Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 15

Morgunblaðið - 17.03.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 19ð4 15 framtíðarsamskipti íslands og Evrópusambandsins ágrundvelli þingsályktunar frá 5. maí síðast- liðnum hljóta að beinast að því hvernig sannfæra megi Evrópu- sambandið um að hægt sé að tryggja viðhlitandi framkvæmd samningsskuldbindinga og lausn deilumála. Vera má að það auð- veldi þær viðræður hversu hlut- fallslega litlir hagsmunir eru í húfi fyrir sambandið. Hverfandi litlar líkur eru á því að íslensk fyrirtæki misbeiti að- stöðu sinni í viðskiptum á megin- landinu. í viðræðum við fulltrúa framkvæmdastjórnar og aðildar- ríkja Evrópusambandsins hefur ítrekað komið fram að þau réttindi sem íslensk fyrirtæki og ríkisborg- arar hafa áunnið sér á grundvelli EES-samningsins muni haldast, hvernig sem samningurinn þróast. Þar hefur verið byggt á þeirri for- sendu að viðunandi stofnanalausn finnist. Sé pólitískur vilji fyrir hendi, verður sú raunin, þótt ekki megi vanmeta þau lagalegu og stjórnskipunarlegu vandamál sem við er að eiga. Gera má ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins muni ætla sér þar stærri hlut en hún hefur sam- kvæmt EES-samningnum. Framtíð EFTA Innganga íslands í EFTA var á sínum tíma gæfuspor. Þar með var stigið stórt skref frá hefðbundinni haftastefnu og landið tengt frí- verslunarsamstarfi Vestur-Evr- ópuríkja. Nú er framtíð samtak- anna óviss eftir að flest aðildarrík- in hafa lokið samningum um aðild að Evrópusambandinu. Á næsta ári gætu aðildarríkin verið orðin aðeins þijú; ísland, Sviss og Liec- htenstein. Stofnskrá EFTA, Stokkhólms- sáttmálinn, er sveigjanleg og hindrar ekki að stofnanir og starfslið EFTA sé aðhæft nýjum aðstæðum. Séð hefur verið til þess að ráðningarsamningar séu aðeins framlengdir eitt ár í senn og verið er að ræða hvernig áfallinn kostn- aður skuli skiptast milli aðildar- ríkja. Það er því ekki tilefni til að óttast að fjárhagslegar skuldbind- ingar EFTA verði íslandi óbærileg byrði, þótt aðildarríkjum fækki. Hins vegar verða verkefni ís- lenskrar stjómsýslu erfiðari við- fangs, þegar sá bakhjarl, sem starfslið stofnunarinnar og önnur aðildarríki hafa verið, er á braut. Þótt ekki beri að útiloka að EFTA geti bæst liðsauki og ný aðildar- ríki, lítur þó út fyrir að flest þau ríki, sem til greina gætu komið, kjósi heldur að stefna beint á Evr- ópusambandsaðild. Síðasta spölinn í núverandi -mynd verður EFTA undir leiðsögn íslands; ísland tekur við for- mennsku samtakanna 1. júlí næst- komandi og Kjartan Jóhannsson, sendiherra, verður aðalfram- kvæmdastjóri þeirra 1. september. Höfundur er formaður Alþýðu- flokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands og ráðherra utanríkismála og utanríkisviðskipta. TJAKKAR Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifunnu 2 - Sími 812944 ■ ■ ■ ÍTALSKIR SKÓR 381brep JVC-húsinu Laugovegi 89 Hafa skal það sem sannara reynist eftirHeimi Steinsson Hinn 16. febrúar sl. fjallaði Morg- unblaðið í forystugrein um fjárreið- ur Ríkisútvarpsins. Daginn eftir birtist í sama blaði svar Harðar Vilhjálmssonar fjármálastjóra Rík- isútvarpsins. í svari sínu segir Hörð- ur m.a.: „Síðstliðin 4 ár hefur rekstri Rík- isútvarpsins verið stillt upp með halla í fjárlögum. Sá halli hefur numið upphæð afskrifta og er enn með sama hætti stefnt að halla á árirfu 1994.