Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 Rétti tíminn til að umpotta blóm er núna TÍMI umpottunar er nú gengin í garð og nú má sömuleiðis fara að gefa inniblómunum áburð vikulega eftir vetrardrungann. Marsmánuður er ávallt heppileg- asti tíminn til umpottunar þegar inniplönturnar taka að lifna við. Þá finna þær minnst fyrir því raski, sem verkið hefur í för með sér. Vaxtartregðu verður gjarnan vart hjá inniblómum, sem jafnan vaxa í nvjög takmörkuðu pottarými, venju- lega eftir eitt til tvö ár, jafnvel þótt þau fái næringu og nostrað sé við þau á annan hátt. Ástæður fyrir dvínandi vexti og vanþrifum eru ýmsar, en meginorsakir eru oft að eðlisástand moldar rýmar og jafn- vægi næringarefna raskast. Moldar- kornin molna niður og hætta að halda næringu. Umhverfí róta verð- ur kannski of loftvana, jafnvel súrt. Hægt er að koma í veg fyrir hnign- un með því að umpotta. Umpottunin fer þannig fram að hluti af gömlu moldinni er fjarlægð- ur og ný og næringarík sett í stað- inn. Það þarf alls ekki að umpotta hvert einasta heimilisblóm árlega. Flestar safaplöntur, svo sem kaktus- ar og þykkblöðungar, geta oft spjar- að sig í þó nokkur ár án þess að hreyft sé við þeim, séu pottar nógu stórir. Pálma þarf mjög sjaldan að hreyfa enda þola rætur þeirra illa umrót fyrr en þær hafa fyllt pott- inn. Svipað gildir um ýmsar aðrar stæðilegar plöntur, ekki síst á það við ef þær eru í þokkalega rúmum ílátum og fá ögn af næringu í flest skipti og vökvað er. I fyrrnefndum tilvikum er heppi- legt að íjariægja árlega gætilega 2-4 sm af yfirborðslagi moldar og setja jafnmikið af nýrri mold í stað- inn. Ungjurtir og hraðvaxta þurfta- frekar plöntur, sem mynda öflugan rótarvöxt á skömmum tíma skyldi þó gert ráð fyrir að umpotta árlega, ef ekki oftar. Hvernig lörum við að? Potta þarf að hreinsa og þvo vand- lega. Séu notaðir leirpottar þarf að leggja þá í vatn í 2-3 klst. Plantan er síðan vökvuð rækilega í 1 klst. áður en gengið er til verks. Þá er hún tekin variega úr pottinum og allt Iauslegt numið burt úr enda kökksins og ofan af honum. Losað er gætilega um lausa mold úr hliðum og rótarflækjum. Matargaffall er Plastpoka aðferðin Gott er að setja plöntuna í glær- an plastpoka á meðan hún er að jafna sig eftir umpottun. Ef plant- an er sett í poka er óhætt að skilja hana eftir í nokkra daga, en þó ekki of lengi því hún getur farið að rotna. Plöntuna skal heldur ekki skilja eftir þar sem sól skín á hana því þá getur orðið of mik- il rakaþétting, sem eykur líkur á rotnun. 1. Vökvaðu plöntuna ríkulega. Settu þijár bambusstangir, sem eru lengfri en plantan, niður í moldina út við pottinn og beindu þeim út á við svo að pokinn snerti ekki plöntuna. 2. Settu pottinn í loftþéttan poka, sem nær alveg utan um hana. Lokaðu pokanum með lím- bandi. Nú myndast hringrás vatns, sem gufar upp frá blöðunum og þéttist aftur innan á pokanum eða blómapottinum og fer þaðan ofan í moldina. heppilegur til verksins. Einnig má núa kökknum varlega á milli hand- anna. Klippa skal burtu allar sýnileg- ar fúnar rætur, en skadda sem minnst heilbrigðar. Þvi næst er gróf vikurmold lögð í pottbotninn og huliri með smá- skammti af nýrri mold, sem þarf að vera hóflega rök. Síðan er fyllt með mold allt umhverfís kökkinn og henni þrýst létt niður með þumalfmgrunum, en. þó