Morgunblaðið - 17.03.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 17.03.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Evrópuþróunin fram að aldamótum Krambúðarhugsun eða framtíðarsýn? eftir Jón Baldvin Hannibalsson Tvennt ber hæst þegar hugað er að framtíðarþróun Evrópusam- bandsins fram til aldamóta; annars vegar stækkun þess, væntanleg viðbót fjögurra EFTA-ríkja þegar um næstu áramót, en hins vegar ríkjaráðstefnan 1996 sem ætlað er að endurskoða allt stjómkerfi Evrópusambandsins og aðlaga það nýjum aðstæðum. Handan alda- móta bíða síðan hópar nýrra um- sækjenda sem sumir hverjir gera sér vonir um skjótari afgreiðslu. Þessi tvö atriði tengjast. Nú er svo komið í sögu Evrópusam- bandsins að stjómkerfí það sem ætlað var að halda utan um sam- starf sex aðildarríkja Kola- og Stálbandalagsins og Efnahags- bandalags Evrópu sýnir þegar nokkra bresti með tólf aðildarríki innan sinna vébanda. Hætt er við að enn frekar reyni á þanþol þess, þegar aðildarríkin eru orðin sext- án, tungumálin tólf og fram- kvæmdastjórarnir tuttugu og einn. Frekari stækkun er vart hugs- anleg án endurskipulagningar. Kröfur stærri aðildarríkjanna um að meira tillit verði tekið til stærð- ar og fólksfjölda gerast æ hávær- ari. Ef aðildarríkin halda áfram að skiptast á um að gegna for- mennsku, jafnvel þegar þau eru orðin sextán eða tuttugu og fjög- ur, er hætt við að stærri aðildar- ríkjunum þyki sinn hlutur heldur rýr og tækifærin fá til þess að leiða starf Evrópusambandsins. Ætli Stór-Þýskaland geti hugsað sér til frambúðar að deila forystu- hlutverkinu með Lúxemborg á 12 ára fresti? Stækkun Evrópusambandsins Á leiðtogafundinum í Lissabon var ákveðið að slá á frest frekari hugleiðingum um endurskipulagn- ingu Evrópusambandsins, en bjóða áhugasömum EFTA-ríkjum til við- ræðna um aðild að óbreyttu Evr- ópusambandi. Fjögur þeirra þekktust boðið og hafa nú lokið samningaviðræðum. Boð af þessu tagi er einsdæmi í sögu sambands- ins og ekki miklar líkur á það verði endurtekið. Einróma sam- þykki allra aðildarríkja þarf til þess að af aðild verði og líkurnar á hagsmunaárekstrum aukast með fjölgun aðildarríkja. Mörg núverandi aðildarríkja hafa þegar efasemdir um að frek- ari stækkun þjóni hagsmunum þeirra. Hætt er við að aðild ríkja Mið- og Austur-Evrópu mundi ekki aðeins beina flæði úr styrkt- arsjóðum Evrópusambandsins frá Spáni og Portúgal til hinna nýju aðildarríkja, heldur einnig kippa fótunum undan núverandi land- búnaðarstefnu og reyna verulega á stoðir sameiginlegs vinnumark- aðar. Aðild þessara ríkja hefur því hingað til, af efnahags- og félags- legum ástæðum, verið talin ótíma- bær fyrr en undir aldamót. Vax- andi þrýstingur er hins vegar á nánara samstarf við þessi ríki um öryggis- og.varnarmál, af pólitísk- um ástæðum. Ekki er hægt að útiloka að Evrópusambandið ákveði í náinni framtíð að ekki sé raunhæft að fjölga fullgildum að- ildarríkjum frekar og treysti þess í stað á röð samninga við ná- grannaríkin um aðgang að mörk- uðum og samstarfsverkefnum. Evrópusambandið er og verður um fyrirsjáanlega framtíð lang- stærsti viðskiptamarkaður Is- lands. Samskiptin við það hljóta því að vera eitt mikilvægasta við- fangsefni íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum,_ hvernig sem þeim verður háttað. Ákveðið var á sín- um tíma að láta ekki reyna á það að sinni hvort aðild væri raunhæf- ur kostur. Óvíst er enn hvort og hvenær gefst aftur tækifæri til að leita aðildar og enn óvissara er hvort eða hvenær hugur þings og þjóðar stendur til þess. Án EES- samningsins væri markaðsað- gangur okkar að þessum langmik- ilvægasta markaði okkar með öllu óviðunandi. Samningsniðurstöður EFTA-ríkjanna Hverfandi líkur virðast nú vera á því að Evrópusambandið þróist frekar í miðstýringarátt á næstu árum. Miklu fremur virðist þróun- in verá sú að gefa aðildarríkjum rýmra svigrúm. Það eru aðildarrík- in og ríkisstjórnir þeirra sem ráða ferðinni. Milliríkjasamstarf af þessu tagi gefur einmitt smáríkj- um hlutfallslega mjög mikil.