Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Umsátur í Lahti LÖGREGLAN í Lahti umkringdi í gær íbúðablokk í borginni þar sem tveir vopnaðir fangar sem brutust út úr fangelsi hafa tekið mann og konu í gíslingu. Um 100 lögreglumenn taka þátt í umsátrinu og þar sem óttast var að til skotbardaga kæmi voru íbúar nærliggjandi húsa beðnir að yfirgefa heimili sín og götum í nágrenninu var lokað fyrir umferð. Aukaafurð gegn æxlisvexti ÞÝSKIR, svissneskir og finnskir vísindamenn sögðu í gær að hugsanlega gæti aukaafurðin 2-methoxyoestradiol, sem félli til við hormónastarfsemi-líkam- ans, komið að gagni við að stöðva vöxt illkynja æxla. Efnið hindraði æðavöxt og gæti þann- ig svelt æxlin. Frá þessu skýra vísindamennimir í nýjasta hefti vísindaritsins Nature. Karl prins óhress KARL Bretaprins er óhress með hvað þegnar drottningar virðast misskilja hann og baráttu hans á sviði byggingalistar, vistvæns landbúnaðar og umhverfismála. Einkaritari hans segir að prins- inum, sem talinn hefur verið veruleikafirrtur, sámi hve litlar undirtektir baráttumál hans hljóti meðal almennings. Sex hjálpar- starfsmenn drepnir SEX starfsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) létu lífíð og tíu særðust í fyrirsát skæruliða í Angóla í gær. Fólkið var starfsmenn hjálparstofnunar SÞ og var á leið frá borginni Dondo, þar sem það færði flóttamönnum matvæli. A Astkonan villti á sér heimildir BRESK blöð skýrðu frá því í gær að lafði Bienvenida Buek, ást- kona Sir Peters Harding sem sagði af sér sem forseti breska herráðsins í vikunni, væri ekki jafn aðalborin og hún hefði sjálf haldið fram. Komið væri í ljós að 64 ára gömul móðir hennar væri ræstingakona á sjúkrahúsi og faðir hennar múrari en ekki stöndugur lögmaður. Kinnbein, augu o g haka ráða fegurð FÓLK hvaðanæva úr veröldinni er í aðalatriðum sammála um í hveiju andlitsfegurð felst. Þetta eru niðurstöður könnunar sem breskir og japanskir sálfræðing- ar kynna í dag í vísindaritinu Nature. Var notast við tölvu- mypdir til að kanna hug fólks til andlitsfegurðar og kom í ljós að fagrar konur hafa há kinn- bein og stór augu en myndarleg- ir karlar hafa jafnan stóra höku. Niðurstaðan er í ósamræmi við fyrri athuganir sem leitt hafí í Ijós að fegurð felist fyrst og fremst í jöfnum hlutföllum í and- liti. Sögðu sálfræðingarnir að fólki félli betur andlit þar sem hlutföllin væru ekki jöfn. „Að- laðandi fólk var með há kinn- bein, niðurmjótt andlit og stór augu. Þá var fremur stutt bil á milli munns og höku, og nefs og munns,“ sagði í greininni. Norðmenn ná samkomulagi við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál Olsen lýsir yfir sigri en sjávarútvegurinn ósigri JAN HENRY T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur lýst yfir mikilli ánægju með það samkomulag sem náðist í sjávarútvegsmálum milli Noregs og Evrópusambandsins aðfaranótt miðvikudagsins. „Það var rétt að greiða atkvæði gegn aðild árið 1972 en nú er hins vegar rétti tíminn til að ganga inn í Evrópusambandið. Ég er mjög ánægður. Þessi samningur er mjög góður fyrir sjávarútveginn. Við náðum meira að segja fram nokkrum kröfum sem ég átti ekki von á að færu í gegn,“ sagði Olsen er hann kom út af fundi ráðherranefnd- arinnar. Norges Fiskarlag, öflugustu heildarsamtök norska sjávarút- vegsins, eru hins vegar ekki á sama máli um ágæti sjávarútvegsþátt- ar aðildarsamningsins og lýstu strax yfir miklum efasemdum. „Þessi niðurstaða er verri en ég óttaðist að hún yrði við upphaf samninga- viðræðnanna. Við höfum tapað á öllum sviðum," sagði Einar Hepsöe, formaður Norges Fiskarlag. Aðlögunartími til 1998 En um hvað var eiginlega samið? Sjávarútvegssamningurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur í heild en greint hefur verið frá því að Norð- menn fái að halda óskertum yfirráða- rétti yfír fískimiðunum fyrir norðan 62. breiddargráðu fram að 1. júlí 1998. Norðmenn fá einnig að við- halda samningum sínum