“ Að svo búnu gerir Hörður grein fyrir „halla samkvæmt fjárlögum" á árunum 1990 til 1994 að báðum meðtöldum. Niðurstöðutala þeirrar greinargerðar er 404,2 milljónir. í Reykjavíkurbréfí á laugardag- inn var víkur Morgunblaðið að sama máli. Þar er vitnað í upplýsingar Harðar Vilhjálmssonar. Að svo búnu lætur Reykjavíkurbréf þess getið að einkafýrirtæki hafi ekki bolmagn til að kepa við fyrirtæki sem geti „tapað 400 milljónum á fímm árum, eins og ekkert hafí í skorizt". Hér er vert að staldra við. Um- rædd upphæð gefur til kynna áætl- aðan hallarekstur samkvæmt íjár- lögum þann tíma, sem nefndur er. Þegar hugað er að raunverulegum rekstrarhalla á sama skeiði, er talan önnur, nefnilega 127 milljónir. Enginn getur fagnað þessari nið- urstöðu fremur en hinni fyrr nefndu. Eigi að síður er munur á og vert að vekja athygli á honum sam- kvæmt hinu fornkveðja, að hafa skal það sem sannara reynist. í sama Reykjavíkurbréfi bendir Morgunblaðið á hinn ónotaða hluta Útvarpshússins við Efstaleiti. Vel er að blaðið hendi þetta efni á lofti. Er ástæða til að biðja höfund Reykjavíkurbréfs að gera betur og leggja góðu máli það lið sem auðið verður. Ríkisútvarpið býr að byggingar- áætlun sem komin er nokkuð á ann- an tug ára. Framkvæmd þeirrar áætlunar rak að miklu leyti í strand árið 1987. Síðan hefur nokkuð verið aðhafzt um byggingarmálið, en allt of mikið er óunnið. Skýring þessa ófremdarástands er einföld. Ríkisútvarpinu er að lög- um ætlaður tiltekinn tekjustofn til framkvæmda sem þessarar. Þeim tekjustofni hefur hins vegar verið svipt burt með lánsfjáriögum ár hvert um langt skeið. Þannig hefur hið háa Alþingi í rauninni gert Ríkis- útvarpinu ókleift að ljúka því verki sem lengi hafði verið áformað og samþykkt var af stjórnvöldum. Því væri það þakkarefni, ef Morgun- blaðið legði Ríkisútvarpinu lið við að ráða þessu máli til farsælla lykta. Senn hefst undirbúningur fjárlaga fyrir árið 1995. Ríkisútvarpið mun í fjárlagatillögum sínum óska eftir að lögmæltur tekjustofn til fram- kvæmda kom til skila. Það hefur Ríkisútvarpið gert á hverju ári og svo verður enn að óbreyttum út- varpslögum. Það verður vel þegið, ef fleiri taka undir þessa ósk. í Reykjavíkurbréfí er talað um „þann grundvallarmun sem er á hugsunarhætti stjórnenda opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja“. Einnig segir, að forráðamenn Ríkis- útvarpsins „skilji ekki einfaldar staðreyndir í fyrirtækjarekstri". Þetta sé spurning um „hugsunar- hátt og afstöðu". Hér þykir mér grálega talað í garð fjármálastjóra Ríkisútvarpsins Harðar Vilhjálmssonar. Hann rak reyndar sjáifur einkafyrirtæki ára- tugum saman og er því mætavel kunnugur þeim „hugsunarhætti og afstöðu", sem þar mun við eiga. Undanfarin 17 ár hefur hann stýrt fjármunum Ríkisútvarpsins og eigi fyrr verið vændur um að „skilja ekki einfaldar staðreyndir í fyrir- tækjarekstri“. Hið virðulega Morg- unblað mætti sér að skaðlausu biðja þennan sæmdarmann afsökunar. Reykjavíkurbréf nefnir Kára Jón- asson fréttastjóra hljóðvarps og eignar honum „grundvallarmisskiln- ing“ varðandi rekstur Ríkisútvarps- ins. Kári hafði gefið það eitt tilefni til þessarar athugasemdar að benda á þá staðreynd að fréttastofan fór ekki fram úr fjárhagsáætlun árið 1993. Hér virðist mér