Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Seltjarnarnes - einbhús Til sölu er glæsilegt 287 fm einbýlishús við Víkurströnd. Innbyggður bílskúr. Mikið útsýni. Verð ca 19,0 millj. Símatími 10-13 Agnar Gústafsson hrl., Eiðisgötu 4, simar 12600 og 21750. --------- ---------------------♦---------- Skrifstofu- og lagerpláss óskast Traustur kaupandi - góðar greiðslur Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega húseign eða hluta úr húsi, samtals um 600-700 fm, þar af 450-500 fm skrifstofupláss og 150-200 fm lagerpláss. Staðsetning: Reykjavík, gjarnan vestan Grensásvegar. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Stapahraun - laust Gott atvinnuhúsnæði á götuhæð með millilofti, samtals um 216 fm. Góðar innkeyrsludyr og lofthæð. Malbikað plan. Mjög gott verð og góð kjör. Laust nú þegar. Upplýsingar gefur Stefán Hrafn Stefánsson. EIGNAMIÐUMN % Sími 67*90*90 - Síðnmúla 21 -------♦------------- EIGNAHOLLÍN Fasteignasala - Suöurlandsbraut 20 - Sími: 680057 Faxnúmer 680443. Opið kl. 9-18 virka daga. ATH. opið laugard. kl. 11-14. Einbýli - raðhús REYÐARKVÍSL 270 fm raðhús með risi á sólríkum og góð- um stað. Vandaöar innr. Suðvesturstofa með arni, parket o.fl. Ath. verð 15,5 mlllj. SPORÐAGRUNN 268 fm parh. á fráb. stað m. fráb. útsýni. í húsinu eru 3 íb. Skipti mögul. á íb. f fjölb. m. lyftu eöa á 1. hæð. 4ra-5 herb. f BÖKKUNUM 3ja herb. ÁLFHEIMAR Nýuppg. 83,6 fm íb. í alfaraleið. Góðir mögu- leikar á skemmtil. breytingum. Teikn. liggja fyrir. ÁLFTAMÝRI 3ja herb. 68,1 fm íb. á góðum stað. Ath. skipti mögul. Verð 6,7 millj. VESTURBÆNUM Skemmtil. 69 fm íb. á 2. hæö í fjölbhúsi. Góðar innr. Skipti mögul. Laus strax. 2ja herb. LJÓSHEIMAR Skemmtil. íb. á 9. hæð með mjög góðu út- sýni miðsvæðis. Laus strax. Verð 4,5 millj. KRÍUHÓLAR Björt og góð íb. 103 fm íb. m. litlu áhv. á þessum vinsæla stað. Verð 7,2 millj. VESTURBERG Góð eign í grónu hverfi. Húsið mikiö endur- bætt að utan. Skipti mögul. á minni íb. nær miðbænum. Verð 7,9 millj. Mjög góð 64 fm íb. á 7. hæð. Gott útsýni. Laus strax. Góð eign. Lokaöar svalir. Verö 5,5 millj. VALLARÁS Stórgl. rúmg. íb. á 5. hæð m. fráb. útsýni. Suðursvalir. Skipti mögul. á stærri. V. 5,8 m. Vantar allar tegundir eigna á skrá. Það kostar ekkert að haf a samband SigurAur Wiium, sölumaður. 911 RH 9197A L*RUS Þ- VALDIMARSSON framkvæmdastjóri kl I vv'b I 0 I V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu m.a. annarra athyglisverðra eigna: Ný sérhæð í litla Skerjafirði í tvibýlishúsi 4ra herb. úrvalsgóð sérhæð 104,3 fm nettó. Allt sér. Parket. Frág. lóð. Góður bílsk. Langtlán kr. 4,6 millj. Glæsileg sérhæð í Laugarneshverfi 5 herb. efri hæð um 130 fm. Nýtt parket. Nýtt gler. Rúmgott forstofu- herb. með sérsnyrtingu. Tvennar svalir. Góður bflsk. Langtímal. kr. 6,2 millj. Stór og góð á góðu verði 3ja herb. ib. á 1. hæð við Álfheima. Þvegið á rúmg. baði. Sólsvalir. Geymsla í kj. Húsið er nýsprunguþétt og málað. Verð aðeins kr. 6,3 millj. Á kyrrlátum stað í Skerjafirði mjög gott timburh. um 150 fm. Ný endurbyggt og stækkað. Ný sól- stofa. Ræktuð eignarlóö 816 fm með gróðurhúsi. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. í vesturborginni eða nágrenni. Skammt frá Grandaskóla úrvalsgóð 2ja herb. íb. tæpir 60 fm nettó. Rúmgóð sérlóð. Vinsæll staður. Tilboö óskast. Á frábæru verði við Dvergabakka í suðurenda á 3. hæð 3ja herb. íb. um 70 fm. Parket á gólfum. Stórar sólsvalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnl. kr. 3,3 millj. Verð kr. 5,8 millj. Óvenju hagstæð makaskipti Nokkur einbýlish., raðh., og sérh. á góðu verði í borginni og nágrenni. (mörgum tilfellum hagstæð makaskipti í boði. Nánar á skrifstofunni. Opið f dag frá kl. 10-14 AIMENNA Teikningará skrifst. