Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Samningar Norðmanna Niðurstöðu í viðræðum Norð- manna við Evrópusamband- ið hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu hér á landi. Ástæðan er sú, að menn hafa spurt, hvort hugsanlegir samningar Norð- manna gæfu tilefni til þess, að við íslendingar breyttum afstöðu okk- ar til Evrópusambandsins. Nú ligg- ur niðurstaðan fyrir og ástæða til þess að fagna því, að Norðmenn hafa náð því marki, sem þeir hafa stefnt að, þ.e. að ná samningum við ESB. Jafnframt beinist athygli okkar íslendinga að efnisatriðum í samkomulagi Norðmanna og ESB um sjávarútvegsmál. Samningur- inn um sjávarútvegsmál hefur ekki verið birtur í heild en hins vegar liggur fyrir hveijir eru meginþætt- ir þessa samkomulags. Samkvæmt samkomulaginu hafa Norðmenn óskertan yfirráða- rétt yfir fískimiðum fyrir norðan 62. breiddargráðu til 1. júlí 1998. Eftir að þessum aðlögunartíma lýkur verða fískveiðar á þessu svæði hluti af heildarfískveiði- stefnu ESB. Frá sama tíma, þ.e. 1. júlí 1998, færist stjórn norskra fiskveiðimála til Brussel. Norð- menn leggja áherzlu á, að þrátt fyrir þetta verði eftir 1. júlí 1998 fylgt sömu stefnu og sömu reglum og Norðmenn sjálfir hafí fylgt og framkvæmt. Þess vegna sé þessi breyting fremur í orði en á borði. Jafnframt er gert ráð fyrir því í samningum Norðmanna og ESB að næstu þijú árin megi einungis norskir ríkisborgarar eiga físki- skip, sem skráð eru í Noregi. Að þessum tíma liðnum mega hins vegar ríkisborgarar annarra ESB- ríkja eiga fískiskip, sem skráð eru í Noregi. Þessa meginþætti sam- komulagsins hafa talsmenn norskra stjómvalda túlkað á þann veg, að niðurstaðan sé Norðmönn- um hagstæð. Vel má vera, að Norðmenn telji þessa niðurstöðu hagstæða fyrir sig. Hitt er alveg ljóst, að íslenzk stjómvöld gætu aldrei gert slíka samninga við ESB. Við íslendingar gætum aldrei fallist á, að stjórn fiskveiðimála okkar yrði færð til Bmssel eins og Norðmenn hafa nú samið um að gert verði eftir mitt ár 1998. Jafnvel þótt Norð- menn haldi því fram að þetta sé aðeins að nafninu til er augljóst að engu er að treysta í þeim efn- um. Raunar eru engum samning- um að treysta við ESB eins og við höfum kynnzt vegna vandamála á innflutningi á íslenzkum físki til Frakklands undanfamar vikur. Hér mundu menn ekki líta svo á að fyrirvarar Norðmanna um að sömu reglur gildi áfram, eftir að fiskveiðistjórnin hefur verið flutt til Brussel mundu, duga okkur. Og hér mundu menn ekki telja nokkru skipta almenn ákvæði um endurskoðun fiskveiðistefnu ESB í upphafí næstu aldar. Við íslendingar gætum heldur ekki fallizt á að fyrirtæki í öðmm ESB-löndum gætu keypt upp ís- lenzk sjávarútvegsfyrirtæki að þremur árum liðnum, eins og Norð- menn hafa samið um að geti gerzt. Samningar Norðmanna við ESB em staðfesting á því, sem bæði Morgunblaðið og ljölmargir aðilar hafa haldið fram, að aðild íslands að ESB sé óhugsandi miðað við óbreytta sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins. Þá skoðun hefur Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, ítrekað nú í tilefni af samningum Norðmanna og er það fagnaðare/ni. í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Þá skoðun hefur Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, einnig ítrekað nú af sama tilefni og er það einnig fagn- aðarefni. