Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 18

Morgunblaðið - 17.03.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 SKYRSLA DREWRY SHIPPING CONSULTANTS UM SJOFLUTNINGA Mark Page, aðalráðgjafi Drewrys Há flutningsgjöld og skortur á samkeppui FLUTNINGSGJÖLD íslensku skipafélaganna til og frá íslandi eru mjög há í alþjóðlegum samanburði og endurspegia ekki verðþróun á alþjóðlegum sjóflutningamarkaði. Þetta sagði Mark Page, aðalráð- gjafi breska ráðgjafarfyrirtækisins Drewry Shipping Consultants, er hann kynnti úttekt fyrirtækisins á íslenska sjóflutningamarkaðinum á ráðstefnu Félags islenskra stórkaupmanna í gær. Mark Page sagði að gámaflutn- ingar hefðu stóraukist á alþjóðleg- um flutningamarkaði á sl. fimmtán árum og samkeppni hefði harðnað á sama tímabili og flutningafyrir- tæki átt í erfiðleikum vegna offram- boðs á flutningarými sem hefði leitt af sér lægri flutningskostnað. Sagði hann að meðalflutningskostnaður flutningafyrirtækja á Atlantshafi hefði lækkað verulega á síðastliðn- um tíu árum eða úr 1.200-1.400 bandaríkjadölum miðað við 20 feta gámaeiningu í um 600 dollara árið 1992. Þrefaldaðist á tíu árum Page sagði að við fyrstu sýn hefði hann vart trúað þeim tölum sem hann fékk í hendur yfir flutnings- kostnað íslenskra inn- og útflytj- enda. í íslenskri mynt væri um að ræða mikla hækkun fiutningsgjalda bæði til og frá landinu. Að meðal- tali hafi innflutningsgjöld hækkað samfellt til ársins 1991. Þá hefði átt sér stað lítilsháttar lækkun en flutningsgjöld hafí numið 15.800 kr. fyrir hvert tonn frá helstu Evr- ópulöndum og austurströnd Banda- ríkjanna á fyrri hluta ársins 1993. Til samanburðar hafi flutnings- kostnaður á sömu leiðum numið 5.300 kr. fyrir tonnið árið 1983 og hafí þannig þrefaldast á tíu árum. Síðast liðin fjögur og hálft ár hafí flutningsgjöld vegna innflutnings aukist að meðaltali um 37%. Meðal- útflutningsfarmgjöld séu nokkru læggi, eða um 12.000 kr. hvert tonn, og hafa hækkað um 103% sl. sjö og hálft ár. Hann benti hins vegar á að í al- þjóðlegum samanburði og reiknað í bandaríkjadölum sé aftur á móti um tiltölulega litlar breytingar að ræða á flutningskostnaði til og frá land- inu. Þótt flutningsgjöld hafí hækkað nokkuð á sl. tíu árum þá séu þess einnig dæmi að þau hafi lækkað. Árið 1993 hafi meðalinnflutnings- kostnaður lækkað um 8% frá árinu 1988 reiknað í dollurum en engu að síður sé kostnaðurinn 16% hærri en fyrir tíu árum. Telja skýrsluhöf- undar að skyndilegt gengisfail ís- lensku krónunnar árið 1989 hafí haft mikil áhrif á flutningskostnað- inn. Þessar niðurstöður breyti þó ekki þeirri staðreynd að mati ráð- gjafanna að hækkun gámaflutn- ingsgjalda í íslenskum sjóflutning- um eigi sér enga samsvörun á al- þjóðamörkuðum. Þá benti Mark Page á að upplýsinga hafi verið aflað frá Eimskipafélaginu yfir með- aiflutningsgjöld sem voru bornar saman við upplýsingabanka Drewr- ys og sagði hann að þær styddu niðurstöðu Drewrys um þessa þróun hækkandi flutningsgjalda á íslenska markaðinum, þótt þau sýni nokkru lægri gjöld en þær upplýsingar sem FÍS aflaði hjá íslenskum flutninga- kaupendum. Vitnaði hann einnig til saman- burðar við fiutningsgjöld skipa á siglingaleiðinni frá Rotterdam og Lissabon þar sem um sömu vega- lengd væri að ræða og frá íslandi og svipuð stærð skipa væru í þeim siglingum. Þá kæmi í ljós að flutn- ingskostnaður íslensks útflytjanda væri rúmlega þrefalt hærri við að koma vöru til Hollands en fyrir út- flytjanda í Portúgal. Hækkun út- og uppskipunargjalda Mark Page sagði að upplýs- ingarnar bentu til að erlendur sam- keppnismarkaður hefði lítil áhrif haft á stöðu íslenskra farmflytjenda sem virtust njóta lítillar samkeppni sem væri sjaldgæft í nútíma skipa- flutningum. Þá sýndi hann fram á að upp- og útskipunargjöld í álagn- ingu