Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Gott ástand ís- lenskra laxastofna eftir Árna ísaksson í Morgunblaðinu 4. marz er grein eftir Áma Baldursson, þar sem ýjað er að því að laxastofnum á Breiða- fjarðasvæðinu stafi mikil hætta af hafbeitarstarfsemi á því svæði og gefið í skyn að taka á laxi í hafbeit- arstöðvum við Breiðafjörð og hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði brjóti í bága við bann við laxveiðum í sjó. Þar sem verulegs miskilnings og vanþekkingar gætir í greininni varð- andi áratuga túlkun og framkvæmd laxveiðilaganna, auk þess sem vegið er að landbúnaðarráðuneyti og veiði- málayfirvöldum, er nauðsynlegt að fram komi leiðréttingar. Lög um lax- og silungsveiði í greininni segir höfundur að haf- beitarstöðin í Hraunsfirði, sem er aðalumræðuefni greinarinnar, stundi laxveiðar í sjó og njóti til þess undan- þágu frá veiðimálastjóra í umboði landbúnaðarráðuneytis. Hér er rétt að benda á að veiðarnar eru alfarið á innsta hluta ósasvæðis og því innan umráðasvæðis hafbeitarstöðvarinn- ar. Á fyrri hluta aldarinnar þegar lax- veiðilögin voru samin var tekin sú ákvörðun að umráðasvæði veiðirétt- areigenda og veiðifélaga næði að neðstu mörkum straumvatns, þ.e. að ósi í sjó, þar sem straumur hverfur í sjó á stórstraumsfjöru. Bann við laxveiðum í sjó takmarkast því við svæði utan þessara marka. Undan- þága til veiða 200 metra út í sjó samkvæmt 74. grein laganna hefur því aldrei verið gefin eða eftir henni leitað, enda óþörf. Svipað ágreiningsmál varðandi veiðiaðferðir hafbeitarstöðvarinnar í Lárósi á Snæfellsnesi kom upp fyrir 25 árum og var tilefni mikilla blaða- skrifa. Það var leyst með því að meta ós stöðvarinnar í sjó árið 1970 og komst þá á friður í málinu. Túlk- un þessa lagaákvæðis hefur því lengi verið skýr. Eftir að hafbeitarstöðvar hafa fengið viðurkenningu opinberra aðila hafa þær fullan umráðarétt yfir „Á fyrri hluta aldarinn- ar þegar laxveiðilögin voru samin var tekin sú ákvörðun að umráða- svæði veiðiréttareig- enda og veiðifélaga næði að neðstu mörkum straumvatns, þ.e. að ósi í sjó, þar sem straumur hverfur í sjó á stór- straumsfjöru. Bann við laxveiðum í sjó tak- markast því við svæði utan þessarra marka.“ vatnasvæði stöðvarinnar og eru und- anþegnar þeim ákvæðum laxveiði- laganna sem miða að því að vernda villta laxastofna, enda er það hags- munamál allra að hafbeitarlaxamir séu veiddir og villist ekki í aðrar ár. Árni ísaksson Eðlilegt er að veiðiár sem stunda vemlegar sleppingar í ræktunarskyni njóti sambærilegra réttinda á ósa- svæðum varðandi ádrátt og flutning á laxi ofar í vatnakerfið, sé þess óskað. Hlutverk Veiðimálastofnunar í greininni ræðir höfundur nokkuð um hlutverk Veiðimálastofnunar og telur hennar meginhlutverk vera að vernda villta laxa- og silungsstofna. Ljóst er að vemdun villtra stofna er einn meiðurinn í starfi stofnunarinn- ar. Þó er jafn ljóst af þeim lagabók- staf sem hún vinnur eftir og stað- setningu hennar í atvinnuvegaráðu- neyti að henni hefur fyrst og fremst verið ætlað að vera nýtingarstofnun sem hefði það hlutverk að stjóma nýtingu laxastofna og auka og efla hlunnindi í veiðimálum. Þannig hefur hún stuðlað að fiskrækt í ám og reynt að auka atvinnutækifæri í veiðimál- um í fiskrækt, hafbeit og fiskeldi. Alla þessa uppbyggingu verður stofnunin að þróa í sátt við villta stofna í ám og vötnum. Hrein vemd- unarstefna mundi hinsvegar forðast aila slíka uppbyggingu, þar sem öll starfsemi mannsins hefur einhver áhrif á náttúm landsins. Hér þarf því að fara bil beggja. Rannsóknir og upplýsingar Höfundur gefur í skyn að Veiði- málastofnun hafi ekki veitt hags- munaaðilum umbeðnar upplýsingar varðandi rannsóknir á hreistri og úr merkingum. Því er til að svara, að ekki hefur verið setið á upplýsingum varðandi þetta mál. Upplýsingar hafa hins vegar verið af skornum