Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
Glasafrjóvgunardeild í Fæðingarheimilið
Afköst gætu
tvöfaldast eft-
ír flutningana
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur gefið leyfi fyrir því að glasafrjóvg-
unardeild Landspítala verði flutt í Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Þórður Óskarsson, sérfræðingur á deildinni, segir að starfsemin
hafi búið við þröngan kost og mögulegt verði að tvöfalda afköst í
nýja húsnæðinu svo fremi sem starfsfólki vérði fjölgað og tækjakost-
ur aukinn. Á sjötta hundrað pör bíða eftir að komast að á deild-
inni. Með fyrri afköstum nær sá biðlisti fram í maí 1996.
Þórður minnti á að deildin væri
ung, aðeins tveggja ára gömul.
Hins vegar hefði aðsókn farið sívax-
andi, m.a. vegna nýjunga við lækn-
ingu á ófijósemi, og nú væri svo
komið að húsnæði á kvennadeild
Landspítala væri orðið alltof lítið.
Hann sagði að forráðamenn spítal-
ans hefðu gert ráðherra grein fyrir
þessum vanda og mætt hjá honum
miklum skilningi. Ráðherra hefði
nú tilkynnt að flytja mætti deildina
í Fæðingarheimilið og yrði hún
væntanlega að mest öllu eða öllu
leyti flutt þangað þegar húsnæðið
hefði verið standsett.
svo fremi sem starfsfólki yrði fjölg-
að og tækjakostur aukinn. Með því
móti væri þess vænst að hægt yrði
að bjóða Islendingum upp á glasa-
frjóvgunarmeðferð án þess að þurfa
að bíða í langan tíma. Hvað áhuga
útlendinga á sams konar meðferð
hér á landi varðaði sagði Þórður
að erfítt væri að spá fyrir um slíkt.
„Hins vegar hefur okkur gengið vel
og dæmi erlendis frá sýna að fólk
sækir gjaman þangað sem árangur
er góður. Jafnvel út fyrir landstein-
ana.“
Sjá bls. 21: „Fjárveitingu
vantar.“
^ Morgunblaðið/Sverrir
I fótspor Nansens
NORÐMENNIRNIR Odd Olsen (t.v.) og Kjell Ein-
ar Andersen vom á leið til Grænlands ásamt tveim-
ur tonnum af búnaði og vistum þar sem þeir hitta
18 manna hóp landa sinna í Ammassalik. Hópur-
inn ætlar að feta í fótspor Norðmannsins Frið-
þjófs Nansens sem gekk ásamt fimm öðrum árið
1888 frá Ammassalik á austurströnd Grænlands
yfir til Nuuk á vesturströndinni, fyrstur manna.
Með þeim á myndinni er Bergur Axelsson, flug-
maður hjá íslandsflugi, en þeir félagar leigðu tvær
af flugvélum félagsins til að flytja búnaðinn til
Kulusuk.
Skattrannsóknastjóri beinir sjónum sínum að meintu undanskoti
Pappírsfyrirtæki notuð til að
skjóta undan virðisaukaskatti
Fyrst og fremst fyrir
Islendinga
Hann sagði að mögulegt yrði að
tvöfalda afköst í nýja húsnæðinu
Kópavogsbær
Sigfús Hall-
dórsson heið-
ursborgari
BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur
ákveðið að gera Sigfús Halldórs-
son tónskáld og listmálara að heið-
ursborgara Kópavogs, og verður
það formlega tilkynnt við athöfn
í Félagsheimili Kópavogs á morg-
un kl. 15.
Að athöfninni lokinni verður opnuð
sýning á vatnslitamyndum af um-
hverfi Kópavogslækjar eftir Sigfús.
Sýningin er í Gallerí Listanum,
Hamraborg 20a, Kópavogi, og verður
hún opin frá kl. 14 til 18 fram yfir
páska.
í dag
EMBÆTTI skattrannsókna-
stjóra hefur undanfarið beint
sjónum sínum að meintu
undanskoti virðisaukaskatts
hjá fyrirtækjakeðjum þar sem
viðskipti eiga sér stað í miklum
mæli milli skyldra aðila eða
hópa, og nýlega kærði embætt-
ið eina slíka fyrirtækjakeðju
til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Skúli Eggert Þórðarson
skattrannsóknastjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hann vildi ekki gefa upp hvaða
fyrirtækjakeðju þar væri um
að ræða, en sagði að í því til-
felli væri grunur um tugmillj-
óna króna undanskot á virðis-
aukaskatti.
Síðan væru þessi fyrirtæki, eða
öllu heldur einingar sem hafa sjálf-
stæða kennitölu, gjaman látin
verða gjaldþrota. Hann vildi ekki
nefna hvaða fyrirtæki eða atvinnu-
rekstur væri helst um að ræða í
slíkum tilfellum, en sagði að þarna
væri um nýjan möguleika að ræða
sem myndast hefði með virðis-
aukaskattskerfinu fyrir menn til
að misnota innskattinn.
Nota veikleika kerfisins
Skúli Eggert sagði að sú reynsla
væri nú komin á virðisaukaskatts-
kerfið að menn væru famir að
nýta sér veikleika þess. Hann
sagði ofangreinda leið vera mjög
opna og ekki erfitt að bregðast
við henni, og benti á í því sam-
bandi að nýlega hefði komið fram
þingmannafrumvarp á Alþingi
sem gerði ráð fyrir að hægt væri
að dæma menn í bann frá atvinnu-
rekstri hafi þeir gerst sekir um
gróf brot af þessu tagi. Hann sagði
að embætti skattrannsóknastjóra
hefði jafnframt beint sjónum sín-
um að öðmm leiðum sem aðilar
hefðu notað til að skjóta virðis-
aukaskattinum undan, en á þessu
stigi væri hann ekki tilbúinn til
að greina frá þeim málum.