við Rússa um heildarkvóta og kvótaskiptingu í Barentshafí fram að 15. október það ár eða jafnvel lengur, samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Eftir að aðlögunartíma lýkur verða þessar veiðar hluti af heildarfisk- veiðistefnu ESB en lúta áfram sömu reglum og til þessa hefur verið fylgt. Óbreyttar reglur munu gilda um vemdarsvæðið við Svalbarða. Frá og með 1. júlí 1998 verður stjómun fískveiðanna formiega færð til Bmssel en áfram verður fylgt sömu reglum og Norðmenn hafa við- haft við fiskveiðistjórnunina. Veiðar Stjórn Evrópusambandsins verður við kröfum Frakka Lágmarksverð framlengt Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) kom í gær til móts við kröfur Frakka og framlengdi reglur um lágmarksverð á inn- fluttum fiski um tvo mánuði. Snerist stjórninni hugur en hún hafði neitað að verða við kröfum Frakka á þriðjudag. „í ljósi nýrra upplýsinga frá Frakklandi og öðrum aðildarríkjum var ákvörðunin endurskoðuð," sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinn- ar. Talið er að megin ástæðan fyrir tilslökuninni sé sú að Frakkar gerðu það að skilyrði fyrir því að sam- þykkja aðild Norðmanna að ESB að lágmarksverð á innfluttum fiski yrði framlengt. Hollendingar tóku sömu- leiðis afstöðu með Frökkum og sögðu ódýran fisk frá Austur-Evrópu berast inn á markað ESB gegnum Svíþjóð. Nýjar upplýsingar staðfesta að verðlag á físki, einkum þorski, fór lækkandi í febrúar. Undantekn- ingar eru Frakkland og Belgía þar sem verðið stóð í stað. Frönsk stjórnvöld hafa gert kröfur um að af hálfu EBS yerði reynt að hafa betri stjórnun á fiskmarkaðs- málum. „Það er kominn tími til að ESB taki á sig ábyrgð, bindi enda á stöðuga ókyrrð í markaðsmálunum og taki tillit til erfiðleika sjómanna“, sagði í yfirlýsingu frá franska land- innan tólf sjómílna verða áfram al- farið í höndum Norðmanna og ESB gefur út yfirlýsingu um mikilvægi þess að tryggja hagsmuni strand- svæðanna. Núverandi fiskveiðiréttindi Norð- manna eru fest í sessi í aðildarsamn- ingnum. Þá náðist samkomulag um að und- anþágur Spánveija og Portúgala frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni (PCP) falli úrgildi 1. júní 1995. Sjáv- arútvegsstefna ESB í heild sinni verður svo endurskoðuð árið 2003. Að mati Olsen þýðir þetta í raun að Norðmenn hafi náð fram mikil- vægustu kröfu sinni: Aframhaldandi yfirráðarétti yfir fiskimiðunum. Aukakvóti Spánverja A síðustu vikum hafa stjómarer- indrekar í Brussel lýst því yfir að mesti vandinn í sjávarútvegsviðræð- unum væri að finna lausn sem jafnt Spánveijar og Norðmenn gætu túlk- að sem sigur fyrir sínar kröfur. Spænskir stjórnmálamenn yrðu að búnaðar- og sjávarútvegsráðherran- um, Jean Puech. Reglurnar féllu úr gildi á þriðjudag en þær voru settar fyrir rúmu ári vegna óeirða á meðal franskra sjómanna sem mótmæltu meintum undirboðum erlendra fyrir- tækja. Reglurnar náðu til þorsks, ýsu, lýsings, skötusels, ufsa, Alaska- ufsa og Atlantshafslax sem fluttur er inn frá ríkjum sem ekki eiga að- ild að 'Evrópusambandinu. Nefnd hagsmunaaðila ífyönskum sjávarútvegi, CNPM, hvatti á þriðju- dag til þess að aftur yrðu hertar reglur um fiskinnflutning til að mót- mæla því að norðlægar aðildarþjóðir ESB vildu ekki sýna neinn skilning á vanda franskra sjómanna. geta komið heim og lýst því yfir að þeir hefðu fengið stórauknar veiði- heimildir en Norðmenn yrðu að sama skapi að geta sagt að þeir hefðu ekkert látið af hendi. Vissulega vandasamt verkefni en samninga- menn beggja aðila virðast una niður- stöðunni vel. í samningaviðræðunum um EES var samþykkt að ESB fengi ellefu þúsund tonna þorskveiðikvóta í norskri landhelgi, sem færi stig- hækkandi úr sex þúsund tonnum á þessu ári. Samkvæmt heimildum norska blaðsins Aftenposten fá Spánveijar 2.500 tonn umfram það sem EES-samkomulagið gerir ráð fyrir árið 1995 og 1.250 tonn til við- bótar árið 1996. Þá verður reiknings- aðferðum á kvóta Spánveija breytt frá og