Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR ESSO hefur skilað hagnaði hvert ár síðustu 35 árin Meðalávöxtun hluthafa undanfarin þrjú ár, 5,4% á ári HLUTHAFAR Olíufélagsins hf. (ESSO) geta vel við unað og verið sáttir við hóflega, en örugga raunávöxtún hluta- fjár síns í vörslu ESSO. Avöxtun hlutafjárins hefur undan- farin þrjú ár, að jafnaði verið jákvæð um 5,4%, sem skipt- ist þannig að ávöxtunin var neikvæð um 8,5% árið 1991, jákvæð um 11% árið 1992 og jákvæð um 15% árið 1993. Félagið hefur undanfarin 35 ár skilað hagnaði og sl. fjög- ur ár hefur hann verið um og yfir 200 milljónir króna á ári. Þegar afkoma fyrirtækis er stöðug og jöfn eins og hjá ESSO, þá minnkar áhættan og þar af leiðandi ávöxtunar- krafa hluthafanna. Arleg ávöxtun hluthafa í ESSO hefur þannig undanfarin tvö ár verið mun betri en raunávöxtun- arkrafa 3ja-5 ára spariskírteina ríkissjóðs og einnig umtalsvert betri en meðalvextir vísitölubundinna útlána bankanna, einkum á síðast- liðnu ári. Öðru máli gegnir hins vegar með árið 1991, þegar raun- ávöxtun hluthafanna var neikvæð um 8,5%. Á árslokaverðlagi 1993 var hagnaður ESSO samkvæmt ársreikningum fyrir árið 1988 147 milljónir króna, 92 milljónir árið 1989, 229 milljónir króna árið 1990, 218 milljónir árið 1991, 203 milljón- ir árið 1992 og 198 milljónir króna árið 1993. Útlánavextir bankanna hefðu gefið 550 milljónum meira sl. sex ár Tap varð hins vegar öll árin eftir reiknaða vexti af bókfærðu eigin fé (meðalútlánavextir bankanna): 1988 nam það 101 milljón króna, 1989, 112 milljónum króna, 1990, 22 milljónum króna, 1991, 97 millj- ónum króna, 1992, 151 milljón króna og 1993, 79 milljónum króna. Hér munar því 552 milljónum króna á þessum sex árum, til þess að fé- lagið skili ávöxtun sem samsvari meðalútlánavöxtum bankanna. Heildareignir félagsins hafa auk- ist geysilega á undanfömum sex árum. Á árslokaverðlagi 1993 voru eignimar árið 1988 tæpir 5,5 millj- arðar króna, en í árslok 1993 voru þær 7,1 milljarður króna. Heildar- skuldir félagsins voru í árslok 1988, á árslokaverðlagi 1993 2,3 milljarð- ar króna, en í árslok 1993 3,8 millj- arðar króna. Hafa ber í huga í þessu sambandi, að árið 1992 leysti ESSO til sín rúmlega 30% hlut Sambands- ins í félaginu og jók við það lang- tímaskuldir sínar um 800 milljónir króna. Það fer ekkert á milli mála að Olíufélagið hf. (ESSO) er stórfyrir- tæki, á íslenskan mælikvarða, svip- aðrar stærðargráðu og Eimskipafé- lag íslands, með afar sterka mark- aðs-, eigna- og fjárhagsstöðu. ESSO náði að auka markaðshlut- deild sína um liðlega 2% á liðnu ári og er áfram stærst íslensku olíufé- laganna, með 44,1% af markaðnum. Fyrirtækið hagnaðist um 200 millj- ónir króna af rekstri síðastliðins árs, eignir þess námu í árslok 1993, 7,1 milljarði króna, samkvæmt samstæðureikningi félagsins og eigið fé í árslok 1993 nam 3,3 millj- örðum króna, sem er 47% eiginfjár- hlutfall. Félagið hefur þessa sterku eiginfjárstöðu, þrátt fyrir þá stað- reynd að í nóvember 1992 ákvað hluthafafundur ESSO að færa niður þriðjung eigin fjár, þegar bréf Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í Olíufélaginu skiptu um eigendur. Leysti til sín bréf á genginu 5 Sambandið átti meirihluta í OIíu- félaginu til ársins 1988, en seldi þá 18% í félaginu. Eign Sambands- ins í ESSO var tæpur þriðjungur félagsins þegar Landsbankinn tók við eignum Sambandsins, með stofnun eignarhaldsfyrirtækisins Hamla hf. haustið 1992. Olíufélagið leysti þá til sín hlutabréfin á geng- inu 5,0 og hlutafé var lækkað um 210 milljónir króna að nafnvirði. Jafnframt var gefíð út nýtt hlutafé