Héraðsdómur Reykjaness dæmir leiðbeinanda siglingaklúbbs
Dæmdur til að greiða
fjársekt vegna slyss
Launafólk
Fulltrúar launafólks í Græn-
landi, í Færeyjum og á íslandi
funduðu hér fyrir helgi 7
Fatlaðir
Tímamót í starfsemi Plastiðj-
unnar BjTeargs 24
Morð________________________
Sextíu og átta ára gömul kona
dæmd fyrir aðild að morði á
tengdasyni sínum 27
Leiðari_____________________
Frá kyrrstöðu til hagvaxtar 28
i.gganr
► Þórhallur Vilmundarson
skrifar um örnefnið Víghól -
Einhymingurinn, tákn Krists,
myndröð á 7 veggteppum -
2n*r0ttniilabib
► Teygjanleiki sjóndeildar-
hringsins - Gráar glettur - Frá
draumum til veruleika - Kross-
ar - Dansar á föstu - Háskalegt
afmælisár - Hið tamda frelsi
Skúli Eggert sagði að gmn-
semdir væru um að menn stofnuðu
til viðskipta milli hálfgerðra papp-
írsfyrirtækja þar sem sama varan
væri innsköttuð hvað eftir annað,
en aldrei útsköttuð á móti. Þetta
kæmi þannig út að menn væru
að hafa fé af ríkissjóði hvað eftir
annað án þess að standa raunveru-
lega skil á virðisaukaskattinum.
Ingvi Hrafn sagði, að sér hefði
boðist þarna kærkomið tækifæri
til þess að takast á við ný verkefni
í sjónvarpi og losna þar með und-
an argaþrasi fréttanna. Páll
Magnússon útvarpsstjóri hefði
fallist á þessa breytingu og jafn-
framt tillögu Ingva um að Elín
Hirst, sem nú er staðgengill frétta-
stjóra, taki við. Aðspurður sagði
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær 29 ára leiðbein-
anda hjá siglingaklúbbi í Kópa-
vogi til að greiða 80 þúsund
króna sekt í ríkissjóð fyrir að
Ingvi þetta hafa verið mjög
skemmtileg og skapandi tvö ár og
fréttastofan hefði á þessum tíma
náð að bæta 15 þúsund áhorfend-
um að meðaltali á kvöldi við 19:19.
Hann sagðist ekki hafa minnstu
áhyggjur af því, að Elínu Hirst
og Sigmundi Erni varafréttastjóra
tækist ekki að halda því og bæta
við það áhorf sem nú væri.
hafa gerst sekur um líkams-
meiðingar af gáleysi vegna
óhapps sem varð við hafnar-
garðinn í Kópavogi í júlí í fyrra-
sumar þegar tíu ára drengur
féll útbyrðis af gúmmíbát sem
maðurinn stýrði. Drengurinn
lenti í skrúfu bátsins, hlaut al-
varlega áverka á höfði, kviðar-
holi og fótum og var um tíma
í lífshættu.
í gúmmíbátnum voru átta börn
um tíu ára aldur á námskeiði hjá
siglingaklúbbnum og einn leið-
beinandi sem jafnframt stjórnaði
bátnum. Drengurinn sem féll út-
byrðis sat með samþykki leiðbein-
andans fremst í bátnum þar sem
hann hafði ekki trygga handfestu.
Þegar stjórnandi bátsins sveigði á
bakborða féll hann útbyrðis með
fyrrgreindum afleiðingum. Dreng-
urinn hefur náð góðum bata en
samkvæmt læknisvottorðum sem
lögð voru fyrir dóminn er ekki enn
ljóst hvort hann nær sér að fullu
en ekki er talið útilokað að afleið-
ingar slyssins verði til að skerða
námsgetu hans.
I niðurstöðum Gunnars Aðal-
steinssonar héraðsdómara segir
að sannað þyki með framburði
tveggja manna sem fylgdust með
siglingu gúmmíbátsins að mað-
urinn hafi siglt nokkuð óvarlega
miðað við að börn voru í bátnum.
Þá verði að telja óvarlegt hjá
ákærða, umsjónarmanni nám-
skeiðsins, að hafa verið einn með
átta böm í bátnum en alkunna sé
að börn á þessum aldri hlýði ekki
alltaf fyrirmælum út í ystu æsar.
Ekki sé nóg að gefa börnum
ákveðin fyrirmæli heldur verði að
fylgjast með að eftir þeim sé far-
ið, sérstaklega í umgengni við
hættuleg tæki. Til að gæta alls
öryggis hefði verið nauðsynlegt
að hafa tvo leiðbeinendur í bátn-
um.
Leiðbeinandinn hefði ekki sýnt
nægilega varkárni í sjóferðinni og
með saknæmu gáleysi orðið þess
valdandi að drengurinn féll útbyrð-
is og slasaðist.
Ákæruvaldið gerði ekki kröfu
um þyngri refsingu en sektar-
greiðslu og taldi dómarinn hæfi-
lega sekt 80 þúsund krónur.
Breytingar á fréttastofu Stöðvar 2
Ingvi Hrafn úr frétt-
um í dagskrárgerð
INGVI Hrafn Jónsson fréttastjóri Stöðvar 2 staðfesti í samtali við
Morgunblaðið, að hann myndi að loknu sumarleyfi láta formlega
af störfum fréttastjóra og taka við umsjón vikulegs þáttar hjá stöð-
inni á Iaugardagskvöldum frá cg með september í haust.