áhrif því úrslitavald er í höndum ráð- herraráðsins þar sem einn fulltrúi hvers aðildarríkis situr, þó at- kvæðavægi sé mismunandi. Þó verður að gera ráð fyrir því að völd Evrópuþingsins muni aukast nokkuð á næstu árum en valda- hlutföll ríkja þar eru í beinna hlut- falli við fólksfjölda. í skýrslu til Alþingis árið 1992 lagði utanríkisráðherra til að hafin yrði úttekt á kostum og göllum aðildar íslands að Evrópusam- bandinu. Á það var bent, að með því að sækja ekki um, væri tekin ákvörðun um að hafna aðild. Slíka ákvörðun þyrfti ekki síður að rökstyðja en aðrar. Ekki varð þó úr því að stjórnarráðið allt væri virkjað til slíkrar athugunar, þrátt fyrir að áfram hafi verið að því unnið, meðal annars innan utan- ríkisþjónustunnar, að bera saman stöðu EES-samningsríkja við stöðu aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Nú liggja fyrir niðurstöður að- ildarviðræðna EFTA-ríkjanna fjögurra. Þær gefa til kynna hvaða sveigjanleika Evrópusambandið getur sýnt á þessu stigi þróunar sinnar og hvernig reglur Evrópu- sambandsins má laga að aðstæð- um í nýjum aðildarríkjum. Athygl- isvert er til dæmis hvernig sérstak- ar reglur eru látnar gilda um land- búnað á norðurslóðum og aukið svigrúm er gefið til þess að styrkja byggð í stijálbýli. Útfærsla og framkvæmd boðaðra lausna í deil- um sambandsins og Noregs um rekstur sjávarútvegsstefnu norðan 62. breiddargráðu verður forvitni- legt rannsóknarverkefni fyrir Is- land. Af þeim textum sem fyrir liggja má þó ráða að verulegt tillit hefur verið tekið til norskra sjónarmiða. Hugtakið „hlutfallslegt jafnvægi“ er fest í sessi en það tryggir að við úthlutun kvóta sé tekið mið af veiðum undanfarin ár. Yrði þessu hugtaki beitt til hins ýtrasta yrðu núverandi veiðar Norðmanna innan norskrar. lögsögu áfram í þeirra höndum. Ennfremur tekur Evrópusambandið yfir allar reglur og verklag Noregs við stjórn fisk- veiða norðan 62. breiddargráðu. Svigrúm er veitt til að setja höml- ur á svokallað „kvótahopp“ þar sem fjárfestingar erlendra aðila gefa aðgang að fiskveiðum. Mikið veltur á því hver framkvæmdin verður en ekki verður betur séð en norskur sjávarútvegur hafi hér komið ár sinni dável fyrir borð. Nýjar forsendur til að meta kosti og galla aðildar Niðurstöður þessarar lotu aðild- arviðræðna gefa nýjar forsendur til þess að meta kosti og galla aðildar. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að fela óháðum aðila, Háskóla íslands, áð leggja hlut- lægt mat á kosti og galla aðildar Islands að Evrópusambandinu og bera saman stöðu Islands sem samningsaðila að EES við Evrópu- sambandsaðild. Með EES-samn- ingnum var grunnur lagður að framtíðarsamskiptum við Evrópu- sambandið í efnahagslegu og við- skiptalegu tilliti. Með lögfestingu allra gerða EES-samningsins og „viðbótarpakkans“ við hann, er íslenskum fyrirtækjum tryggð full þátttaka í hinu fjórþætta frelsi. Mikilvægt er að frá þessu verði gengið sem fyrst því tafir og slæ- leg framkvæmd mundi verulega veikja