með 1997 þannig að tvö þús- und tonn bætast við heildarkvóta þeirra. Einnig fá þeir þúsund tonna hlut í kvóta Norðmanna fyrir utan Kanada, sem lítið hefur verið nýttur. Loks fá aðildarríki ESB að reikna sér 10% „aukaafla" af öðrum fiskteg- undum fyrir utan þorskveiðikvótann, þ.e.a.s. 1.100 tonn miðað við ellefu þúsund tonna EES-kvóta. Þess má einnig geta að írar fá aukin véiðiréttindi á írska makríl- stofninum, sem flutt hefur sig um set í norska landhelgi. Markaðsaðgangur Norðmenn virðast hafa náð fram kröfu sinni um fullan markaðsað- gang frá og með þeim degi sem þeir gerast aðilar að Evrópusambandinu. Fyrstu fjögur árin verður þó í gildi eftirlitskerfi og „viðmiðunarkvótar" á útflutningi þeirra afurða sem ekki njóta algjörs tollfrelsis samkvæmt EES-samkomulaginu, þ.e. fyrst og fremst lax, makríll, síld og rækja. Norðmenn munu taka þátt í mótun eftirlitskerfisins og er tilgangur þess að hægt sé að grípa inn í ef upp- lausnarástand ríki á markaðnum. Þá fá sölusamtök norska sjávarútvegs- ins að starfa áfram í óbreyttri mynd. Kvótahopp Reglur Norðmanna um að einung- is norskir ríkisborgarar geti átt fisk- Fékk Stolpe heið- ursorðu frá Stasi? Berlín. Frá Hrönn Marinósdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MANFRED Stolpe, forsætisráðherra í austur-þýska sambandslandinu Brandenburg í Þýskalandi, er sakaður um að hafa unnið sem uppljóstr- ari fyrir öryggislögregluna Stasi en áður starfaði hann sem Jögfræðing- ur hjá evangelísku kirkjunni í fyrrum Austur-Þýskalandi. I sjónvarps- þætti á vegum tímaritsins Der Spiegel fyrir skömmu voru dregin fram í dagsljósið gögn sem fullyrt var að sýndu að Stolpe hefði í nóvember árið 1978 átt fund með yfirmönnum Stasi, þar sem hann hefíti þegið heiðursorðu fyrir vel unnin störf Ekki er enn vitað hvernig þessar upplýsingar bárust til tímaritsins en ef þær reynast réttar hefur Stolpe farið með ósannindi við yfírheyrslur í fyrra. Frá sameiningu ríkjanna hafa spjótin ítrekað beinst að Stolpe fyrir að hafa starfað fyrir Stasi en engar sannanir fundist. Stolpe segir þessar ákærur vera bolabrögð stjórnarandstöðunnar vegna þingskosninga I sambands- landinu í september næstkomandi. í Brandenburg er Stolpe forsætisráð- herra fyrir flokk Jafnaðarmanna (SPD) sem er í samsteypustjóm með frjálslyndum og Búndnis 90 en þing- flokksformaður Búndnis 90 hefur nú þegar krafíst afsagnar hans vegna málsins. Stolpe hefur á hinn bóginn farið fram á formlega afsökunar- beiðni hans og stuðningsyfirlýsingu í þinginu í Brandenburg. Rannsóknamefnd á vegum þings- ins í Brandenburg hefur starfað frá árinu 1992 við að skoða tengsl Stolpe við Stasi. Stolpe vísar á bug öllum ásökunum á hendur sér en segist í þagu öryggislögreglunnar. starfs síns vegna hafa þurft að hafa góð samskipti við yfirmenn öryggis- lögreglunnar þar sem hann hafi gegnt einhvers konar erindrekastarfí milli Stasi ogþeirra sem leituðu ásjár kirkjunnar vegna ósættis við stjórn- völd. Stolpe hefur viðurkennt að hafa þegið gjafír frá öryggislögreglunni. Der Spiegel hefur lagt fram ljós- rit af nafnalista frá tilteknum fundi í nóvember árið 1978 þar sem fram kemur dulnefni Stolpe en við yfír- heyrslur sagðist Stolpe ekki hafa verið á þeim fundi. Einnig hefur tímaritið lagt fram kvittanir sem það segir sanna að Stolpe hafi þegið pen- ingagreiðslu fyrir störf sín. Talsmað- ur nefndar þeirrar sem rannsakar og skipuleggur skjalasafn Stasi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skjölin væru ófölsuð og sagði jafn- framt að mikið af skjölum hefði ver- ið eytt og öðrum stolið í ringulreið- inni við fall Berlínarmúrsins haustið 1989 og þannig hefðu þau borist í hendur óviðkomandi. Reuter A Ikveikja varð sjö að bana SJÖ útlendingar biðu bana í bruna í þýsku borginni Stuttgart í gær, þar af tvö börn, og 15 slösuðust. Ibúar hússins voru fyrst og fremst útlending- ar og er ekki talið útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.