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að samningar Norðmanna hafi engu breytt um afstöðu íslands. Ástæða er til að taka undir þau sjónarmið forsætisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, hefur talað nokkuð á annan veg og kemur ekki á óvart, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur augljóslega verið mun opnari fyrir hugsanlegri aðild að ESB en Sjálf- stæðisflokkurinn. Mundi Alþýðu- flokkurinn skrifa undir sjávarút- vegssamninga af því tagi sem Norðmenn hafa nú skrifað undir?! Sérstaka athygli vekur að Norð- menn hafa að því er virðist gert samninga við ESB um löndunar- bann á físk sem veiddur er í Smug- unni. Hvemig getur Evrópusam- bandið tekið ákvörðun um að banna löndun á físki sem veiddur er á alþjóðlegu hafsvæði? Það er svo annað mál að við íslendingar höfum áður ítrekað orðið fyrir því að nágrannaþjóðir okkar hafa sett löndunarbann á físk frá íslandi í þorskastríðum og við höfum lifað það af jafnvel þegar hagsmunir okkar voru hvað mestir í Bret- landi. En óneitanlega kemur það á óvart að náin frændþjóð geri slíka samninga okkur til höfuðs en við eigum eftir að sjá, hvort Evrópu- sambandinu verður sigað á ís- lenzka sjómenn í Smugunni. Undanfamar vikur hefur þess gætt í opinbemm umræðum að aðild Norðurlandaþjóðanna þriggja að ESB hlyti með einum eða öðmm hætti að leiða til þátttöku okkar í Evrópusambandinu. Væntanlegá er mönnum ljóst, eftir að efnisat- riði í sjávarútvegssamningum Norðmanna liggja fyrir, að slíkar umræður em ekki tímabærar. Margt þarf að breytast áður en einhveijar raunverulegar forsend- ur em fyrir slíkum umræðum. Hitt er augljóst að íslenzk stjómvöld þurfa að huga að því á næstu vik- um og mánuðum, hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á þeim samningum sem við höfum tryggt okkur með þátttöku okkar í EES til þess að íslenzkir hagsmunir verði tryggðir gagnvart ESB í framtíðinni. HVAÐ SEGJA ÞEIR UM SAMNINGA NORÐMANNA VIÐ EVROPUSAMBANDIÐ? Davíð Qddsson Aðild Norð- manna hefur enga beina þýðingu fyrir okkur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að samningur Norðmanna við ESB hafi enga beina þýðingu fyrir íslendinga. EES-samningurinn dugi til þess að tryggja viðskipta- hagsmuni án þess að gefa eftir í sjávarútvegi. Davíð sejgir einnig ótta sumra við það að Islendingar séu að verða útundan á einhvem hátt ástæðulausan. „Það er ekki hægt að sjá í fljótheitum að samningurinn hafí beina þýðingu fyrir íslendinga því að afstaðan um að láta samninginn um EES nægja helgað- ist af því að tryggja viðskiptahagsmuni án þess að gefa nokkuð eftir í sjávar- útvegi eða fullveldi, svo nokkuð sé nefnt. Það var fyrirséð að Norðmenn ætluðu sér að gerast aðilar að ESB, og ekki var hægt að ímynda sér að þeir myndu gera það við lakari kost en þeir hafa nú fengið.“ Davíð segir að samningurinn sé þol- anlegur, eins og tekið var til orða, fyr- ir Norðmenn en miðað við fullyrðingar sjávarútvegsráðherrans norska hafa þeir ekki fengið allt sem þeir vildu. „Þeir munu • ekki halda forræði sínu yfír norskum sjávarútvegi með form- legum hætti til frambúðar þótt þeir muni hafa veruleg efnistök. íslendingar hafa ekki getað hugsað sér að þurfa að sækja um kvóta til Brussel þótt þeir fengju nær öllum kvóta við ísland úthlutuðum af sögulegum ástæðum og þessi niðurstaða breytir engu um það.