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 FASTEIGNASALAM fekceíM dddID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 737. þáttur Komið var að Jðn-stofnum í beygingarfræðinni. Þetta eru orð eins og askja, blæja, bylgja, eyja, fíkja, gyðja, kirkja, lilja, meyja, rekkja, slægja, smiðja og tekja. Mörg þessara orða eru óbreytt í eignarfalli fleirtölu, en ef g eða k fer á undan j-inu, sem ein- kennir stofnflokkinn, er megin- reglan sú, að j-ið falli brott í ef.flt. og í staðinn komi n, eins og títt er í hreinum ön-stofnum. Þannig er talað um kirknafé, og sitthvað telja menn sér til tekna. Þá segir í gamalli bæja- vísu: Þverá rétt vel slægnaslétt, slægjast þangað færri; engjalétt og of mjög sett árbakkanum nærri. En umsjónarmaður hefur svo mikið skrifað um þess konar orð áður, að nú lætur hann við það sitja. Þess má þó geta, að dr. Valtýr Guðmundsson tók eftir því, að mjög margir hreinir ðn- stofnar voru óbreyttir í eignar- falli fleirtölu, ef a-hljóð var í rót þeirra, sbr. vara, amma, fata, fjara, naðra, panna og svala. Þess var fyrr getið í beyginga- fræðinni, að orðið frú hafði tek- ið margvíslegum áhrifsbreyting- um, svo að nú hefur það fengið sterka beygingu. Svipað er að segja um trú, en þó eimir þar eftir af veiku beygingunni. Við gætum t.d. sagt: Það veit trúa mín. Kvenheitið Gróa felldi að fornu u-hijóðið niður í aukaföll- unum, varð Gró. Síðan urðu áhrifsbreytingar sitt á hvað, nefnifallið gat orðið Gró, en sú mynd hefur þokað fyrir öfugri áhrifsbreytingu, þegar u-hljóð- inu er aftur skotið inn í aukaföll- in. Kvenheitið Gróa var fyrr- meir miklum mun algengara á Suðurlandi en Norðurlandi. Orðið skuggsjá, sem m.a. merkir spegill, er fornt og hefur trúlega verið * skuggsjáa. Það hefur nú orðið fyrirmynd margra samsettra orða, svo sem ratsjá, fisksjá og fjarsjá. Jóhann S. Hannesson orti: Það er vont að fá fréttir í Varsjá, að vísu sést Moskva í fjarsjá, en þar hafa ekki enn fundist heilvita menn sem hægt væri að leita sér svars hjá. Þá eru Ín-stofnar allir kven- kyns og eru flestir eins í öllum föllum eintölu. Mörg þessara orða eru óhlutstæð (abstrakt) og sum því nær ekki höfð í fleir- tölu. Beygingadæmi gæti verið kæti. Önnur orð í þessum flokki eru helst birti, bræði, elli, freistni, fræði, gersemi, gleði, kristni, mildi, prýði, reiði, lygi, speki og veiki. Orðin lygi og gersemi eru að því leyti afbrigðileg hér, að þau eru tíðhöfð í fleirtölu, og hún er þá lygar og gersemar. Hins vegar eru ævi = ævisögui' í fleirtölu ævir og gleði = skemmtisamkomur í flt. gleðir. Ótalið er orðið keppni, og kunna rnenn því misjafnlega, að það sé haft í flt. keppnir. Það er þó varla fráleitt í merking- unni kappleikar. Umsjónarmaður birtir með sérstakri velþóknun eftirfarandi grein úr Tungutaki, nr. 68, rit- stjóri Ari Páll Kristinsson: „Algengt er að tekið sé til orða á þessa leið: „álitsgerðin byggir á tveggja ára rannsókn- um“, „kenningin byggir á veik- um grunni“ o.s.frv. I þessum og þvílíkum dæmum fer betur á því að segja annaðhvort byggist (svokölluð miðmynd) eða er byggð (svokölluð þolmynd). Það er vegna þess að fólk getur byggt sitt af hverju en álitsgerð- ir og kenningar byggja hvorki eitt né neitt. Þær geta hins veg- ar byggst eða verið byggðar (af fólki).