samningsstöðu íslands í framtíðinni gagnvart Evrópusam- bandinu. EES-samningurinn tryggir því sem næst fullan aðgang að mörk- uðum Evrópusambandsins. Aðild að sambandinu mundi litlu breyta um markaðsaðgang iðnvarnings og tollar þeir, sem enn eru á sjáv- arafurðum, eru í flestum tilfellum óverulegir. Viðamesta breytingin á viðskiptaháttum, sem yrði við aðild, snertir landbúnaðarafurðir, en innflutningur á þeim yrði því sem næst óheftur. Aðild yrði einnig til þess að tek- in yrði upp sameiginleg viðskipta- stefna Evrópusambandsins gagn- vart öðrum ríkjum. Henni fylgir sú hagsbót að íslenskar afurðir nytu góðs af öllum viðskiptasamn- ingum Evrópusambandsins, en á móti kemur að fylgja yrði eftir öllum verndaraðgerðum sam- bandsins og taka þátt í öllum hugsanlegum viðskiptaeijum þess, hvort sem þær yrðu við Japan, Bandaríkin eða enn önnur ríki. Samræming óbeinna skatta og afnám landamæraeftirlits mundi leiða til einhvers tekjutaps ríkis- sjóðs eða að minnsta kosti upp- stokkunar skattkerfisins. Hvort framlag íslands yrði hærra en þær greiðslur sem féllu aftur inn í ís- lenskt hagkerfi myndi ráðast af því hveijar samningslyktir yrðu um landbúnað og sjávarútveg. EES-samningurinn gefur færi á því að fylgjast með þróun Evrópu- sambandsins og hafa þar viss áhrif, en aðild að sambandinu myndi einnig fylgja full þátttaka í öllum stofnunum, ráðum og nefndum þess. Þeirri þátttöku fylgir pólitískt vægi og aðstaða til áhrifa í umfjöllun um sameiginleg málefni Evrópu. Hversu mikilvæg sú þátttaka er talin fer eftir því hvern metnað íslensk stjórnvöld hafa til þess að ísland eigi fulltrúa þar sem ákvarðanir eru teknar um framtíð Evrópu eða hvort æski- legra þykir að bregðast við þeim ákvörðunum eftir á. Allsherjarsamtök Evrópu? Til þessa hefur þátttaka í nor- rænu samstarfi, NATO, EFTA, OECD og Evrópuráðinu, að ógleymdum Sameinuðu þjóðunum, þótt gefa ærin tækifæri til að gæta íslenskra hagsmuna og koma íslenskum sjónarmiðum á fram- færi. Þær skyldur, sem fylgja Evr- ópusambandsaðild, hafa þótt of þungbærar, einkum að því er varð- ar aðgang að auðlindum. Eftir því sem aðildarríkjum sambandsins fjölgar rýrnar starfsvettvangur allra ofangreindra stofnana og tækifærum sem þar gáfust til sam- ráðs og samstarfs fækkar. Fari svo að ríki Mið- og Austur- Evrópu nái samningum um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar EFTA-ríkjanna fjögurra, verður Evrópusambandið að raunveruleg- um samevrópskum samtökum inn- an fárra ára. Sú framtíðarsýn kallar enn á endurmat á stöðu íslands. Ef frá eru talin örríkin Andorra, San Marino og Monaco, sem_ ekki hafa treyst sér til þess, er ísland eina þjóðríki álfunnar sem ekki hefur sýnt hug á aðild, annaðhvort með formlegri aðilda- rumsókn eða viljayfirlýsingu. Þótt full ástæða sé til þess að efla sam- skipti við Norður-Ameríkuríkin, eins og að er stefnt, og auka við- skipti við Austur-Asíu, verður Evrópa um fyrirsjáanlega framtíð mikilvægasti viðskiptavinur ís- lands og það svæði sem tengist landinu nánustum menningarleg- um og sögulegum böndum. Þær Evrópuhugsjónir friðar og framfara sem lágu að baki, þegar drög voru lögð að Rómarsáttmá- lanum á sínum tíma undir forystu þeirra Roberts Schumans og Jean Monnet, eru enn teknar upp og dustað af þeim rykið á hátíða- stundum. En eftir því sem ógnir heimsstyijaldarinnar seinni fölna í minningunni hefur krambúðar- hugsun og hagsmunatogstreita stundum orðið meira áberandi í starfi Evrópusambandsins en hug- sjónaglóð. Það hefur einmitt