræðunni á þriðjudagskvöld ít- rekaði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra gagnrýni sína á Egil Jónsson formann landbúnaðarnefnd- ar Alþingis og sagði að ef staðið hefði verið við samkomulag stjórnar- flokkanna frá í desember hefði enginn ófriður skapast og ekkert tilefni verið til deilna heldur málið leyst að sið- aðra manna hætti. Hins vegar hefði Egill Jónsson haldið uppi kröfum sem gengu þvert á samkomulag stjómar- flokkanna og upphaflegt fmmvarp byggði á. Alþýðuflokknum hefðu ver- ið settir kostir, sem væra mjög óvenjulegir í samstarfi og við engan annan væri að sakast í því efni nema formann landbúnaðamefndar. „Það er ákaflega mikið miður, að það skuli að ástæðulausu hafa verið efnt til þessa óvinafagnaðar. Ég veit ekki í þágu hvers það er. Það er ekki í þágu íslensks landbúnaðar, það vora engin efni né rök að baki þess. Það var einhver óbilgimi, einhver tor- tryggni kannski, en óþarft var það með öllu,“ sagði Jón Baldvin. Ástæða til óbilgirni Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagðist skilja til hvers utanrík- isráðherra hefði talað, þegar hann brigslaði mönnum um óbilgirni af verstu sort, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki viljað standa við sáttaboð. „Skildi ég fullvel að þar var átt við þann málflutning sem ég hef uppi haft og vísað til þeirra sjónarmiða sem ég hef haft í ríkisstjórninni. Það leikur því enginn vafí á því, að þau ummæli sem hæstvirtur utanríkisráð- herra hafði hér áðan voru ekki hugs- uð fyrir formann landbúnaðarnefndar heldur beint til þess sem hér stend- ur,“ sagði Halldór. Hann sagði að það gæti vel verið að hann hefði sýnt óbilgimi í þessu máli en það væri þá ekki að ástæðulausu. Það væri hins vegar ekki rétt að hann hefði ekki staðið við samkomulag. Halldór sagði að samkomulag stjórnarflokkanna hefði verið um að endurreisa það réttarástand sem ríkti í desember. Og talað hefði verið um það, að landbúnaðarráðherra fengi á nýjan leik heimild til að leggja á verð- jöfnunargjöld, ekki aðeins þær sem milliríkjasamningar og fríverslunar- samningar kveða á um heldur yfír höfuð landbúnaðarvömr. En nú væri ljóst, að þær heimildir til landbúnað- arráðherra, sem fælust í frumvarpinu nú, væra ekki eins miklar og þær heimildir sem fólust í lögunum frá í desember, vegna vörulistanna sem teknir voru upp í framvarpið að fram- kvæði Alþýðuflokksins. Jón Baldvin sagði að samkomulag stjórnarflokkanna hefði meðal annars snúist um að veita landbúnaðarráð- herra heimiidir til að leggja á verð- jöfnunargjöld á innflutning sem ráð- kvæmt alþjóðlegum samningum, og jafnframt væra framleiddar hér á landi. Verðjöfnunargjöldin legðust því á innlenda hráefnisþáttinn til að vernda innlenda matvælaframleiðslu. Því væri það ósatt mál, sem haldið væri fram af formanni landbúnaðar- nefndar, að allar landbúnaðarvörur væm undir þessa sök seldar. „Al- þýðuflokkurinn stóð við samkomulag- ið upp á punkt og prik. Er reiðubúinn til að standa við samkomulagið. Ef ráðherrann sem flutti þetta fmm- varp, samdi við þann sem hér stendur um þetta mál, og sem stóð að því í ríkisstjórn og fékk það samþykkt í þingflokki, kemur svo hér og segir að sá sem rauf þetta samkomulag hafí rétt fyrir sér, þá skil ég ekki ærlegheitin í samstarfínu," sagði Jón Baldvin. Bullandi ágreiningur Þingmenn stjórnarandstöðunnar fullyrtu að bullandi ágreiningur ráð- herra um málið sýndi, að langt væri í frá, að