þannig að hvergi verði eftir loftrými. Að síðustu skal vökva frem- ur naumlega sé moldin vei rök. Réttir frá gamla landinu ylja um hjartarætur Morgunblaðið/Júlíus Davor Purusic og Nasiha Mravinac gáfu Daglegu lífi uppskrift af dæmigerðum rétti frá Bosniu. Zlatan, eiginmaður Nasihu, var á sjúkrahúsi þegar myndin var tekin. EFTIR nær stöðuga bardaga er líf íbúa í Sarajevo loks að komast í eðlilegt horf. Á sama tíma eru Bosníumennirnir þrír sem hingað komu til lækninga í byrjun október smám saman að aðlagast íslenskum lífshátt- um. En hugurinn leitar gjarn- an heim og réttir frá gamla landinu ylja um hjartarætur. Hér á eftir fer uppskrift Bos- níumannanna af dæmigerðri bosnískri súpu og pottrétti. Á eftir fylgir desert og á hann ættir að rekja til Tyrklands. Súpa 1,5 kg reykt lamba- eða nautakjöt 150 g makkarónur 1 gulrót 1 laukur salt, pipar og þurrkaó grænmeti Setjið 1,5 1 af vatni í pott og bætið kjöti, saxaðri gulrót og lauk út í. Síðan er örlítið salt sett út í og beðið eftir að suða komi upp. Þegar súpan hefur soðið í 10 mínútur er kjötið tekið upp úr pottinum. Annað er látið sjóða 30 mínútur til viðbótar. Þá er makkarónunum bætt út í og látið sjóða í um 20 mínútur. Bosnískur poftréttur 1 kg hvítkól 1 kg blómkól 0,5 kg gulrætur 2 stórir laukar 1,5 kg (óðurnefnt) kjöt salt, pipar Setjið kjötið í pott og gulræt- urnar (þverskornar) ofan á. Þar á ofan fer lag af niðurskornum lauk (einn laukur), lag af niður- skornu grænkáli, lag af niður- skornum lauk (þeim síðari) og efst lag af niðurskornu hvítkáli. Lagskiptingin á að haldast, þ.e. alls ekki má hræra í pottinum. Að þessu loknu er vatni bætt í og látið fljóta ofan á. Því næst er örlitlu af salti og pipar bætt við og allt er látið sjóða í 3 klukkustundir. Á þeim tíma skal hvorki opna pottinn né bæta við vatni. Að loknum suðutíma er rétturinn tilbúinn. Eftirréttur Tufahija 1,5 kg gul epli (ath. aóeins gul) 100 g valhnetukjgrnar _________300 g sykur 150 g smjör ‘4 I rjómi 50 g súkkulaðikúlur (Daim) í 1,5 1 af vatni er bætt 300 g sykri og hann látinn bráðna. Á meðan eru eplin afhýdd og kjarn- inn tekinn úr án þess að eplin séu tekin í sundur. Eplin eru síð- an sett í sjóðandi vatnið í pottin- um og látin standa þar í tvær mínútur. Að því loknu eru þau tekin upp, þeim snúið við og þau látin standa jafn lengi í vatninu á hinum endanum. Eftir að öll eplin hafa verið meðhöndluð á þennan hátt er potturinn tekinn af eldavélinni og beðið eftir að eplin kólni. Meðan beðið er, er valhnetukjörnunum, mjúku smjörinu og þrernur matskeiðum af sykri blandað saman. Því er svo komið fyrir inn í eplunum, þ.e. þar sem kjarninn var. Eplin eru sett á diska og sykurvatninu hellt yfir þau. Því næst er þeyttum ijóma bætt á diskinn og súkkulaðikúlunum dreift yfir. Prijatno. Dúnúlpu tilboð “ Nú kr. 5.990,- Á5ur kr. 9.900,- Litír: Dökkblált, grænt og Ijósblátt. Stær&ir: S-M-L Barnadúnúlpur Tílboðsverö nú kr. 3.490,- ÁSur kr. 6.490,- SteerSir: 152,164,176 Nýtt kortatímabil. Sendum í póstkröfu. »hummel'5ÍP SPORTBÚÖIN Ármúla 40 • Slmar 813555 og 813655 Hennes & Mauritz hefur sölu á notuðum barna- og unglingafatnaði í samkeppni við sænska Hjálpræðisherinn SÆNSKA verslunarkeðjan Hennes & Mauritz, sem einkum selur barna- og unglingaföt, ætlar að taka upp samkeppni við óvæntan aðila á