háð okkur íslendingum í samstarfi við Evrópusambandið hversu Iítið vægi pólitískum sjónarmiðum er ætlað. Erfitt hefur verið að fá sjón- armið okkar sett í rétt pólitískt samhengi. Krambúðarhugsun eða framtíðarsýn? Hér að framan var lýst sókn sambandsins í átt að öflugra póli- tísku samstarfi. Maastrichtsátt- málinn tekur ákveðin spor í þá átt. En fijóustu og athyglisverð- ustu hugmyndirnar um framtíð Evrópu koma þessa dagana ekki frá höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins heldur frá Mið-Evrópu. Hinir sönnu arftakar hugsjóna stofnenda Evrópusamvinnunnar eru menn á borð við Vaclav Ha- vel, forseta Tékklands. í nýlegri ræðu á Evrópuþingi sagði hann einmitt Maastrichtsáttmálann vera haganlega smíð, en skorta lífsanda og siðferðilega framtíðar- sýn. Þar lýsti hann eftir nýrri stofnskrá Evrópu sem íbúar álf- unnar gætu sameinast um. Rangt er að líta á Mið- og Austur-Evr- ópuþjóðirnar sem ölmusumenn við gnægtaborð Evrópusambandsins. Aðild þeirra gæti einmitt leitt til þess að beina Evrópusamstarfi inn á réttar brautir; eridui-vekja þann Jón Baldvin Hannibalsson „Hugtakið „hlutfalls- legt jafnvægi“ er fest í sessi en það tryggir að við úthlutun kvóta sé tekið mið af veiðum undanfarin ár. Yrði þessu hugtaki beitt til hins ýtrasta yrðu nú- verandi veiðar Norð- manna innan norskrar lögsögu áfram í þeirra höndum.“ anda sem gæti skapað einnig ís- landi sess við hæfi. Þeirri skoðun hefur verið hamp- að, að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu áður en við gerum upp hug okkar um það, hvort aðild sé fýsilegur kostur eða ekki. Því er til að svara að í aðildar- viðræðum dugir engin hálfvelgja. Við megum vita það fyrirfram að á brattann er að sækja. Áhrifamik- il aðildarríki eru því andsnúin að smáríkjum innan Evrópusam- bandsins fjölgi, nema áhrifum þeirra verði skorður settar. Aðild- arviðræður hefjast ekki fyrr en framkvæmdastjórn og aðildarríki eru orðin sannfærð um að hugur fylgi máli og væntanlegt aðildar- ríki hafi alla burði til þess að standa undir skyldum. Þess eru mörg'tíæmi að umsóknir hafi ver- ið settar til hliðar um lengri eða skemmri tíma eða jafnvel kurteis- lega vísað frá. Málamyndaaðilda- rumsókn kemur ekki til greina sem málamiðlun. Hins vegar verður að nýta næsta ár fram að ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins 1996 til raun- verulegrar umræðu um það meðal þjóðarinnar, hvert við teljum hlut- verk okkar vera innan Evrópu og hvert beri að stefna. Út frá hags- munum íslensku þjóðarinnar væri óhyggilegt að afsala með opinber- um yfirlýsingum þjóðinni þegnrétti í samfélagi Evrópuþjóða. Okkur ber að minna bandalagsþjóðir okk- ar innan Norðurlanda og Atlants- hafssamstarfsins á, að þjóðir okk- ar hafi löngum átt samleið um gæslu mikilvægra hagsmuna. Framtíð EES-samningsins Þó svo að fjögur EFTA-ríki hafi vistaskipti og færi sig frá EFTA til Evrópusambandsins, eru þau eftir sem áður samningsaðilar að EES, þótt á öðrum forsendum sé. Ekki ber formlega nauðsyn til að segja samningnum upp vegna þessa. Samningurinn stenst, þótt hlutföll milli EFTA og Evrópusam- bandsins breytist. Stofnanir EFTA-stoðar samningsins miðast að vísu við að vera reknar á fjöl- þjóðlegum grunni, en ekki sem útibú frá stjórnsýslu eins lands. Ekki var ráð fyrir því gert að svo gæti farið að Eftirlitsstofnun væri aðeins skipuð mönnum þeirrar þjóðar sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Væritanlbgar viðræður' um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.