“ Davíð segir einnig að svo virðist sem sú tilfínning hafí vaknað hjá sumum að menn hafí fundið fyrir því Iíkt og böm gera að við værum að verða út- undan en það sé ástæðulaust því ekk- ert hafí gerst sem ekki hafí verið séð fyrir fyrir tveimur árum. Davíð sagði einnig í tilefni af ummælum þess efnis að skip sem veiddu kvótalaus í Barents- hafí gætu ekki landað í ESB-löndum: „Það er dálítið merkilegt að Norðmenn skuli reyna að ná samstöðu við ESB um að fylgja fast stefnu sem ekki er orðin hafréttarleg stefna. ESB hefur ekki viðurkennt stöðu Noregs hingað til og kröfur þeirra gagnvart alþjóðleg- um hafsvæðum." Jón Baldvin Hannibalsson Hugsanlegt að meta málið í nýjuljósi JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og formaður Alþýðu- flokksins segir að samningsniður- staða Norðmanna í sjávarútvegs- málum hafi lykilþýðingu fyrir Is- lendinga vegna þess að forræði yfir fiskimiðum og stjórnun fiskveiða hafi alltaf verið nefnt sem ein meg- inástæða fyrir því að íslendingar hafi ekki sótt um aðild að ESB í samfloti við hinar Norðurlandaþjóð- imar. Sé niðurstaðan sú að Norð- menn hafi náð samningi sem er umfram vonir sem menn gerðu sér, eða samningsniðurstaðan sé á þá leið að hún gæti verið ásættanleg fyrir ísland sé komin forsenda fyrir því að meta málið í nýju Ijósi. „Blekið er varla þomað á samningn- um og við höfum því ekki haft tækifæri til þess að rýna í smáa letrið. Hins vegar höfum við heimildir frá norsk- um stjómvöldum sem hafa fagnað samningsniðurstöðunum sem mjög jákvæðum fyrir Noreg. Sjávarútvegs- samningurinn hefur mest gildi fyrir okkur og þar draga Norðmenn megin- atriðin saman í femt. í fyrsta lagi lýsa þeir því að þeir hafí náð fijálsum markaðsaðgangi fyrir norskar sjávar- afurðir strax frá fyrsta degi. I öðru lagi hefur fengist að þeirra mati full viðurkenning fyrir því að Norðmenn megi viðhalda núverandi fyrirkomu- lagi sölumála á sjávarafurðum. í þriðja lagi segir Jan Henry T. Olsen sjávarút- vegsráðherra að Norðmenn muni stjórna að öllu leyti nýtingu fískveiði- lögsögunnar fram til 1998 en eftir það yrði norska fyrirkomulagið hluti af sjávarútvegsstefnu ESB. Það þýði hins vegar í reynd, og fýrir því hafí þeir fullvissu, að núverandi fyrirkomu- lag gildi áfram. í fjórða lagi segja þeir að Norðmenn muni semja beint við Rússa um fískveiðar á Barents- hafí til 1998 eftir það muni forræðið formlega færast yfír til Brussel, þó þannig að tekið verði í meginatriðum tillit til norskra sjónarmiða í þeim samningum." Jón Baldvin segir að reynist þetta rétt sé það hans mat að Norðmenn hafí náð samningsniðurstöðu sem er vænlegri út frá mati á norskum hags- munum heldur en hann hafi þorað að gera ráð fyrir. Aðspurður hveiju Norð- menn hafi þurft að kosta til segir Jón Baldvin: „Tvennum sögum fer af því hvað þeir hafí þurft að leggja fram fyrir þessa niðurstöðu í veiðiheimild- um en norskir fíölmiðlar segja að hér sé um að ræða 4.000 tonn í viðbótar- veiðiheimildum á þorski. Spænskar heimildir segja að Spánveijar fái þorskkvóta upp á 6.100 tonn.“ Jón Baldvin segir ennfremur að íslendingar hafi verið fullvissaðir um það í tvígang að engir meinbugir væru á því að ísland héldi inntaki EES-samnings með réttindum hans og skuldbindingum en samið yrði upp á nýtt um stofnanaþáttinn. „Vandinn er hins vegar sá að Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóll eru fjölþjóð- legar stofnanir á vegum EFTA sem íslendingar áttu aðild að. Það sam- ræmdist íslensku stjómarskránni þar sem EFTA hafði ekkert yfirþjóðlegt vald. Ef við erum einir EFTA þjóða eftir verður auðvitað tæknilega vanda- samt að fínna aðgengilega formúlu fyrir því hvernig eigi að leysa hlut- verk þeirra án þess að það feli í sér frámsal á valdi til samtaka sem ísland er ekki aðili að, það verður vandinn." Þorsteinn Pálsson Vildi ekki leggja slíkan samning fyrir Alþingi ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra telur að samningur Norðmanna við Evrópusambandið færi þeim ekki umtalsvert forskot á íslendinga. Hann telur að íslend- ingar hafi tryggt sína hagsmuni