Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 56
m HEWLETT PACKARD HPÁ ÍSLANQI HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlUl 69! 100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 YERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Útboð ríkisvíxla Vextir lækka í 4,44% MEÐALVEXTIR ríkisvíxla til þriggja mánaða voru 4,44% í út- boði í gær og lækkuðu um 0,6 prósentustig frá siðasta útboði fyrir hálfum mánuði. Vextirnir hafa ekki lækkað jafnmikið í einu frá því við vaxtalækkun vegna aðgerða sljórnvalda um mánaða- , ^mót október/nóvember og hafa ekki fyrr verið jafnlágir. Tekið var tilboðum fyrir 1.566 milljónir króna. Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, segir að þessi vaxtalækkun sýni að vaxtalækk- unin síðastliðið haust sé að festa sig í sessi og að bankarnir hljóti að fara að hugsa sinn gang varð- andi lækkun á vöxtum skamm- tímalána. Friðrik sagði að ávöxtun á skamm- tímaverðbréfum hefði verið orðinn þröskuldur í vegi vaxtalækkunar. r <*. riÞessi vaxtalækkun ætti að geta leitt til þess að fjárfestar hafi áhuga á verðbréfum til lengri tíma þar sem ávöxtunin er núna hærri en á verð- bréfum til styttri tíma,“ sagði Friðrik. Hann sagði að vaxtalækkunin hefði m.a. orðið vegna markaðsað- gerða Seðlabankans að undanförnu. Vonir stæðu jafnvel til að hægt yrði að lækka vexti enn frekar. „Til við- bótar held ég að þessi lækkun ýti við bönkum og þeir fari að hugsa sig um hvort ekki sé kominn tími til að lækka vexti á skammtímapappír- um sem þeir eru með. Þá á ég fyrst og fremst við nafnvexti á víxlum og skuldabréfum til skamms tíma, en ég hygg að þar séu vextir enn 9-10%,“ sagði Friðrik. Úr 11,99% í 4,44% Friðrik benti á að meðalvextir rík- isvíxla hefðu nánast stöðugt farið lækkandi frá því í ársbyijun 1993 að undanteknu stuttu tímabili í kjöi- far gengisfellingarinnar um mitt sumar í fyrra. A þeim tíma hefðu vextir lækkað úr 11,99% í 4,44%. Á sama tíma hefðu vextir á óverð- tryggðum skuldabréfum bankanna lækkað úr 14,4% 10,2%. Forvextir víxla bankanna hefðu á sama tíma- bili lækkað úr 13,9% í 10,7%. - 0 Morgunblaðið/Kristinn Skipt um perur REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu hófst í gærkveldi með leik KR ljósum og var verið að skipta um perur í ljósunum í gær þegar ljós- og ÍR á gervigrasvellinum í Laugardal og bar KR hærri hlut í leiknum myndari Morgunblaðsins var þar á ferð, en ljósaperumar eru hvorki með 4 mörkum gegn engu marki ÍR. Leikir í mótinu fara fram í flóð- meira né minna en tvö þúsund vött hver um sig. Forsætisráðherra fer til Brussel að kynna ESB sjónarmið íslands Utanríkisráðherra segir ekk- ert breytast varðandi Smuguna Vildi ekki leggja þessa niðurstöðu fyrir Alþingi, segir sjávarútvegsráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ráðgerir að fara í heimsókn til höfuð- stöðva Evrópusambandsins (ESB) í Brussel til að kynna sjónarmið ís- lendinga um nauðsyn tvíhliða viðræðna í kjölfar inngöngu EFTA-ríkja i ESB. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja leggja fyrir Alþingi sambærilegan samning við ESB og Norðmenn hafa gert þar sem ESB væri fært forræði fiskveiðistefnu íslands. Jón Baldvin Ilannibalsson utanríkisráðherra segir aö samningsniðurstaða Norð- manna í sjávarútvegsmálum hafi lykilþýðingu fyrir Islendinga en breyti þó engu varðandi veiðar íslendinga á alþjóðlegu hafsvæði eins og í Smugunni. Hafi Norðmenn náð niðurstöðu í sjavarútvegsmálum sem gæti verið ásættanleg fyrir ísland sé hins vegar komin forsenda til að meta að nýju hvort Islendingar geti sótt um aðild að ESB. Um það ákvæði í samningum Norð- manna við ESB, sem gerir ráð fyrir að skip sem veiddu kvótalaus í Bar- entshafi geti ekki landað í ESB-lönd- um, sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að það væri merki- legt að Norðmenn reyni að ná sam- stöðu við ESB um stefnu