Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Laxveiðileyfi í Rússlandi auglýst til sölu hér á landi Veiðimönnum boðnar stangir í bestu ánum „Ég á fimm stangir eftir dagana 9.-19. júní. Aðalveiðisvæðið er áin Strelna, en auk þess hafa veiði- réttareigendur leyfi til þess að skreppa einn dag í viku í árnar Ponoi og Varsinu. Veiðisvæðið sem um ræðir er 260 kílómetrar og þetta er 18 stanga holl. Þetta er toppvika þarna og ég er eigin- lega aðeins að þessu vegna þess að það er ekkert um að vera í júníveiðinni hér heima. Þarna eru aftur á móti sterkar vor- og haust- göngur. Fjórir Fransmenn sem ég þekki voru þarna í fyrra og veiddu 200 laxa á flugu. Með- alþunginn var 9-10 pund, þannig að þetta er mjög áþekkur fiskur og í júníaflanum á Islandi. Mun- urinn er sá, að á þessum tíma er nóg af fiski, en lítið aftur í ís- lensku ánum. Ég er alls ekki að taka Rússland fram yfir Island, heldur að bæta einhveiju bita- stæðu framan á veiðitímann," sagði Arni Baldursson í samtali við Mogunblaðið, en auglýsing hans um sölu á veiðileyfum í lax- veiðiár á Kólaskaga í Morg- unblaðinu á sunnudaginn hefur vakið athygli. Árni sagði enn fremur, að aðbúnað- ur væri góður, þokkalegt veiðihús og veiðimenn væru fluttir á milli Árni Baldursson. svæða í þyrlum. „Þetta er fyrir hrausta menn, það er flogið með þig á svæði að morgni, síðan veiðir þú allan daginn og ert sóttur að kvöldi. Þetta er ekki sami lúxusinn og heima, en mikið ævintýri að upplifa og svo er verðið til að kóróna það. Tiu daga ferð með sjö daga veiði og uppihaldi, lóðsun og leiðsögu- manni auk flugs frá Moskvu til Ark- angelsk og sömu leið til baka kostar um 300.000 krónur. Svo geta menn bætt við fluginu til og frá íslandi og líklega kemur best út að fljúga héðan til Stokkhólms. Þetta kemur þannig út að menn eru að borga svona 30.000 krónur á dag, en það er eins og meðalverð í góðri ís- lenskri á á góðum tíma og þá á eft- ir að borga fæði og húsnæði, að ekki sé minnst á leiðsögumann ef menn kjósa þá þjónustu," sagði Árni. Hann gat þess einnig að sjálfur yrði hann að veiðum umrædda daga og í athugun væri einnig að skoða sig þarna um seinni hluta september. „Þarna eru einnig sterkar haust- göngur, einmitt þegar allur kraftur- inn er úr veiðunum á íslandi. Ég ætla að athuga málið og sjá til hvort ég býð stangir á þeim tíma,“ sagði Arni. En hver hafa viðbrögðin orðið við auglýsingunni? „Það er mikið búið að hringja og margir að spá í málið.“ Chrysler Vision á íslandi NÝR bíll frá Chrysler-verksmiðj- unum, Chrysler Vision, var kynnt- ur á bílasýningu hjá Jöfri hf. um síðustu helgi. Bíllinn er 5,2 metra langur og hlaðinn alls kyns auka- búnaði. Hann kostar hingað kom- inn um 4,2 milljónir kr. Chrysler Vision er með 3,5 lítra, sex strokka bensínvél með 24 ventl- um, 215 hestöfl. Vélin er með raf- eindastýrðri ljölinnsprautun. Bíllinn er með íjögurra þrepa sjálfskiptingu og er framhjóladrifinn. Vision er að hluta til byggður á hugmyndabíl Chrysler-verksmiðj- anna, Portofino. Ándstætt hefð- bundnum fólksbíium er framrúðan höfð framar á bílnum og mun meiri halli hafður á henni en almennt tíðk- ast. Jafnframt eru fram- og aftur- hjól teygð nær hornum bílsins. Með þessari hönnun tókst að auka far- þegarými bílsins verulega og auk þess hefur hún leitt til lægri loftmót- stöðu en í sambærilegum bílum og er vindstuðullinn 0,30. Að innan er bíllinn klæddur taui en leðuráklæði fæst sem aukabún- aður. Vision er eins og fyrr segir rúmgóður og farangursrýmið er 500 Straumlínulagaður VISION er straumlínulagaður og með stórri, hallandi framrúðu og fæst á 4,2 milljónir kr. lítrar. Mælaborðið myndar hálfhring um ökumanninn út á hurðar bílsins. Stillingar fyrir svonefndan skriðstilli (speed-control) eru á stýri bílsins. Auk þess er hann búinn loftræsti- kerfi, leiðartölvu og fleiru. Meðal öryggisbúnaðar má nefna loftpúða fyrir ökumann og farþega í fram- sæti, ABS-hemlalæsivörn og spól- vöm. Rúmgóður MÆLABORÐIÐ umlykur öku- manninn og á stýri eru rofar fyrir skriðstilli. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Heiðraður fyrir störf í þágu hafnamála FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi fyrir skömmu prófessor dr. Per Bruun fálkaorðu fyrir ríkulegt framlag til rann- sókna og framkvæmda á sviði hafnamála á Islandi. Bruun, sem fæddist á Jótlandi, kom fyrst til íslands árið 1953 og hefur hann unnið að verkefnum tengdum hafnamálum fyrir ísland allar götur síðan án þess að taka þóknun fyrir. Hann er brautryðjandi á sviði hafnagerðar og vama gegn ágangi sjávar við sandstrendur. Hann hefur verið prófessor við Háskólann í Gainesville í Flórída og Háskól- ann í Þrándheimi og starfað sem sérfræðingur fyrir alþjóðastofnan- ir, fyrirtæki og einstök ríki. hann hefur verið frumkvöðull að alþjóð- legum ráðstefnum á sviði hafnagerðar og sjóvarna og verið óþijót- andi að miðla þekkingu sinni til annarra. Hann hefur ávallt leitast við að koma málefnum íslands á framfæri á erlendri grundu og í bókum sínum hefur hann skrifað mikið um málefni hafna og sjó- varna á íslandi. Verri afkoma Afurða- stöðvarinnar hf. í Búðardal á síðasta ári ' Búðardal. AÐALFUNDUR Afurðastöðv- arinnar hf. í Búðardal lauk ný- lega. Reikningsári Afurðastöðv- arinnar lauk 1. september og á fundinum kom fram að rekstur fyrirtækisins gekk verr á síð- asta ári en árið áður og var afkoman við núllið. Astæður verri afkomu eru nokkrar m.a. lægra verð á afurðum, áhrif gengisbreytinga dollarans á Fundur um fiskveiði- stjórnun ÖKONOMIA, félag hagfræði- nema, heldur hádegisfund um fiskveiðisljórnun við Island á milli kl. 12 og 13 fimmtudaginn 17. mars í stofu 101 í Odda. Framsögumenn verða Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins. langtímalán og fleira mætti til telja. Erfiðara var að selja af- urðir fyrirtækisins nú en árið áður og voru töluverðar birgðir í árslok. I fyrirtækinu starfa nú um 20 manns allt árið um kring og 90 manns í sláturtíð og af því má sjá mikilvægi afurðastöðvarinnar í atvinnumálum héraðsins. Líflegar umræður Líflegar umræður urðu á fund- inum bæði um fyrirtækið og rekst- ur þess og einnig um landbúnaðinn í heild og þann vanda sem við er að glíma. Fram kom að mönnum finnst kominn tími til að allir aðil- ar taki nú höndum saman og snúi vörn í sókn. Stjórn endurkjörin Stjórn afurðastöðvarinnar var endurkjörin og hana skipa þeir Svavar Jensson, Halldór Guð- mundsson, Baldur friðfinnsson, Sveinn Gestsson og Úlfar Reynis- son. Framkvæmdastjóri Afurða- stöðvarinnar hf. í Búðardal er ívar Ragnarsson. - Kristjana. Til vamar dekurdísum, frekj- um og fitubollum Islands eftir Jenný St. Jensdóttur Á sólríkum þriðjudagsmorgni, með kaffi, ristað brauð og Moggann við hönd er morgunstundin fullkom- in. Greinar um ýmis málefni, sér- staklega viðskiptalegs eðlis vekja sérstakan áhuga og þær eru lesnar til enda ef áhuginn helst alla leið út greinina. Þriðjudagsmorgunninn 15. mars var ekkert óvenjulegur að því leyti, enda heil eilífð síðan Mogg- inn barst inn um bréfalúguna sl. laugardagskvöld. Lestur greinar Vil- hjálms Bjarnasonar, löggilts verð- bréfamiðlara og viðskiptafræðings, vakti hins vegar þvílíka reiði að mér sjálfri stendur ekki á sama. I sak- leysi mínu hélt ég að nú á árinu 1994 gæti maður treyst því að „fag- leg umfjöllun" lærðra manna væri ekki krydduð lágkúrulegum ödipus- arduldum kynjafordómum á borð við þá sem verðbréfamiðlarinn gerir sig sekan um, ekki einu sinni heldur níu sinnum í grein sinni til vamar óska- barni þjóðarinnar Eimskip hf. Hvern fj... skiptir það máii í málefnalegri umræðu almennt, hvort viðmæland- inn er dekurdís, frekjudós eða fitu- bolla? Þessi tvö síðastnefndu viður- nefni viðhafði verðbréfamiðlarinn þó ekki en upp í hugann flæða fjölmörg tilefni á síðustu misserum, sem Ólína „Dekurdísir, frekjur og fitubollur íslands nenna ekki að ræða við ykkur á þessum grund- velli. í einfeldni okkar er krafan skýr og ský- laus; gagnkvæm virð- ing á málefnalegum grunni.“ Þorvarðardóttir gerði aðdáunarverð skil í grein sinni í Lesbók Mbl. fyrir skömmu. Verðbréfamiðlarinn sýnist mér vera góður kandidat fyrir alla þá fáu karla, sem í málefnafátækt sinni líta á andstæðinginn og/eða viðmælandann ekki sem jafningja heldur sem konu, móður, meyju. I fúlustu alvöru, ágætu herrar, hve- nær hafíð þið lesið eða heyrt rökræð- ur á milli tveggja karla sem ganga út á það að hinn sé feitur og þessi frekja eða dekurprins. Þvílíkar rök- ræður heyrast helst í sandkössum og á róluvöllum borgarinnar. Þið megið líka vita það að okkar orða- bók er litskrúðug ef við dekurdísir, frekjur og fítubollur leggjumst svo lágt í málefnalegri umræðu og virð- ingarleysi gagnvart viðmælanda. Agnes Bragadóttir hefur örugg- Jenný St. Jensdóttir lega í gegnum starf sitt hlaðið á sig þykkum skráp og telur svona.grein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.