búvöralagaframvarpið eyddi réttaróvissu. Steingrímur J. Sigfús- son þingmaður Alþýðubandalags sagði að ekki væri hægt að bjóða upp á það enn einu sinni, að dulbúa ósam- komulag stjórnarflokkanna í óljósan lagatexta. Hann sagðist því miður óttast að sú túlkun sem Alþýðuflokk- urinn stæði fyrir á verðjöfnunar- gjaldaheimildum landbúnaðaráðherra í framvarpinu, geti reynst mönnum skeinuhætt íyrir dómstólum og það gæti þýtt að verðjöfnunarsvigrúmið yrði allsendis óviðunandi. Steingrímur og fleiri þingmenn spurðu Davíð Oddsson forsætisráð- herra ítrekað að kveða upp úr um valdsvið landbúnarráðherrans gagn- vart álagningu jöfnunargjaldanna. Hvort ráðherra hefði heimild til að verðjafna gagnvart öllum innfluttum búvöram eða aðeins þeim sem einnig era framleiddar hér á landi. Og hvort lagatextinn fæli það í sér heimild til að verðjafna fyrir bæði innlendum og erlendum hráefnisþáttum í sam- settum vöram. í svöram Davíðs kom fram, að með framvarpinu væri því til skila haldið, að sá lagagrandvöllur sem menn ætl- uðu að setja í desember væri tryggð- ur, skýr og ljós. Ákvæðið, þar sem tilgreint var að vöramar skyldu jafn- framt vera framleiddar hér á landi, hafi einnig verið inni í desemberlögun- um og flestir þingmenn hefðu greitt atkvæði með því þá. Davíð Oddsson sagði að fráleitt væri að halda því fram að stórstyij- öld hefði verið milli stjórnarflokkanna um breytingartillögurnar en hins veg- ar hefði gengið meira á í þeim efnum en ástæða var til. Hann sagði að mikil samstaða hefði verið á þessu þingi, að laga framleiðslu íslensks Iandbúnaðar að breyttum háttum og gera mönnum skylt búa sig undir aukna samkeppni. „Ég tel að íslensk- um landbúnaður hafí sýnt það bæði í orði og verki, að hann biðst ekki undan því. Á hinn bóginn biður hann eðlilega um það að fá ekki Iakari aðlögunartíma að því verki en aðrir,“ sagði Davíð. Egill Jónsson gagnrýndi Alþýðu- flokkinn og Gísla S. Einarsson þing- mann flokksins harðlega fyrir nefnd- arálit sem Gísli skilaði. Egill fullyrti að nefndarálitið væri ættað úr utan- ríkisráðuneytinu og vísaði því á bug, að hann hefði unnið að undirbúningi málsins með óeðlilegum vinnubrögð- um, eins og stæði í þessu nefndar- áliti. Hann sagði að það væri spurn- ing útaf fyrir sig, hvaða vinnubrögð ætti að viðhafa í samstarfí í nefndar- starfí við Alþýðuflokkinn. Á síðast- liðnu vori hefði verið gengið frá nefndaráliti í landbúnaðarnefnd sem stór hluti nefndarinnar undirritaði, þar á meðal fulltrúi Alþýðuflokksins. Samt sem áður hefði orðið að rjúfa þingið, fyrst og fremst að kröfu for- manns Alþýðuflokksins. svo málið kæmi ekki til umræðu. Þessu mót- mælti Jón Baldvin Hannibalsson síðar í umræðunni. Þá sagði Egill, að þeir sem sömdu nefndarálitið hefðu búið sér til leið til að ná fram tilteknum niðurstöðum. Með álitinu væri fylgiskjal, sem í raun væri vinnuskjal, unnið fyrir landbún- aðamefnd,_ og þá sérstaklega merkt sem slíkt. í nefndarálitinu væri vinnu- skjalinu gefín sérstök fyrirsögn og annað vinnuskjal tekið og því bætt aftan við. Þessi tvö vinnskjöl væra þannig gerð að einu fylgiskjali undir breyttri fyrirsögn og fylgiskjalið væri síðan notað til þess að sýna fram á árangur Alþýðuflokksins við.breyting- ar á framvarpinu. „Ég hef ekki orðið vitni að því áður að menn notuðu og túlkuðu vinnuskjöl með þessum hætti og allra síst að menn fölsuðu yfirskriftir á slík skjöl. Það er sérstakt hlutverk sem háttvirtur