með EES-samningnum og hefði ekki viljað leggja fyrir Alþingi samning sem legði fiskveiðistefnu íslands undir ESB. „Þessi samningur mun ekki hafa mikil áhrif á okkar stöðu. Við tryggðum okkur býsna vel með EES- samningnum og ég hygg að við getum sagt að við höfum um það bil 96% toll- fijálsan aðgang að Evrópumarkaðnum fyrir okkar sjávar- afurðir. Þessi samningur Norðmanna færir þeim því ekkert forskot sem umtalsvert er, samkeppnisstaðan verður áþekk eftir sem áður. Á hinn bóginn taka þeir á sig talsverðar skyldur vegna þess að þeir verða að undirgangast sameiginlega fískveiði- stefnu ESB. Þar eru atriði sem ég hefði ekki vilja leggja fyrir Alþingi íslendinga." Þorsteinn segir að sú ákvörðun að standa fyrir utan ESB og láta EES-samninginn duga hafi verið rétt og þetta breytir ekki hans afstöðu í því. „Fari svo eins og horfir að Norðurlandaþjóðirnar og Austur- ríki gangi í ESB þurfum við að fara í tvíhliða viðræður við ESB sem fyrst og fremst miða að því að breyta EES- samningnum tæknilega í tvíhliða samning." Þorsteinn segir einnig að hugsanlegt löndunarbann vegna veiða kvótalausra skipa í Barentshafí sé byggt á sömu reglum og beitt sé hér gagnvart skipum sem eru að veiða utan okkar lögsögu úr sameiginlegum stofnum þar sem deila er um skipt- ingu. BjömBjamason Ánægjuleg niðurstaða fyr- ir Norðmenn BJÖRN Bjarnason formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis telur ánægjulegt að Norðmenn skuli hafa náð samkomulagi við ESB en leggur áherslu á að íslensk sjónar- mið liggi að baki þeirri ákvörðun að fylgja ekki í fótspor EFTA ríkj- anna. „Það er mjög ánægjulegt fyrir norsku ríkisstjóm- ina að þetta sam- komulag skuli hafa náðst því Norðmenn og norska ríkis- stjórnin, undir for- ystu Gro Harlem Brundtland, hafa lagt mjög hart að sér við að ná þess- um samningum. Norðmenn hafa alltaf verið skrefí á eftir hinum EFTA-ríkj- unum þremur sem hafa sótt um aðild og nú hafa þeir náð þessu og vonandi með þeim hætti að tímasetningar gangi upp eins og að er stefnt. Það eru hins vegar íslensk sjónarmið sem liggja bakvið okkar ákvörðun þess efnis að vera ekki með þessum fjórum EFTA-ríkjum og sækja um aðild að ESB.“ Björn segir varðandi tvíhliða við- ræður íslands og ESB að EES-samn- inginn verði lagður til grundvallar og ólíklegt sé að sá samningur breytist eitthvað efnislega vegna þess að ný ríki séu orðin aðilar að ESB. „Samn- ingurinn er á milli Evrópusambands- ins og ríkja utan þess, en vafalaust væri æskilegt fyrir okkur, með hlið- sjón af því að þessi ríki eru að kom- ast inn, að ákvæði í fisksölumálum verði endurskoðuð og rýmri heimildir fáist til að selja tollfrjálsan fisk á Evrópska efnahagssvæðinu. Það eru mál sem við þurfum að ræða við ESB og þurfum að vinna að og skoða út frá okkar hagsmunum. Hvað varðar hugsanlegt löndunarbann vegna veiða í Barentshafí tel ég að við eigum að taka mið af reglum sem gilda um úthafsveiðar og ESB er bundið af slík- um reglum eins og Noregur og ís- land.“ Steingrímur Hermannsson Breytir ekki miklu fyrir ís- lendinga STEINGRÍMUR Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins telur að Norðmenn fórni sérhagsmunum sínum í sjávarútvegi og landbúnaði með aðild að ESB. Hins vegar sé sjávarútvegur 2% þjóðarfram- leiðslu Norðmanna á móti 20% hjá íslendingum og erfitt sé að leggja hagsmuni þessara tveggja þjóða að jöfnu. „Mér fínnst hafa verið skýrt frá þess- um samningi á ein- kennilegan hátt. Norðmenn gera samning þar sem þeir fá aðlögunar- tíma á öllum sviðum, frá þremur árum niður í eitt, í sjávar- útvegi. Samningurinn við Rússa gildir til 1. júlí 1998, í landbúnaði fá þeir fímm ára aðlögunartíma í sumu en þurfa að fallast á verðið í Evrópu þannig að það sem þeir eru að gera er að fórna sérhagsmunum sínum í sjávarútvegi og landbúnaði fyrir aðra hluti sem ég fyrir mitt leyti held að hafí allt annað gildi fyrir okkur. Hjá Norðmönnum er sjávarútvegurinn í kringum 2% þjóðarframleiðslu en 20% hjá okkur, þannig að mér finnst erfítt að bera þessa hluti saman.