sem ekki hafi hlotið hafréttarlega viðurkenn- ingu. „ESB hefur ekki viðurkennt stöðu Noregs hingað til og kröfur Norðmanna gagnvart alþjóðlegum hafsvæðum," sagði forsætisráðherra. í umræðum á Alþingi í gær sagðist forsætisráðherra telja að í tilboði ESB til Noregs væri ekkert ófyrirsjáanlegt sem breytti þeirri meginniðurstöðu að vilji Álþingis stæði ekki til þess að ísland gerðist aðili að ESB í sam- floti með öðrum Norðurlöndum. Hann sagði hins vegar eðlilegt að atburðir á Norðurlöndum kæmu róti á hugi manna hér. Vænlegri en búist var við Talsmenn skipafélaganna gagnrýna harðlega skýrslu Drewry Shipping Consultants Farmgjöld Eimskips hafa lækkað en ekki hækkað ÞÓRÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, segir að skýrsla Drewry Shipping Consultants (DSC) gefi ranga mynd af flutningsgjöldum og þróun þeirra á íslenska sjóflutningamarkaðinum. í skýrslunni segi að gjald fyrir 20 feta gám frá Norður Ameríku til íslands sé 72% hærra en það raunverulega sé í gjaldskrá Eimskips. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, er sama sinnis og segir sam- anburð skýrslunnar villandi. Við umræður á ráðstefnu Félags íslenskra stórkaupmanna í gær spruttu upp deilur um efni skýrslunnar en Þórð- ur og Ólafur lýstu þar yfir að niðurstöður skýrslunnar væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Þórður beindi þeirri spurningu til ráðstefnugesta hver þeirra greiddi í raun þau gámaflutningsgjöld sem fram kæmu í skýrslunni í viðskiptum sínum við Eimskip. Þegar enginn svaraði sagði Þórður það staðfesta að tölur í skýrslunni væru rangar. Mark Page sagði í svari sínu til talsmanna skipafélaganna að DSC styddi útreikninga sína m.a. við upp- lýsingar í bréfi frá Eimskip um þróun flutningsgjalda sem sýndu á svipað- an hátt hækkun flutningsgjalda og önnur gögn sem FÍS hefði aflað. Eimskip hélt fréttamannafund í gær vegna málsins. Þórður Sverris- son og Kristján Jóhannsson kynning- arfulltrúi, tóku fram að félagið hefði ekki fengið skýrslu DSC, en hún kemur út í dag. Þórður sagði að farmgjöld hefðu ekki hækkað, heldur lækkað undanfarin ár, tölur Hagstof- unnar sýndu að flutningskostnaður í CIF-verði matvöru hefði lækkað úr 15% árið 1988 í 10% árið 1993. Þá hafi hvorki ráðgjafafyrirtækið né FÍS leitað til Eimskips vegna skýrslu- gerðarinnar þá fimm mánuði sem hún var í vinnslu, ef frá er talin við- miðunargjaldskrá sem send var Flutningakauparáði FÍS, en tekið hafi verið fram að hún endurspeglaði ekki raunverulegt flutningsverð. Birgir R. Jónsson, sagði gagnrýni Eimskips byggða á misskilningi. Eimskip hefði sent upplýsingar í bréfi í desember sl. þar sem fram kæmu meðalflutningsgjöld í innflutningi hjá félaginu og sagði að þær upplýsingar væru ekki gjaldskrárverð. Drewrys notaði alþjóðlegan samanburðar- grunn og skýrslan vær rétt. Sjá frásögn bls. 18-19 Jón Baldvin Hannibalsson sagði að forræði yfir fiskimiðum og stjórn- un fiskveiða hafí ávallt verið_ nefnt sem ein meginástæða þess að íslend- ingar hafi ekki sótt um aðild að ESB-samfloti með hinum Norður- landaþjóðunum. Sé niðurstaðan sú að Norðmenn hafi náð samningi sem sé umfram vonir sem menn hafí gert sér eða niðurstaðan gæti verið ásætt- anleg fyrir ísland sé komin forsenda til að meta málið í nýju ljósi. Fréttir af samningsniðurstöðunni bendi til að hún sé vænlegri út frá norskum hagsmunum en hann hafi þorað að gera ráð fyrir. Vel tryggðir með EES „Þessi samningur mun ekki hafa mikil áhrif á okkar stöðu. Við tryggð- um okkur býsna vel með EES-samn- ingnum," sagði Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn segir hugsanlegt að lönd- unarbann vegna veiða kvótalausra skipa í Barentshafí sé byggt á sömu reglum og beitt sé hér gegn skipum sem veiði úr sameiginlegum stofnum utan íslenskrar lögsögu. Sjá umsagnir í miðopnu. r\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.