skammti, enda stutt síðan þessar deilur mögnuðust og takmarkað fjár- magn hefur verið tii rannsókna á þessu sviði. Veiðimálastofnun hefur hins vegar þegar merkt verulegt magn villtra seiða í ám í Dalasýslu og tekið hreist- ur í hafbeitarstöðinni í Hraunsfirði, veiðiréttareigendum að kostnaðar- iausu. Endanlegar niðurstöður liggja „Vistvænt“ kjöt til Ameríku eftir Baldvin Atlason Síðan rollubændur fóru að telja öðrum, en þó einkum sjálfum sér, trú um að þeir séu sérstakir gróður- verndarmenn, hefur margt broslegt gerst. Það hefur jafnvel heyrst af landgræðslulömbum norður í landi, en það hafa líklegast verið þess konar lömb, lömbin úr Öxarfirði, sem áttu hvað mestan þátt í gróðureyðingunum á Hólsfjöllun en þetta svæði hefur nú orðið að setja í gjörgæsiu til frambúðar. Þar með er Hólsfjallahangikjötið, eitt helsta stolt sauðfjárræktarinnar ekki lengur til. Ætli þetta hafí verið svokallað vistvænt kjöt? Nú er kom- ið Húsavíkurhangikjöt. Það er framleitt á einu þrautpíndasta upp- blásturssvæði landsins. Hugsan- lega fer það land líka í gjörgæslu. Fyrir um ári tóku nokkrir „góð- kunningjar" Landgræðslunnar sig til og báru hey á fræga sandöldu við Dimmuborgir. Sandöldu þessa hafa þeir nefnt féþúfu Landgræðsl- unnar en hún er þannig til komin að þeirra eigin rollur éta melgresið sem annars gæti hindrað sandfok. Þess var vandlega gætt að frétta- menn frá blöðum og sjónvarpi væru viðstaddir svo að hið fórnfúsa afrek færi ekki framhjá þjóðinni. Þessum bædnum finnst ekkert verra en Landgræðslan eigi sér féþúfu, raunverulega eða ímyndaða. Ætli það séu þessir bændur sem land- búnaðarráðherra kallar grasrótar- ^ hreyfingu Landgræðslunnar? Það er annars merkileg tilviljun að Egill Jónsson, einn helsti fulltrúi sauðkindarinnar á Alþingi skuli vera formaður fagráðs Land- græðslunnar. Er verið að tryggja hagsmuni sauðkindarinnar? Þeir bændur eru til sem sýna nokkra tilburði til landgræðslu. Þetta er .þó sjaldnast meira en sá lúpínu í örfáa mela eða sletta gömlu heymoði utan í þau rofabörð sem dapurlegast er að þurfa horfa á út um elshúsgluggann. Þessi við- V leitni dugar sjaldnast til þess að bæta fyrir þær gróðurskemmdir sem kindur á viðkomandi býli valda. Því verða bændur seint ann- að en úlfar í sauðargæru þegar að landgræðslumálum kemur. Nú er ríkisvaldinu svo í mun að grisja þessa óþörfu stétt að það íhugar að setja dálítinn slatta af ■ -* þeim á föst laun við að græða það land sem þeir áður fengust við að rányrkja. Þannig tekst bændum að skapa sér atvinnutækifæri. „En hvað er annars að vera vistvænt? Er það ekki eitthvað sem er skaðlaust fyrir um- hverfið. Varla verða neytendaumbúðirnar skreyttar myndum af rofabörðum á Hauka- dalsheiði.“ Þrátt fyrir lágmarksverð, fjalla- lamb og samstarfshópa um sölu hefur neysla á lamabakjöti farið verulega minnkandi á seinustu árum. Þetta hefur leitt til fækkun- ar á sauðfé sem er eitt það vistvæn- asta sem komið hefur fyrir þetta land og hefur leitt til „sjálfsbærrar þróunnar" á gróðri víða um land. Það skyggir nokkuð á gleði manna hvað hrossum hefur fjölgað og er hesturinn sumstaðar að taka Baldvin Atlason við af sauðkindini sem höfuðóvinur gróðursins. Og á Austurlandi ráfa heindýr að virðist fyrst og fremst til að spæna upp viðkvæman fjalla- gróður og skemma nýskóga. Von- andi lætur umhverfísráðuneytið fækka þessum nagbítum. En nú hefur ögn glaðnað í döpr- um hjörtum bænda og búaliðs. Möguleiki er að hægt verði að selja íslenskt kjöt í Ameríku vegna hrein- og „vistvænleika“. En hvað er annars að vera vistvænt? Er það ekki eitthvað sem er skaðlaust fyr- ir umhverfíð. Varla verða neyt- endaumbúðirnar skreyttar mynd- um af rofabörðum á Haukadals- heiði. Þá gætu neytendur áttað sig á þessum óskaplega vistvænleika og fengið moldarbragð í munninn. Enginn landgræðslumaður hugs- ar þá hugsuírtil enda að af þess- ari