Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 54

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 ■ ÞAÐ VAR að venju mikill há- vaði í Seljaskólnaum allt frá fyrstu mínútu leiksins. Þegar hann hafði staðið í tæpar 12 mínútur þurfti að stöðva leikinn í smá stund og dró þá verulega niður i áhorfendum. Þá tók hins vegar við dynjandi tón- list. Gleymst hafði að slökkva á henni þegar leikurinn hófst. ■ ÓLAFUR B. Schram, formað- ur HSÍ, afhenti Haukum deildar- bikarinn eftir leikinn gegn Aftur- eldingu í gær. HSI gefur ekki verð- launapeninga fyrir þennan titil, en Haukarnir sáu um að allir leik- mennirnir fengju gullverðlaun og sá formaður HSÍ um að hengja þá um háls leikmanna. Það er venja hjá Haukum að allir sem vinna titla fá gullpening með Haukamerkinu. ■ ÞORGEIR Haraldsson, for- maður handknattleiksdeildar Hauka, sagði að þeir hefðu ætlað að afhenta strákunum verðlaunpen- ingana í sérstöku hófi eftir leikinn; en þegar það kom í ljós að HSI gæfí ekki verðlaunapeninga var ákveðið að afhenta þá um leið og bikarinn. ■ HAUKAR hafa einu sinni orðið íslandsmeistarar í handknattleik karla, árið 1943. Jón Egilsson, sem var 73. ára í síðustu viku og var í meistaraliðinu ’43, var á meðal áhorfenda í gær. Svo skemmtilega vill til að sonarsonur hans og nafni, Jón Freyr Egilsson, er í leikmanna hópi deildarmeistaranna. „Þetta er allt önnur íþrótt en var hér áður fyrr. Þegar ég var í þessu mátti aðeins taka eitt skref og engar inná- skiptingar leyfðar nema ef leik- menn meiddust. Það er mun meiri harka í handboltanum núna,“ sagði Jón Egilsson, íslandsmeistari Hauka. ■ GÚSTAF Björnsson, landsliðs- maður í handknattleik frá Selfossi, var 24 ára í gær. í tilefni dagsins sungu áhorfendur á leik Selfoss og KR afmælissönginn fyrir Gústaf. ■ SVANUR Ingvarsson varð í sjötta sæti í 1000 m skíðastjaki á Olympíumótinu í Lillehammer í gær á 3.42,76 mín. Atle Hoglund frá Noregi varð sigurvegari á nýju heimsmeti, 3.21,21 mín. ■ JOHN Toshack, þjálfari Real Soicedad á Spáni, mun fljúga til London í dag og halda fund með fréttamönnum á Heathrow-flug- vellinum. Fundarefni er, hvers vegna hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Wales lausu, eftir einn leik. ■ FRANCIS Lee, stjómarfor- maður Manchester City, hefur hug á að kaupa Nigel Clough frá Liverpool. ■ GRAHAM Turnar var rekinn sem framkvæmdastjóri Úlfanna í gær, eftir sex ára starf hjá þeim. Graham Taylor, fyrrum landsliðs- þjálfari Englands, er talinn líklegur eftirmaður hans. H ALINA Astafei, hástökkvari frá Rúmeníu, er flutt til Þýska- lands og hefur beðið um þýskan ríkisborgararétt. Hún neitaði rúm- enska fijálsiþróttasambandinu að keppa sem fulltrúi Rúmeníu á EM innanhúss í París um síðustu helgi. Rúmenska sambandi hefur í hyggju að fara fram á að henni verði bann- að að taka þátt í alþjóðlegum mót- um. \ \ IMI55AIM r í stöðugri sókn HANDKNATTLEIKUR Stór dagur hjá Haukum Bikar á loft í fyrsta sinn í 14 ár, eða síðan liðið varð bikarmeistari árið 1980 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Vilberg Guðnasson , fyrirliðið Hauka, hampar deildarmeistarabikarn- um eftir leikinn gegn Aftureldingu í íþróttahúsinu í Hafnarfírði í gærkvöldi. avcnsým Auðvelt hjá Víkingum Víkingar áttu ekki í erfíðleikum með að sigra Þórsara í Víkinni í gær- kvöldi. Reyndar var ekki að sjá fyrsta stundarfjórðunginn að annað liðið væri fallið og hitt í baráttu um efstu sætin, en eftir að gestimir höfðu jafnað 5:5 og síðan minnkað muninn í 9:8, þegar 10 mínútur voru til hálfleiks, skildu leiðir. Víkingar voru GuðbjartssCn sex mörkum yfír í hléi, 15:9, og seinni hálfleikur var að- skrifar eins formsatriði. Þá hvíldu Víkingar lykilmennina Slavisa Cvijovic, Birgi Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson lengst af, en engu að síður breikkaði bilið. DEILDARMEISTARAR Hauka gerðu jafntefli 22:22 við Aftureld- ingu í siðasta heimaleik sínum í deildarkeppninni í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar með fóru Haukarnir í gegnum deildarkeppnina án þess að tapa á heimavelli og er ekkert annað lið sem get- ur státað af því. Eftir leikinn fengu Haukar deildarbikarinn afhentan og þá var kátt í íþróttahúsinu við Strandgötu. Áhorf- endur, sem ekki eru vanir að fagna titlum, klöppuðu og stöpp- uðu