Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 Magnús Þór Ol- afsson - Minning Fæddur 8. maí 1984 Dáinn 19. mars 1994 Langri og erfiðri veikindabaráttu þinni er lokið. Miskunnarlaus sjúk- dómur slökkti að lokum lífsneist- ann, en þú barðist hetjulega til síð- asta dags. Lífsvilji þinn kom okkur öllum á óvart, en við vissum að umönnun og kærleikur pabba og mömmu sem voru vakin og sofin yfír velferð og líðan drengsins síns hafði mest að segja. En endalokin voru ekki umflúin og þegar þú kvaddir valdirðu einn fallegasta dag vetrarins þegar sjóndeildarhringur- inn virðist óendanlegur og maður óskar þess að tíminn geti staðið í stað. Þú flaugst í burt þegar sól reis hæst og hélst á vit nýs heims og ókunnugra ævintýra. Og þar beið langamma með útbreiddan faðminn og tók þig undir vemdarvæng sinn og leiddi þig í gegnum Guðs- og englaríki þar sem hún er öllum hnútum kunnug. Og undir hennar handleiðslu muntu blómstra og dafna og hæfileikar þínir fá að njóta sín. Og þar trúi ég að þú munir aftur taka á sprett, leika, hlæja og syngja. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku Magnús Þór. Elsku Oli og Sólbjörg, amma Guðrún, afí Magnús, amma Lillý og afí Hilmar. Mínar innilegustu samúðarkveðjur færi ég ykkur og öðrum ástvinum. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Andrea. Magnús Þór Ólafsson hljóp um, lék sér og hló, eins og böm gera, þar til sjaldgæfur sjúkdómur smátt og smátt dró úr honum allan mátt. Eftir það tók við langur og erfiður tími og Magnús litli var rúmfastur, bam að aldri. Fjölskylda hans vék ekki frá honurn, vakti yfir honum dag og nótt. Eg veit það hefur hýrnað yfir honum þegar foreldrar hans spiluðu fyrir hann á hljóð- færi, því tónlist er mannbætandi, eins og allir vita, og sennilega hef- ur Magnús Þór skynjað það best allra. Jafnvel þótt Magnús hafi verið sæll að fá að deyja, þá er erfitt að skilja hvers vegna 9 ára gamall strákur fékk ekki að lifa glöðu lífi eins og önnur börn, og vaxa og verða fullorðinn. Það verður aldrei hægt að fylla upp í það tómarúm sem hefur myndast við það að Magnús er farinn frá okkur, það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir Magnús Þór. En það er hægt að hugga sig við það að nú líður honum svo miklu betur, og það er hægt að geyma í huga sér allar minning- arnar um Magnús alveg frá því hann kom í heiminn fyrir tæpum tíu ámm. Þegar ég frétti að Magnús frændi minn væri dáinn datt mér í hug ákveðið lag og ljóð, lag eftir Jón Þórarinsson við Ijóð Halldórs Lax- ness. Það heitir Islenskt vögguljóð: Ég skai vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur ijóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa i hveijum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Einsog hún gaf þér íslenskt blóð, úngi draumsnillíngur, megi loks hin litla þjóð leggja á hvarm þér fíngur, - á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufíð sýngur. Magnús Þór Ólafsson var fæddur 8. maí 1984, á hörpu, samkvæmt gömlu íslensku timatali. Hann var sonur Sólbjargar Hilmarsdóttur frá Njarðvík og Olafs Magnússonar frá Keflavík. Foreldrar þeirra eru Hólmfríður Snorradóttir og Hilmar Guðjónsson, og Guðrún E. Ólafs- dóttir og Magnús Jóhannesson. Ég votta þeim og öðrum aðstand- endum og vinum samúð mína. Björg Sig. Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það Ijós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá og „eilíft líf“ í feiga skörungs brá? Hvað er þitt Ijós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvem tímans son? Guð er það ljós. (Matthías Joch.) Það líður senn að páskum. Upp_- risuhátíð frelsarans er í nánd. Á kveðjustundu minnist ég hinnar fögru og hreinu bamssálar Magn- úsar Þórs og hugur minn fýllist þakklæti fyrir að hafa átt svo yndis- legan frænda og vin, sem hann var. Og svo þakka ég fyrir allar stundimar, sem við áttum saman. Ég trúi því að Magnús Þór fái dá- samlegar móttökur á nýju leiðinni sinni og ég trúi því að hann sé umvafinn ást og birtu frá ástvinum okkar sem nýfamir eru. Ég trúi því að heimur horfinna sálna sé ekki svo fjarri. Þeir sem við elskum þar, séu þegar allt kem- ur til alls, svo ótrúlega nærri. Magnús Þór kom sem sólargeisli inn í líf foreldra sinna og hann var sannkallað Ijóssins barn. I návist hans var birta og hlýja alla tíð. Sorgin gleymir engum, hún er miskunnarlaus og kemur okkur allt- af á óvart. Elsku Sólbjörg, Ólafur, Guðrún og Magnús. Guð styrki ykkur og blessi í söknuði ykkar. Listaskáldið góða hefir gefið okk- ur huggun með ótal ljóðum sínum og þetta ljóð er eitt þeirra, sem ég læt hér fylgja með: Sáran lét Guð mig söknuð reyna. Verði hans vísdóms vilji á mér. Syrtir í heimi sorg býr á jörðu Ijós á himni lifir þar mín von. Elsku Magnús Þór, Guð geymi þig um tíma og eilífð. Þess óskar af hjarta þín ömmusystir. Dagrún. Hann Magnús Þór er dáinn eftir erfið o g langvarandi veikindi. Þegar ég minnist Magnúsar Þórs, kemur fyrst upp í hugann hve.rsu fallegur drengur hann var með einhver þau fegurstu augu og andlit sem ljóm- aði allt þegar hann brosti. Magnús Þór var augasteinn foreldra sinna, enda einkabarn þeirra. Og þrátt fyrir að oft kæmu mjög erfiðir tímar, þá létu þau aldrei bugast, ekki síst vegna þess stuðnings sem afar og ömmur Magnúsar Þórs veittu þeim. Elsku Sólbjörg og ÓIi, missir ykkar er mikill, en ég vona að góð- ar minningar um yndislega dreng- inn ykkar megi styrkja ykkur í sorg- inni. Ég og fjölskylda mín viljum votta ykkur og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Brynhildur Jónsdóttir. Haustið 1991 lá Magnús Þór á Barnaspítala Hringsins. Þar lá einn- ig tveggja ára dóttir mín sem þá var haldin alvarlegum sjúkdómi. Þegar hún heyrði skemmtilega tón- list berast út úr stofu 3 þá flýtti hún sér í heimsókn. Stuttu síðar leit ég þangað inn og þá sat hún hin ánægðasta uppi í rúmi hjá Magnúsi. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá hann. Hann lá grafkyrr og horfði beint fram fyrir sig. Hann var ákaflega fallegur drengur með blá augu og ljósbrúnt liðað hár. Undir höfðinu var dökkblár silki- púði og sængurverið var skrautlegt með dýrum og blómum. Það var greinilegt að foreldrarnir hugsuðu vel um Magnús og það var alltaf hlýlegt í kringum hann. Eftir þetta fórum við mæðgur oft í heimsókn og ég kynntist Öla og Sólbjörgu. Við spjölluðum um lífið og tilveruna en mest um böm- in okkar og veikindin. Þau sögðu mér að áður en Magnús veiktist hefði hann verið hress strákur sem fannst skemmtilegast að vera úti í fótbolta. Sjúkdómseinkennin fóm að koma í Ijós um þriggja ára aldur- inn og þegar sjúkdómsgreiningin lá fyrir varð ljóst að Magnús myndi ekki eiga langa lífdaga. Óli og Sólbjörg töluðu æðrulaust um veikindin og ég dáðist að styrk þeirra. Það var gott að tala við þau. Við þau var hægt að tala um trúna á Guð, kvíðann og allar þær tilfinningar sem bærast í foreldrum þegar jafnvel vonin er horfin. Kynni mín af þessari fjölskyldu hafa reynst mér mjög dýrmæt og vil ég með þessum orðum þakka þeim samfylgd á erfiðum tímum og votta Sólbjörgu og Óla okkar inni- legustu samúð. Guðbjörg. Hetjulegri baráttu litla drengsins okkar er lokið. Ósjálfbjarga værum við, ef Drottinn Guð umvefði okkur ekki með sínum sterku örmum þeg- ar hin þunga sorg dynur yfir. Hann einn megnar að gefa okkur og for- eldrunum styrk. Við ömmurnar og afamir viljum þakka elsku Magnúsi Þór fyrir alla þá gleði sem hann gaf okkur. Fullvissa okkar er að núna líður honum vel. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljómar gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (B. Halld.) Við viljum þakka öllu starfsfólki á sjúkrahúsi Keflavíkur fyrir frá- bæra umönnun og einnig séra Ólafí Oddi Jónssyni fyrir hans góða styrk í gegnum árin. Hinsta kveðja. Guðrún, Magnús, Hólmfríður og Hilmar. Þú litla barn sem ég þráði að faðma, umvefía elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt, hér er ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. (Gleym mér ei) í dag kveðjum við lítinn vin okk- ar, Magnús Þór, sem lést á Sjúkra- húsi Keflavíkur hinn 19. mars sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Tíminn hans hér á meðal okkar varð ekki langur miðað við heilan mannsaldur, samt skilur hann eftir sig svo mikið tóm og svo margar spurningar. Af hveiju fékk þessi litli fallegi drengur ekki að vaxa, dafna, þrosk- ast og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða? Af hveiju er svo mikill sársauki lagður á börn og fjölskyldur þeirra? Spumingar sem þessar leita nú sem oftar á okkur. Það er gott að hugsa til þess að Magnús Þór átti góða að. Aðstandendur sem voru tilbúnir að veita honum alla þá ást, hlýju og umhyggju sem hugsast gat. Foreldrar hans hafa verið vak- andi og sofandi yfír velferð hans í öllum hans veikindum og sýnt mik- inn kjark og þroska. Sl. tvö ár var Magnús litli að mestu á Sjúkrahúsi Keflavíkur, þar sem mamma hans útbjó hans annað heimiii af mikilli natni og smekkvísi. Elsku Óli og Sólbjörg, orð eru svo lítils megnug á svona stundum, en við munum biðja Guð að gefa ykkur styrk til að læra að lifa án Magnúsar, sólargeislans ykkar, sem allt ykkar líf snerist um. Ömmunum og öfunum, sem alltaf voru tilbúin að rétta hjálparhönd, svo og öðrum aðstandendum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hönd þín snerti sálu okkar. Fótspor þín liggja um líf okkar aUt. (Gleym mér ei) Hildur og Jóhanna. Blómkrónur anga, brosa móti sólu, bamsaugað tæra þó fepr skín. Blómið mun falla, brestur hvert auga, birtan þin, Jesús, aldrei dvín. (Sbj. E.) Elsku frændi, Magnús Þór. Okk- ur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Við vitum að núna líður þér vel, hjá góðum Guði, þar sem engin þjáning eða sjúkdómur er til. Best hefði þó verið að fá.að hafa þig hérna hjá ástvinum þínum, sem þótti svo vænt um þig. En Guð vildi að þú kæmir til sín og við verðum að trúa á hann og treysta því að hann hafí leitt þig inn í ríki sitt og dýrð sína, en huggi okkur hin, sem núna erum svo hrygg. Að lokum viljum við biðja þér, elsku frændi, bænina sem við báðum fyr- ir þér á hveiju kvöldi. Við höldum, að núna sért þú sjálfur einn af Guðs englunum, sem sitja yfir sænginni okkar: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Jón Viðar, Nanna og Elísa Rún. Þegar ég heyrði að elsku litli frændi minn Magnús Þór væri far- inn yfír landamærin miklu var eins og ljós lífsins slokknaði um stund, en þegar minningarnar um sam- verustundir okkar skutu upp kollin- um varð allt bjartara. Það var svo gaman þegar hann kom í heimsókn til okkar með foreldrum sínum. Hljóðfærin hér á heimilinu vöktu hrifningu hans en þó sérstaklega litla orgelið. Hann sat oft lengi og spilaði og fylgdist vel með hvort við værum að hlusta á eða ekki. Við Iékum okkur og sungum og það var líf og §ör. Það var líka gaman að fylgjast með samskiptum Magnúsar Þórs og ömmu hans, Guðrúnar (systur minnar). Á milli þeirra ríkti sönn vinátta og þau léku sér svo skemmtilega saman. Það var snemma á lífsleiðinni sem þessi elsku frændi minn veikt- ist af sjaldgæfum hrörnunarsjúk- dómi sem á sviði læknavísindanna er ennþá ekki hægt að lækna. Það er ósköp sárt og tekur langan tíma að trúa þess konar staðreynd. Magnús Þór þurfti að fara í gegn um mikla sjúkdómserfiðleika í þessu lífi, en ég veit að hann átti samt sem áður margar hamingju- stundir með yndislegu foreldrunum sínum sem eiga