“ Stein- grímur segir einnig að þetta breyti ekki miklu varðandi viðskiptahags- muni íslendinga. „Við höfum náð langflestu af því sem okkur er mikil- vægast með EES-samningnum og í tvíhliða viðræðum er fyrst og fremst um breytingu á stofnanakaflanum að ræða, sem ég held að samningar Norð- manna breyti ekki út af fyrir sig. Áð mínu mati ber að einbeita sér að form- breytingum á samningnum í tengslum við tvíhliða viðræður í stað þess að kanna kosti og galla aðildar." Hann segir að hugsanlegt löndunarbann á Smugutogara komi dálítið óvænt. „ESB hefur verið á móti því að setja stjómun á úthafsveiðar utan 200 sjó- mílna, þannig að ég kem því ekki heim og saman að þeir ætli að fara að hafa afskipti af veiðum á slíkum svæðum. Spánveijar veiða til dæmis á slíkum svæðurn víða um heim.“ Ólafur Ragnar • Grímsson ESB þurs í þróun alþjóð- legra viðskipta ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins telur enga ástæðu til þess að vefengja þá ákvörðun að sækja ekki um að- ild að Evrópusambandinu, sem for- maðurinn segir vera þurs í þróun alþjóðlegra viðskipta. „Samningurinn er að mínum dómi af- dráttariaus staðfest- ing á því að sú af- staða Islendinga að sælq'a ekki um aðild að ESB er rétt. Norðmenn hafa í þessum viðræðum orðið að láta af hendi yfírráð sín yfír fískveiðistjóm- inni að fiórum árum liðnum. Árið 1998 verður norskur sjávarútvegur hluti af sjávarútvegsstefnu ESB. Jafn- framt kemur fram að sama ár munu Norðmenn ekki lengur geta annast sjálfír samninga við þjóðir utan ESB um sjávarútvegsmál, eins og til dæm- is Rússa. Það verður framkvæmda- stjómin í Brussel sem þá annast samn- inga um veiðar í norskri fiskveiðilög- sögu.“ Ólafur segir að niðurstaða samningaviðræðnanna sé því staðfest- ing á því að sú ályktun sem sam- þykkt var á Alþingi í maí 1993, sam- hljóða, að ísland skyldi óska eftir tví- hliða samningi við ESB þegar önnur EFTA ríki fengju inngöngu, hafi verið rétt. „Mér fínnst mjög miður að utan- ríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibals- son, skuli í ummælum sínum í dag tala eins og þessi stefnumörkun Al- þingis sé ekki skýr. En það hefur ekkert komið fram sem breytir þeirri stefnu. Alþýðubandalagið hefur haldið því fram að EES-samningurinn væri ekki lausn á framtíðarskipan sam- skipta íslands og Evrópubandalags- ins, nú er komið í ljós að það álit er rétt. Þess vegna er um tvo kosti að velja, annars vegar aðild að ESB og hins vegar að gera tvíhliða samning við sambandið og það er mikilvægt að utanríkisráðherra haldi sig við stefnu sem Alþingi samþykkti ein- róma á sínum tíma. Sú afstaða er í sjálfu sér ekkert ný hvað það snertir, hún er bara svipuð fyrri afstöðu Norð- manna.“ Hann segir jafnframt að ESB hafi enga lögsögu yfír Smugunni. Hún sé á alþjóðlegu hafsvæði og verið sé að vinna að samningi um slíkar veiðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Veiðarnar í Smugunni munu lúta þeim niðurstöðum sem þar fást. ís- lendingar hafa mjög trausta markaði fyrir sjávarafurðir sínar í Asíu og í Bandaríkjunum og ég hef enga trú á því að ESB taki upp slíkt bann. Ef það gerir það þá staðfestir það að ESB er slíkur þurs í þróun alþjóðlegra viðskipta að það er eins gott að ganga ekki í slík björg.