og leikmenn kunnu sér varla læti er þeir hlupu með bikar- inn um húsið. „Þetta er æðisleg tilfinning fyrir strákana og stór stund hjá félaginu. Ef ég hefði sagt það fyrir mótið í haust að við yrðum deildarmeistarar, hefði enginn trúað þvf og sagt að ég hefði ekkert vit á handknattleik. En ég verð að viður- kenna að ég bjóst ekki við svona góðum árangri, að vera búnir að tryggja titilinn þegar tvær umferðir eru eftir,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka. Leikurinn í Hafnarfírði í gær var mjög skemmtilegur og oft sáust góðir kaflar hjá báðum lið- um. Haukar höfðu frumkvæðið í ■■■■■■ fyrri hálfleik og ValurB. leiddu með tveimur Jónatansson mörkum í hálfleik, skrífar 14:12. Þegar 5 mín. voru liðnar af síð- ari hálfleik var staðan 17:13 fyrir Hauka og útlitið ekki bjart hjá Aftureldingu. Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari, kom þá í fyrsta sinn innná og virkaði innkoma hans sem vítamínssprauta á liðið. Mosfellingar náðu að saxa á for- skotið jafnt og þétt og þegar 6 mínútur voru eftir jafnaði Róbert Sighvatsson 21:21. Siguijón skor- aði af línu fyrir Hauka, 22:21, og Trúfan jafnaði úr víti 22:22 þegar 2 mín. voru eftir. Síðustu mínút- urnar fengu bæði liðin tækifæri á að gera út um leikinn, en allt kom fyrir ekki og þau sættust á jafn- ENGLAND tefli. Sterk liðsheild var aðal Hauka- liðsins. Petr Baumruk var frábær og ekki ónýtt að eiga slíkan leik- mann innanborðs. Jón Öm var sterkur á línunni og eins Bjarni Frostason í markinu í síðari hálf- leik. Hjá Aftureldingu, sem enn er að beijast um sæti í úrslita- keppninni, voru Trúfan, Ingi- mundur og Róbert í nokkrum sér- flokki — gerðu samtals 18 mörk. Guðmundur var öflugur í lokin og eins stóð Sigurður markvörður sig vel. Haukar eru óumdeilanlega með besta lið Islandsmótsins í vetur og þeir eiga hrós skilið. Þeim var spáð 4. til 6. sætinu fyrir mótið, en létu það sem vind um eyru þjóta og hafa tekið einn leik fyrir í einu og látið verkin tala. Nú standa þeir á efsta þrepi með farseðil í Evrópukeppnina í vasanum. Til hamingju Haukar. Cantona með snilldarleik Eric Cantona Eric Cantona sýndi mjög góðan leik þegar Manchester United lagði Sheffield Wed. að velli, 5:0, á Old Trafford í úrvalsdeildarkeppn- inni í gærkvöldi. Cantona skoraði tvö mörk og lagði upp tvö fyrstu mörk United, sem hefur sjö stiga forskot á Blackbum. Leikmenn Man. Utd. gerðu út um leikinn í byijun, en eftir aðeins 21 mín. var staðan 3:0. Ryan Giggs skoraði fyrsta markið á 14. mín. og mín. síðar bætti Mark Hughes öðru marki við. Paul Ince skoraði þriðja markið og Cantona það fjórða rétt fyrir leikshlé, en hann bætti síðan fímmta markinu við. Manchester United stefnir nú að því að verða fyrsta félagið í Eng- landi, til að vinna þrefalt — deild, bikar og deildarbikar. FRJALSIÞROTTIR / EVROPUMOTIÐ INNANHUSS Veít betur að hveiju ég geng - sagði Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, sem keppti í fyrsta sinn á stórmóti GEIRLAUG B. Geirlaugsdóttir segist hafa öðlast dýrmæta reynslu með þátttökunni á Evr- ópumótinu innanhúss um helg- ina, en hún keppti í 60 m hlaupi og var nálægt sínu besta. „Nú veit ég betur hvað ég þarf að geta og að hverju ég geng,“ sagði hún við Morgunblaðið eftir heimkomuna. Geirlaug keppti í þriðja riðli, en 28 stúlkur tóku þátt í fímm riðlum. Þijár stúlkur úr þriðja riðli fóru í úrslit, meðal annars hollenska stúlkan Nelli Fiere-Cooman, sem sigraði á 7,17 sek. og hlaut gullverð- launin. Geirlaug fór á 7,78 sekúnd- um, en á best 7,68 frá því í Svíþjóð fyrir rúmum hálfum mánuði. ís- landsmet Svanhildar Kristjónsdóttur frá 1987 er 7,67. Hún sagðist ekki vera sátt því takmarkið hefði verið að bæta Is- landsmetið. „En þetta var dýrmæt reynsla. Ég var að keppa í fyrsta sinn á stórmóti og það er allt öðru- vísi en ég hef kynnst. í fyrsta lagi þurfti ég að stilla mig inná að keppa snemma að morgni og í öðru lagi að aðlagast öðrum og stífari reglum. Þetta var framandi, en hvetur mig til að gera betur og ég vil ekki fara á svona mót nema ég sé undir 7,60 sekúndum [í 60 m hlaupi],“ sagði Geirlaug. Hún sagði ennfremur að til að bæta sig yrði hún að taka þátt í fleiri mótum erlendis, því hér væri ékki keppt í 60 m hlaupi innanhúss. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.