nýju sviði. Hingað til hefur Hjálpræðisherinn sænski verið umsvifamikill í sölu notaðra fata, en nú ætlar Hennes & Mauritz að fara inn á sama markað og fara að selja notuð föt. Ekki stafar þetta þó af erfiðleikum innan fyrirtækisins, heldur vegna þess að innan þess álita menn að vert sé að nota sér þá tískusveiflu meðal ungs fólks að ganga í notuðum fötum. Sænski hjálpræðisherinn hefur um árabil rekið búðir víðs vegar um Svíþjóð og ganga þær undir nafninu „Myrorna" eða Maurarnir. Búðirnar eru 24 og í þeim eru seld notuð föt. I fyrra jókst salan um heil 30% frá árinu áður. Forsvarsmenn búðanna eru ekki í vafa um að aukningin stafí ekki endilega af siæmum fjár- hag fólks, sem neyðist til að kaupa þessi hræódýru, notuðu föt, heldur endurspegli þá afstöðu ungs fólks að sjálfsagt sé og smart að kaupa og ganga í notuðum fötum. Sama tilhneiging komi fram í sölu á notuð- um húsgögnum. Ekki er þetta þó almenn tilhneiging heldur tengist stórborgarlífinu fyrst og fremst. í litlum bæjum og tii sveita þykir það enn bijóstumkennanlegt eða hall- ærislegt að ganga þannig til fara. Nýtt og gamalt saman í ijósi þessa áhuga á notuðum fötum hafa forsvarsmenn Hennes & Mauritz ákveðið að opna deildir í nokkrum stærstu búðum sínum til reynslu og selja notuð föt, einkum alis kyns gallabuxur og -jakka. Þessi föt er tilvalið að nota með nýjum fötum, sem kaupendur geta þá keypt á sama stað. Ekki þarf að fletta tískublöðum lengi til að sjá að tölu- vert er um að föt iíti út eins og notuð og snjáð, þó þau kosti kannski offjár. Þeir sem eru sniðugir og út- sjónarsamir, geta sett saman sína eigin línu með notuðum fötum. Hennes & Mauritz höfðar fyrst og fremst til ungs fólks og því er þetta eðlileg viðbót við vöruval búð- anna. Fyrirtækið er þekkt fyrir stór- ar og áberandi auglýsingar í blöðum og úti um borg og bæ, en þetta fram- tak verður þó ekki auglýst með til- standi, heldur verður látið nægja að opna deildirnar og treysta á að fram- takið spyijist út. 326 búðir Hennes & Mauritz keðjunni hefur á hugvitssamlegan hátt tekist að auka sölu sína jafnt og þétt undan- farin ár, þrátt fyrir samdrátt, sem hefur komið illa við fatabúðir. í fyrra opnaði keðjan 35 nýjar búðir í Evr- ópu, sy? nú eru 326 búðir .í eigu hennar. Þriðjungur búðanna er í Svíþjóð og setja mikinn svip á miðbæ Stokkhólms, þar sem næstum er H&M-búð við búð. Sama er í Kaup- mannahöfn, þar sem eru ijórar eða fímm búðir á og við Strikið. Samkeppnisaðilar H&M hafa látið í ljós grun um að fötin séu í raun ekki notuð, heldur bara þvegin og þvæld, til að fá á þau notað yfir- bragð. Því er þó harðlega neitað af hálfu fyrirtækisins, sem segir fötin notuð, þó ekki fáist uppgefið hvaðan þau komi. Nú er að sjá hvort hægt verður að selja notuð föt innan um ný. Og hvers vegna ekki? Það er þegar svo margt ungt fólk, sem blandar saman gömlum og nýjum flíkum og varia er verra að geta gert það á sama stað. En vissulega getur verslunarkeðja eins og Hennes & Mauritz ekki keppt við útlit og andrúmsloft hjálpræðishersbúð- anna, nema hún stígi skrefið til fulls og taki sér fátæklega innréttingu þeirra til fyrirmyndar. ■ Sigrún Davíðsdóttir. 94026 Word námskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 } I I » ► I ! i ! í t L I í I I í I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.