“ Haraldur Sumarliðason Styrkir til Norðmanna varasamir HARALDUR Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, segist ekki hafa kynnt sér efnisatriði samnings Norðmanna við ESB en við fyrstu sýn gætu styrkir í sjávar- útvegi til Norðmanna haft eitthver áhrif. „Nú erum við með fríverslunarsamning við ESB og út af fyrir sig á það að vera í lagi að þó að samningur sé gerður við einhveija aðra, við höldum okkar samningi. Á móti kemur, og mig lang- ar að fá að átta mig betur á því, ótti ýmissa við það að Noregur að hluta, að minnsta kosti Norður-Noregur, eigi möguleika á stórkostlegum styrkjum í sjávarútveg sinn, og þá held ég að það geti verið mjög varasamt fyrir okkar markaðsmál. Eg veit hins vegar ekki nógu mikið um samninginn að svo stöddu,“ segir Haraldur. Anna Ólafsdóttir Bjömsson Tvíhliða við- ræður á okkar forsendum ANNA Ólafsdóttir Björnsson þing- kona Kvennalistans telur að ekki sé ástæða fyrir Islendinga að líta á samning Norðmanna um aðild að ESB sem grunn að viðræðum ís- lendinga við sambandið. Þær hljóti að verða byggja á okkar forsend- um. „Talsmönnum Norges Fiskerlag og fleirum þykir þetta frekar vondur samningur og sé það rétt sem maður heyrir á fyrstu við- brögðum tel ég að það muni hafa áhrif á afstöðu þjóðarinn- ar í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Mér þykir einnig mjög skrýtið og alvarlegt að heyra það frá utanríkisráðherra að hann telji að þessi samningur, sem virðist sæta gagnrýni í Noregi, sé einhver grunn- ur fyrir okkur íslendinga til að byggja á,“ segir Anna. Hún segir einnig að tvíhliða viðræðurnar verði að vinna á okkar forsendum. „Hagsmunir Norð- manna eru með allt öðrum hætti. Til dæmis eru þeir að gefa eftir feikileg- an makrílkvóta í Norðursjó og þeir borga sína aðild, ef af verður, mjög dýru verði. Ráðamenn þar virðast vera reiðubúnir að færa miklar fórnir en þjóðin á eftir að segja sitt. Við hefðum átt að sækjast eftir tvíhliða viðræðum fyrir ári, það var fuil eining um það þá.“ Hún segir að varðandi hugsanlegt löndunarbann á skip sem veiða kvótalaust í Barentshafi sé ver- ið að vinna að veiðum utan lögsögu einstakra ríkja á alþjóðlegri ráðstefnu í New York. Á þeim vettvangi eigi fyrst og fremst að móta stefnu í veið- um á alþjóðlegum hafsvæðum. „Þar erum við að vinna að okkar hagsmun- um og þar kemur í ljós hvernig og að hvaða leyti Norðmönnum og ESB sé stætt á því að semja um þessa hluti í einangrun. Þetta er ekki bara þeirra mál heldur alþjóðlegt atriði sem verið er að vinna að í hafréttar- málum og við eigum að reyna að beita okkur þar. Annars er þetta sam- komulag um veiðar í Smugunni milli ESB og Norðmanna væntanlega háð því að samkomulag náist um önnur mál og við eigum eftir að sjá til hvað úr því verður.“ Benedikt Davíðsson Umráðaréttur yfir auðlindum áhyggjuefni BENEDIKT Davíðsson forseti ASÍ telur visst áhyggjuefni að Evrópu- sambandið sé orðið umráðaaðili yfir auðlindum Norðmanna. „Ég hef ekki efn- islegar forsendur þar sem ég hef ekki getað fylgst með þessu en það er auð- vitað visst áhyggju- efni að þetta stóra bandalag sé að miklu leyti orðið umráðaaðili yfir auðlindum sem Norðmenn ætluðu að reyna að halda umráðarétti sínum yfir. Sérstaklega hvað varðar yfirráð yfir svæðum fyrir norðan 62. breidd- argráðu. Það getur haft grundvallar- þýðingu fyrir okkur, ekki einungis með tilliti til veiða í Barentshafí, við erum líka hér á þeim slóðum og ef til væru sérreglur þar um þá gæfí það visst fordæmi." Benedikt segir einnig um veiðar kvótalausra skipa að hann sé ekki talsmaður þess að verið sé að veiða óskipulagt á ótil- teknum eða tilteknum vernduðum hafsvæðum. „Ég tel að allar veiðar eigi að vera undir skipulagi og allir stofnar undir einhvers konar stjórn en ég þori ekki að leggja dóm á hugs- anlegar refsiaðgerðir vegna veiða í Smugunni.