“ Steindór Steindórsson frá Hlöðum lærði í vegavinnu þessa merkilegu vísu, en vill ekki stað- hæfa hver höfundurinn sé: ★ Litli Pétur postulafretur, páskahretum alvanur, ferðast getur, fullvel hvetur, fremur metinn duglepr. (Langhenda oddhend, flughend.) ★ Kristinn Pálsson á Blönduósi skrifar mér svo: „Kæri Gísli, ég vil þakka þér fyrir þína ágætu þætti í Morgun- blaðinu. Tilefni þessa bréfs er að í 727. þætti þínum birtir þú vísu, sem ég lærði öðruvísi en þar er. Eg var ekki alveg viss um hvernig vísan væri rétt. En nú voru hæg heimatökin, því ég fór til höfundarins, sem er hér í fullu íjöri og hann sagði vísuna fram: Föpr er hún Seyðisá séð af brúnni. Hvaða brú er það nú þá? Það er brúin, jamm og já. Höfundur vísunnar heitir Val- garð Asgeirsson og hann sagði mér tilefni vísunnar. Um 1950 var hann og félagar hans oft að veiða fram við Seyð- isá; þegar hlé var frá veiðunum voru þeir oft að bulla fram vísur og þetta er einn árangur þeirrar andlegu iðju. Með kveðju." Umsjónarmaður þakkar Kristni fyrir þessar upplýsingar. ★ Hlymrekur handan kvað: Foringinn æðsti yfir fjöndum þá'fýsn sína eltir á röndum, að hefja sig ofar en orka hans lofar og taka bölvaðan himininn höndum. Til sölu við Snorrabraut 3ja herb. 90 fm íb. á 4. hæð, mót suðri. íbúðin er í nýju húsi og ætluð fyrir 55 ára og eldri. Til sölu í Hamrahverfi 120 fm íbúðir sem eru 3 svefnherb., stórar stofur, sér- þvottahús, svalir mót suðri og bílskúr. Þessu til viðbót- ar er rými í risi, sem nota má á margan hátt. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. FASTEIGN ER FRAMTID C\ (T FASTEIGNA f,í,ÍMIÐLUN SI/ERRIRKRISTmSSOHlOGGIlTUREASTEIGHASALI^*Q)r • SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 68 7072 $IMI 68 77 68 Gnoðarvogur - hæð Rúmgóð 4ra herb. 130 fm íbúð á 2. hæð f fjórbýli ásamt 32 fm bílskúr. íbúðin er 3 svefnherb. o.fl. íbúðin er að mestu leiti endurn. á sl. 6 árum s.s. fallegt bað, eld- hús, gólfefni (parket), nýjar hita- og raflagnir o.fl. Áhv. 2,4 miilj. veðdeild. Verð 10,8 millj. Keilugrandi - glæsileg Glæsileg ca 120 fm 4ra-5 herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í bílskýli. íbúðin er einstaklega fallega inn- réttuð. Áhv. 1,5 millj. Verð: Tilboð. Krummahólar 8-5. hæð Falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð. Komdu og skoðaðu þessa íþúð og láttu sannfærast, því sjón er sögu ríkari. Sýningarsalur er opinn frá kl. 11-16 í dag og kl. 13-16 sunnudag Islandsför Hanks aflýst ÍSLANDSFÖR kvikmynda- leikarans Toms Hanks, ljós- myndarans Annie Leibowitz og fimm manna fylgdarliðs hefur verið aflýst vegna anna leikar- ans. Hann tók, sem kunnugt er, við Óskarsverðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki karla á mánudag. Einar Gústafsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, sagði að á miðvikudag hefði sér borist staðfesting á því að mynda ætti leikarann við Bláa lónið fyrir tímaritið Vanity Fair í næstu viku. Degi síðar hefði hann hins vegar fengið þau boð frá starfs- manni Annie Leibowitz að Hanks hefði ekki þrjá daga aflögu til að koma til Islands. Leikarinn væri önnum kafinn og ljósmyndari yrði einfaldlega að aðlaga sig dagskrá hans og mynda hann þar sem hann væri staddur. Af þeirri ástæðu stæði nú til að taka myndirnar í Florida um helgina. íslandskynning skilar sér Þrátt fyrir að ekkert verði úr för Hanks til íslands sagði Einar að starfsmaður Annie Leibowitz hefði ítrekað lýst því yfir að ljósmyndar- inn hefði hrifist af íslandi og myndi án efa vinna verkefni hér á landi í framtíðinni. Hann sagði að áhugi hennar á landinu væri afar jákvæð- ur og greinilegt væri að íslands- kynning í Bandaríkjunum væri að skila sér. Hann minnti í þessu sam- bandi á að 25% aukning banda- rískra ferðalanga hér á landi hefði orðið á tímabilinu frá því í septem- b^r á síðasta ári fram í febrúar sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.