Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 7 Skaðabótanefndin Skilar áliti í aprflmánuði NEFNDIN sem Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, skipaði til að fjalla um ákveðin ákvæði nýju skaðabótalaganna sem tóku gildi þann I. júlí s.l., býst við að skila af sér um miðjan apríl að sögn Guðmundar Skaptasonar, fyrrum hæstaréttardómara og eins nefnd- armanna. Aðrir nefndarmenn eru þeir Gestur Jónsson, hæstaréttar- lögmaður, og Gunnlaugur Claess- en, ríkislögmaður. Guðmundur segir verkefni nefnd- arinnar vera mjög almennt orðað, hún eigi að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að breyta ákveðnum at- riðum í lögunum. Hann kvaðst búast við að nefndin fjallaði einkum um tvö atriði. Annað snýr að þeim ungmenn- um sem slasast höfðu fyrir gildistöku nýju laganna og enn eiga eftir óupp- gerð skaðabótamál. Hitt atriðið er hvort miða eigi áfram við læknisfræðilegt mat ör- orku eða fjárhagslegt tjón þess sem slasast lítillega þegar bætur eru reiknaðar. Á Norðurlöndum hefur mikið til verið tekin upp mat á fjár- hagslegri örorku, segir Guðmundur, en hér á landi er hin aðferðin enn í fullu gildi. -----♦ ♦ ♦---- Ný lög um Hæstarétt Einn dóm- ari fjalli um smærri mál í FRUMVARPI um breytingu á lögum um Hæstarétt er meðal annars gert ráð fyrir að dómurum við réttinn verði fjölgað úr átta í níu og að heimilað verði að einn dómari leysi úr alminnstu málun- um sem einkum eru kærumál vegna úrskurða héraðsdómara um formsatriði. I frumvarpinu um breytingu á lögum um meðferð einkamála er einkum miðað að því að draga úr fjölda áfrýjana og gera málatilbúnað fyrir Hæsta- rétti skýrari og markvissari og einfalda og flýta undirbúningi máls fyrir munnlegan flutning. Allshetjarnefnd hefur undanfarið Qallað um þrjú stjórnarfrumvörp sem fela í sér endurskoðun á reglum um rekstur mála fyrir Hæstarétti. Sól- veig Pétursdóttir formaður allsheij- arnefndar sagði, þegar hún mælti fyrir tillögum nefndarinnar á Alþingi á þriðjudag, að markmið frumvarp- anna væri meðal annars að ráða bót á þeim vanda sem er vegna mála- fjölda fýrir Hæstarétti. Verulegur biðtími sé eftir afgreiðslu mála þar, aðallega einkamálum og væri bið- tíminn í einkamálum brot á skuld- bindingum ríkisins samkvæmt Mann- réttindasáttmála Evrópu. Sólveig sagði að þær tillögur sem fælust í frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð einkamála, gætu stuðlað að sparnaði á tímanum sem tekur að undirbúa mál til flutnings fyrir Hæstarétti. Sá undirbúningur tekur nú 6-12 mánuði en myndi styttast í 2-4 mánuði. Ekki verður sjálfkrafa hægt að áfrýja einkamáli til Hæstaréttar ef hagsmunir í mál- inu ná ekki 300 þús. kr., samkvæmt tillögum allshetjarnefndar Alþjngis. Nefndin hefur fjallað um stjórnar- frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála en í því frum- varpi var gert ráð fyrir að þessi upp- hæð væri 500 þúsund krónur. Nú er lágmarksfjárhæðin 150 þúsund krónur en Hæstiréttur getur heimilað áfrýjun þótt fjárhæðin nái ekki þeim mörkum. Fram kom hjá Sólveigu að samkvæmt tölulegum upplýsingum á fimm ára tímabili mætti ætla að tæplega 30% einkamála myndu þarfnast leyfismeðferðar. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir að réttur til áfrýjunarleyfis verði rýmkaður talsvert til dæmis ef talið er að úrslit máls hafi mikið almennt gildi eða að ekki þyki útilokað af gögnum að héraðsdómi kunni að verða breytt. VOLVO 400 LÍNAN '94 ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT EN SATT AÐ ÞÚ GETUR KEYPT FRAMHJÓLADRIFINN VOLVO HLAÐINN BÚNAÐI Á 1.498.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA. Vökvastýri • samlæsing • veltistýri • rafknúnir speglar 2,0 lítra vél • plussáklæði • fellanlegt sætisbak bílbeltastrekkjarar • sjálfvirk aðlögun belta • fjölmargar ngar á framsætum ásamt mörgu fleiru! A9.W\^S 0ÓNl * BETRA VERÐI FYRIR ÞIG! FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.