“ Kristján Ragnarsson EES-samning- ur dugir okkur KRISTJÁN Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Landsambands . ís- lenskra útvegsmanna telur að EES- samningurinn fullnægi viðskipta- hagsmunum íslendinga. Hann telur hins vegar varasamt að Norðmenn framselji fiskveiðistefnu sína til ESB. „Mitt mat er það að við höfum gert samning við ESB sem fullnægir öllum okkar þörfum í við- skiptalegum hags- munum. Að vísu er einn hnökri á inn- göngu Svíþjóðar í ESB en hún hefur í för með sér toll á saltsíld sem þá þarf að fá breytt, en það er smámál. Frá efnahags- og viðskiptasjónarmið- um höfum við ekkert að sækja í ESB vegna samningsins. Á pólitíska svið- inu hef ég hins vegar áhyggjur af því að Norðmenn sem eru að fá frest í takmarkaðan tíma til þess að ráða sínum málum sjálfír eru með vænt- ingar um það að geta breytt fiskveiði- stefnu ESB árið 2002, sem engin vissa er fyrir og að mínu mati miklu minni líkur til en ella vegna þess hve Suður-Evrópuþjóðir hafa verið óábyrgar í fískveiðistjórnun og bandalagið allt.“ Kristján segir ESB vera þekkt fyrir yfirgang gagnvart öðrum og að taka ekki tillit til upp- byggingar fískistofna og vill ekki að íslendingar þurfi nokkru sinni að eiga undir ákvörðun bandalagsins um málefni sem snerta fiskveiðistjórn á íslandi og ákvörðun um heildarafla. „Ég hef ástæðu til að óttast að svo verði og ég sé ekki að Norðmenn hafi komið sér undan því nema í mjög takmarkaðan tíma. Ég vil nefna að ég tók þátt í samningaviðræðum um skiptingu loðnuaflans milli ís- lands, Noregs og Grænlands. Nú mun bandalagið koma að þessum samn- ingum fyrir hönd Noregs og ég hef áhyggjur af því að það muni ekki reynast jafn auðvelt og sanngjarnt úrlausnarefni eins og það hefur verið til þessa.“ Kristján segir einnig að hugsanlegt löndunarbann snerti Islendinga ekki mikið. ;,Við getum alltaf landað aflan- um á Islandi og selt aflann til ESB- landa þannig að það mun ekki koma illa við okkur. Hins vegar vil ég benda á að fyrir tæpum mánuði var verið að ræða á vettvangi samstarfsnefndar um Norður-Atlantshaf að Kanada- menn báðu um að afturkallaður yrði 6.000 tonna þorskkvóti vegna ástands stofnsins við Nýfundnaland. Við greiddum atkvæði með þessu vegna þess að þeir hafa bannað sjálfum sér að veiða fram yfír aldamót en Norð- menn greiddu atkvæði gegn þessu og fylgdu bandalaginu eftir í því sam- bandi þannig að afstaða þeirra stend- ur á haus eftir því hvernig vindarnir blása. Þannig að þeir sýndu mjög óábyrga afstöðu á sama tíma og þeir tala um óábyrga afstöðu okkar til veiða í Smugunni." Haukur Halldórsson Tvíhliða samn- ingur betri HAUKUR Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda segir að samningur á borð við þann sem „ Norðmenn hafa gert myndi ekki henta íslendingum. Haukur er þeirrar skoðunar að með tvíhliða samningi megi best tryggja hags- muni. „Að vera í slagtogi með þjóð- um sem hafa mismunandi hags- muni þýðir að ekki er tekið fullt tillit til sérstöðu.