þingmaður Gísli S. Einarsson fær hjá aðstoðarmönnum sínum í utanríkisráðuneytinu. Að vera þátttakandi í þessari vinnu í landbúnaðarnefnd, hafa þessi gögn og skjöl fyrir framan sig og síðan að skila þeim inn í þingtíðindi með því að breyta þeim með þessum hætti. Mér er satt að segja ekki ljóst hvem- ig hægt er að niðurlægja þingmann meira heldur en hér er gert. Tillits- leysi gagnvart þessum háttvirta þing- manni frá sínum yfírboðuðum er nán- ast óskiljanlegt," sagði Egill. Ekkert hefur hnekkt lagatextanum Hann sagði, að það hefði verið frá- leitur kostur, að láta utanríkisráð- herra eða einhvetja aðra slíka, rit- stýra nefndaráliti sem samið var af sömu sérfræðingum og sömdu breyt- ingartillögur landbúnaðarnefndar við búvöralagaframvarpið. Hann sagði. að það myndi reynast erfítt að hnekkja lagatextanum sem þar væri settur fram og rökstuddur af þeim færu mönnum. Gísli S. Einarsson sagðist vera mjög friðsamur maður en stæði þarna í deilu sem hann hefði ekki komist hjá. Hann sagðist þó fagna því að ekkert hefði komið fram í ræðu Eg- ils, sem hnekkti þeim lagatexta sem þeir stæðu saman af. „En það stend- ur ekki steinn yfir steini í ræðu Eg- ils Jónssonar um gagnrýni mína á hans vinnubrögð. Hann kom með þrjú breytileg frumvörp inn í landbún- aðamefnd á jafnmörkum þriðjudög- um til viðbótar við framvarp landbún- aðarráðherra. Og það fjórða var fall- ist á og settur fram sá lagatexti sem sá sem hér stendur samþykkti. Það var ítrekað reynt að fá formann nefndarinnar til samstarfs en án árangurs. Sama giiti um nefndarálit- ið. (...) Honum var margboðið að semja nefndarálit með mér og lög- fræðingunum eða starfsmönnum nefndarinnar en því var gersamlega hafnað,“ sagði Gisli. Halldór Blöndal gagnrýndi einnig nefndarálit Gísla S. Einarssonar. Hann vitnaði til þess sem þar stæði um að Kanadamenn hefðu spurst fyrir um kjúklingabringur sem ekki hefði fengist innflutningsleyfi fyrir hér þar sem heilbrigðisvottorð vanti. í nefndarálitinu væri líkum leitt að því að Kanadamenn láti þetta mál ekki gleymast enda hafí þeir sent viðskiptafulltrúa sinn í Osló til ís- lands til að spyijast fyrir um gang málsins. Halldór sagðist hafa látið kanna þetta hjá þessum kanadíska fulltrúa, og þá hafí komið í ljós, að honum var fullkomlega ókunnungt um kjúklinga- bringurnar og látið þar að auki í ljósi mikla undrun yfír því að innflytjendur vilji ekki fara að lögum og reglum. „Þannig að allt er þetta sviðsett og tómur tilbúningur," sagði Halldór. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hreystimenni FÉLAGARNIR Ásgrímur Hilm- isson, Kolbeinn Sigurbjörnsson og Jónas Karlsson eru senni- lega hreystimenni hin mestu en að loknum vanabundnum há- degissundspretti í gær settust þeir niður á bekk og ræddu málin. Gunnar brá sér bæjarleið á fjórhjóli. Samgöngur röskuð- ust í vonskuveðri LEIÐINDAVEÐUR var í Eyja- firði í gærdag og varð nokkur röskun á samgöngum af þeim sökum. I Grímsey varð að fella niður skólahald vegna veðursins og engir bátar komust á sjó. Vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar var lokaður í gærdag og samkvæmt upplýsingum vega- eftirlits á Akureyri var í biðstöðu hvort moka ætti veginn milli stað- anna. Snjófljóð féll á veginn í fyrra- kvöld en hann var hreinsaður fljót- lega. Mokað var til Grenivíkur í gærmorgun en síðdegis hafði skaf- ið mikið og vegurinn ekki fær nema jeppum og stóram bílum. Mikill skafrenningur var