skipafélaga hefðu hækkað um 70% í íslenskri mynt á seinustu fimm árum og um 13% reiknað í banda- ríkjadölum. Page sagði að íslenski gámaflutn- ingsmarkaðurinn líktist vemduðum innanlandsmarkaði, fremur en opn- um alþjóðlegum samkeppnismark- aði sem virtist tryggja íslensku flutningafyrirtækjunum nauðsyn- legar tekjur á sama tíma og flutn- ingskaupendur og innflytjendur nytu ekki hagræðis af kröfum sam- keppninnar. Þórður Sverrisson á ráðstefnu FIS Hver hefur greitt Eimskip þetta verð? ÞÓRÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, kvaddi sér hljóðs við umræður á ráðstefnu Félags ísl. stórkaupmanna í gær °g gagnrýndi harðlega tölur um flutningsgjöld í skýrslu Drewrys og sagði þær rangar. Beindi hann þeirri spurningu til Mark Page, aðalráð- gjafa Drewrys, á hverskonar upplýsingum skýrslan væri byggð og hvern- ig hann gæti alhæft út frá þeim gögnum. Sagði hann að ráðgjafarfyrir- tækið hefði ekki leitað eftir neinum upplýsingum hjá Eimskip. Þórður beindi einnig þeirri spurn- ingu til stórkaupmanna sem sátu ráðstefnuna hver þeirra gæti staðið upp og staðfest að hafa greitt þessi flutningsgjöld sem fram kæmu í skýrslunni í viðskiptum sínum við Eimskip. Enginn fundarmanna svar- aði Þórði og sagðist hann þá líta svo á að það staðfesti að niðurstöður skýrslunnar væru rangar og ekki í samræmi við flutningsgjöld sem við- skiptavinir félagsins greiddu í raun. Olafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, gagmýndi einnig skýrsluna og sagði íslenska markaðinn ekki samanburðarhæfan við-Atlantshafs- siglingar, þar sem ekki væri tekið tillit til ýmiss kostnaðar sem farm- flytjendur þyrftu að bera hér á landi. Mark Page svaraði gagnrýni Þórð- ar og benti m.a. á að meðal þeirra upplýsinga sem Drewrys hefði fengið hjá FÍS væru gögn frá Eimskipafélg- inu yfír flutningsgjöld. í Ijós hefði komið að þau sýndu einnig hækkun á flutningsgjöldum og að fylgni væri á milli þeirra talna og þeirra upplýs- inga sem Félag íslenskra stórkaup- manna hefði lagt fram. Morgunblaðið snéri sér til Birgis R. Jónssonar, formanns FÍS, sem sagði að félagið hefði fengið bréf frá Eimskip í desember sl. þar sem lagt var fram línurit ásamt tölulegum upplýsingum um þróun meðalflutn- ingsgjalda hjá Eimskip frá árinu 1988. Þetta væri ekki verðskrá og hefði Drewrys stuðst við þessar upp- lýsingar í samanburði sínum. Flutningsgjöld á hvern gám (teu) 1983-1992 (Vísitaia, 1986 =1 oo> Til og frá Islandi Frá íslandl (1986-92, +43%)- Austur og vestur um Atlantshaf 40 ’83 ’84 '85 '86 '87 '88 '89 ’90 ’91 ’92 '83 '84 '85 '86 ’87 ’88 '89 '90 ’91 '92 Flutningsgjöld til Islandi 1986-93 Mismunandi upplýsingar 16 þús. isl. kr. hvert tonn - 15- '86 '87 '88 '89 ’90 ’91 ’92 ’93 Flutningsgjöld til íslandi 1983-93 (Vísitala, 1983=100) ___________________350 •" t i 1 1 ■ r '83 '84 '85 '86 ’87 '88 ’89 '90 ’91 ’92 ’93 Flutningsgjöld á Atlantshafi 1992 (Bandaríkjadollarar hver gámur, teu) Frá Evrópu Til Evrópu til Islands 2.506 Svipuð vegalengd er trá Hollandi til l'slands og frá Hollandi til Portúgal frá Islandi dollarar Holland-Portúgal ■ 1.007 575 1.726 I Portúgal-Holland frá N-Am. 1.116 575 Til N-Ameríku frá íslandi til Evrópu frá Evrópu 1.722 !■ Heimild: „Freight Rates in lcelandic Conteiner Trades", Drewry, febrúar 1994 og Félag íslensra stórfcaupmanna Drewry Shipping Consultants byggja skýrslu sína á upplýsingum um flutningskostnað sem Félag ís- lenskra stórkaupmanna aflaði. Islenskir farmflyljendur gagnrýna þessar tölur og segja þær rangar. Þannig segir Eimskip að flutningsgjald fyrir 20 feta gám frá N-Ameríku til íslands sé ofætlað um 72%. Birgir R. Jónsson formaður FIS um skýrslu Drewrys Kostnaðurinn er margfaldur SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra sagði í ávarpi á ráð- stefnu Félags íslenskra