kjötsölu verður í stórum stíl og sauðfé fjölgi verulega, því þá er alveg hægt að gleyma því mark- miði að stöðva alla gróðureyðingu fyrir aldamót. Kjötfjallið myndi að. vísu minnka en sandflákar stækka og rofabörð lengjast. Þá verður hægt að fá nóg flög í fóstur. En kannski fer eins með þessi vistvænu lömb eins og „Londonlambið“ sem tókst ekki að selja í London. Höfundur er garðyrkjufræðingur. Hvenær verða jólin haldin í ár? eftir Siglaug Brynleifsson Það vakti mikla athygli og hneykslan þegar Fiedel Castró frest- aði jólahaldi á Kúbu hér á árunum, vegna þarfa atvinnulífsins. Menn þurftu þó ekki að verða undrandi, því að samkvæmt hugmyndafræðum Castrós og félagsbræðra hans vítt um heim eru trúarbrögð og menning „yfirbygging", sem á að víkja fyrir nauðsyn atvinnuveganna í fram- sæknum samfélögum sameiningar- sinna. Nú hefur Castró eignast félags- bræður á Alþingi íslendinga. Þings- ályktunartillaga frá fimm þingmönn- um hljóðar eitthvað á þá leið: „Hvort rétt sé að láta kanna hvort taka eigi upp sumartíma hér á landi og hvort flytja eigi „fimmtudagsfrídaga", svo sem sumardaginn fyrsta og upp- stigningardag, og lengja þannig helgar ...“ Síðar í frásögn Morgun- blaðsins (1. marz sl.) af þessum at- vinnuskapandi fagnaðarboðskap þeirra félaga, er talað um „fimmtu- dagsfrídaga" og vikið að skírdegi í því sambandi. Skrif þeirra félaga um sumartím- ann virðast reist á fremur takmark- aðri þekkingu á hugtakinu „sumar- tími“ og á hugtökum almanaksins um staðartíma yfirleitt. Um þessi „Slíkur tillöguflutning- ur ber „fimmmenning- um“ leiðinlegt vitni um ömurlegt þekkingar- leysi, nema að þeir séu gjörsneyddir allri kennd og smekk fyrir þjóðlegum hefðum og tilskilinni virðingu fyr- ir íslensku þjóðkirkj- unni.“ efni geta þeir „fimmmenningar“ afl- að sér upplýsinga í bók Þorsteins Sæmundssonar: Stjörnufræði og Rímfræði. Varðandi flutning og niðurlagn- ingu skírdags, uppstigningardags og sumardagsins fyrsta skal þetta tekið fram: Skírdagur og uppstigningar- dagur eru kirkjulegir trúarlegir há- tíðisdagar. Um þessa daga er fjallað ítarlega í riti eftir Árna Björnsson: Saga daganna. „Fimmmenningarn- ir“ geta þar aflað sér þeirrar upp- fræðslu um helgidagahald íslensku þjóðarinnar, sem þeir hafa farið á mis við sem heimafylgju og í þeim skólum sem þeir hafa væntanlega sótt í æsku. Siglaugur Brynleifsson Sumardagurinn fyrsti er elstur allra íslenskra hátíðisdaga, á sér uppruna í heiðni og þekkist hvergi sem hátíðisdagur annars staðar en hér á landi. Vitneskja eða kennd fyrir þessum degi virðist hafa farið fram hjá „fimmmenningum“. Til þess að hressa upp á þekkingu sína gætu þeir litið í áður ívitnaða bók Árna Björnssonar, en hann skrifar svo í formála um markmið bókarinnar: „Henni er ætlað að vera aðgengileg handbók fyrir hvern sæmilega Iæsan mann...“ Ætla má að ólæsi ætti ekki að vera þeim „fimmmenning- um“ til trafala? Með uppfræðslu um þessi efni gæti þeim félögum ef til vill orðið ljós sú ófæra sem þeir hafa anað út í, sökum þekkingarleys- is og fáránlegrar nytjahyggju, með þingsályktunartillögu sinni. Þeir verða að skilja að íslensk menning er samofin helgidaga- og merkisdagahaldi. Tillögur til að raska þessari menningararfleifð og meðvitund þjóðarinnar um þá menn- ingu, er flutningsmönnum til van- sæmdar og vottar jafnframt full- komið virðingarleysi þeirra fyrir lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar, Al- þingi sem slofnun. Slíkur tillöguflutningur ber „fimmmenningum" leiðinlegt vitni um ömurlegt þekkingarleysi, nema að þeir séu gjörsneyddir allri kennd og smekk fyrir þjóðlegum hefðum og tilskilinni virðingu fyrir íslensku þjóðkirkjunni. Ef svo er, má þá ekki búast við frekari tillögugerð, um að flytja eða fresta jólahaldi landsmanna fyrir sakir framleiðni atvinnuveganna? Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.