“ „Ég held að þessi samningur, það sem ég hef séð af honum, myndi ekki henta okkur. Mér sýnist í fljótu bragði að það eigi bæði við um landbúnað og sjáv- arútveg. Hvað land- búnaðinn varðar er hugsanlegt að dregið verði strik í Noregi og stuðningi við landbúnað hagað samkvæmt því. Stuðningur við landbúnað hefur hingað til miðast við breiddargráðu og þeir viðurkenna í reynd verri samkeppnisstöðu eftir því hversu norðarlega menn búa og að hana þurfi að jafna. Mér sýnist að landbúnaður verði aðeins stundaður í bestu héruðunum, þeir óttast allt að 40% samdrátt í landbúnaði, með öllum þeim afleiðingum sem það mun hafa. Mér þykir trúlegt að hliðstæður samn- ingur hefði sömu áhrif hér.“ Hvað sjávarútveg snertir segir Haukur að Norðmenn virðist hafa gefíð eftir for- ræði sitt yfír eigin auðlindum en treysti á að hafa styrk til þess að móta stefnuna síðar. Einsýnt að sundurlyndi og hags- munapot splundrar R-listanum - sagði Markús Öm Antonsson borgarstjóri á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í RÆÐU sinni á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld sagði Markús Orn Antonsson borgarstjóri að viðbrögð andstæðinga sjálfstæðismanna við þeirri ákvörðun sinni að víkja úr sæti borgarstjóra og oddvita framboðslista flokksins við borgar- sljórnarkosningar í vor, hefðu á flesta lund verið eins og séð var fyrir. Yfirlýsingar andstæðinganna beri með sér að óvænt ringul- reið hafi sagt til sin í herbúðum þeirra. Markús Örn sagði að þó vinstri flokkarnir hefðu náð samstöðu á yfirborðinu sem ef til vill haldi fram að kosningum sé einsýnt að sundurlyndi og hagsmunap- ot einstakra flokka og flokksbrota eigi eftir að splundra bandalag- inu. „Gerðir eru leynisamningar um skiptingu embætta og áhrifa. Hver fer raunverulega með völdin? Verður það forseti borgarstjórnar samkvæmt forskrift Alþýðubanda- lagsins frá vinstra tímabilinu 1978-1982 eða verður það oddvit- inn úr Framsóknarflokknum, sem á að vera pólitískur verkstjóri list- ans, líka borgarstjóra? Hver verða þá áhrif borgarstjórans, ef ein- hver? Hvert verður hlutverk hans yfirleitt? Um það fáum við ekkert að vita,“ sagði Markús Örn Ant- onsson. Ósammála í smáu og stóru Hann sagði engum dyljast að nákvæmlega sama óstjórnin í mál- efnum Reykjavíkurborgar myndi bresta á nú og Reykvíkingar þekkt afreynsl frá stjórnarárum vinstri flokkanna 1978-1982. „í smáu og stóru gátu þeir verið ósammála, hvort sem um var að ræða stór- fellda hagsmuni borgarinnar í samningum um Landsvirkjun eða ráðningu húsvarðar á skrifstofur borgarverkfræðings, sem tók heilt sumar að útkljá vegna pólitískra átaka vinstri manna um stöðuna,“ sagði Markús Örn Antonsson og Markús Örn sagði að í fyrradag hefðu fjölmiðlar loks með eftir- gangsmunum getað togað það upp úr Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir að hún ætlaði í framboð „á lista ringulreiðarinnar, R-listanum. Ætlunin hafði verið að tilkynna þá ákvörðun við hátíðlega athöfn á laugardag. Ólíkindalæti borgar- stjóraefnisins höfðu verið með en- demum,“ sagði Markús Örn og sagðist hafa farið fýluferð til við- ræðna við hana í sunnudagsþætti á Stöð 2 en í annað skiptið fengið að tala við Sigrúnu Magnúsdóttur. Skoðanakannanir gátu af sér R-listann Hann sagði talsmenn andstæð- inganna hafa lýst undrun á því að hann tæki mark á skoðana- könnunum aðloknu prófkjöti en sagði mönnum í fersku minni að einmitt skoðanakannanir í nóvem- ber hefðu rekið hjarðir vinstri manna saman til sameiginlegs , y framboðs. Það væri flótti sem verði skráður á spjöld sögunnar. „Þang- að leitar flóttafólkið úr gömlu vinstri flokkunum, sem þorir ekki lengur að sýna sitt rétta andlit, hefur flosnað upp frá pólitískum heimkynnum sínum, tekið til fót- anna og flúið í náðarfaðm Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur,“ , r sagði Markús Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.