stórkaupmanna í gær, að sér virtist ljóst við fyrsta yfirlestur skýrslu breska ráðgjafarfyrirtækisins Drewi-y Shipp- ing Consultation um íslenska sjóflutningamarkaðinn að flutningskostn- aður til og frá íslandi væri all miklu hærri en flutningskostnaður á sambærilegum leiðum. „Einnig virðist vera að við höfum ekki notið framfara í flutningstækni til lækkunar á flutningsgjöldum og að sam- keppni í flutningum að og frá landinu sé takmörkuð,“ sagði ráðherr- ann. Birgir R. Jónsson, formaður Félags ísl. stórkaupmanna, sagði að niðurstöður könnunar Drewrys sýndu skýrlega að flutningskostnaður i myndun vöruverðs hér á landi væri margfaldur á við önnur lönd. FÍS og íslenska flutningakaupar- áðið fengu Drewrys, á seinasta ári til að vinna að úttektinni. Tók það fyrirtækið fímm mánuði og var skýrslunni skilað í seinasta mánuði en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu FÍS í gær. Drewrys býr yfír miklum upplýs- ingabanka yfír flutningskostnað á bæði evrópskum og alþjóðlegum flutningaleiðum en fTS veitti fyrir- tækinu upplýsingar sem það aflaði með úrtaki skv. tollskrámúmerum úr skýrslum hjá inn- og útflytjendum hérlendis til samanburðar við gagna- banka Drewys um stöðu markaðarins. Sighvatur Björgvinsson sagði á ráðstefnunni í gær að nauðsynlegt væri að huga vandlega að flutnings- kostnaði þjóðarinnar og íhuga hvem- ig mætti ná sem mestri hagræðingu í öllum vöruflutningi til og frá land- inu. „Það skiptir miklu máli fyrir baráttuna fyrir því að lækka vöra- verð á íslandi, að þessi flutnings- kostnaður á vömr að og frá landinu sé sem lægstur. Vissulega er það okkar metnaðarmál, nú eins og áð- ur, að flutningarnir séu í okkar hönd- um, íslendinga, en þeir flutningar verða að eiga sér stað á samkeppnis- grundvelli þannig að við getum boðið okkar fyrirtækjum sambærilegt verð við það, sem aðrir myndu geta boðið eða geta boðið á þessum leiðum,“ sagði Sighvatur. Lagði hann áherslu á að bein tengsl væru á milli fijálsra viðskipta og lífskjara þjóðarinnar og afnema þyrfti þau viðskiptahöft sem hefðu slegið múra í kringum eyland- ið á umliðnum árum. Aukið flutningarými og hækkun farmgjalda Birgir R. Jónsson sagði ljóst að skýrsia Drewrys sýndi að áhrif flutn- ingskostnaðar á verð útflutningsvöru væru einnig margföld á við sambæri- legar vegalengdir og flutningsmagn í nágrannalöndunum. „Alls staðar annars staðar, þar sem um er vitað, hefur á undanfömum tíu ámm ríkt virk og öflug samkeppni, sem hefur tryggt að tækniframfarir og hagræð- ing af gámavæðingu hefur dreifst út í lækkandi framgjöldum til ailra at- vinnugreina sem era notendur að flutningum. Á þeim alþjóðamörkuðum sem hér hafa verið skoðaðir er það ófrávíkjanleg regla, að aukið framboð af flutningarými framkallar verð- lækkun. Þetta undirstrikar að mark- aðimir era virkir samkeppnismarkað- ir. Á íslenska markaðinum má hins vegar sjá þess merki að auknu fram- boði flutningarýmis fylgir hækkun farmgjalda. Að mati Drewrys eru þetta frekar einkenni markaðar opin- berrar þjónustu en virks samkeppnis- markaðar,“ sagði Birgir. Sagði hann að ef tölum skýrslunn- ar væri breytt í vísitölu sem stillt væri á 100 miðað við árið 1986, kæmi í ljós að reiknað í bandaríkjad- ölum hefði orðið 15% hækkun á inn- flutningsfrakt til íslands miðað við 20 feta gámaeiningu. Á tíu ára tíma- bili sé hækkunin hins vegar rúmlega 26% og útflutningsfrakt hefði hækk- að um 43% á tímabilinu 1986-1992. Á Norður Atlantshafí hafi á sama tíma átt sér stað 38% lækkun flutn- ingsgjalda í austurátt á milli banda- ríkjanna og Evrópu á árunum 1986- 1992, en 52% lækkun 1983-1992. Birgir sagði að meðalnýting á gámarými skipa í inn- og útflutningi hafí verið 58,7%, sem væri verulega lægra en í sambærilegum siglingum á N-Atlantshafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.