á leiðinni yfír Víkurskarðið en fært var yfír að sögn vegaeftirlitsmanns. Þá varð einnig röskun á sam- göngum í Iofti vegna veðursins. Flugfélag Norðurlands flaug til Egilsstaða, ísafjarðar og Reyjavík- ur en komst ekki á Kópasker, Þórs- höfn, Raufarhöfn og Vopnaíjörð. Ófært var milli Akureyrar og Reykjavíkur fram eftir degi en Flugleiðavél komst á milli síðari hluta dags. 50 milljóna tap af rekstri KEA í fyrra Betri afkoma í verslun, verri í öðrum greinum UM 50 milljóna króna tap varð af reksti Kaupfélags Eyfirðinga á síð- asta ári. Bráðabirgðauppgjör fyrir rekstur móðurfélagsins án dóttur- fyrirtækja árið 1993 liggur fyrir og var það kynnt á aðalfundi Akur- eyrardeildar KEA í fyrrakvöld. Uppgjöri dótturfyrirtækja er ekki lok- ið en ljóst er þó orðið að verulegt tap verður á þeim í heild, sérstak- lega að því er varðar vatnsútflutning félagsins. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri sagði að ástæðu taprekstr- ar í fyrra mætti m.a. rekja til hárra vaxta sem mjög þjökuðu félagið. í bráðabirgðauppgjöri fyrir síðasta ár kemur fram að heildartekjur voru tæpar 7.700 milljónir og lækkuðu um 6% milli ára. Lækkun á veltu skýrist aðallega af breytingum á nið- urgreiðslum en hefði sama fyrir- komulag verið á niðurgreiðslum 1993 og 1992 væri veltan mjög svipuð. Heildarlaunagreiðslur félagsins námu 1.275 millj. kr. og era nánast óbreyttar frá fyrra ári. Hagnaður fyrir fjármagnsliði er 271 milljón króna á móti 360 milljónum króna árið áður. Fjármagnskostnaður að frádregnum fjármagnstekjum var um 339 millj. kr. en hann hækkaði um 6 millj. kr. milli ára. Að teknu tilliti til skatta og ýmissa óreglulegra liða er um 50 millj. kr. tap af rekstr- inum. Vatnsútflutningur Uppgjöri dótturfyrirtækja KEA er ekki lokið en þegar orðið ljóst að verulegt tap verður á þeim í heild, sérstaklega hjá Akva, dótturfyrir- tæki KEA um vatnsútflutning. Á síð- asta ári var opnuð skrifstofa í Boston í Bandaríkjunum sem Þorkell Pálsson stýrir. „Við höfum verið að vinna mikið uppbyggingarstarf í þessu, erum að leggja granninn undir fyrir- tækið og það hefur kostað heilmikil útgjöld. Við höfum lagt mikla fjár- muni í að byggja upp þessa útflutn- ingsgrein, sérstaklega á síðasta ári,“ sagði Magnús Gauti. Afkoman í versluninni var betri á síðasta ári en árið á undan, en lakari í öðram greinum, iðnaði, þjónustu, sjávarútvegi og afurðum. Verri afkoma varð í iðnaði á liðnu ári en var, sérstaklega í kjötiðnaði og sagði Magnús Gauti að aukin verðsamkeppni skýrði það að hluta. Hvað varðar þjónustu var afkoman lélegri af rekstri Hótel KEA. Bæði var um að ræða samdrátt í veltu og einnig varð verðlækkun á hótelher- bergjum. Afkoma sjávarútvegs var einnig lakari 1993 en árið á undan, en greiðsla úr verðjöfununarsjóði kom þá- til sem ekki var í fyrra. Tekið var á móti um hálfri milljón lítra minna af mjólk á Iiðnu ári mið- að við árið á undan. Rekstur Mjólkur- samlagsins kom ágætlega út að sögn kaupfélagsstjóra þó þrengt hafí verið að honum á síðasta ári samanborið við árið á undan. Að sögn Magnúsar Gauta er sér- staklega áberandi hversu afkoma sláturhúss hefur versnað á milli ára.„Ein skýring á því er hversu að okkur er þrengt í verðlagningunni og magnið er líka minna og síðan er kjötmarkaðurinn líka yfírfullur. Það er framleitt mun meira en selt er sem þýðir harðari verðsamkeppni og meira af undirboðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.