höfundur Reykjavíkurbréfs hafa farið offari með hliðstæðum hætti og gagnvart Herði Vilhjálmssyni. Ef um einhvern „grundvallarmis- skilning" er að ræða í máli þessu, gæti hann hins vegar verið að finna hjá höfundi Reykjavíkurbréfs sjálf- um. Svo er raunverulega að sjá sem höfundur ætli Ríkisútvarpið telja sig vera hafið yfir aðhald og sparnaði í fjárhagslegu tilliti. Þessa misskiln- ings gætir ítrekað í Reykjavíkur- bréfi. Sannleikurinn er þó sá að Ríkisútvarpið sýnir aðgát á öllum sviðum og sker niður útgjöld svo sem framast má verða. Árangur undanfarinna ára hefur ekki verið sem skyldi í þessu tilliti. En vinsam- legt hefði það verið að taka gild þau orð Harðar Vilhjálmssonar fjár- málastjóra, er birtust í áður nefndri grein hans og lutu að fjárhagsáætl- un Ríkisútvarpsins á þessu ári, i stað þess að láta sem Ríkisútvarpinu væri ókunnugt um nauðsyn sparn- aðar. Hinn 11. febrúar sl. skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrir- sögninni „Ríkisútvarpið og efna- hagslögmálin". Þar bað ég menn sýna sanngirni og hófsemi í umræðu um útvarpsmál á íslandi. Þessa beiðni árétta ég nú. íslenzk útvarpsmál eru í deiglu um þessar Heimir Steinsson „Við þörfnumst ekki byltinga í þessum efn- um fremur en öðrum. En hæfileg þróun er heillavænleg. Þar skyldi tekið tillit til allra og hagsmunir sér- hvers Islendings hafðir í huga.“ mundir. Skilagrein Útvarpslaga- nefndar er komin fram. Hún hefur að vísu sætt aðfinnslu ýmissa þeirra, er harðast vilja gangast í gegn. Eigi að síður er skilagreinin á ýmsa lund hófsöm og sanngjörn og því prýðilega nothæf sem umræðu- grundvöllur. Við þörfnumst ekki byltinga í þessum efnum fremur en öðrum. En hæfileg þróun er heillavænleg. Þar skyldi tekið tillit til allra og hagsmunir sérhvers íslendings hafðir í huga. Með þeim hætti mun ámóta vel fyrir útvarpsmálum landsmanna séð hér eftir sem hing- að til. Höfundur er útvarpsstjóri. Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma kynna sumaráætlun á ffi\f/ MM____________________m HOTEL SOGU, sunnudaginn 20. mars 1994 SÉRSTÆÐASTI BÆKLINGURINN MEÐ SPENNANDI, ÓDÝRUM HEIMSREISUM. HÓTEL SAGA -ÁRSALUR-sunnud. 20. mars kl. 14.00: UNDIIR HEIMSINS 1 994-KYNNING: ÓKEYPIS Töfrar Ítalíu, siglingar og dvöl í Karíbahafi, stjörnuborgir Austurlanda, hnattreisa umhverfis jörðina, valin hótel, hagstæðustu flugfargjöld á fjarlæga staði, tækifærisferðir s.s afmæli, brúðkaup o.fl. Myndasýningar. Kaffiveitingar á vegum hússins. Ingólfur Guðbrandsson kynnir áætlun ársins og starfsfólk veitir upplýsingar. HÓTEL SAGA-SÚLNASALUR-sunnud. 20. mars kl. 19.00: r r r (Árshátíð Heimsklúbbsins 1994) með skemmtun, ferðakynningum, Ijúffengum kvöldverði, myndasýningum og dansi til kl. 01 með vinsælustu danshljómsveitinni. Kynntar verða: Hnattreisan 1994, Safaríferð um frægustu villidýralendur heims í Kenya og Tanzania + lúxusgististaður við Indlandshaf á Grand Hotel o.fl. GLÆSILEGUR MANNFAGNAÐUR OG KJÖRIÐ TÆKIFÆRI TIL AÐ GANGA í HEIMSKLÚBBINN. Gestir hátíðarinnar frá árgjald 1994 ókeypis. Aðgangseyrir með kvöldverði AÐEINS KR. 1.900. Pantið strax, áður en uppselt verður og tryggið ykkur borð í Súlnasal Hótels Sögu. FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSTURSTR&TI 17, 4. hæð 101 REYKJAVÍK'SÍMI 620400+AX 626564

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.