fyrir 50 milljónir króna að nafnvirði og það selt á genginu 4,75, en hlut- hafar höfðu þá forkaupsrétt að þessu nýja hlutafé og nýttu sér hann nær undantekningalaust. Við þessa ráðstöfun hækkuðu Iangtíma- skuldir Olíufélagins um 800 milljón- ir króna. Einnig var nýtt hlutafé að nafnverði 17,8 milljónir króna gefíð út í fyrra og selt á genginu 4,25. Þegar 10% arðgreiðsla var ákveðin á aðalfundi Olíufélagsins í fyrra, var ákveðið að gefa hluthöf- um kost á því að nýta arðinn til þess að auka hlut sinn í félaginu, en þeir sem ekki höfðu áhuga á því, gátu fengið arðinn greiddan. Hlutafé félagsins var í árslok 1993, 570 milljónir króna. Segja má að Olíufélagið hafi við kaupin á Sambandsbréfunum og niðurfærslu hlutaijárins sem kaup- unum nam, farið þá leið sem Eim- skipafélag íslands hefur verið gagn- rýnt fyrir að fara ekki, þ.e. að borga hluthöfum sínum út ákveðna fjár- muni. ESSO keypti bréf Sambands- ins og færði síðan niður hlutafjár- eignina og lækkaði þar með eigin- fjárhlutfall fyrirtækisins, sem var fyrir kaupin á bréfum Sambandsins orðið óþarflega hátt, eða 60,4%. Fimmtán stærstu hluthafar í ESSO eiga samtals 72,06% í félag- inu, en alls eru hluthafar félagsins 1.365 talsins. Þrír hluthafar eiga yfir 10% hlut í ESSO: Olíusamlag Keflavíkur á 13,1% hlut, Samvinnu- sjóður íslands hf. á 10,7% hlut og Samvinnulífeyrissjóðurinn á 10,15% hlut í félaginu. Það liggur í hlutar- ins eðli að þegar hluthafí eins og Sambandið, sem átti þriðjung í þessu volduga fyrirtæki, hverfur úr hópi eigenda, verður um umtals- verða breytingu á eignarhaldi að ræða, þótt eignarhlutföll hafi í sjálfu sér ekki breyst svo mjög, þar sem hluthafar ákváðu að notfæra sér forkaupsrétt að bréfum Sam- bandsins. Undantekningin í þessu sambandi er stóraukinn eignarhluti Samvinnusjóðs íslands sem keypti hlutabréfín af KEA á liðnu ári. Skiptust á bréfum hvert í öðru Á síðustu árum hafa nýir aðilar eignast aukinn eða nýjan hlut í fé- laginu. Vátryggingafélag íslands er stærst í þeim hópi. Á árunum 1988 til 1990 keypti Olíufélagið óvenju mikið af eigin bréfum, sem skýrist af því að Sambandið, sem fram til 1988 átti 52% í ESSO, seldi 18% hlut í félaginu og var komið niður í 33,6% hlut árið 1992. ESSO keypti hluta þessara bréfa og skipti síðan á þeim við VÍS, fyr- ir bréf í VÍS. Þannig eignaðist Olíu- félagið hlut í VÍS og VÍS hlut í ESSO, án þess að nokkrir fjármun- ir skiptu um hendur. Árið 1990 átti félagið ekkert í ESSO, árið 1991 keypti félagið 4,3% hlut með bréfum í sjálfu sér, sem í árslok 1993 var orðinn 9,33% hlutur, og VÍS þar með orðinn 4. stærsti eig- andinn að ESSO. Samvinnusjóður íslands jók hlut sinn á á milli ár- anna 1992 og 1993 úr 3,06% í 10,68, en sjóðurinn keypti megnið af þeim bréfum sem KEA seldi á liðnu ári, þegar fyrirtækið minnkaði hlut sinn í ESSO úr 10,75% í 4,19%. Vogun hf. (í eigu Hvals hf.) átti í árslok 1993, 4,83% og Venus hf. (gamalt útgerðarfélag í Hafnarfirði í eigu sömu aðila að hluta) eignað- ist á liðnu ári 1,23%. Á liðnu ári juku Sjóvá/Almennar hlut sinn úr 1,4% hlut í 4,17% hlut, en Festing hf. sem er þeim tengd á 2,08%. Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður Sjóvár/AImennra, segir fyr- irtækið ekki hafa uppi nein sérstök áform um að auka eignarhlut sinn í ESSO frá því sem nú er. „Enda stendur það ekki til boða,“ sagði Benedikt þegar rætt var við hann í vikunni og bætti við að ef einhver hluti ESSO væri til sölu, þá myndu Sjóvá/Almennar skoða það. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur einnig aukið sinn eignarhlut frá árinu 1991 úr 1,6% í 3,51%. Gengi bréfa ESSO í árslok 1993 var 5,3-falt nafnverð, sem jafngild- ir því að hlutabréf fyrirtækisins hafi um síðustu áramót verið 3.026 milljóna króna virði. Gengi bréfa ESSO hefur hækkað örlítið það sem af er árinu og þann 21. mars sl. var það skráð á 5,4-földu nafn- verði, sem jafngildir 3.083 milljón- um króna fyrir hlutabréfin í heild, þannig að þau eru á markaðsvirði 57 milljónum króna verðmeiri í dag en um áramót. Rétt er að geta þess að viðskipti með hlutabréf ESSO hafa verið afar lítil það sem af er árinu. Samkvæmt ársreikningi 1993 var innra virði fyrirtækisins 5,8. Stærsti hluthafinn Olíusamlag Keflavíkur er stærsti einstaki hluthafinn í ESSO, eftir að Sambandið hvarf af sjónarsvið- inu. Olíusamlagið á að nafnvirði í félaginu 75 milljónir króna, eða 13,10% hlut. Olíusamlagið er gam- alt samvinnufélag bátaeigenda á Suðurnesjum sem stofnuðu með sér innkaupasamband á olíu. Karvel Ögmundsson hefur um áratuga skeið verið helsti forsvarsmaður þessa samlags og hefur hann fyrir hönd þess átt sæti í stjórn ESSO frá stofnun fyrirtækisins, allt þar til 8. október sl. þegar hann varð níræður og hætti þá í stjórninni að eigin ósk. Hans sæti tók þá Ólafur Björnsson, en á aðalfundi ESSO í fyrradag var Guðjón Ólafsson, framkvæmdastjóri Olíusamlags Keflavíkur, kjörinn í stjórn ESSO. Olíusamlagið hefur ávallt haft um- boð fyrir ESSO á Suðurnesjum (Keflavíkurflugvöllur undanskil- inn), jafnframt því sem samlagið annast gæsluna i Helguvík. Þrátt fyrir samvinnuuppruna Olíusam- lagsins hefur tekist samvinna á milli þess, og þeirra sem fara með eignarhlut Vogunar hf. (Hvals hf.), Venusar, Sjóvár/AImennra og Fest- ingar, á þann veg að Olíusamlagið styður fulltrúa hinna við stjórnar- kjör, þ.e. Kristján Loftsson, sem er formaður stjórnarinnar, og þeir styðja fulltrúa Olíusamlagsins, sem er nú, eins og áður segir, Guðjón Ólafsson. Vátryggingafélag íslands reyndi á aðalfundinum í fyrra að koma sínum manni inn í stjórn fyrirtækis- ins, Axel Gíslasyni, forstjóra VÍS, en hann náði ekki tilskildu atkvæða- magni. Engar slíkar tilraunir voru gerðar á aðalfundinum í fyrradag, enda mun hafa legið fyrir, áður en fundurinn hófst, að fulltrúi VÍS myndi ekki fá tilskilið atkvæða- magn til að ná kjöri. Aukin hlutabréfaeign varnaraðgerð Olíufélagið á umtalsverðar fjár- upphæðir í áhættufé í öðrum félög- um, sem eru eitthvað á fjórða tug talsins, eða að nafnverði tæpar 600 milljónir króna, sem bókfærðar eru upp á tæpar 691 milljón króna. Athygli vekur að í þeirri hlutafjár- eign eru einungis 33,4 milljónir króna að nafnverði í öðrum félögum sem skráð eru á hlutabréfamark- aði. Á liðnu ári afskrifaði ESSO hlutabréfaeign í öðrum félögum upp Efnahagur Olíufélagsins 1988-93 (á verðlagi í árslok 1993) Heildareignir 7.000 — milljónir kr. 6.000 88 '89 '90 '91 '92 ’93 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 '93 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 Eiginfjárhlutfall 1988-93 70 o/o------------------------ Olíufélagið hf. innleysir hlutafé SÍS á árinu 1992 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Afkoma Olíufélagsins hf. 1988-93 (á verðlagi í árslok 1993) 250 ------ 200 ------ 150 - 100' 50 - HiMii - 0 '88 '89 '90 ’91 ’92 ’93 Hagnaður (tap) skv. ársreikningi Hagnaður (tap) eftir vexti af bókfærða eigin fé ’88 '89 ’90 '91 '92 ’93 irill 0 -50 -100 -150 Árleg ávöxtun hluthafa í Olíufélaginu hf. 1991-93 Samanburður við spariskírteini og bankavexti Raun- ávöxtun hluthafa ’91 '92 '93 Raunávöxtunar- krafa 3-5 ára spariskírteina ’91 '92 '93 Meðalvextir vísi- tölubundinna útlána bankanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.