ekki marga sína líka hvað umhyggju og ástúð snert- ir. Það vakti furðu mína hve næm og dugleg þau og Guðrún systir voru við að hjúkra Magnúsi Þór. Fyrir mér eru þau eins og færustu læknar á þessu sviði. Ömmur og afar Magnúsar Þórs voru foreldrum hans mikill stuðn- ingur í þessum miklu erfiðleikum. Á sjúkrahúsi Keflavíkur fékk Magnús Þór frábæra umönnun af læknum og starfsfólki. Elsku litli frændi, það var svo gott að vera í návist þinni og þó við værum hætt að geta spilað sam- an og leikið okkur var svo ljúft að halda í hönd þína og finna góða andrúmið í kring um þig. Ég á þér svo margt að þakka. Það varst þú sem fékkst mig til að fara að iðka trú mína, sem gefur mér annan og dýpri skilning en ég hafði áður á lögmáli lífsins. Einnig þá vissu að núna ert þú kominn í aðra tilveru þar sem þjáningar þínar eru á enda. Á eftir vetri kemur alltaf vor og þó að trén felli lauf að hausti koma önnur ný að vori. Á sama hátt mun líf þitt halda áfram að eilífu. Við munum hittast aftur í annarri til- vist og þá munum við eiga fleiri góðar stundir saman. Elsku Sólbjörg, Óli, Gunna syst- ir, Magnús, Hólmfríður, Hilmar og allir aðrir aðstandendur, ég bið þess heitt að öll verndandi öfl alheims umvefji ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast elskulegs frænda okkar, Magnúsar Þórs, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 19. mars sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, aðeins 9 ára gamall. Magnús Þór var yndislegt barn, sem átti góða að. Það var sérstök upplifun að fylgjast með hversu nat- in og dugleg foreldrar, afar og ömm- ur Magnúsar Þórs voru í veikindum hans og naut hann góðs af því. Með mikilli samvinnu viku þau vart frá honum. Til að geta haft Jiann sem mest hjá sér og veitt honum öryggi, ástúð og hlýju, höfðu Óli og Sólbjörg útbúið íbúðina sína sérstaklega, þannig að auðveldara væri að taka hann heim. Framtíðaráætlanir þeirra fólust alltaf í því að gera allt það sem gæti gert Magnúsi litla lífið léttara þannig að honum liði betur. Magnús Þór hafði dálæti á tónlist og í ófá skipti spilaði Lillý amma fyrir litla ömmudrenginn sinn á gít- arinn og söng með. Einnig spiluðu Óli og Sólbjörg oft fyrir hann á gítar- inn og píanóið. Okkur er sérstaklega minnisstætt eitt skipti þegar við heimsóttum Óla, Sólbjörgu og Magnús Þór í Lyngholt- ið. Þá var sjúkdómurinn sem Magn- ús þjáðist af búinn að ganga mjög nærri honum og við gátum ekki merkt að Magnús skynjaði neitt úr umhverfi sínu. En það var ekki rétt og það sýndi Óli okkur fram á með því að spila eitt af uppáhaldslögum Magnúsar. Smátt og smátt færðist bros yfir andlit hans og innan skamms ljómaði hann allur af gleði. Þetta endurspeglar hversu vel ættingjar Magnúsar börðust áfram fram á síðustu stundu. En núna hefur Magnús litli fengið hvíldina. Hann er laus undan fjötrum sjúkdómsins sem hijáð hefur hann mestan hluta stuttrar ævi hans. En missirinn er mikill. Augasteinn foreldra sinna og yndislegur drengur er horfinn á braut, aðeins níu ára gamall. Að lokum fylgja hér orð Fannars Freys tveggja ára sem horfði mikið upp til Magnúsar og hafði sérstakt dálæti á frænda sínum: „Magnús Þór frændi er dáinn, hann er farinn til Guðs og amma Bíbí passar hann. Núna er honum batnað og líður vel.“ Þessu trúum við, hann er í góðum höndum ættingja sinna, sem gæta lítils indæls drengs sem barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóm sinn, sem að lokum hafði betur. Elsku Sólbjörg, Óli, Lillý, Hilmar, Guðrún, Magnús og aðrir aðstand- endur, læknar og starfsfólk allt á Sjúkrahúsi Keflavíkur sem stundaði litla drenginn eins og það ætti hann sjálft, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Magnús Hlynur, Fannar Freyr og Anna Margrét, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.